Vísir - 14.05.1932, Blaðsíða 5

Vísir - 14.05.1932, Blaðsíða 5
Laugardaginn 14. mai 1932. Féldg íslenskra bifreiðaeigendi var stofnað á fundi, sem hald- in var í Kaupþingssalnum föstudaginn 6. þ. m. —- Höfðu nokkrir bifreiðaeigendur hér i bænum beitt sér fyrir stofnun þessa félagsskapar og samið frumvarp lil laga fyrir hann, er lagt var fyrir þenna fund og rætt og samþykt með nokk- urum breytingum. Tilgangur . félags þessa er einkum sá, „að leitast við að sameina alla þá menn hér á landi, sem áhuga hafa fyrir bifreiðaakslri og bifreiðanotk- un, til þess að gæta sameigin- legra liagsmuna þeirra og stuðla að því, að öll umferð verði sem öruggust og greiðust fyrir alla vegfarendur.“ Þessum tilgangi hygst félagið m. a. að ná með því, að leiðbeina félagsmönnúm um bifreiðaferðir, utan lands og innan, beita sér fyrir vega- merkingum, útgáfu vegakorta, uppsetningu bensíngeyma, vega- sima, fyrir viðhaldi vega, ruðn- ingi nýrra vega, byggingu bif- reiðaskýla o. s. frv., koma á um- ferðareglum i samræmi við lög- reglusamþyktir, leita sameigin- legra kjara um kaup á öllu, sem að bifreiðum lýtur, veita félags- mönnum lögfræðilega aðstoð, koma fram fyrir félagsmanna hönd gagnvart því opinbera og vera ráðgefandi i öllum mál- um, sem félagsmenn varða o. fl. o. fl. Er þetta svipað þvi lilutverki, sem bifreiðafélög annara landa hafa á stefnuskrá sinni. — Stjórn félagsins skipa 9 menn, en fastri skrifstofu hygst félagið að koma á fót jafnskjótt og ástæður leyfa. — Er hér að eins drepið á noklc- ur lielstu atriði í lögum félags- ins. Einar Pétursson stórkaup- maður setti fundinn, en fundar- stjóri var kosinn Þorsteinn Þor- steinsson skipsljóri, og fundar- ritari Nikulás Friðriksson. Dr. med. Helgi Tómasson skýrði lagafrumvarp það, sem undir- búningsnefndin lagði fyrir fund- inn og var það siðan rætt ítar- lega og tóku margir til máls. Er lagafrumvarpið hafði verið samþykt, var rætt um upphæð félagsgjalda fyrir næsta ár, en samkvæmt lögunum á að ákveða það á aðalfundi, til eins árs í senn. Var árstillag bif- reiðaeigenda ákveðið kr. 15 og að auki 2 Rr. gjald af hverri farþega- eða vöruhifreið, sem félagsmaður á umfram eina. Gjald stuðningsfélaga (þ. e. manna, sem ekki eiga bifreið, en vilja styðja tilgang félagsins með þátttöku sinni í félags- skapnum) var ákveðið 5 kr. 1 stjórn voru kosnir Einar Pétursson stórkaupm. (form.), dr. med. Helgi Tómasson (rit- ari), Árni Pétursson læknir (gjaldkeri), Egiil Vilhjáhnsson, Kristinn Helgason, Nikulás Friðriksson, Sigurður Stein- dórsson, Jón Guðlaugsson og Erling Smitli, en endurskoð- endur Carl Finsen og Snorri Arnar. Á fundinum mættu 36 manns og innrituðust þeir flestir i fé- lagið. En væntanlega á félaga- talan eftir að aukast mjög þeg- ar í stað, því að hér er um stór- þarfa félagsstofnun að ræða, sem eflaust getur orðið til mik- illa bóta fyrir alla félagsmenn og aukins öryggis fyrir alla veg- farendur, er stundir líða. Ofantaldir stjórnendur fé- lagsins veita fúslega hverjum sem hafa vill nánari upplýsing- ar um félagið og geta menn innritast sem meðlimir lijá hverjum þein’a, sem er. Kappreiðap. A annan í hvitasunnu (16. þ. m.) efnir Hestamannafélagið Fákur til fyrstu kappreiða þessa árs á skeiðvellinum við Elliða- ár. Til þeirra kappreiða hafa ver- ið innritaðir milli 20—30 hest- ar, og má það gott teljast, þeg- ar tekið er tillit til þess, hvað snemmbúnar þær eru í þetta sinn, og þvi örðugt fyrir sveita- menn að sækja þær. Þó hafa komið á kappreiðarnar hestar austan úr V.-Skaftafellssýslu, Árnessýslu, Kjós og víðar, og sýnir það, að áliuginn er að glæðast fyrir liestaíþróttum, eins og einnig á að vera. í þetta sinn ætla eg að leiða minn hest lijá að dæma fyrir fram um úrslit þessara kapp- reiða; liestarnir eru margir mjög jafnir livað flýti snertir, en þó eru tilþrifin misfögur, og ekki ætíð víst, að besti hestur- inn beri sigur af hólmi. — Það er margt, sem þar getur kom- ið til greina — slæmt tilldaup, óvanur knapi o. fl., sem eg hirði eigi upp að telja. Skeiðvöllurinn verður það vel úr garði gerður, að ekki ætti fólk að þurfa að óttast, að ryk falli á klæði þess, þvi að verði forsjónin ekki það gjafmild, að gefa regn fyrir kappreiðarnar, sjá Fáks-liðar um, að væta hann með sjó. — Veitingar verða á staðnum og danspallur er þar einnig, og veitingamaðurinn sér um fyrsta flokks liarmo- nikuspilara. A þessu fá menn séð, að vel verður séð fyrir þeim, sem kappreiðarnar sækja. Reykvíkingar! hristið því af ykkur kreppumolluna, og fjöl- mennið á skeiðvelhnum við Elliðaár á annan í hvítasunnu. — Strætisvagnar verða í gangi þangað allan daginn. D. D. LaxafrumTarpið og Morgubblaðið. —O--- Morgunhlaðið birti nýlega svargrein mína til Gisla í Lambliaga — en með þvi að blaðið af einhverjum ástæðum hefir leyft sér að draga af greininni lieila kafla, mér óaf- vitandi, eftir að mér var sýnd próförk, treysti eg „Vísi“ að Ijá mér rúni fyrir eftirfarandi. f Morgunblaðinu í dag (laug- ardag 7. maí) er grein með yf- irskriftinni „Veiðiréttur og eignarréttur“. í grein þessari er ráðist svo ósvíflega á laxafrum- varpið, sem nú liggur fyrir Al- þingi, að það má alls ekki koma fyrir, að grein þessari sé ekki mótmælt. Öllum sem til þessa máls þekkja dylst það ekld, að laxa- frumvarpið er eitthvað það vandasamasta frumvarp sem þingið hefir til meðferðar. Stj órnarskrárfrumvarpið er aftur á móti ekkert vandamál — það er hreint og beint rétt- lætismál — í því máli á engin VISIR sérstaða sér stað — allir eru jafnir fyrir lögunum og allir eiga að hafa jafnan kosningar- rétt. En laxafrumvarpið er þvi vandasamara mál, þar sem sér- slaða hvers einstaklings kemur í bága við sérstöðu meðeiganda lians i veiðirétti landeigna lilutaðeiganda. Einnig kemur hér til greina sérstaða liverrar veiðiár, hvar sem hún er á land- inu. Sömuleiðis lcemur hér til greina ránsveiði sú, sem liefir ált sér stað á sérstökum veiði- jörðum frá ómuna tíð, og órétt- ur sá, scm aðrir liafa verið beiltir, er veiðirétt eiga, vegna yfirgangs þeirra manna sem ránveiðina hafa stundað og með henni rænt aðra réttmæt- um arði, sem guð og náttúran mundi hafa veitt þeim, ef ráns- liendur og eigingirni einstakra ránveiðenda liefðu ekki fengið notið sin. I þessu tilfelli vil eg minna á dæmisöguna af ein- eygða og öfundsjúka mannin- um, sem allir kannast við. Hver og einn getur að vísu sett sig inn í það, að lögin koma liart niður á þeim, sem stundað liafa ránveiðina. Því nú koma lögin og segja við þá: Nú liættið þið að liafa lengur rangt við í spilinu —- og endurborgið allan ykkar ránsfeng með því að þola þessi lög sem aðrir. Þetta er eilt atriði laxafrumvarpsins, og verður að vera þar óhaggað. Ef hafa má eftir þau um- mæli Morgunblaðsins frá Jóni Þorhergssyni, er liann sam- þylckur dreifðri veiði, þ. e. „að hún dreifist sem mest milli veiðilanda“. Eg leyfi mér þvi að rengja Morgunblaðið um það, að Jón Þorbergsson kalli frumvarpið „bolsafriunvarp“, væri líklegra eftir þvi sem eg liefi heyrt um Jón talað, að hann lcallaði frumvarpið „jafn- aðarfrumvarp“, og er ekkert við það að athuga. Annars hefði það verið fróð- legt og á greininni mark tak- andi, ef Jón hefði ritað liana sjálfur, því eg efast ekki um að liann er sanngjarn maður og mundi skrifa af þekkingu um þetta málefni. Laxafrumvarpið bannar að leggja net í á lengra en þriðjung af breidd árinnar. Þetta er rétt, og má ekki liaggast. Allir vita að ár minka i þurkum og vaxa i rigningu'm og eru þvi eitt í dag og annað á morgun. Yiða hagar svo til að áin rennur öðru megin á grynningum og er þur meiri liluta sumars og landar- eiganda þeim megin árinnar að engu gagni. Fiskgangan verður því algerlega öðru megin i ánni og gæti hlutaðeigandi veiðiréttarinS með aðstöðu sinni lieft alla framrás nytja- fiskanna inn á hrygningarstaði þeirra með þvergirðingu sinni i ánni, hvort sem hún er gerð með lagnetum, ádrætti eða uppmokstri fiskjarins með liáf- um. Sökin er sú að í þveránum ætti undantekningarlaust að banna allan ádrált. — Ef um nétaveiði í þverám þarf að vera að ræða, gera lagnet sem lögð eru út í hergár þriðjung af breidd árinnar, minni skaða, og þetta er það sem i frumvarpinu felst með meiru. Eftir núver- andi lögum má leggja út í miðja á —■ og tveir samtaka landeigendur geta gerþurkað liylji í ám á ekki einungis A Yz sólarliring, lieldur með einum einasta ádrætti og dæmi eru til þess, að gráðugir veiðieigendur geyma að draga á hylji i án- um sem hægt er að sanna að eru hrygningarhyljir, þangað til seint á haustin og gersópa svo öllum laxinum úr hyljun- um með 3 ádráttum hverjum á fætur öðrum og liafa með þess- ari græðgi sinni gert ána lax- lausa fjórum til sex ármn sið- ar. Vísindin og fiskirannsóknir isérfræðinga liafa sannað þetta og eflir fyrirmælum þeirra eiga löggjafar þjóðarinnar að búa lögin svo úr garði almenningi og eftirkomendum okkar til frambúðar, en ekkert tillit að taka til liinna sem órum saman hafa setið á rétti sameignar- manna sinna, og látið heill þeirar sér í léttu rúmi hggja, vegna sérstöðu síns eigin veiði- réttar. Öllum sem til þessa máls þekkja, her nú að vísu saman um það, að þvi meiri friðun sem á sér stað, þess meiri veiði má vænta í framtíðinni. Undan hverju eru þá þessir menn að kvarta? Eiga þeir einkarétt á hverri hröndu sem um veiði- vötn þeirra fer? Það eru lirein ósannindi hjá Morgunblaðinu, að frumvarpið feli eldd i sér skaðabætur fyrir þá menn sem verða fyrir skerð- ingu á veiði sinni, ef frumvarp- ið verður að lögum. 13. kafh frumvarpsins fjahar um mats- gerðir og skaðabætur sámanber 83., 84. og 85. grein — fer þvi liér fyrir Morgmiblaðinu eins og hlinda manninum, sem ekki er fær um að dæma um lit, ,það ætti heldur að fjalla um þau mál sem standa þvi nær og það her nægilegt skynbragð á, en að skipa sér í flokk með þeim blindu — já — steinblindu. Reykjavik, 7. maí 1932. S. Ármann. Norskar. loftskeytafregnir. —o--- NRP. — FB. 8. maí. Þann 17. nóv. f. á. hvarf Norðmaður einn, Ove Flögstad, í Sauda, en liann liafði áður átt heima vestan hafs. Menn voru lengi i vafa um, hvernig á hvarfi lians' stæði. Var ýmsum gelum að leilt. Ætluðu margir, að liann hefði fyrirfarið sér eða farist, en líkið fanst ekki. í byrjun þessa mánaðar fanst lik hans í tjörn, sem er skamt frá búgarði lians. Er hálfrar stundar gangur frá húsunum að tjörninni. Steinhella var bundin á bak hkinu. Efast þvi margir um það nú, að Flögstad liafi framið sjálfsmorð. Stuttu eftir að Flögstad livarf í haust kom ung stúlka, Solveig Birke- land, inn á skrifstofu spari- sjóðsins i Sauda. Hafði lmn meðferðis hréf frá Flögstad, þess efnis, að hún hefði um- ráðarétt yfir 20,000 kr., sem hann átti í bankanum. Lög- reglurannsókn fór fram og leiddi hún í ljós, að Flögstad hafði skrifað bréfið. Féð hefir þó ekld enn verið greitt stúlk- unni. — Skoðun á líki Flög- stads liefir ekki sannað neitt i þá átt, að hann liafi verið myrt- ur. Gamalmennaliælið í Skafsaa brann til kaldra kola á laugar- dag. Ennfremur útihús. Nokk- urar skepnur brunnu inni. — 15 ára gamall drengur kveikti í húsunum. Hinir viðurkendu tónar Bosch- flautunnar, bæði fyrir báta og vagna, aðvara milt en greini- lega. — Flautan frá Bosch, sem annað, endist mjög vel. OSCH Bræðornir Ormssoo, Reykjavík. Sími: 867. Vikuritid Nú flytur Vikuritið 2 sög- ur: Ljóssporið, eftir Zane Grey og Leyniskjölin, eftir Oppenheim. Eggert Claessen hæstaréttarmálaflutningsmaður Skrifstofa: Hafnarstræti 5. Simi 871. Viðtalstími kl. 10-1.2. 14. maí. Lampar flytjast ódýrast i bæn- um. — Hringið í síma 1553 og ákveðið tíma. Raflagnir og viðgerðir ódýrast- ar og fljótt og vel af hendi leystar. Jón Úlafsson & Aaberg, Laugaveg 58. íslensk <------- kaupi eg ávalt hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson. Lækjargötu 2. Sími: 1292. Gardínu- stengur. „Kirscli" stengur, sem má lengja og stytta. Patentstengur með rúllum. Látúnsrör o. fl. fyrirliggj- andi. — Ludvig Storr, Laugaveg 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.