Vísir - 06.12.1930, Qupperneq 3
v 1 S i R
ORGEL og PIANO
< ru enn nýkomin frá MÚLLER & NYSTRÖM. — Mörg fleiri
koma me'ð „Goðafoss“ nsest (12. þ. m.).
Hljóðfæi'in mín hafa rutt sér til rúms jafnt, stöðugt og
eðlilega. Þau munu vera nokkru ódýrari en títt er í hljó'ð-
færaverslunum um sambærileg hljóðfæri. Það er og eðlilegt.
því að þau þurfa ekki að bera uppi kostnað við búðaleigu,
mannahald eða því um líkt.
Sólvallagatan er dálitið afskekt. En smávik geta stund-
um borgað sig.
Elías Bjanason.
Sólvöllum 5. - Sími 1155.
stöðu til jjess að kynnast starfi
enskra póstmanna innan frá.
íívílik árvekni, hvílík alúð og
þrautseigja að koma i réttar
iiendur sendingum þeim, sem
pósthúsinu hafði verið trúað
fyrir! En þar eins og hér gat
þetta verið vandkvæðum bund-
ið: skakí eða ill-læsilega skrifað.
utan á, áritunarmiðar dottnir :
af sendingum, viðtakendur í
fluttir án þess auðvelt væri að
rekja hvert, og ýmislegt annað
gat valdið örðugleikum. En j
aldrei var gefist upp fyr en í
fulla hnefana. Eftirlitsmenn-
irnir brýndu póstana rækilega
áður en þeir lögðu upp: „Þarna
er böggull með ,pie‘ og kökum,
en það er nærri ómögulegt a'ð
ráða fram úr utanáskriftinni,
wirðist þó vera Faraday Street,
Stone Hill. Lawrence var úti
æneð hann i morgun en varð að
loma með hann aftur; bless-
aður gerðu nú það sem þú get-
uir, það er sennilega eitthvert
Ibláfátækt fólk sem í hlut á.“ —
Oftast bar þessi viðleitni árang-
sur að lokum.
Mig hefir langað til að sjá
þenna sama sið innleiddan hér,
og árum saman hefi eg ætlað
að vekia máls á því efni, en sí-
ffelt farist fyrir. En nú eru jól-
in enn einu sinni í nánd.
Á Englandi eru það bara
sjálfir póstamir (póstar heyri
eg sagt að séu nú orðnir „bréf-
berar“ (frb. brjebberar) hér í
Reykjavik"), sem þessar jóla-
gjafir fá, en hér vil eg láta
þetta ná til afgreiðslumanna
Sfka, bæði á bréfastofu og
bögglastofu. Það er öllum
kunnugt að launakjör þessara
manna, sem alveg eru útilokað-
ir frá allri aukavinnu, eru svo
Jéleg að þjó'ðarsmán má heita.
Mætti þá, ef vildi, skoða giafir
þessar sem mótmæli almenn-
ings gegn svo óböfðinglegri
viðurgemingu. En aðferðina til
þess að taka á móti þeirri hugn-
un, sem menn kvnnu að vilja
láta af hendi rakna, hefi eg
hugsað mér þá, að nóststjórnin
sýndi þann velvilja að setja
upn samslcotabauka á af-
greiðslustofum pósthússins,
uppi og niðri, sem almenning-
ur svo gæti látið aura sina i.
Þetta væri ákaflega litill kostn-
aður. En hað bvrfti há að ser-
ast sem allra fvrst, því timinn
er orðinn naumur og margir
eiga ekki nema örsjaldan er-
indi á pósthúsið.
Visir hefir iafnan sýnt góð-
vild í garð póstmanna og eg
trevsti honum þvi til að koma
þessari tillögu minni á fram-
færi. Ilún virðist að minsta
kosti meinlaus.
Gangleri.
Vikivakaflokkur baraa
sem sýndi á Þingvöllum í
sumar, kemur saman i kaup-
þingssalnum á morgun kl. (5
(en ekki kl. 4 eins og áður hef-
ír verið tilkynt). Eru börnin
beðin að athuga jictta og láta
það berast sin á milli.
Bæjarfréttir
□ Edda 59301297 — Fyrirl.
Atkvgr.
Messur á morgun.
1 dómkirkjunni kl. 11, sira
Þorsteinn Briem. Kl. 5, sira
Bjarni Jónsson (altarisganga).
í frikirkjunni kl. 2, síra Árni
Sigurðsson.
í Landakotskirkju: Hámessa
kl. 9 árdegis og kl. 6 síðd. guðs-
þjónusta með predikun.
1 spítalakirkjunni i Hafnar-
firði: Hámessa kl. 9 árd. og kl.
6 síðd. guðsþjónusta með pre-
dikun.
Hjálpræðisherinn. Engin
samkoma á morgun vegna við-
gerðar á salnum.
Pétur Sigurðsson flytur fyr-
irlestur í Varðarhúsinu annað
kveld kl. 8% um heimsfræga
kr'stniboðann Stanley Jones,
bækur hans og skoðanir.
Jarðarför
Sigríðar Helgadóttur fór fram
í gær, að viðstöddu fjölmenni.
Prófessor síra Sigurður P. Sí-
vertsen hélt húskveðju, en síra
Friðrik Hallgrimsson líkræðu í
dómkirkjunni. Skátar gengu
undir merki og báru kistuna frá
heimilinu til kirkjunnar og suð-
ur í kirkjugárð.
Veörið í morgun.
Frost um land alt. í Reykjavik
2 st., ísafirði 5, Akureyri i, SeyS-
isfiröi 2, Vestmannaeyjumi i,
Stvkkishólmi 2, Blönduósi 5,
Raufarhöfn 4, Hólum i Hornafiröi
2, Grindavík 2, Færeyjum 4, Jan
Mayen —4, (engin skeyti frá
Grænlandi), Hjaltlandi 5, Tyne-
mouth 5, Káupmannahöfn 3 st. —
Mestur hiti hér í gær o st., minst-
ur -4- 6 st. Úrkoma 17 mm. Lægð
yfir norðvesturlandi. Engar fregn-
ir frá Grænlandi. — Horfur: Suð-
vesturland: Suövestan átt, siund-
um allhvass. Snjóél. Faxaflói,
Breiðafjörður: Suðvestan kaldi.
Snjóél. Vestfirðir: Breytileg átt
og hægviðri i dag. Getur orðið
norðaustan i nótt. Snjóél. Norður-
land, norðausturland, Austfirðir:
Suðvestan kaldi. Léttskýjað. Suð-
austurland: Suðvestan kaldi. Snjó-
él.
Hjúskapur.
f dag verða gefin saman i
hjónaband ungfrú Guðríður
Hansdóttir og Júlíus Jónsson.
Síra Bjarni Jónsson gefur þau
saraan.
Hjónaefni.
Nýlega hafa opinberað trú-
lofun sína Sigríður Sigurðar-
dóttir, Laugaveg 147 og Hall-
dór Sigmundsson bifreiðastjóri.
Leitinni að Apríl
er haldið áfrain i dag, og hafa
nokkur botnvörpuskip tekið
þátt í henni á samt varðskipun-
um.
Hermóður
vitaskipið kom i nótt úr
flutningaferð.
Þýskur botnvörpungur
kom í gær að fá sér kol og
vistir.
Botnvöruuskioin
Max Pemberton og Baldur
voru við Vestmannaeyjar um
liádegi í dag, á leið frá Eng-
landi, og eru væntanlegir hing-
að í nótt.
Heimilasambandið
heldur fund á mánudaginn kl.
4 í kaffistofu sjómannaheimil-
isins.
Skiðafélag Rvíkur
fer á morgun í skíðaför, ef
færi og veður leyfir.
Kristján Kristjánsson
söng í gærkveldi í Iðnó, með
aðstoð Ernils Thoroddsen, og
var það ágæt skemtun.
Talsverð snjókoma
var hér í nótt og morgun, þó
komust bifreiðir til Hafnaiv
fjarðar og yfir Hellisheiði, en
búist er við, að nokkur ófærð
sé á veginum ínilli Kolviðar-
hóls og Reykjavíkur.
S. R.
Eins og auglýst var i Vísi í
gær, verða þeir meðlimir
Sjúkrasamlags Reykjavíkur,
sem ætla að skifta um lækna
nú um áramótin að tilkynna
gjaldkera það, eigi síðar en 15.
þ. m. Það er áríðandi fyrir
samlagsmenn að athuga þetta,
]>ví að eftir miðian mánuðinn
verður ekki hægt að fá skift um
lækna nema alveg sérstaklega
ptqndi á. Samlaecmenn ættu
líka að athuga, eftir því sem
mögulegt er, að skulda ekki
mánaðargjald til S. R. um ára-
mót.
Hlutaveltu
lieldur skátafélag K. F. U. M.
og Væringiar i K. R.-húsinu á
morgun. Margir ágætir drættir.
Sk'o E’mskinafélaesins.
Goðafoss fór frá Hull í dag
áleiðis til Reykjavikur.
Deltifoss fór frá Þingeyri kl.
10 í morgun, áleiðis til Reykja-
víkur.
Veikin í Móakoti.
Eins og frá hefir verið skýrt
i Vísi, kom uon óhekt veiki i
fyrra mánuði í Móakoti ó Vatns-
levsuströnd, og vóru fjögur
svstkini flutt baðan í sóttvarna-
húsið hér. Siðan liefir veikin
verið rannsökuð nákvæmlega,
og hefir dr. Helgi Tómasson
komist að raun um, að liér væri
um heilabólgu að ræða. Börn-
in. «ein veiktust, eru nú á bata-
vegi.
Mjólkurfélag Reykjpvíkur
opnaði í morgun stóra sölu-
búð í hinu nýja húsi sinu við
Hafnarstræti. 1 annari deildinni
eru nýlenduvörur á boðstólum,
en í hinni búsáhöld allskonar.
Verslunarstjóri er Hávarður
Valdimarsson frá ísafirði, sem
um nokkurn tíma hefir verið
starfsmaður félagsins. Búð
hessi er björt og rúmgóð og að
öllu leyli með nýtísku sniði og
er myndarlegasta búð bæiarins
af bessu tæi og sjálfsagt þótt
víðar væri. leitað. Allar hillur,
skúffur og ská"ar, eru úr eik,
sniíðaðar af Hiálmari Þor-
steinssyni og Friðrik Þorsteins-
syni. —
París
heitir kvikrmynd, sem sýnd verð-
ur í fyrsta sinni í kvöld í Gamla
Bíó. Er það hljóm- og talmynd í
Seljum liina alþektu
„Mill Bay“
handsápu sépstaklega ódýrt
— Spyrjiö um verö. —
E Benediktsson & Co.
Sími 8 (fjórar línur).
Gód atvinna
og skemtileg.
Sá, sem getur lána'ð fimm þúsund krónur, með tryggingu
i lítinn tima, getur nú þegar fengið góða ntvinnu í fyrirtæki,
sem er verið að stofnsetja.
Tilboð sendist afgreiðslu Vísis nú þegar, merkt:
„15. desember 1930“.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniiiiiiiiiniiiiiiiiiHiiiiiiimiiiui
Tilkynning.
H.f. ísaga. - Skrifstofan ei*
fXutt í Lækjargötu 8.
[I!I!IIIII!illlliI!!I8!lllI!B!IIEil!iillKIIIIIIIIiIIIIIIIIIIIKSiIIIIIIIIIIIIEIIIIIIIKIII
Efnalang Reykjavíknr.
Semisk fatahreinsun og iitun.
Langaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefnl; Efhalang.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhreinan
fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplituð föt og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi. Sparar fé.
io þáttum og aðalhlutverkið leik-
ið af Maurice Chevalier, sem lék
aðalhlutverkið í „Eiginmað'ur
drotningarinnar". Kvikm. þessi er
talin mjög skemtileg. Auk hennar
er sýnd fréttamynd (talmynd).
Áheit á Strandarkirkju,
afh. Visi: kr. 2,50 frá konu.
Kommúnistaflokkur stofnaður.
5. des. FB.
Stofnþing kommúnistaflokks
íslands var háð í Reykjavík dag-
ana 26. nóv. til 3. des. Mættir
voru fulltrúar frá sex af átta
deildum félagsins. Lög flokksins
og baráttustefnuskrá verður birt i
Verklýðsblaðinu, málgagni flokks-
ins. — Kommúnistaflokkur ís-
lands. (Deild úr alþjóðasambandi
kommúnista.).
Hitt og þetta.
Hitamestu kolin.
„Best South Yorkshire
Hard Steam“ — Kolin
frægu ávalt fyrirliggjandi.
Kolaverslnn
Úlafs Ólafssonar
Sími: 596.
Drengur
yfir fermlngn getnr
fengið atvinnn vlð
— sendiferðir í —
Féiagsprentsmiðjunni
Um Panamaskurðinn
fóru 6.185 skip árið sem leið eða
nokkru færri en árið áður. Skip
þessi greiddu i tolla ca. 27 miljón-
it' dollara. Umferðin um skurðinn
hefir aukist jafnt og þétt þangað
til nú og er talið, að umferðin muni
halda áfram að aukast, þegar
kreppunni léttir af.
Sápuframleiðslan í U. S. A.
Bandaríkjamenn fi'amleiddu sáp'
ur fyrir ca. 258 dollaramiljónir
árið sem leið og er það 7% meira
en árið þar á undan.