Vísir - 21.12.1929, Blaðsíða 2
V í S I R
ðkíiimlaiii Stefðns ouinarssinar
Antnrstræti 12, Skólavörðnstíg- 23,
verda opnar til kl. 11 í kveld.
715 — símar — 71ö.
Fáum með E.s. „GuI!foss“
APPELSÍNUR, 300 s
EPLI „WINESAP“
VÍNBER.
Alt verulega góðar tegundir á sanngjörnu verði.
F'erðir austur, þegar færð leyf-
ir. Til Hafnarfjarðar á hverjum
klukkutíma. Til Vífilsstaða kl.
12, 3, 8 og 11 síðdegis.
715 og 716.
Innanbæjar eru bifreiðar ávalt
lil reiðu, þessar góðu, sem auka
gleðina i Reykjavík.
Um Carðvist íslendioga
á öldinni sem leið.
Frh.
„Þó aö íslendingar rnættu mik-
illi velvild frá stjórninni," segir
Fabricius Garöprófastur, „er ekki
hægt að segja a'ö þeir hafi oiöið
neitt sérlega hagvanir á Garði. Að
nokkru leyti mátti því um kenna
ómannblendni íslendinga, en þó
ekki síður einstaklingseðli þeirra.
Ekki má þó gleyma því, að miöað
við hinn mjög mikla fjölda ís-
lendinga á Garði eru sarafa
óánægjuatriði, er oss verða kunu.
Venjulegast hefir andstæðunum
milli hinna tveggja þjóðerna ver-
ið þjappað niður undir þröskuld
meðvitundarinnar (svona eru orð
hins danska prófessors og ærið há-
fleyg, en ekki að sama skapi
glögg, þótt alt skiljist. G. J.). En
umgengni átti sér ekki stað með
þjóðunum, og það aö íslendingar
voru landfræðilega takmarkaðir,
höfðu aðalaðsetur á 6. gangi, stuðl-
aði að því að þeir urðu ríki í
rikinu.
í raun réttri voru kjör þau, sem
íslenskir stúdentar áttu við að búa
í hinni útlendu borg, þar sem þeir
oft ekki skildu málið nema svona
og svona, svo ömurleg, að menn
verða nánast að furða sig á því, að
ekki vildu til fleiri slys. Við og við
fréttist af manni, sem fer illa, er
úti um nætur og kemur aftur
drukkinn með morgunsárinu. Það
fer þá oftast á þá lund, að hami
með tilstyrk frænda og æina er
sendur heim með einhverju skip-
anna, ef hann þá ekki gengur á
land aftur í Helsingjaeyri með
ferðapeningana í vasanum, og
byrjar á nýjan leik. en jafnvel
næðal þeirra, sem ekki fer svona
illa fyrir, eru dæmi þeirrar leti, að
það leiðir til non contemnendus
(III. einkunar við embættispróf,
hvað, sem menn vilja upp úr því
leggja G. J.), eða slíks sóðaskapar,
að þeir geta ekki einu sinni feng-
iö neinn landa sinna til þess að
búa með sér. (Menn urðu á Garði
að sjá sér fyrir samibýlismönnum
sjálfir; annars mun hér sveigt að
einu einstöku fyrirbæri. G.J.).
Upp úr þessum sora teygja sig
örlög einstaklinga, sem farið er á
göfugri veg. 1836 höfðu nætur-
verðir gripið íslenskan Garðbúa að
nafni Stephensen af því að hann í
þrætu hafði barið á manni á Krist-
jánshöfn (hluti Hafnar, er liggur
á eyjunni Amakur. G. J.); hann
rak þó fætur fyrir nætui*vörðinnog
flýði, en náðist aftur, og var færð-
ur á lögreglustöðina. Eftir að tek-
in hafði verið skýrsla um rnálið
lét lögreglustjóri lögregluþjón
fylgja honum heim á Garð. Á leið-
inni spurði stúdentinn lögregiu-
þjöninn, hvort hann hefð.i jjskt
Einarsson, og gat þ.e^s, að eftir
því sém nú hefði gerst, gætijiann
haft ástæðu til þess að gera sama
og hann gerði. Lögregluþjónninn
var nú svo ógætinn að fylgja ekki
Stephensen alla leið upp á herbergi
hans; hann lét sér nægja að biðja
konu dyravarðar að annast hann,
en um nóttina hvarf hann af Garði.
Næsta m.orgun fundu menn lík
hans í álnum milli konungl. leik-
hússins og Gamla Hólms (þar sem
nú stendur Þjóðbankinn og fleiri
hús. G. J.) „nákvæmlega þar sem
lík Einarssons fanst fyrir nokkrum
árum“. „Þetta er það, sem satt er
í málinu,“ segir Garðprófastur,
sem þá var, og skal þar við bætt:
1.) að bréf þau, sem nýverið konni
hiingað frá íslandi fluttu ekki neitt
það, er skaðsamlegt gæti veriö
geðsmunum hans; 2.) að þeim
fylgdi ávísun á 50 ríkisbankadali,
sem hann ekki hafði hafið ; 3.) að
hami hafði byrjað bréf til íslands,
sem engar upplýsingar voru í og
4.) að hann sama kveldið þegar
hann fór út hafði pantað bækur
hjá Reitzel (bóksala. G. J.); —
það er þvi mjög líklegt að meidd
sómatilíinning yfir því, sem fram
hafði farið, hafi valdið því að hann
í hugaræsingu þeirri, sem hann %-ar
í hefir miklað mjög fyrir sér atvik-
, ið og geugið í dauðann.“
„Eg hefi komist mjög við af
þessum atburði,“ segirGarðprófast-
ur enfremur. „Hann var einn dug-
legasti íslendingurinn, sem hér
befir verið um mína tíð. Hann
er fyrsti Islendingur, sem verið
hefir í stjórn lestrarfélagsins (það
var stofnun, sem Garðstjórnin
hélt uppi til að þjóna afturhald-
inu, og hafði það lítinn stuðning
bæði íslendinga og Dana. G. J.)
Hann var virtur og elskaður af
öllum oss. Því miður frétti eg, að
hann upp á síðkastið hefir sést
drukkinn. Það er þó staðhæft að
tveir „snafsar" hafi haft þau áhrif
á hann.“
Það mun þó vera meira, segir
Fabricius réttilega, en einstakl-
ingsmunur, sem lýsir sér í því, að
íslendingur, sem kominn er á af-
vegu, gfengur í dauðann af frjáls-
um vilja, rneðan Daninn sekkur
dýpra og dýpra, þangað til yfir-
völd á Holsetalandi hirða hann
einsog umkomulausan landshorna-
mann og senda hann heim. (Þetta
er eitt af fáu skarplega athuguðu
hjá höf. G. J.)
B.S.R.
Allskonar
búsáhöld
nýjytomln.
Yald. Poulsen.
Síml 24.
Mjög er ólikt hlutskifti annars
íslendings, Gríms Thomsens, semi
bjó á Garði í upphafi fjóröa tugar
aldarinnar, fáum árum eftir hinn
mikla landa sinn Jón Sigurðsson.
Þó að hann yrði ekki eins frægur
varð hann dr. phil. og sendi-
sveitarritari í utanríkisráðuneytinu,
og auk þess hafði hann á Garðvísu
þá yfirburði, að hann hafði tekið
öflugan þátt í iífinu þar, sérstak-
lega í norrænu mótunum. En eng-
inn, sem þekti hinn mikla verald-
armann og siðavanda sendisveitar-
ráö á síðari árum, heföi getað lát-
ið sér detta í hug, að æskuferill
hans á Garði segir af svo geðillum
og uppstökkum manni, aö sambýl-
ismað.ur hans sleit við hann fé-
lagsskap af þvi hvað hann var illa
lyntur, að þjónninn kvartaði undan
því, að hann ætti hjá honum, og að
honum um síðir var meinað að
koma á lestrarsal Garðs, af því að
hann hafði rekiö öðrum Garðbúa
utanundir í orðahnippingum. Þó
að Grímur Thomsen væri ólíkur
löndum sínurn á ytri manninn,
skildi lundin hann frá venjulegum
dönskum Garðbúum." (Þetta er
auðvitað sleggjudómur höf. G.
J.),
A árunum 1830, 1835, og 1840
og 1845 voru islenskir styrkþegar
11, 14, 10 og 5, alls 40 talsins. 16
þessara manna tóku aldrei próf,
en að öðru leyti var árangurinn
alls ekki slakur, því af þeim 24,
sem eftir voru náðu 14 1. einkun
(7 guðfræðingar, 5 lögfræðingar
og 1 læknisfræðingur). Flestir
lásu íslendingar lög eða guðfræði,
en margir þeirra voru ritaðir í
stúdentatölu scm heimsspekingar,
og náöu fæstir þeirra embættis-
prófi. Frh.
G. J.
I
Velséöar jóiagjafir ern:
Bréfáveski, Peningabuddur, Dömutöskur og Buddur, Yasa-
speglar með gieiðu, Vasaljós, Snyrtikassar, SkrautgTÍpakassar,
Be-Be-Rakvélablaðaslípivélar, Hárklippur, vandaður Vasahníf-
ur, Eplahnífar, mikið úrval, Borðhnífar, afar mikið úrval, Sígar-
ettukassar, Vindlakassar (undir vindla), Gluggaljóshlífar, jap.»
úr silki, jap. Glasabakkar, Spilapeningar, vandaðir Stálskautar
og m. fl. sem ógemingur er að telja hér upp.
Vepslun B. JHL. Bjarnason.
Bestu, fallegustu og ódýrustu
Jólafötin
fáið þér hjá
■ Marteinn Einarsson & Co.
Manchattskyrtnr
mjög smekklegt úrval nýkomið.
Marteinn Elnarsson & Co.
Bindislif si
feikna birgðir nýkomnar.
Marteinn Einarsson & Co.
Grólfteppi,
Efni í gólfteppi, Gólfrenningar og Dívanteppi
fallegra úrval en áður hefir þekst hér.
Marteínn Einarsson & Co.
Verslun mín verður opin til kl. 11 í kveld.
Marteinn Einarsson & Co.