Vísir - 27.03.1931, Blaðsíða 5
VlSIR
l'ösludaginn 27. niars 1931.
NÝTT! NÝTT!
Dr. Oetkers kökuefni „G u s t i n“, viöiirkent
ijcsta bökunarefni í sandkökur. Dr. Octkers
„V a n i 11 e-s y k u r“. Hvert bréf er jafní>ildi
tveggja startga af Vanille.
Biðjið kaupmann yðar mn þessar vörur.
Eldhætta
af paílögnun.
—o---
Tó.mas byggingameistari Tóm-
asson skrifaði grein í Visi þann
10. mars, um eldhættuna fr-á
rafmagni. Var þar í uppástunga
um sko'ðun á raflögnum. Vegna
greinar þessarar bað eg eftirlits-
mann rafmagnsveitunnar með
lnisveitum að skrifa lýsingu á
því, bvernig eftirlitið væri fram-
kvæmt og birta jafnframt regl-
ur uokkrar um notkun og mcð-
ferð raflagna og lækja, almenn-
ingi til leiðbeiningár. Eru regl-
ur»þessar sniðnar eftir sams-
konar reglum útlendum og
bvgðar á margra ára reynslu
um það, hvernig almenningur,
sem ekki þekkir sérslaklega inn
á rafmagn, sem kallað er, en
sem þó notar það daglega, geE
ur forðast bilanir á raflögnum
og tækjum eða á hentugastan
luitt fengið þær lagfærðar. Með
reglum þessum virðist mér við-
tækasl og best vera leyst úr
fyrirspurn Tómasar um liætt-
una af rafmagni, þvi reglurnar
bera það með sér, bvar hennar
helst sé von.
Nú hefir eiuhver, sém ekki
þorir að láta nafns síns getið,
skrifað grein i Vísi 22. mars,
sem ekki virðist liafa annan til-
gang en að gera eftirlitið með
raflögnum tortryggilegt og gera
ómerkar umsagnir okkar, sem
liöfum eftirlitið með höndum,
um það, hvorl kviknað liafi í
úl frá rafmagni við nokkra
bruna bér i bæ. Er greinin full
af dylgjum og verður ekki bér
farið út i að elta þær allar.
En vegna almennings ætla eg
að rekja nokkrar fyrirspnrnir i
grein þessari.
Um bruna i 4 húsiim, er
greinarhöfundur ncfnir, get cg
ekkert sagt, meðan eg veit ekki
við livaða bruna átt er. En liöf-
undi farast þannig orð um þá,
að eg vil fastlega skora á hami
að nefna, við hvaða staði hann
á, annars verð eg að lita svo á,
að Iiann geti elcki staðið við orð
sin.
Alstaðar þar, sem við liöfuin
orðið varir við bruna eða
íkveikju, liöfum við alhugað
raflögnina, þótt ekki hafi vcrið
beðið iini það. Stundum hefir
lögreglan beðið sérstaklega uni
]iað og þá einnig ol't beðið um
skriflcga skýrslu cða umsögn
okkar um það, livorl rafmagni
Iiafi verið um að kenna eða
^ekki. Hefir sú umsögn þá ávalt
verið látin í lé.
Greinarliöfundur getur þess,
að engin skýrsla bafi Icoinið um
lirunann, cr varð fyrir skömmu
í Lækjargötu 6. Það er rélt.
Engin skýrsla liefir verið send
lögreglunni, vegna ]iess bruna,
af þeirri einföldu ástæðu, að
liún liefir ekki beðið um neina
skýrslu. En lnin er til og er
geymd lijá mér. Gengur lnin út
á það, að kviknað liafi þar í
frá rafmagni og gerir grein fyr-
ir því, livernig það liafi orðið.
A þeim stað, sem íkveikjan
varð, var lögnin ekki rétt lögð,
það vantaði sem sé pípu utan
um vírana á parti lindir gólf-
inu. Ekkert opinbert eftirlit var
bér ]iá, er lögnin var gerð. Fyr-
ir nokkru var miðslöðvarlögn
bússins breytl og niiðstöðvar-
pipa lögð upp með raflögninni
á þessum stað og liefir við það
bæði getað skaddast virarnir og
raki komist að lögninni, því að
gólfið var þar óþélt. Varð i-
kveikjan einmitt þegar verið
var að þvo gólfið.
Þessi raflögn var tengd við
rafmagnsveituna 27. apríl 1921.
Var hún þá ekki ný. Síðan var
bún skoðuð 3. apríl 1922 og'
aftur 27. júli 1925 og síðasl 30.
mars 1928. í öll þcssi skifti var
einangrunin á lienni góð.
Umsagnir okkar uni, bvort
lcviknað liafi í frá rafmagni,
fara eðlilega töluvert eftir ]ivi,
livort mikið eða líti'ð er brunn-
ið. Stimdiun er ekkert bægt að
sjá og stundum er raflögnin öll
úr skorðúm gengin, þótt ekki
sé mikið brunnið. Og ef eitt-
Iivað sésl eflir, sem mark má á
taka, þá er samt venjulega ekki
nema um likur að ræða. Enda
bera umsagnir okkar ])etta
greinilega með sér.
En þegar það er greinilegt,
að engin raflögn er, þar sem
eldsupptökin hafa verið og að
raflögnin er í lagi, jafnvel eftir
brunann, þá höfum við leyft
okkur að telja líkurnar litlar
fyrir íkveikju frá rafmagiii,
. jafnvel ])ótt því bafi verið *hald-
ið óspart fram af öðrum, að raf-
magni væri um að kenna.
Eg fæ ekki scð, að það sé til
neinna hóta og það getur jafn-
vel verið skaðlegt, að kenna raf-
magni um ikveikjur, án þess,
að það sé einnig atlmgað, livort
ekki gcta verið aðrar ástæður
líklegri, t. (1. sigarettur, eld-
spýtur og ýmislegt fleira. Eg
býst við því, að liollast verði að
reyna að komast að réttri nið-
urstöðu, cf hægt er, i þessu máli
sem öðrum. Mér liefir aldrei
komið til liugar, a'ð bera af raf-
magninu sakir, þegar eitthvað
er, sem bendir á, að það muni
liafa valdið skemdum. Er mér
full-ljós sú liætta, sem getur
stafað af raflögnum, ef að ein-
hverju léyli er ekki rélt með-
farið. En hinsvegar fullyrði eg,
að sé raflögn ógölluð i uppbafi,
og gerð til að þola þann raka,
bita eða gufu, er á henni mæða.
þá slafar af lienni engin liætta
meðan hún verður ekki fvrir
ncinu raski. Raflögn, sem lögð
er i þurri íbúð, getur haldið sér
i áratugi, meðan lögnin er ó-
Iireyfð og íbúðin er þur. En ef
einu lierberginu cr t. d. breytt
í baðherbergi eða eldhús, sem
stundum kemur í'yrir, þá þarf
að breyta lögninni um leið.
í ]>essu sambandi vildi cg
einnig beina þeim tilmælum til
vatns- og miðstöðvarlagninga-
manna, að leggja aldrei vatns-
píjnir fast ii])p að raflögnmn.
Það eru engar reglur lil liér um
vatnslagnir, hvort hcldur er
fyrir heitt eða kalt vatn, og ekk-
ert sérstakt eftirlit með þeim.
En þcssar lagnir liafa stundum
orðið lil ]>ess að raska eða selja
raka í raflagnir og skcnima ]>ær
með tímanuni.
Greinarhöf. er með ádrepúr
til löggiltra rafvirkja bér í bæ,
skrifaða af illgirni i þeirra garð
og að mínu áliti óniaklegar.
Að þvi er snertir íjölda sveina
og lærlinga, liöfum við árlega
fengið skýrslu um það frá raf-
virkjunum. Við siðustu áramól
var fjöldi þeirra þessi:
Hjá löggiltum rafvirkja:
siyciöienJSiusG:
uanianl3n!ani=
Sve
Eiríki Iljartarsyni . .
Hafliða Gíslasyni . . .
Ingvar Hjörieifssyni
E. Jensen......... .
Jóni Ormssyni .....
Jóui Ölafssyni ....
Jónasi Guðmundss. .
Júlíusi Björnssyni . .
Kristmundi Gíslas. .
mar
*>
12
2
3
7
•)
lærl
*)
(i
1
5
1
2
(i
‘)
Hessian. Bindigarn. Sanmgarn.
Verdid míitid lækkað.
Þdrðnr Sveinsson & Co.
ss
Alls ........ 31 26
Hinif 9 löggillu eru ekki
taldir meðyen með þcim verð-
ur heildarlalan 69. En greinár-
liöf. taldi 55, þar af 35 lærlinga.
Sveinar eru þeir sem verið liafa
I ár við handverkið eða lengur.
Meðal lærlingaiina eru taldir
nokkrir fullorðnir niemi. Þessir
menn vinna ekki allir að lagn-
inguni úti í bæ, lieldur eru
noldcurir á verkstæðum.
Þær uþplýsingar sem grein-
arliöf. þykist liafa um eftirlitið
eru alveg rangar, það liafa eng-
ar undanþágur verið veittar frá
lagningareglunum; þvert á
móti Iiefir viðleitni okkar geng-
ið í ])á átt að skerpa kröfurnar
ei'tir því sem reglurnar frekast
leyfa. Hvgg eg að frágangui á
raflögnum bér í l)æ þoli vel
samanburð við lagnir í nálæg-
imi löndum.
Eftirlitið er óvinsæll verk, en
það liefir að mínu áliti, siðan
núveraiidi eftirlitsmaður tók
við þvi, verið rekið röggsamlcga
og samviskusamlega.
Eg ætla mér ekki að fara
frekar að ræða um eftirlitið við
greinarhöfund þennan, en eg
vil aðeins beina ])eim lilmælimi
til almennings að ef menn eru
liræddir um að eitthvað sé í ó-
lagi eða óska einhverrár áðstoð-
ar viðvíkjandi raflögnum eða
tækjum, þá er liægur nærri
fyrir þá að snúa sér til okkar,
Munum við aldrei skorast und-
an því að veita ])á aðstoð sem
við getum best.
Reykjavík, 23. mars 1931.
Steingr. Jónsson.
Madrid, 26. mars.
United Press. FB.
Skærur á Spáni.
Tvö þúsund menn, flestir
verkamenp, söfnuðust saman
fyrir utan læknadeild liáskól-
ans í dag, og var það ætlan
þeirra, að ganga á fund innan-
ríkismálaráðherrans og krefjast
])ess, að pólitískiun föngum
væri gefnar upp sakir og þeir
látnir lausir þegar i slað. Ilöfðu
kröfugöngumenn í liótunum
um að bana konunginum. Lög-
reglan dreifði kröfugöngu-
mönnum og bandtók marga
]>eirra.
í Valencia urðn stúdenta-
óeirðir. Höfðu þeir rauða fána
á lofti og urðu valdir að nokkr-
um spjöllum, brulu rúður i
strætisvögnmn o. s. frv. Einn
sporvagnsstjóri meiddist.
Stúdcnlar i Barcelona hafa
.gert sólarhringsverkfall í sam-
úðarskyni við stúdentana í Mad-
rid. Brendu þeir myndir af Al-
fonso konuúgi og drógu upp
rauðan fána á háskólanúm og
hleyptu af tveimur skotum. ■—
Lögreglau var nálæg og skaút
nokkrum skotum i lol't upp, en
af skærum varð ekki. Komst
bráðlega kvrð á aftur.
Romanones neitar þvi, að til
máli liafi komið, að gera nokkra
verulega breytingu á skípun
stjórnarinnar.
Cawnpofe, 26. mars. .
United Press. FB.
Óeirðir í Indlandi.
Opinberlega tilkynt, að fim-
tíu menn, þar á meðal konur
og börn, hafi beðið bana i óeirð-
um milli Hindúa og Móham-
meðstrúarmanna, þegar liinir
síðarnefndu neituðu að taka þátt
í sorgarathftfn, sem fram fór
vegna aftölcu Hindúa, sem fyrir
nokkru siðan myrtu enskan lög-
reglukáptein. Hundruð manna
særðust í óeirðum þessum.
Enskir og indverskir liermenn
cru mi komnir til borgarinnar
og eru þar á vcrði.
Breskir og indverskir her-
menn urðu tiittugu uppreistar-
mönnum að bana i skærum i
Magay-skógunum i gær.
Víuarborg, 26. mars.
, United Press. FB.
Samningar Þjóðverja og' Aust-
urríkisnianna.
Scburff (lómsináku'áðherra er
farinn til Berlínar lil þess að
ræ'ða um ])ýsk-austurríska fjár-
hagssamkomulagið, með lilliti
til þess, að samkomulagið verð-
ur lagt fyrir þing Þjóðabanda-
lagsins, seni kemur saman i
maímánuði.
London, 26. mars.
United Press. FB
Tollmálasamningar Þjóðverja
og' Austurríkismanna.
Tollsmálasamkomulag það
milli Þýskalands og Austurríkis,
sem á'ður liefir verið vikið að,
vekur mikið umtal um alla Ev
rópu. Breska sendisveitarskrif-
stofan i París gaf út tilkynningu
í gær, þess efnis, að Hendcrson,
utanrikisráðli. Bretlands, -liafi
persónulega beðið stjórnir
Þýskalands og Austurrikis að
fresta framkvæmd samkomu-
lagsins, uns Þjóðabandalagið
liefði fengið tækifæri til að at-
huga það. Samkvæmt skevtum
frá Berlín liefir þýski ríkis-
kanslarinn, dr. Brúning, lýsPþví
yfir, i sambandi við málaleitan
Hendersons, að Þýskaland og
Austurríki ælli sér að fram-
kvæma samkomulagið, en mála-
vextir séu þess eðlis, að ekkj sc
liægl að taka fullnaðarákvörð-
un um framkvæmdir fyrr en
Þjóðabandalagið liafi liaft mál-
ið til meðferðar. Briining kvað
hafa sagt, að liann óttaðist ekki
afstöðu Þjóðabandalagsins til
])ess máls, né umræður um mál-
ið innan bandalagsins, en hann
yrði að mótmæla því, ef Þjóða-
bandalagið tæki málið til atliug-
unar og meðferðar frá pólitisku
sjónarmiði, því málið væri ein-
göngu fjárhags- og viðskifta-
legs eðlis.
K.F.U.K.
A. D. fundur í kveld kl. 8V2.
Cand. theol. S. A. Gíslason lalar.
Allt kvenfólk velkomiði
London, FB. í mars.
Kjör breskra verkamanna.
Eitt fréttablaðanna í London
liefir fyrir nokkru síðan látið
fara fram sérstaka athugun í
því skyni, að komast að því,
livernig 1111 er ástatt um liag
bresku verkalýðsstéttarinnar,
með tilliti launa, vinnutíma og
dýrtiðarinnar. Og það, sem at-
bugunin leiddi í ljós, mun vekja
undrun manna. Það er giskað
á, að árleg vinnulaun verka-
manna og starfsmanna séu
£ 1.300.000.000 nieiri en fyrir
lieimsstyrjöldina. Með tilliti til
dýrtíðarinnar er sérhver verka-
mannsfjölskylda betur slödd en
í ársbyrjun 1914, þ. e. hefir 20% .
meira til þess að láta af hendi
rakna til nauðsynja og annars.
Verkamaðurinn, sem 1913 fékk
tveggja sterlingspunda vikulaun
fær nú þrjú sterlingspund og
tíu shillings. Ef þessum tveim-
ur sterlingspundum er varið til
algengra nauðsynja — og sömu
kröfur gerðar um lifnaðarhætti
— eyðir verkamaðurinn £ 3,2.0
(dýrtíðin hefir aukist um 55%)
og verða þá eftir £ 20 á ári til
að verja til aukinna þæginda.
Enda eu ]>að augljóst, að af
þessu liefir leitt, að breskir
verkamcnn hafa gert umbætur
á lieimiluni sínuni, og þeir nota
sér nú fvllilega aukin tækifæri
til heilsubætandi úliskemtana.
Hinar nýju iðngreinúr, svo sem
framleiðsla ódjTra bifreiða,
mótorhjóla, grammófóna og
viðtökutækja hlómgast allar, en
grundvöllurinn undir þessiun
iðngreinum öllum er aukin
kaupgetá miðstéttanna og verka
mannastéttarinnar frá því árið
1919. Ilagur breskra verka-
manna er beiri en nokkru sinni,
að því er kaupgetu snertir, en
jafnframt launahækkuninni
liefir vinnustundafjöldinn mink
að 11111 sex stundir.
(Úr blaðatilkynningum
Bretlandsstjórnar).
Prag, 27. mars.
United Press. FB.
Andúð gegn þýsk- austurrísku
samningunum.
Benes forsætisráðherra hefir
lýst því yfir á þingi, að Tékkó-
slóvakia væri mótfallin þýsk-
austurríska tollmálasamkomu-
laginu, vegna þess, að af því
gæti leitt, að friðnum væri hætta
búin, og jafnvel þótt svo færi
ekki, mundi það skapa erfið-
Ieika í Iöndum Mið-Evrópu. —
Kvað liann þetta sér-samkomu-
lag tveggja þjóða ekki vera unn-
ið i anda, sem Þjóðabandalagið
vildi vinna að, að þjóðirnar
ynnu saman i. Benez forsætis-
ráðherra kvað loks svo að orði,
að slíkt fyrirkomulag gæti að-
eins blessast, ef það næði til
allra rikja Evrópu. „En sam-
komulag hefir þegar nóðst milli
Austurríkis og Þýskalands og
vér erum því mótfallnir.“