Vísir - 21.03.1931, Blaðsíða 3

Vísir - 21.03.1931, Blaðsíða 3
V I s I R ar falliÖ i gleymsku. En hann lifir og mun halda áfram aÖ lifa, í hin- um meistarlegu æfintýrum sínum. Þatt eru gerÖ af þeim efniviÖ, sem tíinans tönn. viímur ekki á. Þau eiga frumleik, fegurÖ og sannleiksgildi. Og eg er svo gamaldags, aÖ eg held því fastlega fram, — þrátt fyrir andstæðar skoðanir ýmsra fræðslu- frömuða nútímans, — að slík æfin- týri séu hollur lestur börnum og unglingum. Þau veröa ekki andlega snauöari við að kynnast Hans Christian Andersen. Hann opnar lesendum sinum veröld dýrðar og furðu, hann eykur ást þeirra til allra manna, ást þeirra til alls, sem lifir, ást þeirra á sannleika, gæsku og réttlæti. Og æfisaga Andersens get- ur verið hinum ungu hvatning til framsóknar. Hún sýnir, að hið lífs- hæfa heldur velli. „Ekki sakar þann að vera fæddur í andagarði. sem í svans eggi hefir legið.“ Andersen áleit ltina óvenjulegu snildargáfu sína guðlega gjöf, sem ekki mátti misbeita, og þessi háleiti skilningur hans á köllun sinni óx eftir því sem árin liðu. Hann hafði lært það. að hinir niestu i heimi hér helga líf sitt Itárri hugsjón. í kvæðinu „Zombien" segir hann: „Andans snilli er einhlit varla, ef að kalt er mannsins hjarta." Skáldið gat djarft úr flokki talað.; hann átti bæði hlýleik hjartans og hreinleik þess. Hann var alla æfi snillingurinn með barnshjartað. Mel á jörðu. —o-- f kring um Jlc dc Re, frakkneska ríkisfangelsið, er þreföld röð veggja, enda eru þangað sendir til gæslu verstu glæpamenn landsins, til þess síðar að vera fluttir til Gtti- ana, en þar er fanganýlenda Frakk- lands. Þangað eru sendir þeir, sem ■dæmdir hafa verið i æfilangt fang- elsi fyrir morð og yfirleitt allir stór- glæ]tamenn, og loks þeir, sem gerð- ír hafa verið útlægir. Loftslág á Guiana er óheilnæmt tnjög og marg- ir fanganna eiga þar skamma æfi. Og ntjög er það fátítt, að ntenn sleppi þaðan undan á flótta. Fanga- nýlenda þessi er sögð sannkallaður kvalastaður. Einu sinni á ári sendir Frakkland fangaskip til Guiana. — Ameriskur blaðamaður lýsir því svo, er fangahópur lagði af stað frá Ile de Ré, þ. 17. febr. s.l.: „Þegar klukkan sló eitt, voru fangelsisdyrn- ar o])iiaðar og 673 fangar gengu út í fangagarðinn.Fjöldi varðmanna var nálægur. Margir fanganna voru hleklíjaðir á fótum. Fangarnir voru Idæddir i brún fangaföt úr gróf- gerðu efni og báru svarta, óhreina hatta á höfði, tréskó á fótum og voru allir sokkalausir. Sérhver fang- anna bar bakpoka með aleigu sinni Stórglæpamennirnir voru 368 tals- íns og voru alrakaðir og snoðklipt- ir. Hinir höfðu ekki verið neyddir til þess að láta skera hár sitt eða skegg. Alt i einu kemur flokkur Senegal hermanna inn i fangagarð- inn. Mér er sagt, að í herdeild þessari séu aðeins úrvals skotmenn. Hermennirnir bera kepi, og eru i hláum, skrautlegum einkennisbún- íngum. Ósjálfrátt ber eg þá saman við fangana brúnklæddu. í fanga- garðinum stendur Picaud ábóti og lúterski presturinn Calas. Þeir eru þar til að kveðja fangana. Þarna eru og emliættismenn tnargir, og tneðal þeirra fulltrúar innanríkis- málaráðherrans og nýlendttmála- ráðherrans. Loks eru hlið fanga- garðsins opnuð. Leiðin liggur í fyrstu, þegar út úr garðinum kem- ur og út fyrir alla veggi, um snotur trjágöng. Þau eru kölluð Guiana- göngin. En ]>au eru líka kölluð trjá- göng andvarpanna. Svo er áfram CrAi) CrV) GrAD erADGrAbfcFAaérAb GrAD ötaD GrAD Grvb Fljótustu afgreiðsluna og bestu bílana færðu hjá AðalstððinnL Sfmar: — 929 & 1754. — haldið. Senegal hermennirtiir eru reiðubúnir að skjóta hvern þann, setn gerir tilraun til að flýja. Og enn er áfratn haldið, til Saint Mar- tin, þar sem hið alræmda Jangaskip La Martiniére liggur fyrir akker- ttm. Á innibyrgðum hafnargarðin- um er fjöldi skyldmenna og vina fanganna. — Kallari gengur með- frant húsaröðinni, sem veit að höfn- inni og skipar svo fyrir, að allir loki húsutn sínum og gluggunt. Og tnönnum er bannað að mæla tnóðg- unarorðum til fanganna. — Vindur stóð af hafi og það fór að rigna. Máfarnir flugu yfir höfðum fang- anna, svo nálægt. að ]>eir næstum snertu þá með vængjum sínum. Undarlegar tilfinningar vakna í hrjósti, er rnenn þessir ganga sein- ustu spor sín á frakkneskri grund. Haturs og andúðartilfinningar kotn- ast ekki að. Menn geta ekki varist því að finna til meðaumkunar með þessum vesalings mönnum, sem varpað er til heljar á jörðu. Það er mælt fonnælingarorðutn þarna og þarna er gnístran tanna. En þar er einnig grátið, mæður kyssa syni stna, konur eiginmenn og unnustur unnusta sína, og á ]>essum rauna- lega stað skiftast menn á ástarorð- um. Raunalegast er að horfa á 20 menn, sem standa utan við aðal- hópinn. Þeir eru hlekkjaðir hvor við annan með stálkeðjum. Þessir menn höfðu áður reynt að komast undan á flótta. Þar er nr. 5693, 34 ára gamall maður, sem hafðt drepið föðttr sinn til þess að komast yfir fáeina franka. En þarna eru marg- ir aðrir, sent allir Frakkar kannast við. Þar er Victor Imbs, sem myrti ástmær sína og reyndi ,að fremja sjálfsmorð, en tókst ekki. Þarna er Furcy. Hann hrópar í örvæntingu: „Ef þeir aðeins vildu láta mig á höggstokkinn.“ (Aftökur fara enn í dag fram með þeini hætti í Frakklandi, að menn eru hálshöggn- ir). Einn hrópar: „Eg er 24 ára. Eg er frjáls eftir 16 ár. Þá kem eg aftur.“ Og kannske býr von í brjóstum fleiri fanganna. Von um að komast undan á flótta -— eða von um að komast heim. Þungbún- astir eru þeir fanganna, sem kom- ist haía undan á flótta frá Guiana og heim til Frakklands, en eru nú sendir öðru sinni. Þeir vita hvað bíður þeirra: Langvarandi svækju- hitar, þvi næst rigningatið og óholl- usta og pest. Þeir eru vonlausir. Þeirra verður stranglegar gætt en hinna. •— Yngstur fanganna er Je- an Fourrier. llann er 17 ára. Hann slapp við höggstokkinn, en ekki Guiana. — Nú er gefið nterki. Ætt- ingjar og vinir verða að hörfa frá. Síra Calas og Picaud ábóti kveðja fangana hinstu kveðjunni. Og nú hefst flutningurinn á skipsfjöl. Þegar ]>angað er komið, ertt ]>eir leiddir til klefa sinna hver á fætur öðrum. Og af þilfari La Martinére horfa þeir — ef til vill i síðasta sinni — á strendur hins sólríka Frakklands. Klukkan slær fjögur. Frakkneski fáninn er dreginn við hún. Akker- in eru upp dregin. La Martinére heldttr til hafs, áleiðis til lands kvala og dauða, þar setn hinir brot- legu eiga að' „afplána syndir sínar“. □ Edda 59313247 — 1. Fyrirl. Messur á morgun. f dómkirkjttnni kl. n síra Bjarni Jónsson. Kl. 2 bamaguðsþjónústa (sr. Fr. H.). K.l. 5, síra Friðrik Hallgrímsson. I fríkirkjunni kl. 5, síra Ánii Sigurðsson. 1 Landakotskirkju : Hámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síðd. guðsþjónústa með prédikun. í spítalakirkjunni í Hafnarfirði: Ilámessa kl. 9 árd. og kl. 6 síÖd. guðsþjónusta með prédikttn. í fríkirkjunni i Hafnarfirði kl. 2, síra Jón Auðuns. Sjómannastofan. Kl. 6 síðd.. Síra Sigttrður Z. Gíslason talar. Allir velkomnir. Yeðrið í morgun. Frost um land alt, sem hér segir: í Reykjavik 1 st., ísafirði 5, Akur- eyri 1, Seyðisfirði 3, Vestm.eyjum 1, Stykkishólmi 3. Blönduósi 3, Rattfarhöfn 4, Færeyjum hiti 7, Julianehaab 12, Angmagsalik — 16, Hjaltlandi hiti 7 st. Skeyti vant- ar frá öllum öðrum stöðvum. — Mestur hiti hér i gær 4 st„ minstur —4 st. Úrkoma 1,3 tnm. Vestan átt um land allt. Lægð frá Græn- landshafi og austur með norður- strönd íslands. — Horfur: Suð- vesturland, Faxaílói, Breiðaf jörður, Vestfirðir, Norðurland : Vestan átt. Stundum'pllhvast og nokkur snjóél. Norðausturland, Austfirðirfir, suð- austurland: Vestan kaldi. Viðast léttskýjað. Háskólafyrirlestrar próf. Agústs H. Bjarnason utn vísindalegar nýungar. Næsti íyrir- lestur verðttr fluttur i kveld kl. 6 i 1. kenslustofu Háskélans. Öllttm heimill aðgangttr. Hjónaband. 19. þ. m. voru gefin saman i hjónaband Einar Jónsson prent- ari i Gutenberg og Jóruníi Þórþardóttir. Síra Bjarni Jóns- son gaf þau saman. Alþýðufræðsla Guðspekifélagsins. — Sunnu- dag 22. ]). m. kl. 8% síðd. flyt- ur Steingrímur kennari Arason fyrirlestur í húsi Guðspekifé- lagsins um uppeldismál. — All- ir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Söngskemtun Karlakórs Iv.F.U.M. i Gamla Bíó s.l. fimtudagskveld tókst ágætlega. — Söngflokkur þessi hefir ávalt átt miklum vinsæld- um að fagna og liafa þær farið vaxandi og að maklegleikum, enda er ávalt ágæt aðsókn að söngskemtunum kórsins. Ein- söngva sungu Garðar Þorsteins- son, Jón Guðmundsson og Sig- urður Waage. Undirleik önnuð- ust dr. Mixa og Páll ísólfsson. Söngskemtunin verður endur- tekin i Gamla Bió á morgun kl. 3 síðdegis. Danssýning Ástu Norðmann og Sigurðar Guðmundssonar fór hið besta fram og fyrir fullu húsi áliorf- anda. Dansar ungfrúin afburða vel. Yfirleitt tókust dansamir ágætlega og vöktu óskifta lirifni áhorfenda. Danssýningin verð- ur endurtekin i Iðnó á morgun. Sjá augl. Um 1000 smálestir af ísl. afurðum flutti Detti- foss út i gær. Aðallega var það verkaður fiskur og blautfiskur, lýsi fiskmjöl og ull. Er Wegener enn á lífi? heitir bæklingur, sem nú er að koma út, eflir Jón Jónsson frá Laug, þann er var með í liin- um fræga vísindaleiðangri Wegcners til’ Grænlands s. 1. sumar. Er hann einn þeirra þriggja manna, sem enn eru konmir til haka úr leiðangrin- um. Þeir eru því þeir einu, sem eru til frásagnar af ferðinni eins og nú standa sakir. Bæklingur þessi er skýrt og snjalt ritaður. Er þar sögð i að- aldráttum saga leiðangursins þar til höfundurinn vfirgefur hann. Ennfremur eru rakin til- drög öll og atvik að þvi að tveir leiðangursmennirnir, sem ætl- uðu að eiga vetrarsetu 400 km. inn á jöklinum, fá ekki til sín í tima þann útbúnað og vistir, sem upphaflega var gert ráð fyrir, og að Wegener neyðist til að leggja í ferð til þeirra undir haustið til að reyna að veita þeim einhver bjargráð. Höfundurinn liefir aðra skoð- un en félagar hans á því, hvort þarna er hætta á ferðum cða ekki. Ei’ hér mál, sem allur hinn mentaði heimur veitir athygli, og á ef til vill eftir að verða mjög að umræðuefni í lielstú blöðum veraldarinnar. Lesandi bæklingsins getur nokkurnveginn sjálfur skapað sér skoðun á málinu, Er þvi nauðsynlegt fyrir alla að lesa liann, svo að þeir geti fylgst með og skilið, það sem siðar kann að koma fram i þessu efni. Enda er það sjaldgæfl að Islendingar geti nokkuð lagt til þeirra mála, sem umheimurinn lætur sig nokkru skifta. J. Kr. Jafndægri eru í dag. Af veiðum kom Ver i morgun, og marg- ir linubátar i nótt, allir með góðan afla. Enskur botnvörpungur kom i morgun. Hann mun tetla að kaupa hér nýjan fisk og flytja út í is. Dronning Alexandrine fór kl. 5 í morgun frá Fær- eyjum áleiðis til Reykjavíkur. Dettifoss l’ór Iiéðan i gærkveldi til út- landa. —- Meðal farþega voru: Hallgr. Túlinius, Þorlákur Sig- urðsson, Helga Níelsdóttir, Mr. George Wilson, Mr. Christie og frú og drengur á leið til Winni- peg, Eiríkur Kristjánsson, R. E. Kingdon, frú Anna Ziegler, Þór- ir Jakobsson og Thor Brand, báðir á leið til Winnipeg. Hjólpræðisherinn. Samkomur á morgun: Helgunar- samkoma kl. 10]/2 árd. Stabskapt. Árni M. Jóhannesson stjórnar. Hornaflokkurinn aðstoðar. Sunnu- dagaskóli kl. 2 síðd. Hjálpræðis- samkoma kl. 8 síðd. Stabskapt. Árni M. Jóhannesson stjórnar. Flornarflokkurinn og strengjasveit- in aðstoðar. Allir velkomir. — H eimilasambandið heldur funcl mánudaginn 23. trtars. Stud. theol. Valgeir Skagfjörð talar. , Pétur Sigurðsson flytur fyrirlestur i Varðar- húsinu annað kveld kl. 8V2 um heimilið, skólann og föðurland- ið. Allir velkomnir. Grímudansleikur Ármanns verður laugardaginn 28. mars í Iðnó. Eru dansleikir Ármanns annálaðir fyrir hvað þeir eru fjöfugir og skemtilegir. Aðsókn að grimudansleikum félagsins Akranesstör. Stjórn Sambands ungra sjáLf- stæðismanna gengst fyrir ferð til Akraness á morgun. Farið verður með hafnarbátnum „Magna“ og lagt af stað kl. 1 e. h. frá uppfyllingunni. Allir ungir sjálfstæðismenn úr Heim- dalli og Stefni i Hafnarfirði, eru hvattir til að koma. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. er vön að vera mjög mikil og eru félagsmenn beðnir að sækja aðgöngumiða sína sem fvrst. — Sjá augl. i blaðinu í dag. F. Glímúfél. Ármann. Æfingar verða á morgun sem hér segir: K1 10 árd. III. fl. karla, fimleikar í Möllerskól- anum. Kl. 11 árd. Hlaup og frjálsar íþróttir i Mentaskólan- um. Kl. 3 síðd.j fimleikar kvenna, I. fl. i Barnaskólanmu kl. 4—5 II. fl. kvenna og .kl 5—6 samæfing lijá hinum kvennaflokkunum. Ií. F. U. M. býst við góðri aÖsókn á morgun á alla fundi. — Nýung á hverjum fundi. — Vorinu fagnað á öllum fundum. — Sveitirnar í Y-D fjöl- menna mjög um þessar mundir, og keppa að ]>ví, að hver sveit fái sinn sérfána. — Litlu drengirnir í V-D muna eftir sínum fundi kl. 3, ekld fyrr; það er mikið fjör og gleði á þeim fundum.. — K. F. U. K. býð- ur öllum ungum stúlkum 12—18 ára á fund sinn kl. 6; það eru venjulega fyrirtaks fundir. — Merkilégasti fundurinn á morguu verður U-D fundurinn, ber þar margt til. — Vatnaskógarmenn eru beðnir að fjölmenna á þann fund og sömuleiðis meðlimir úr yngri Val. U-D hefir í tvo vetur verið að safna sér fyrir finni myndavél. Nú er rétt koniið að uppfyllingu ]>eirra vona. Búist er við að enginn, sem með nokkuru móti getur komið, láti sig vanta. — Vér eigum i Y-D kl. ij von á góðuin heimsækjanda. Utvarpið í dag. Kl. 18,15; Erindi í Háskólanum (Ágúst Fl. Bjarnason, próf.). —• 19,05 : Þingfréttir.— 19,25: Hljóm- leikar (Grammófón). — 19,30: Veðurfregnir. — 19,35 : Barnasög- ur (írk. Sigrún Ögmundsdóttir). — 19,50: Hljómleikar á cello (Axel Wold): Saleski: Reveri Trist. Francoer-Kreisler: Cisiliene et Ri- daudon. —- 20,00: Þýzkukensla í 2. flokki (W. Mohr). — 20,20: Hljómleikar á cello (Axel Wold): Johan Matheson : Air. Gotterman: Andante. Ofíenbach: Musette. —- 20,30: Erindi: Um ættgengl II. (Árni Friðriksson, náttúrufr.). — 20,50: Óákveðið. — 21,00: Fréttir. — 21,20—25: Kveðnar vísur (Jó- hann Sveinsson) frá Kvæðamanna- fél. Reykjavíkur. — 22,35: Dans- músik. Nemendasýning Rigmor Hanson verður endurtek- in á morgun í Nýja Bíó kl. 2. Að- göngumiðar, sem eftir eru, fást í Ilansonsbúð og Bókaversl. Sigf. Eymundssonar í dag’, og við inn- ganginn í Nýja Bíó á morgun frá kl. 1. ef nokkurir eru þá eftir. Gjafir, afh. Vísi, til fólksins á StaS- arhóli: 10.kr. frá Önnu, 20 kr. frá B. ,T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.