Vísir


Vísir - 20.11.1929, Qupperneq 2

Vísir - 20.11.1929, Qupperneq 2
VlSIR * Höfum fyfipíiggjandi s RÚÐDGLER í» A KP AP P A ÞA KJARN Þeasap vörur eru bestar ódýrastar fri okkup. Stoppod tiúsgögn. Bý til ný og tek gömul til við- gerðar. — Dívanar fyrirliggj- andi. — Vönduð vinna og efni. FRIÐRIK J. ÓLAFSSON, Hverfisgötu 30. Lög við IiáííMrijoð 1930. Páll ísólfsson fær 1. verðlaun. Emil Thoroddsen II. verðlaun. FB. 19. nóv. Undirbúningsnefnd Alþingishá- tíðarinnar 1930 tilkynnir: Dómnefndin um söngvana við liátiðarljóöin 1930 hefir lagt fyrir hátíðarefndina svo látandi álit og tillögur, sem hátiðar- nefndin óskar birt í lieild, út af ósönnum sögusögnum, er geng- ið hafa um málið hér í bænum: Vér undirritaðir, er kvaddir vorum til þess að dæma um hátiðasöngva í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis, leyfum oss hér með að tilkynna, að vér hófum starf vort 26. okt. þ. á. og að vér í dag höfum orðið á- sáttir um eftirfarandi tillögur: Það varð oss, hverjum um sig, brátt ljóst, að af öllum þeim verkum, er send voru, mundi ekki verða nema milli tveggja að velja, sem báru tví- mælalaust af hinum, sem sé há- tíðarsöngvar Páls ísólfssonar, er hann hafði að öllu leyti geng- ið frá í píanó-búnaði, og Emils Thoroddsens, er Iiann hafði að nokkuru búið fyrir liljóðfæra- flokk, en ekki eru fullsamdir, með því að lítið eitt vantar á niðurlag tónsmíðarinnar. Var þó ekki tekið tillit til þess við dómsúrslitin. Eftir sameigin- legan lokafund um málið er niðurstaða vor sú, að tónsmíð Páls ísólfssonar sé best fallin til flulnings á hátíðinni, með því að hún gerir livort tveggja, að lýsa gáfum og hagleik, og er auk þess skýr að framsetningu og auðskilin að efni. Þó getum vér ekki afdráttarlaust metið hon- um 1. verðlaun fyrir verkið, nema hann vilji gera breyting- ar á tilteknum minni háttar atr- iðum, sem lionum mun verða bent á. Þegar þessar breytingar hafa verið gerðar, svo að oss þyki fullnægjandi, leggjum vér til, að verk Páls Isólfssonar Mióti 1. verðlaun og verk Emils Tlioroddsens 2. verðlaun. Vér viljum um leið taka það fram, að einstakir þættir í tón- smið Emils Thoroddens hafa vakið alveg sérstaka atliygli vora fyrir sakir hugkvæmni þeirrar og skáldlegra tilþrifa, sem þar verður vart. Bregður þar og fvrir frumlegum blæ, sem kemur mönnum á óvart. En kunnátta ogleiknierþvímið- ur ekki á borð viðeðlisgáfuhans. Best að augiysa í VlSI. Höfum vér því, að vandlega at- huguðu máli, komist að fram- anritaðri bráðabirgða niður- stöðu. Khöfn, 8. nov. 1929. Carl Nielsen. Sigfús Einarsson. Haraldur Sigurðsson. Hátíðarnefudin hefir samþykt tillögur dómnefndar um að Veita Páli Isólfssyni 1. verðlaun með þeim skilyrðum, er i álit- inu greinir og taka tónsmíð lians til flutnings á hátíðinni, og að veita Emil Thoroddsen 2. verð- laun. Símskeyti Khöfn, 19. nóv. FB. Bæjarstjórnarkosningar í Þýskalandi. Frá Berlín er símað: Bæjar- stjórnarkosning fór fram hér í fyrradag. Socialistar töpuðu 9 sætum, þjóðernissinnar Hugen- bergs 7, demokratar 7 og smá- flokkarnir 5 sætum. Kommún- istar unnu 13 sæti, þjóðflokkur- inn 2, þjóðemissinnar, Hitlers, 13. Socialistar og kommúnistar hafa til samans meiri hluta í bæjarstjórninni, nefnilega 120 af 225 sætum, en þess er ekki að vænta, að samvinna takist á milli þeirra. — Miðflokkarnir og socialistarnir, sem að und- anförnu hafa unnið saman í bæjarstjórninni, töpuðu meiri- hlutanum. Þannig liefir enginn flokkur meiri hluta og búast menn við, að nauðsynlegt verði að efna til nýrra kosninga áður en langt um liður. Niðurstaðan i öðrum bæjum varð mjög mismunandi. Soci- alistar sigruðu glæsilega i ein- um bænum, en biðu lægra hlut i öðrum. Svipað er að segja um hina flokkana, nema Hitlers- sinna, sem næstum því alstað- ar unnu á, en á kostnað Hugen- bergssinna. Bretar og undirróður Rússa. Frá London er simað: Cliam- berlain, fyrv. utanríkismálaráð- herra, hefir gert fyrirspurn i þinginu út af því, að sovietblað- ið Isvestia hefir birt ritstjórnar- grein, sem í stendur, að Inter- nationale kommúnista sé eklci bundinn af skuldbindingum bresk-rússneska samningsins um að forðast undirróður. Henderson svaraði og kvaðst álíta, að skuldbindingin gildi einnig fyrir undirróður Inler- nationale kommúnista og ætli breska stjórnin að halda því fast fram. Sauðnaiit 00 hreinflýr. i. Sorglegl væri ef hin slysa- legu mistök með loðkálfana yrðu til þess að lcveða niður áhuga þann, sem eflst liefir liraðfara hér á landi síðustu ár- in, um að hagnýta betur en liingað til hið geysimikla hag- lendi á afréttum vorum og ör- æfum, er telja má algerlega ó- notað mestan hluta ársins. Er enginn vafi á, að þar myndu sauðnaut fylla alhnikið skarð á vissum slóðum, svo að liagur væri í, er fram liðu stundir, ef vel væri á haldið. Það væri ástæðulaust og barnalegt að gefast upp við merkilega tilraun sökum slysa, sem altaf mátti búast við, þar sem í hlut átti óþroskað og móð- urlaust ungviði, er eðlilega þurfti alveg sérstaka hirðu og nákvæma. Til að bæta úr tjóni þessu og vonbrigðum, ætla ég á ný að benda á leið þá, er ég mun liafa drepið á í „Vísi“ fyrir 3—4 ár- um. Átti ég þá um hrið bréfa- skifti við einn nafnkunnasta Is- hafsfara og éttgerðarmann í Noregi. Taldi hann mjög líklegt að komast mætti að hagkvæmu samkomul. við einhvern reynd- an „selveiðara“ um að „leggja lykkju á leið sina“ og ná i nokk- ur sauðnaut og flytja til íslands (fullorðin naut og kálfa). Bjóst hann við, að fá mætti t. d. 10 sauðnaut á þenna hátt gegn alt að 10,000 lcróna greiðslu. Hafa Norðmenn alloft tekið fullorð- in sauðnaut þar nyrðra og flutt heim til Noregs. Fengjust t. d. um 10 fullorðin sauðnaut, hingað komin, fyrir 10,000 kr„ teldi ég réttast að leita fyrir sér í þessa átt liið allra bráðasta. Gæti vel komið til mála, að stjórnin sendi einn góðan mann með í þann leið- angur og kæmi þá reynsla hans að haldi síðar meir, ef á þyrfti að halda. H. Eins og suma mun reka minni til, hefi ég ritað allmikið síð- ustu fimm árin um innflulning hreindýra frá Noregi (tamin dýr). Erú nú full 20 ár síðan ég hreyfði þessu fyrst í íslensk- um blöðum, svo að nýmæli er þetta eigi! — Undanfarin 4—5 ár hefir verið sótt til stjórnar- innar a. m. k. þrisvar sinnum um innflutningsleyfi. en til þessa hefir því verið synjað, án þess að nokkur fullgild og fram- bærileg ástæða hafi verið til færð. — Hefir þó máli þessu þokað noklcuð áleiðis síðustu árin. Áhugi manna og skilning- ur hefir glæðst og aukist ár frá ári, og má því telja víst, að leyfi muni fást innan skamms. Eg vil játa það hreinskilnis- lega, að þótt ég sé einn þeirra mánna, sem gladdist yfir för „Gottu“ og tilraun jreirri, sem iþar var gerð, — þá gramdist mér samt í aðra röndiná „mis- lyndi“ stjómarinnar, er neitaði þvert um leyfi til að flytja hing- að valin hréindýr, en veitti til hins — að öllu óreyndu — svo mikið fé, að nægt hefði til að kaupa og flytja hingað unt 300 hreindýr! Um skilyrði fyrir hreindýra- rækt hér á landi þarf eigi að þrálta né ræða. Þar höfum við um 150 ára óræka reynslu og I afar merkilega: tOOOOOOOOÍXiOOOOOOOOÍSOOOOOÍXSOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO* í r Teofani j Np. 1 l Vipginia 1 „Kings Own“ 5 ÍiH'EOFANÍ&CCLTwll § >tJL0 ILhd St j(||| 20 stk. 1.25. | XSCXÍOOOOOOOOOOíJOOOOOOOOOOOOÍiOOOOOíXÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOt HafiiaFfjoFÖiu* Ásatlunapfepðii* á hvepjum klukkutíma alian daglnn TEINDÓRI ffíiis-ka!li celr sila [Mi 1. Hreindýrin hafa reynst hér nær „ódrepandi“. 2. Kálfar falla mjög sjaldan, svo vitað sé. 3. Þroski hreindýra hér á landi liefir reynst l'ullum % rneiri heldur en í Nor- egi, eða ámóta við hinn mesta þroska, er fengist hefir í Alaska. En þar eru skilyrði til lireindýrarækt- unar talin með afbrigðum góð! 4. Hreindýrum virðist fjölga tíltölulega ört hér ó landi á Vestur-Öræfum (inn af Fljótsdalsliéraði). Sjást þar stórir hópar á liaustum, 300—400 dýr í hóp. Og á seinni árurn hafa sést smá- liópar á slóðum, þar sem hreindýr voru alveg liorf- in áður.---------- Á þvi leikur enginn minsti vafi, að hreindýrarækt gæti orð- ið all-arðvænlegur atvinnuveg- ur liér á landi, sérstaklega í fjallasveitum, þar sem land- rými er, og haglendi gott. Hefi ég fært gild rök að þvi í blaða- greinum minum undanfarin ár, enda liggur það i augum uppi, ef málið er athugað skynsam- lega. Utigangssauðirnir gömlu og frægu eru lir sögunni. Hrein- dýrin eiga að koma i þeirra stað! Þá munu afrétti vor og öræfi verða arðberandi eign, er gefa mun góða vexti! Island er í eðli sinu sjálfkjör- ið hreindýraland! Og hreindýr- in liafa unnið sér þegnrétt hér á landi með ódrepandi þreki sínu og þolgæði, gegn óblíðri veðráttu og takmarkalausri grimd skammsýnna manna, í Iiálfa aðra öld! Eru því hrein- dýr sjálfkjörinn búpeningur í flestum fjallasveitum íslands! ■ Helgi Valtýsson. E.S. Eg ætla að nota tækifærið og biðja þann, er lánaði lijá mér „syrpu“ mína, „Hrein- skinnu“, síðastl. vor, ásamt tveim skýrslum (Bulletins) um „Hreinrækt í AIaska“, að skila mér bókum þessum sem allra fyrst! Eg þarf nauðsyn- lega á þeim að lialda! H. V. RáDagerðir um flugferðir yfir ísland. Parísarútgáfa blaðsins Chica- go Tribune birtir 6. nóv. eftir- farandi skeyti frá Ottawa: Canadiska stjórnin liefir nú fengið áætlanirnar um reglu- bundnar Atlantshafsflugferð- ir í sínar hendur. Áætlanirnar eru samdar af Mr. School flug- vélafræðingi í Chicago. Sam- kVæmt óætlunum lians verður lagt af stað daglega frá Chicago til Croydon (i Englandi). Aðal j viðkomustaður i Canada verður Winnipeg. Ráðgert er að fljúga þessa leið: Frá Chicago til Winnipeg, þaðan til Baker Lalce, þaðan til Dwyer-höfða á suður- strönd Grænlands, þaðan til ís- lands, Færeyja og yfir Irland til Croydon. School gerir ráð fyrir, að stofnuð verði 3 félög, er vinni saman að framkvæmdum í mál- inu, ameríslcu, canadísku og ensku fclagi, er beri kostnaðinn í sameiningu. (FB). Leikhúsið. Lénharður fógeti verður leik- inn annað kveld kl. 8. Leikhús- gestum munu þykja það góö tíö- iudi, aS þá verSa nýir stólar komnir í staS gömlu bekkjanna. Hjúskapur. I gær voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jóns- syni dómkirkjupresti i Reykja- vík, ungfrú Guðný 0. Magnús- dóttir og Brynjólfur Brynjólfs- son, Selvogsgölu 2 í Hafnarfirði. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Jóhanna Páls- dóttir frá Arnljótsslöðum í Suð- ur-Múlasýslu og Jón Ragnar Þorsteinsson, Ránargötu 8 A, Reylcjavík. 50 ára er í dag frú Ragnhildur Magn- úsdóttir, Hverfisgötu 84. Jón H. Sigurðsson. héraSslæknir fer til útlanda í kveld, og er Björn Gunnlaugsson settur héraSslæknir í fjarveru hans, og gegnir öllum embættis-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.