Alþýðublaðið - 09.06.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.06.1928, Blaðsíða 4
1 *iiBtfÐöBS5A01Ð Málningarvðrur beztu fáanlegu, svo sem: Kvistalakk, Fernis, Þurkefni, Terpentína, Black fernis, Carbolin, Kreolin, Titanhvítt, Zinkhvíta, Blýhvíta, Copallakk, Kryst- allakk, Húsgagnalakk, Hvítt japanlakk, tilbúinn farfi í 25 mismunandi itum, lagað Bronse. E»Mrrir litir: Kromgrænt, Zinkgrænt, Kalkgrænt, græn umbra, brún umbra, brend umbra, Kasselbrúnt, Ultramarineblátt, Emailleblátt, ítalsk-rautt, Ensk-rautt, Fjalla-rautt, Gullokkar, Málmgrátt, Zinkgrált, Kinrok, Lím, Kítti, Gólffernis, Gólfdúkalakk, Gólfdúkafægi- kústar. Va 1 d. Paulsen. Umt daefSfflffl ©g vegixrn. Kappróðrabátarnir vigðir. Kappróðnabátar Sundfélagsins eru nú fullgerðir, og verða þeir vigðir og peim gefið nafn á mánudagskvöldáð kl. 8 úti við sundskála. Gnðm. Bjöxnsson land- læknir vígir og skírir. Að at- höfninni lokinni er ætlast til að stjóm I. S. I. og stjórn Sund- félagsins rói bátunum nokkurn spöl. Að ]m búuu fer fxiam sund- sýning undir stjórn peirra sund- kennaranna Jóns og Ólafs Páls- sona. Hjónaband. Á fimtudaginn voru gefin sam- an í hjónaband ungfrú Guðrún Pétursdóttir og Kristinn Jónsson, bæðá til heimilis að Brekku í Grindavik. „Súlan“ flaug í gær til Stykki'shólms. Fór hún af stað kl. 5 og kom hingað aftur kl. um 8. Hún flutti póst til Stykkishólms. Á vestur- leiÖ flaug hún yfir Akra, og var kastað niður myndurn af „Súl- !unni“, Þjóðverjunum og formanni flugfélagsdns. „Gullfoss** kom hingaö í gærkveldi. Méð honum kom fimleikaflokkurinn. iFormaður f. S. !., Ben. G. Waage, bauð flokkinn velkominn og pakkaðd honum fyrir sóma pann, er hann hefði gert pjóð sinni.' „,Moggi“ flytur í dag langa grein lum för flokksins, en pað jer ef tfcil vill ókostur á greininni, að i henni er minna sagt frá förinni en í skeytum peim, er flokkur- inn hefir sent hingað og blöðin hafa hirt. í gærkvelai brann til kaldra kola lifrar- bræðslustöð Kánafélagsins í Við- ey. Er ekki kunnugt um upptök eldsins. Margir togarar eru nú hættir porskveiðum og munu peir fara að búa sig undir síldvedðarnar. Messur á morgun: f dómkirkjunni á morgun kl. 11 f. h. séra Friðrik Hallgríms- son. Kl. 5 verður safnaðarfund- ur. í fríkirkjunni kl. 5 sd. séra Árni Sigurðsson. 1 Landakots- kdrkju eins og vanaiega. Hjálpræðisherinn. Samkoma á morgun kl. 11 árd. og ki. 8V2 sd. Sunnudagaskóli kl. 2 e. h. íþróttahátiö aðÁlafossi ámorg- un. Á morgun verður 15 ára af- mæii fánadagsins haldið hátðlegt að Áiafossi. Verða par fluttar margar ræður. Sungið verður og leikið sér og leikfimi sýnd. Yngsta sundmær lands'ins sýnir par sundliistir sínar og menn keppa í sundknattleik. Keppendur eru Sundfélagið „Æg- ir“ og Glímufélagið „Ármann". Danzað verður til kl. 11 að kveld; að ípróttaleikjum loknum. Marg- ít iriunu fara að Áiafossi á morg- un, til að viðra af sér bæjar- rykið og horfa á fagrar ípróttir. Grejn um lóðasölumálið verður að bíða vegna prengsla. Samskotin vegna „Forseta“-siyssins eru nú orðin um kr.- 72252,96. Skipáðir hafa verið í nefnd til úthlutunar fjárins peir: Sigurjón Á. Ólafs- son aipm. frá Alpýðublaöinu, séra Bjarni Jónsson frá Vísi, Guöm. Ásbjömsson bæjarfulltrúi frá bæjarstjóm, séra Árni Sig- urösson frá Alliance og séra 01- afur Ólafsson frá Morgunblaðinu. Guðrn. Ásbjömsson er form. og gjaldkeri nefndarmnar, og séra Ámi ritari hennar. Útvarpið i kvöld. Kl. 8 Veðurskeyti. Kl. 8,10 Fiðluleikur (P. O. Bernburg). Kl. 8,40 Upplestur (Guðm. G. Haga- lín, rithöfundur). Kl. 9,10 Fyriir- lestur um útvarpið (Kristján N. Guðmundsson). Þar á eftir fréttir. Bergenska félagið auglýsir hér í blaðinu í dag far til Bergen með góðum kjör- um. Eru fargj. sérstaklega miðuð við pá, er sækja ætla landssýn- inguna í Bergeni, er stendur yfir til 9. september. Veðrið. Hiti 5—10 stig. Lítil lægð fyrir sunnan Reykjanes. Djúp.lægö yf- ir íslandi; Hæð yfir Grænlands- hafi. Horfur: Hægur norðan og norðaustan við Faxaflóa. Þurt veður og bjart. Sunnudagslæknir Læknisstörfum gegnir á rnorg- un Halldór Stefánsson, Laugavegi 49. Símar 2234 og 2221. Sendiherra Dana íílkynnir, að ráðherrarnir ís'enzku, Tryggvi og Jónas, hafi farið með „ísiand:i“ frá Kaupmannahöfn á miðvikudaginn. Þá tlkymnir hann einnig, aö dönsku lögjafnaÖar- nefndarmeninimir komi hingað með „íslandd“. ÍJíbreiðið Alþ3>ðubiaðið. BMS M M Bggl BEBI Tove Kjarval, konu Jóhannesar Kjarval iiist- málara, er nú í °inn veittui rithöfundarstyrkur á f járlögum Dana. Hún er nú í Frakklandsför. Barnaheimili ætla pær að starfrækja austur í svoit í sumar, ungfrú Sigurborg Jónsdóttir kenslukona og frú Quðný ólafsdóttir, kona Methú- salems Stefánssonar búnaðar- málastjóra. Hafa pær leigt hús, er Landsbankinin á skamt frá Sel- íossi. Á að kynna börnunum sveitavinnu ýmiss konar og vekjl hjá peirn áhuga fyrir ræktun landsdns. Gert er ráð fyrir að starfrækja heimiiið frá 1. júlí t'l ágústloka, og veröá ekki tekin yngri börn en 5 ára og ekki eldri en 12.- Methúsalem Stefánsson búnaðarmáiastj. gefur aliar ups lýsingar. Skilaboð. Aðfaranótt miövikudags var stolið kápu úr húsi einu hér í bænum. Hefir húsráðandi beðið Alpbl. að láta pess getið, að kona, sem búi í húsinu, sé hiáldin af næmri og hættulegri veiki, og sé pjófnum ráðlegast að láta sótt- hreinsa kápuna mjög vandiega og alt pað, er komið hafi í nánd við hana. Til fáíæku konunnar afhent Alpbl. 1 kr. frá barni. Fyrirspurn. Þegar formaður h. f. Utvarps ávarpaði útvarpsnotendur og gerði grein fyrir ástæðunum tii pess að lokað var stöðinni, tók hann pað skýrfc fram, að útvarps- notendum yrði endurgreitt síðasta ársfjórðungsgjald sitt. En hvenær verður pað gert? Otvarpsnotandi. Aðnorðau. Sdglufirði, FB., 8.. júní. Fiskafii góður, 8—12. skippund á bát. Óvehjumiikil hafsíldarveiði, meðalafli 30—40 tunnur á bát. — Fremur köld veðrátta. — Ný- iega er tekið til starfa kúabú, er bærinn rekur með 22 kúm. úrval af lér- efíum hjá okkur. Reykmgamenn vilja helzt hinar góðkunnu ensku reyktóbaks-tegundir; Wavérley Mixtare, —------ Fást í öílum verzlunum. MiSiil verðlækkun á gerfitönn- um. — Til víðtals kl. 10—5, sími 447. Sophy Bjarnason Vesturgötu 17. — Utsala á brauðum og kökum frá Alpyðubrauðgerðinni er á Framnesvegi 23. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætl 18, prentar -smekkiegast og ódýr- ast kranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Gerið svo vel og athngið vðrnrnai' og vcirðið. ffiuðm. Et. Vikar, Langavegi 21, sími 658. Hitstjóri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmundjson, Alpýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.