Vísir - 14.05.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 14.05.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Væníanlegt með e.s. Selfoss: Laukur, príma t-eftxind, í 50 kg'. pokum. Appelsínur, JAFFA, 180 stk. Epli, „WINESAPS“. ®Cítrónur. Símskeyti París, 12. mai. United Press. FB. Útför Doumer’s. Útför Doumer’s forseta Frakk- lands fór fram í dag. Fóllc hafði safnast saman svo mörgum þúsundum skifti á leið þeirri, sem líkfylgdin fór, en það voru tvær mílur vegar. — Fulltrúar fjörutíu þjóða voru viðstaddir útförina. M. a. voru þar prins- inn af Wales og Alhcrt kon- ungur Belgíumanna. Líkið var Ixirið úr Elysée-höllinni og flutt til Notre-Dame kirkjunnar. — Likið var jarðsett síðari liluta dags í ættargrafreitnum í \’au- girard-kirkjugarði. Var þar að eins ekkja hans viðstödd, nán- ustu ættingjar og Lebrun, 'í’ur- dieu og Laval. Dublin, 12. maí. United Press. FB. Forvextir lækka. Forvextir liafa 'lækkað um vS * 3v2%. London, 12. mai. United Prcss. FB. Forvextir hafa lækkað um > 21/2%.. Wasliington, 12. mai. United Press. FB. Tollamál Bandarikjanna. Hoover forseti hefir neitað að skrifa undir lagafrumvarp ; það, sém demokratar báru fram um tollamálin, en samkvæmt frumvarpi Jæssu er það lagt á vald þingsins, í stað forsctans,' að gera breytingar á tollalistan- um. -— í sambandi við neitun sína, hafði forsetinn lýst því yf- ir, að hann liti svo á, að aldrei i sögu Bandaríkjanna hafi ver- ið meiri þörf á vemdartollmn en nú. Hopewell, 13. maí. United Press. - FB. Barnsfundurinn. Læknir, sem sóttur var iil ■ drengs Li n db er ghj ó n a n n a ; hálfum mánuði áður en hon- um var rænt, og skoðaði liann : vandlega þá, hefir nú skoðað líkið. Hefir læknirinn lýst þvi yfir að það sé engum efa und- irorpið, að það sé lík drengsins, sem furidist hefir. Skoðun lækna hefir leitt í Ijós, að liöf- uðkúpan hafi brotnað, senni- lega vegna áverka. Hopeweli, New Jersey, 13. mai. United Press.-FB. C. H. Miicbell héraðslæknir hefir látið þá skoðun i ljós, að annaðhvort hafi barn Lind- berghs verið myrt eða það hafi henst út úr bifreiðinni og lent með höfuðið á sleini. Greini- legt er, að aillangur tími er síð- an barnið lét lífið. Lögreglan hefir tilkynt, að ráðstafanir hafi verið gerðar til að handtaka nokkura menn, sem grunur hefir hvílt á að hafi rænt barninu. Mjðlknrbrnsar frá 2—10 lítra nýkomnir. Verð- ið að vanda hið langlægsta í borginni. VERSL. B. H. BJARNASON. F'orni" hvammur. I'arið verður þangað á þriðjudaginn 17. mai. B. S. R. Marseille, 13. maí. United Press. - FB. Ráðist á Alfons fyrverandi Spánarkonung. Spænskur verkamaður réðist á Alfons fyrverandi Spánarkon- ung hér í dag, er hann steig af skipsfjöl. Alfons særðist lítils- háttar á annari kinninni. — Árásarmaðurinn, Massaneres að hafni, var handtekinn. Frá Alþingt í gær. —o— Efri deiíd. Ed. samþ. i gær og sendi Nd. frv. til 1. um breyt. á hafnar- lögum fyrir Reykjavíkurkaup- stað, og vísaði til 2. Umr. og nefndar frv. til 1. um heimild fyrir rikisstjórnina til að leyfa erléndúm marini eða félagi að reisa sildarbræðsluverksmiðju á Austurlandi o. fl. IÞrjú mál sámþ. deildin og visaði til 3. umr. 1. Frv. til 1. um framlenging á gildi 1. nr. 33, 7. maí 1928, um skattgreiðslu h.f. Eimskipafé- lags Islands. 2. Frv. til I. um breyl. á k, um varnir gegn berklavéiki. * 3. Frv.’til k um heimild fyrir ríkisstjórnina að ábyrgjast lán til að koma upp frystihúsum á kjötútflutningshofnum. Fjögur mál voru afgreidd sem lög. 1. Frv. til 1. um sölu á nokk- urum hluta heimalands Auð- kúlu í Svínadal. 2. Frv. til 1. um barnávernd. 3. Frv. til 1. um skipun lækn- ishéraða, verksvið landlæknis og störf héraðslækna. 4. Frv. til I. um jöfnunar- sjóð. Neðri deild. Frv. til ábúðarlaga, sfem þeir Jörundur Brynjólfsson og Bernharð Stefánsson flytja, var rætt þar í allan gærdag. Umræðum var ekki lokið fyr en kl. 7, og fór svo við atkvgr., að frv. var samþ ásamt öllum brtt. þeim er landbn. flutti á frv., og vísað til 3. umr. -----OSSUÖSBWBJ—------- Arnold og' Bach: Karlinn í kassanum. — Emil Thoroddsen íslenskaði. Indriði Waage setti á svið og leiðbeindi. Það væri liægt að segja margt og margvislegt um liina þýsku liöfunda, sem eru alkunnir liér og velmetnir vcgna gáska síns. Tvent er þó það um þá, sem aldrei bregst, en j>að er að leik- rit þeirra eru einskær vitleysa endanna á milli, og að þau eru með því skemlilegasta, sem fyrir augun ber. Slíkt hið sama verður ekki sagt um alla vit- leysu, og þvi miður ekki held- ur um alt, sem vil er í. Það er einmitt listin, að sameina þetta tvent og það tekst fámn. Þeir eru ekki háfleygir, og verlc jjeirra verða eklci með bók- mentum talin, og jítíir fljúga lágt, al'ar lágt, en rekast j>ó hvergi á, og það er list, sem sennilega fæstir þeirra háfléygu gætu leikið eftir þeim. Gcta þeirra liáfleygu er nefnilega miklu takmarkaðri en menn halda. í jietta sinn má þó þakka hláturinn fleiri en höfundun- um og leikendum, því að þýð- ingin er bráðsnjöll hjá Thor- oddsen. Hún er tepruskaþarlaus og j)ó smekkvís, en J)að er ekki eins auðvelt að koma jni heim, .eins og' menn skyldu ætla. Hon- um liefir tekist ágællega að sel- flytja liingað nokkra þýska oddborgara og setja á þá ís- lenskan svip, auðvitað ekki græskidausan, frekar en hann var á Þjóðvcrjunum. Málið er hrein og góð reykviska, og á J>eim örfáu stöðum, sem mis- smíði heyrðust (honum og mér langar fyrir liann og mig lang- ar), hefir það vafalaust verið leikendum að kenna, en ekki þýðanda. Það ])ýðir ekkeft að rekjá gang leiksins, Jwí að hann er, eins og tékið var fram, ein- skær vitleysa, en tilgangslaus er leikurinn ekki. Ilann gerir verðugt gis að yfirdrepskap, skinhelgi og lielgislepju Jæirra ekki állfáu oddborgara, sem op- inberlega vaða dygðirnar upp á miðjar siður, en eru rétt eins og aðrir menn inn við beinið, og Jjeir eru fjarskalega við- bjóðsleg fyrirbrigði. Leiksýningiri sjálf er með Jxvi besta, sem hér hefir sést, Ieik- urinn allur samfeldur, hið lak- asta goll og liið besta ágætt. Smckkvísinni geigar ekki, og er J)ó i slíkum leikritum ekki hægt aö þvei-fóta fyrir tækifærum tii ])ess að skjóta vfir markio. Er Jxetta auðvitað að miklu Ieið- beinanda að Jxakka, og hefir hann mikinn sóma af. Af leíkendum báru Jæir Ilar- aldur Sigui’ðsson og ITrynjólf- ur Jóhannesson. Léku J)eír háð- ir skinhelga smájxorpara, sem í Reykjavík lenda á gatnamótum hins mjóa og breiða vegar, og læðast í rnesta pukri inn á breiða vegirin, af J)ví að jxeir halda, að enginn sjái til, sem þekki ])á. Hlutvei'kin eru auð- vitað svo úr garði gerð, a'ö þau styðja mjÖg alla góða viðleitni leikaranna. Lcikur þessara manna beggja er ágætur, en jxó algerlega sitt með hvoru mót- inu. Iiaraldur eys iit ]>eim gáska og jieirri kýmrii, seni býr í hon- um sjálfum, og bann er lista- maður á sínu sviði, enda J)ótt J>að sé ef til vill ekki mjög vitt. Kýmni hans er fíngerð og smekkvís; J)að er mesti menn- ingarhragur á list hans. Brynj- HDSKVARNA vðror eru heimsfrægar fyrir vandað smíði og efni. HUSKVARNA-kjðtkvarnir eru þær endingarbestu, sem fá- anlegar eru. Brotna aldrei. Umboðsmenn: Þðrðnr Sveinsson & Co. ólfur skapar sitt hlulverk xipp úr J)ví, sem liann hefir séð og lieyrt, og kai’linn hans er J>ví kax’l, sem við allir að einlivei’ju leyti höfum séð og þelct. Með- ferð lians lýsir og ærið glettn- um og glöggum skilning'i á fólkinu, sem fvrir augu hans ber. Það er óhætt að segja það, að Jxetta hlutverk hafi hann leyst best af liendi. Meðferð Arndísar á Dolly er mjög góð, en ldutverkið gefur henni litið færi á því að koma sér við, þvi er, eins og reyndar flestum liin- um hlutvei’kunum hlaðið utan um hlutverk þeiri’a Haralds og Brynjólfs. Frú Kalman, Indriði Waagc og Valur Gíslason fara og vel með sitt pund, eri önnur hlutverk myndu auðvitað gefa J)eim betra færi á að ávaxla ]>að. Öll önnur hlutvex’k eru óaðfinn- anlega af hendi leyst ekki síst er Alfred Andrésson snotur i hlutverki liálfln’yggbrotins elskhuga, en Sigrún Magn- úsdóttir rekur, eins og vant er, lestina. Gelan er J>ar ekki mikil, en kunnáttan liins vegar nógu rnikil til J>ess að aldrei verði að vandræðum. Það er gott að fá svona leiki sem ]>essa eins og hressandi steypibað yfir sig á J>essum „]>rauta og mæðu tímum“, J>egai’ tækifæi’in lil jiess að hlæja eru svo sorglega fávúr daglegu lífi. Þessi leilcur mun ])ví eiga langa framtið um sinn. G. J. Ekkjan Steinnna Bjðrnsilóttir. —o— Hiin fæcklist 16. júlí 1862/ að Narfakoti á Vatnsleysuströnd,. eri dó á Lanclsspítalanum 3. máí síðastl. Foreldrar hennar voru merkis- hjóriin Björn Einarsson frá Hlöðu- nest á Vatnsleysuströhd, en hann var j kominn af hinni alkunnu Eydala- 1 ætt, sem þekt cr að maunkostum og hæfileikuin, en móðir Steinnnn- ar var Þorgerður Pálsdóttir frá Fróðholtshól í Landeyjum. Mesta ágætiskona. Foreldrar Steinunnar áttu 10 böru. Náðu 9 Jreirra fullorðinsaldri. Einn j)eirra systkina var Sveinbjörn Björnsson, skáld, er lést síðastl. sumar. Steinunn ólst upp í foreldrahús- um og var j>ar uns hún gjftist Gutt- ormi Einarssýni frá Köldukinn í Holtum árið 1893. Það samá ár reistu J>au bú að Arnarstöðum i Flóa. Nokkrum árum síðar fluttu þau til Hafnarfjarðar, og bjuggu þar til ársins 1911. Varð Steinunn j>á fyrir þeirri ]>ungu sorg, að missa mann sinn í sjóinn af þilskipinu Geir, frá fjórum börnum. Eftir frá- fall manns sins bjó Steinunn áfram í Hafnarfirði, ]>ar til árið 1921, að hún fluttíst hingað til Reykjavíkur, og hefir hún búið hér síðan, og nú síðast á Laugaveg 74. Börn jreirra komust öll til full- orðinsára, en tvö þeirra eru nú dá- in; Guðrún, 25 ára, og Einar, er druknaði síðastl. vor á Þerneyjar- sundi, ]>á þrítugur a'ð aldri. Eftir lifa tvær dætur hér í bæ, Þorbjörg, gift Sigurði Sveinssyni, og Guð- mundína, nú hjúkrunarkona á Landspítalanum. Um Steinunni má margt segja, er máli skifti. — Mér var kunnugt um J>að, að hún var ágætlega vel gefin kona, óg ein jteirra, er gróf ekki pund sitt í jörðu. Börnura stn- um var hún hiri ástrikasta og fórn- fúsasta móðir. Ekkert lét hún ógert, er eflt gæti hið göfuga og góða hjá þeim, og auki'Ö trúna á forsjón- ina; j>að áflið, seín öllu bjargar á örlagastundum lífsins. Og Steinunn mun líka hafa notið ávaxtanna frá börnum sínum, }>ví ]>au reyndust henni góð og göfug í breytni sinni og kostuðu kapps um að gera henni ellina hamingjusama. — Hjarta Steinunnar stóð ávalt opið fyrir ]>eim, sem bágt áttu, og áhrifa henn- ar naut víða við, til hjálpar ]>eim, sem minni máttar voru. Stúlkubarn, 2 ára gamalt tók hún til'fósturs á sjötugsaldri, af fátækum foreldr- um og ól önn fyrir því fram til síðustu sjundar æfi sinnar, t 8 ár. En góðverk 'sín vann hún ]>ó öll svo, að hiín lét sem minst á þeitn bera. Steinunn var altaf éfnalega sjálf- stæð, enda átti betur við hana að gefa en þiggja. Hún var ínesta iðju- og dugnaðar-kona, og með óbilandí viljaþreki og festu leysti hún af hendi störf. sín til síðustu stundar. Steinunn tók mótlæti sínu jafn- an méð þreki heilbrigðrar sálar, og það þótt hún ætti við vanheilsu að búa. Hún var gáfuð kona og vel gefiti, og oft furðaði mig á hinni niikíu lærdóms- og fróðleilcs-löng- un, er eg varð var hjá henni, þann tiltölulega stutta tíma, cr við kynt- umst, sem var hin síðari ár œfi hennar. Það er ánægjulegt, fyrir éftirlif- andi börn og aðra ættingja og vini hiunar látnu, að líta til baka yfir liðinn æfiferil hennar, því þó hann væri J>yrnum stráður, þá vann hún bug á erfiðleikunum. Og hún hefir áreiðanlega lagt út í sina hinstu ferð, með vissu um sigurinn fyrir trú sína. Og þegar.eg lít yfir æfi Steinunnar, finst mér henni best lýst með þessum orðum skáldsins: Með grandvarleik hún gjörðir æ réð vanda, í gæfu stilt, í raunum þolinmóð. Hún virðing hlaut, því aðal bar í anda og élskuð var hún, þvi ao hún var góð. Kunnugur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.