Alþýðublaðið - 12.06.1928, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.06.1928, Blaðsíða 4
4 *LPVÐU0EA0H> Ifallegir til ferðalaga. § Einnig nnglinga og S staðið á h.leri, en þó að AlþiblJ viti, að enginn sæmilegur mað- ur trúi orði af því, er „Moggi“ segir, þá skal skýrt frá því, aö jJón Baldvinsson mælti á íslenzka tungu, þá er hann setti þingið, en bauð Borgbjerig ritstjóra, er við- staddur var, velkominn með nokkrum orðum á móðurmáli Borgbjergs. Annars er það á allra vitorði, að „Mogga“-dótinu hefir gengði illa að gera greinarmun á íslenzku og dönsku, og má vera að ekki sé um ■ visvitandi lygi áð ræða hjá blaðinu að þessu sinm, heldur sé orsök þess, að rangt etr frá skýrt, að eins sú, að sá, er á hleri lá, liafi ekki getað greint dönskuna frá islenzkunni „Súlan“ fór í gær fyrstu ferð sína með farþega. Fór hún til Akureytrar. Lagði hún af stað héðan kl. IIV2 og settist Jd. 3 á Akureyrarhöfn. Kl. rúmlega 5 fór hún af stað frá Akureyri og flaug til Siglu- fjarðar. Hingað kom hún kl. 8% i gærkveldi FlugféLagið hefir nú geíiö út bráðabirgöaáæt' un um ferðir , Súlunnar“. Til Siglu jarðar og Akureyrar feir hún á íhánudög- um Og til Vestmannaeyja á mið- vikudögum. Á fimtudögum fer hún til ísaf jarðar og verður kastað niður pósti í Stykkishólmi. Á laugardögum verður fliogið hér yf- ir bænum og á sunnudögum fer „Súlan“ til Þingvalla. Síðar verð- ur komið á föstum ferðum til Austfjarða og einnig til Borgar- ness.' Vana'.ega mun „Súlan" fara af stað héðan kl. 9—Ofö árd. Far- seðlar fást í skrifsítoíu Flugfé- Jagsins dag hvem kl. 1—3. Reykvikiugur kemur út á morgun, fjölbreytt- ur að vanda og liklegur til vin- sælda. Verkakonur, sem eetlið í síldarvinnu í sum- ar. Klippið út auglýsinguna frá verkakvennafélaginu „Ósk“ og gætið þess, að ráða ykkur ekki fyrir .lægra ltaup en ákveðið er í taxta félagsins. Með „Súlunni" í gær kom frá Siglufirði Guð- mundHT Skarphéðinsson, fulltrúi Verkamamiafélags Siglufjarðar á sambandsþingi. Fljótandi fiskiraiölsverksmiðja. Norska vöruflutningaskipið „Premier" frá Aréhdal hefir ver- ið útbúið tíl fiskimjölsvinslu. Þýzkt félag hefir tekið skipið á leigu. Þetta er fyrsta skipið, sem gert hefir verið að fiskimjöls- verksmiðju. Nú í sumar er ,því ætlað að vera á norsku fiski- miðunum og hirða alt, sem til fellur á fiskiskipunum af beinum, slógi og fisMfangi, en áður hef- ir öllu þess háttar verið fleygt í sjóinn. Alt, sem til fellur við síldveiðina, en áður hefir verið venja að fleygja, verður einnig hirt. Verksmiðjan á að geta unnið úr 95 smálestum af úrgangi á dag. Hvalveiðarnar 1927. Samkvæmt norskum hvalveiða- tíðindum hefir hvallýsisfram- leiðsla heimsins numið 1 228'563 tunnum á veiðitímabilinu 1926 —27. 199 bátar voru notaðir til veiðanna. Voru flotstöðvarn- ar 23, en stöðvar á landi 30. Jap- anar eiga um 30 af þessum 199 hvalabátum. Helmingurinn af lýs- isframleiðsiunni kemur í hlut norskra hlutafélaga, eða 688 366 tunnur. Félög þessi hafa 18 flot- stöðvar og 12 stöðvar á landi, og er veiðin rekin með 106hvála- bátum. Hvalveiðafélög annara þjóða hafa að mestu landstöðvar. 1924—25 var lýsisframleiðslan 1 083 000 tn. 1925—26 var hún 1 881891 tn. 1925—1926 var lýs- isframleðislan mest, en þá störf- Gerið sto vel oeg athugið viJnirnaiP og verðið. @uðm. B. Vikar, ILaisgavogi 21,sími 658. Hólaprentsmiðjan, Hafnarstrætf 18, prentar smekklegast og ódýr- ast Itranzaborða, erfiljóð og alla smáprentun, sími 2170. Dtsala á brauðum og kökum frá Alþýðubrauðgerðinni er á Framnesvegi 23. Reykvikingur kemur á morgun afar skemtilegur. Drengir komi kl. 10 á Laugavegi 24 B. Há sölu- laun* og verðlaun. uðu 37 stöðvar á landi og 25 flot- stöðvar, er höfðu alls 220 hval- báta. Stöðvum og bátum hefir fækkað síðasta árið og framleiðsl- an minkað, hvað sem veldur. Ritstjóri og ábyrgðarmaðui Haraldur Guðmundjson. Alþýöuprentsmiðjan. William le Oueux: Njósnarinn mikli. láta s&m við hefðum aldrei þekt yður né heyrt yðar get[ð,“ sagði hann qg stundi. „Vel er mér kunnugt um, að svo yrði að vera,“ svaraði ég og beit saman tönnunum af ilsku. „Það er áhættan, sem við njósn- arar höfum ávalt við að etja, og þó leyni- lögreglumaður sé ávalt verndaður í öllum löndum, erum við pólitískir millilandanjósn- arar án allrar lagaverndar, utan við lögin alls staðar nema í okkar eigin landi.“ Ég sá Schlússelburg opnast, — hræðileg einvera og hart rúgbrauð og önnur fangafæðta í staö kræsinga þeirra, er ég var vanur að leggja mér til- munns —. Ég hné niður á stólinn. Mr. Saunderson helti ofan í mig brenni- víni Við það hiestist ég nokkuð. „Meðal annara orða, Saunderson! Þekkið þér hér í borg enska stúlku, sem heitir Clare Stanway? Hún er vinur Ozeroff prinz- essu.“ „Mér þykir fyrir þvi að geta engar upp- lýsingar gefið yður i þessu efni. PrinzessaB er miki! kirkjukona, og ræðismaður okkar sækir sömu kirkju og hún. Ég kannast ekk- ert við stúlku þá, sem þér spyrjið um.“ „Ef til vill gæti ræðismaðurinn gefið mér upplýsingar um hana.“ „Já; ef til vill gæti hann það,“ sagði hann viöfeldnislega. „Þekkið þér nrann, sem heitir Gribski ?“ spurði ég hörkulega. Hann leit á mig með einkennilegu augna- ráði. Hann hefir efalaust furðað á því, hvað fljótt ég skifti um röm, og hve hastur ég varð. „Gribski?" át hann eftir mér einnig spyrj- andi. „Það er til Gribski hershöfðingi, með- al annara; hann var foringi fyrir stórri her- sveát í Austur-Síberíu hér á árunum. Hann lifir nú á eftirlaunum og er seztur í helgan stein. Hann er nú orðinn ærið . gamlaður. Hann þótti nú reynast miður vel. En keis- arahollur var hann.“ „Er þetta kann ske sá eini Gribski, er þér berið kensl á?“ sþurði ég og horfði bemt framan í hann. „Já; ég man ekki eftir neinum öðrum manni mieð því nafni.“ Ég lauk við vindlinginn og kvaddi. „Ég ætla að segja sendiherranum frá þrí, að þér haíið verið hér. Eigum við líka að láta hans hágöfgi, utanrikisráðberra vorn, vita um það?“ „Já,“ svaraði ég. „Það fer bezt á jrví, að svo sé. Annars veit Clinton lávarður ekki betur en að ég sé nú í Rómaiborg." „Það er ágætt, gamli kunningi! Ég skal hafa það nákvæmlega eins og þér siegiíj. Gætið ýðar vel! Verið varari um yðuir nú en nokkru sinni áður. Munið, að þér eruð í Rússlandi!" „Verið viss um, að það skal ég gera. Ég Veit', í hvaða vanda ég er staddur," sagði ég og fór. Ég gekk í þungum hugsunum beint til „Evrópu", gistihússins, sem ég bjó í. Ég hafði verið á stöðugu ferðalagi í viku., Ég var því mjög þvældur og þreyttur. Þess vegna henti ég mér niður í hægindastól, og í þögli íbúðar minnar hugsaði ég hugsanir mínar og réð ráðum mínum. Ég var að bollaleggja það, hvort ég ætti heldur aði senda Clare Stanwy nokkrar línur og senda skyndiboða rneð skeytið til hennar eða bruna djarfiega beint ti! hallarinnar og spyrja hik- laust eftir henni og láta þá ósk í ljós, að ég yrði að ná fundi hennar. Að lokum varð niðurstaða mín sú að rita prinzessunni bréf á ensku, því að ég bjóst við, áð hún skildi það mál, að ég þekti Clare Stanway, og að hún og ég viss-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.