Vísir - 01.10.1929, Blaðsíða 5
ÞriÖjudaginn i. okt. 1929.
Höfum til:
árujárn 24 og 26.
Verðiö hvergi iægra.
Starfsemi
Richards Beok.
—o----
Þótt Richard Beck sé enn ung-
ur maöur er þa'ö orðiö ærið starf,
sem hann hefir iut af hendi, til
þess aö kynna enskumælandi þjóö-
um íslenska menningu. Þykir
óþarfi aS rekja starfsemi hans til
þessa, því hennar hefir veriö get-
ic allítarlega á'Sur, og er mönnum
því nokkuð kunn. Nú hefir hann
rne'S höndum undirbúning á safnf
af enskum þýSingum á íslenskum
ljó'Sum og er svo ráð fyrir gert,
aS safnið komi út í bókarformi í
Reykjavík næsta vor. Útgefandi
bókarinnar er Þórhallur Bjarna-
son, prentari frá Akureyri, og á
h.ann frumkvæðið a'ð útgáfu þýð-
ingasafnsins. Ýmsir góðir menn
háfa heitiö Beck a'ðstoð sinni vi'S
starf þetta eða hvatt hann til þess,
svo sem Sir William Craigie, mál-
fræðingurinn og íslandsvinurinn,
prófessor Halldór Hermannsson,
prófessor Skúli Johnson og Jako-
bína Johnson, en Skúli og Jako-
hína munu hafa verið einna
mikilvirkust allra við að þýða
íslensk ljóð á ensku. Þykja marg-
ar þýðingar þeirra ágætlega gerð-
ar. Þar sem nú annað safn íslensk-
ra ljóða í -enskri þýöingu er á upp-
siglingu, safn prófessors Kirk-
connells, ætti enskumælandi menn
að geta fengið allgóða hugmynd
um ijóðagerS íslendinga, þegar
l>essar bækur eru komnar lit.
Richarcl Beck hefir sjálfur gef-
iS sig talsvert að ljóðasmíði, í fri-
stundum sinum, og mun ljóðabók
eftir lrann koma fit i Winnipeg i
haust.
I júlíhefti „Scandinavian-
American Review“ er grein eftir
fieck um Stephan G. Stephansson,
með mynd af skáldinu.
Beck hefir að undanförnu verið
enskukennari i T.hiel College,
Pennsylvania, en jafnframt unni'S
mikið að því að fræða um bók-
mcntir Norðurlanda, og þá sér-
síaklega íslands, með fyrirlestra-
lraldi og ritgerömn, í blöðum og
timaritum. T. d. kom fyrir nokkru
siðan grein eftir hann í „Scandina-
vian Studies and Notes“, sem
lieitir: „Iceland’s Thousand Year
Old Parliament". Þessi fræöslu-
Þvottadagarnir
hYíldardagar
Látið OOLLAR
vinna fyrir yður
á meðan þjer sofið.
Fæst ríðsvegar.
í heildsðlu hfá
HALLDÓRI EIRÍKSSTKI,
Hafnarstrœti 22. Simi 175.
starfsemi Beck's hefir vakið mikla
eftirtekt, sem vænta mátti, og sem
háskólakennari liefir hann getið
sér hið besta orö enda hefir hann
nýlega verið kjörinn prófessor i
Norðurlandamálum og Norður-
landabókmentum við North Da-
kota háskólann, í Grand Forks.
Verður hann jafnframt forseti
deildarinnar í Norðurlandafræð-
um. Háskóli þessi er mikil og góð
stofnun og í þeim hluta Ameríku,
sem Norðurlandabúar eru fjöl-
mennastir. Beck er án efa vel
hæfur til þessa starfs, því hann
lagði milda stund á norræn fræði
i Cornell-háskólanum, og alt af
eftir föngum aukið þekkingu sína
á bókmentum Norðurlanda. í blað-
inu „The Record-Argus“, sem er
gefið út i Greenville, þar sem
Thiel háskólinn er, birtist nýlega
grein um Beck. Er þar skýrt ítar-
lega frá starfsemi hans og tekin
upp kveðjuorð rektors háskólans,
dr. Xander’s, sem fór miklum lofs-
ovðum um Beck og komst svo að
orði, að skólinn misti mikils, er
Beck færi, en honum hefði boðist
svo virðuleg staða, að sjaldgæft
væri, að jafnungur maður fengi
slikt tækifæri. Óskaði hann Beck
allra heilla í hinu nýja starfi, fyr-
ir hönd skólans, kennara og nem-
euda. Brottfarar Beck’s var getið
í flestum stórblöðum Pennsylvania
ríkis og í þeim öllum var farið
einkar Iofsamlegum orðum um
starfsemi hans. (FB.)
Hljómleikar.
—o—
Til bæjarins eru nýkomnir tveir
ungir tónlistamenn íslenskir, —
þeir Kristján söngvari Kristjáns-
son frá Seyðisfirði og Árni Krist-
jánsson píanóleikari, ættaður af
Akureyri, — sem ætla að halda
hljómleika í Gamla Bió annað
kveid.
Kristján söngvari er Reykvík-
ingum að góðu kunnur. Mun
mönnunCvera minnisstæð sú mikla
athygli, sem hann vakti hér fyrir
réttum tveim árum, með söng sín-
um. Varð hann þá þegar einn
hinna fáu íslensku tónlistamanna,
sem reykvískir áheyrendnr hafa
gert að uppáhaldi sinu.
Hann söng þá kveld eftir kveld
fyrir troðfullu húsi áheyrenda og
hlaut svo góðar viðtökur að fá-
dæmum sætti.
Síðan hefir hann dvalið suður
á ítalíu og haldiö kappsamlega
áfram söngnáminu hjá ágætum
kennara og hefir aukist að mikl-
um mun þroski, þróttur og leikni.
Munu söngelskir menn þvi fagna
því, að fá nú aö heyra til hans
aftur eftir ítaliuclvölina. Og jafn-
vel þó að mikið hafi veríð um
söngskiemtanir hér undanfarið,
VlSIR
Nýkomið:
Mikið úrval af fataefnum.
Rykfrakkarnir góðu, allar
síærðir. — Reiðbuxur og
reiðfataefni.
6. Bjarnason & Fjeldsted
mun ]iað litlu skifta um aðsókn
að þessum hljómleikum, svo mikl-
um vinsældum sem Kristján á að
fagna hér sem söngvari.
Á.rni Kristjánsson píanóleikari
cr nýr af nálinni. Hann hefir
stundað tónlistarnám um sjö ára
skeið i Þýskalandi hjá hinum bestu
kennurum með prýðilcgum árang-
ri. Hafa þeir félagar lialdið hljóm-
leika viða á Austur- og Norður-
landi á leiðinni hingaö við ágætan
orðstír.
Th. Á.
XKlOOeOOWÍiOOttCiíSíltSOÍÍÍÍtítXiOOC
Primus-
ofninn.
A.B. B. A. Hjorth & Co.
Stockholm.
UmboSsmenn:
Þórðnr Sveinsson & Co.
itititststltitstitititsíitititsíitstltitltstltstsc
listamanninum Lárusi Ingólfssyni.
Þeir voru fagrir og smekkvíslega
gerðir.
G.
Drengja-
Danssýning
Astu Norðmann og Sigurðar Guð-
mundssonar var endurtekin í fyrra-
dag og var hin ánægjulegasta.
Fyrst dansaði ungfrúin þrjá
dansa ein. Menuett við lag Bocc-
herinis var fyrstur. Er það eink-
ar-prúður dans, eins og menúettar
eiga að vera. Þá var næst norskur
dans, við lag eftir Grieg. Var það
fjörugúr dans og léttur og auð-
sjáanlega ættaður úr danska ball-
ettinum. Síðast í fyrsta flokki var
ballett úr „Sylvía“. I honum vildu
til clálíwl óhöpp, en furðu gegnir
þó, hversu vel ungfrúin stendur á
tábroddunum, því sú list þarf helst
að iðkast frá blautu barnsbeini.
Nýtísku dansarnir voru næstir:
Tango — ágætlega dansaður og
fastur i hrynjanda. — Þar næst:
Ouick step — Vals — Slow Fox-
trot — Cocktail og Temptation
Rag. Cocktail er einn af þessum
sjiaugilegu nýtísku dönsum, sem
gaman er að sjá og læra, en verða
sjaldan langlífir. Geöjaðist áhorf-
öndum ágætlega aö honum og
lintu ekki, fyr en hann var dans-
aður aftur. Temptation Rag var
dansaður af íjöri, eins og nonum
liæfir, og hefðu áhorfendur fús-
lega kosið að sjá hamy aftur. —
Var þessi hluti dansskrárinnar
allur dansaður af þeim báðum
ungfrú Á. N. og Sigurði Guðp
mundssyni.
Síðast voru tveir eindansar:
Nocturne, við samnefnt l'ag eftir
Chopin og Czardas, við lag eftir
Grossmann. Um það má deila,
hvort þa'ð, sem dansinn sýnir, felist
í Nocturne Chopins. En eins og
dansinn er saminn, hefði honum
hæft fegurra umhverfi. Myrkvið-
arlundur í tunglsljósi hefði verið
hið X'étta umhverfi hans. Ungfrú
Ásta liafði að eins svart tjald i
baksý'ii, en þrátt fyrir það, tókst
henni þarna að hrífa hugi áhorf-
andanna svo, að líðandi stund
gleymdist, enda varð hún að endur-
taka dansinn.
Síðasti dansinn var smellinn og
fjörugur og hlaut dansmærin mik-
ið lófatak að launum.
Bx'mingarnir vdru teiknaðir af
KOLYNOS
DENTAL C REAM.
Dr. Helgl Pjeturss.
„Nýall“ vann þitt visku met,
veginn fann þín snilli —
hug til sannleiks svífa lét
sólkerfanna milli.
Mannlífshrími’ og myrkri hjá,
mældir tíma’ aö grunni —
dags við skímu drukkinn frá,
dýrum Mímis brunni.
•
Heimsku njóla missir mátt,
menta fjóla lifir —
andleg sól þín svífur hátt,
sagna pólinn yfir.
Viltra dóma valt er hjól,
vefst í dróma blekking,
yfir ljómar löndin sól,
líka sómi og þekking.
Mældu’ ótrauöur mannlífs höf
mýktu dauðans fingur,
veittu snauðum vænstu gjöf
visku-auðkýfingur.
Jósep S. Húnfjörð.
Flokkun klmlakjöts.
Nú er kindakjöt flokkað eftir
þyngd skrokkanua og aldri og
kyni sauðkindarinnar. Reyndar
sannar það ekki mikiö um gæði
kjötsins, enda sést það oft á aug-
lýsingum, að þessi flokkun þykir
ekki einhlít. Þar er frekast mælt
með kjötinu af því, að það sé úr
„góöri“ sveit. Kannast allir við
„Hvammstanga-kjöt“, „Kópa-
skers-kjöt“, „Hvítársíðu-kjöt“ o. s.
frv. Er þetta full sönnun fyrir því,
aö gæði kjötsins fara eftir kostum
þess lands, sem féð gengur á. Því
miður hefir engin rannsókn farið
fram á þessu á íslandi, en hér er
áreiðanlega aö ræða um atriði, sem
vel er þess vert, að þvi sé gaumur
gefinn.
í Englandi þykir fjallakjöt bera
af ööru kjöti. Það er þetta sér-
staka bragö, senx Englendingar
kalla „Mountain Taste“, er ríður
baggamuninn. Þetta vita menn
víst ekki almennt hér á landi. Það
cr ekki nóg að vita, að kjötiö sé
gott frá Kópaskeri. Menn verða að
vita ástæðuna, en hún er ekki
önnur en sú, að kjöt þaðan er af
Hólsfjöllum.
Hér á landi er varið fé til naut-
gripa og hrúta sýninga, sem að
vtsu gera lítið gagn vegna þess,
hversu livert sýningarsvæði er lít-
ið. Þó kann það að gleðja stöku'
mann að fá koparpening að verð-
launum, eða „diplom“, sem lík-
matrósafrakkar,
matrósaföt,
jakkaföt,
rykfrakkar,
vetrarfrakkar,
húfur,
peysur.
Best og ódýrast í
Fatabáðinnl nð Kiapparst.
Bfi T»
hefir fastar ferðir til Fljótshlíð-
ar tvisVar á dag kl. 10 og 3.
Til Hafnarfjarðar á liverjum
klukkutíma.
Til Vífilsstaða 12, 3, 8 og 11
að kveldi.
Ferðist með Studebakers frá
Biífeiöastðð Hauiiur.
Símar 715 og 716.
Kveii'jjötuskör
Með hálf-háum hælum, góðir
og Ijómandi fallegir, kr. 13.80.
Skéverslun
B. Stefánssonar
Laugaveg 22 A.
Haglabyssur, rlfflar og Qár*
byssur. S&otfærl allskonar.
LÆGST VERB.
Sportvöruhús Reykjavíkur,
(Einar Björnsson)
Bankastr. n. — Simi: 1053, 553.
lega er þá illa skrifab á endingar-
ktusan pappír og Ijótan. Frekar
væri vit í því, að lxafa allsherjar
gripasýningar fyrir allt landið.
Aí þeim mætti eitthvað læra.
Hitt mundi þó mestu skifta, að
hér væri smámsaman haldnar í
Reykjavík afurðasýningar land-
búnaðarins. Hvert bygðarlag sendi
smjör og osta, ull og tólg og
sviðakjamma, að ógleymdu kjöt-
inu sjálfu. Þar væri svo eldað og
framreitt, og gæti hver maður
gengið úr skugga xmi gæði vör-
unnar og fundið bragðmuninn.
Gæti þá náðst réttur grundvöllur
undir flokkun kjötsins, þess, sem
selt er til neytslu innan lands.
H. ólafsson.