Vísir - 16.12.1928, Blaðsíða 6

Vísir - 16.12.1928, Blaðsíða 6
VISIH J0la.gja.fix*. Lítið í gluggana lijá Arinbiru. Utið ái vöarasýnix&guna. í dag iijá Efrímni> (Hornið á Klapparstíg og Njálsgötu). Bapnef&taverslunin Klappastlg 37. - Sími 2035. JdlafOt og jólaverð! 10—20% afsláttur af Barnakápum og Frökkum. Drengjaföt, lieil sett, 10%. Tilbúinn Ungbarnafatnað- ur 10%. Smekklegt úrval af tilbúnum Telpukjólum og Drengjafötum, Prjónakjólum, Treyjum ög Samfest- íngum. Barnafatnaður, Sokkar, Húfur og Vetlingar í stóru úrvali. — Verð við allra hæfi. Persil fjarlægrr óhreinindi og bletti úr sokkunum yðar og gerir þá sem nýja, hvort heldur þeir eru úr silki, silkilíki, isgarni eða ull. Það hafa líka í þvottinn sinn þær, sem bera rós á kinn, með litlu, kliptu lokkunum, í Ijósu, bleiku sokkunum. Persil. Iba Gh-pl&nó eru talin ein þau allra bestu sem þekt eru, bæði að gæ'ðum og öllum frágangi, utast sem inst. — Vottorð frá mestu snilling- um, um gæði þessara hljóðfæra, eru til sýnis. Ibach-hljóðfæri hefi eg til sölu. — Verðið lang lægst miðað víð gæði þessara hljóðfæra. Betri kostagrip en Ibach-piano geta söngvinir ekki valið sér eða sínu heimili. Virðingarfylst ísólfup Pálsson,! Frakkastíg 25. Úp- og skrautgn’paverslunm Laugaveg 34. Hefi fengið mikið úrval til jólagjafa fyrir karla og konur. par á meðal kjörgripi, sem engir slíkir liafa sést hér fyr. Altaf fjTÍrliggjandi miklar birgðir af upphlutasilfri. Það, sem eftir er af Kristalvörum, selst með 30% afslætti. Þorkell Sigurðsson. VÍSI8-KAFFIB gerir alla giaöa. Andsvör. J O Xj A O L —með jólamatnum fæst bæði á heilum og hálfum flöskum. Ennfremur: Pilsner, Maltextrakt og Bajer á hverju matborði á jólunum. Fæst í öllum verslunum. Ölgerðin Egill Skallagr ímsson. Frakkastíg 14. Símar: 390 og 1390. ---X--- F.g hefi dregiö að svara fyrir- spurnum þeim, sem mér hafa borist viðvíkjandi grein minni í „Vísi“. „Heimilin og félagslífið í bænum“ (27. sept. þ. á.). Eg hélt að fleiri mundu taka til máls um spillingu þá í félagslífinu, sem eg bcnti á. Það lítur svo út, sem fólk vilji heldur dæma einstaklingana, sem falla fyrir freistingum bæjarlífsins, en hefjast handa til að bægja þess- um freistingum frá unglingunum. Ef þeir, sem sjá ósómann og finna sárt til þess, hve gálaust líferni dregur ur sönnum manndómi ung- linganna og eyðir farsæld heimilis- lífsins, vildu eitthvað gera til að stemma stigu fyrir nætursvallinu al- ræmda hér í bæ, þá mundu stjórn- arvöld vor verða fúsari til að taka í taumana. Fyrsta svarið við grein minni var frá R. (30. sept. þ. á.). Hon- um finst hann ekki geta svarað grein minni fyrr en eg sé búinn aö gera grein fyrir, hve kaffihús- um og kvikmyndahúsum sé snemma lokað í nágrannalöndunum. Honum virðist hugsunin vera sú í grein minni, að eg telji það eftirbreytn- isvert, sem fer í siðspillingaráttina hjá nágrannaþjóðunum. En alt óþarft næturrölt, hvort heldur það fer fram í kaffihúsum eða bifreið- um út úr bæjunum, er brot á heil- brigðu náttúrulögmáli. Ef við gæf- um okkur tima til að staldra við úti í náttúrunni um sumarnætur og horfa á dýrin, þá inundum vér sjá, að þau taka sér hvíld á sínum rétta tíma, fyrir og um lágnætti, og taka aftur til starfa með sólarupprás, glöð og endurnærð. Gætum vér þá látið þá sjón oss að kenningu verða, sem gerum oss seka í þessu ónátt- úrlega rölti á næturnar. Þótt R. sé ef til vill nákunnugur lokunartíma kaffihúsa og kvikmyndahúsa í út- löndum, og því kunnugri en eg, þá get eg bent honum á borg, þar sem allri umferð er hætt kl. 9—10 á kveldin og öll vinna hafin kl. 6—7 á morgnana. Þar lætur fólkið sig einhverju skifta heilbrigða lifnað- arhætti. Þessi borg er Bern, höfuð- borgin í Sviss, og eru 200 þúsund íbúar í henni. Vill nú R. álíta það svo slæmt fyrir Reykjavíkurbæ, þótt vér yrðum fyrri til en ein- hverjir aðrir, að taka upp hollari og sæmilegri lifnaðarháttu í bæjar- lífi voru? Hvar hefir hann séð jafn lítið eftirlit með börnum, sem hér í bæ ? Og afleiðingarnar af því eru bæjarbúum kunnar. Tökum dæmi. Einn af þjónandi prestum bæjar- ins sagði fyrir skemstu í stólræðu sinni þá sorgarsögu, aö fjórar telp- ur, 10—14 ára, hefðu ekki komið heim til sín 3 nætur í röð. Hefir , nú háttvirtur hr. R. ekki þá með- aumkvun með foreldrum, setn verða að horfa á, að börn þeirra 1 veltist ofan í spillingu bæjarins, a'ð honum þyki ekki kaffihússopinn , eins sætur, þótt hann drekki hann ekki seinna en kl. 10 að kveldi, ef með því yrði dregið úr einhverri foreldrasorginni ? Það lítur út fyr- ir, að grein mín hafi stungið hr. R. óþægilega, því að honum hefir fipast í að lesa hana rétt. Hann spyr: „Hvar í heiminum eru búðir og skrifstofur opnaðar fyrr en kl. 8y2—9, eins og hér á sér stað?“ Það var rétt af honurn að slá slík- an varnagla: „á sér stað“. Það mun nú varla eiga sér stað, að skrifstof- ur séu opnaðar kl. 8Y>; flestar munu vera opnaðar kl. 9—10, og þó fleiri kl. 10. En ekki þarf að fara út um heim,- til að finna, hvar búðir séu opnaðar fyrr en kl. 8 '/2, því að margar matvöruverslanir eru opnaðar hér kl. 8, og miklu fyrr í mörgum hafnarbæjum; um það er mér kunnugt. En það vakti fyr- ir mér, að rétt væri, að opnunar- tími sölubúða og skrifstofa og lok- unartími þeirra, yrði færður fram, til þess að fólkið gæti hætt fyrr á kveldin. Það lítur út fyrir, að vesl- ings hr. R. hafi ritað línur sínar að morgni dags, og hafi ekki verið búinn að sofa út og ef til vill verið á kaffihúsi eða bifreiðarsnatti fyrri hluta næturinnar. Þá er að minnast á svarið frá Hallveigarstaðakonunum; verður ekki annað sagt um það en gott eitt Sú grein dregur ekki úr því, að tími sé til kominn að gera gangskör að þvi, að rýma þeirri spillingu úr bæjarlííi voru, sem altaf virðist fara vaxandi. Það getur vel verið, að eg og fleiri hafi misskilið stefnuskrá þeirra. Eg skildi hana svo, að þær væru að eins að koma upp sameigmlegu aukaheimili handa konum, svipuðu þeim, sem Frímúrarar ogOddfellowar eiga sér. En eg get ekki skilið, að slík heim- ili auki ánægjuna heima fyrir. En þetta er, ef til vill, tóm hræðsla hjá mér, og það skal eg játa, að marg- ar þær konur, sem standa fyrir stofnun þessa sameiginlega heimil- is, hafa unnið með fúsum vilja að 1 ýmsu líknarstarfi hér í bæ. Og ef þær, sem hafa sýnt öílugan vilja I á að líkna, vildu nú taka eina álmu af Hallveigarstöðum, til að hjálpaí meðsystrum sínum, sem ratað hafa i það ólán, að lenda i slæmum fé- lagsskap, sem spilt hefir öllum sið- , um þeirra, þá ætti þeim að vera ljúft, að rétta þeim heimilum. hjálparhönd, sem kynnu að eiga unglinga á líku stigi og telpurnar, sem eg gat um hér að framan,- Háttvirtu konur! Þér eruð flestar mæður. Veit eg ])ví, að þér getið vel skilið þungu móðursorgina á því heimili, þar sem unglingarnir hafa glatað sakleysi sinu og sóma. Þar gæti hlý systurhönd mýkt marga móðursorgina, og aftrað mörgu víxlspori unglinganna. Væri þetta mál á stefnuskrá Hallveigar- staðakvenna, þá mundi það mörg^ um kærkomið. Næsta svar kom frá K. (1. okK ]). á.). Svo lítur út, sem K. sé mjög ókunnur bæjarlífinu og skemtunum þeim, sem hér gerast, enda játar hann það. Hann hefir þó að líkind- um lesið blöðin og séð lýsingarnar á útbúnaði danssalanna. Man hann ekki eftir því, er dansfélögin voru að keppast um það a'ð skreyta salí sína fyrir hverja dansskemtun. Alt var þetta gert til að æsa tilfinníng- ar og forvitni unga fólksins i hálf- rökkrinu. Og þá munu hinir hug- vitssamari nýtískumenn liafa fund- ið upp þessa svonefndu „ljóskast- ara“, er oft munu vera notaðir við þessi tækifæri. Kasta þeir ýmist' dökkrauðu eða dökkbláu ljósi á suma hluta danssalsins. Mælt er, að Ijósmagnið sé ekki mikið á öðrum: stöðum i salnum, þegar kastarinn er notaður. Nú vil eg spyrja hr. K.: Álítur hann þetta fullkomna lýs- ingu? Og er það ekki siður nú á seinni tímurn, að vefja rauðum pappír um perurnar til að draga úr birtunni í danssölunum? Eins þyk-- ir hr. K., að Richter geri dansmcyj- arnar helst til klæðlitlar. Eg hygg nú samt, að lýsing hr. Richter9 í þeim efnum hafi verið rétt, og ekki gert meira úr klæðleysi fólksins en rétt var. Gæti verið freistandí, að lýsa klæðnaðinúm nánara, en þó- ætla eg að sleppa því. Hver og einn getur hugsað um þessa hluti í ein-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.