Vísir - 07.07.1932, Side 3

Vísir - 07.07.1932, Side 3
V I S I R Atvinna. Ungur reglusamur piltur óskar eftir atvinnu, lielst við verslun, (hefir starfað við verslun i rúm 6 ár). Mjög væg kaupkrafa. Þeir, seni vildu sinna þessu sendi nöfn sin í lokuðu um- slagi til afgr. Vísis fyrir föstudagskveld. Merkt: „Reglusamur“. Ath. Gæti jafnvel komið með arðvænlega verslunar- atvinnugrein með sér. Lífsábyrgðarfélagið TflULE HLUTAFÉLAG. , THULE greiðir liærri bónus en nokkurt annað félag, er á íslandi starfar. Hluthafar fá einar 30.000,— krónur á ári i arð, en allur ágóði þar fram yfir fer til HINNA TRYGÐU. — Bónusinn til hinna trygðu nam fyrir árið 1931: 4 mtljdnum 752 þúsund 390 krdnnm, en það em 158/159 hlotar alls ágóðans. Sumapfrí :sem er að lærast yfir hana. Og hver sá maður, sem ekki hjálp- ar til þess að reyna að koma at- vinnutækjunum í gang á friðsamlegan 'hátt og stuðla að því að þau geti þrifist, hefir gerst svikari við land og þjóð. Brynjólfur Jónsson. Krðftigaoga ðlafs Friírikssonar. Á sameiginlegum fundi Dags- brúnar og Sjómannafélags Reykjavíkur er haldinn var i gærkvöldi, var besta samlvndi milli krata og kommúnista. Maður nokkur liafði flutt þá tillögu á fundinum, að kjósa skyldi nefnd til að fara á minn futtd. En er fundurinn dróstv á langinn, óttaðist Ólafur Frið- riksson, að inn i umræðurnar _yrði dregið sníkjufé Alþýðu- blaðsins úr sjóði Sjómaunafé- lagsins. Fann hann þá upp á því snjallræði, til þess að koma í veg fyrir frekari umræður, að láta slita fundi strax og fara kröfugöngu heim til mín og fleiri bæjannanna. Var fvrst haldið heim til min, og var Ó- lafur í broddi göngunnar. Var staðnæmst fyrir utan liús for- eldra minna með ópum og ó- hjóðum. Móðir min var ein heima, með tveimur systrum mínum, tólf ára gömlum. Er þær heyrðu lætin, klæddu þær sig, og fór móðir mín fram á tröppurnar og spurði, hvað þessi læti ættu að þýða. Ólafur Friðriksson varð fyrir svörum og hað liana að fara inn. Neit- aði hún því, og var úti á tröpp- unum, þar til söfnuður þessi hvarf hurtu með söng og skvaldri. Eins og áður er sagt, var eg fjarverandi. Var eg í heimsókn hjá Júliusi Sigurðssyni banka- stjóra, er koin hingað í bæinn í gærkvöldi að norðan, með Es. Islandi. Móðir mín, sem vissi, aá eg liafði farið að bitta Júlí- us, hringdi til mín, þegar söfn- uðurinn var horfinh á brott og skýrði mér, frá, hvað gerst hafði. Var eg enn um stund bjá Júlíusi, en er eg gekk heim um kl. liálf eitt, gengu nokkrir menn i veg fvrir mig, neðst á Skólavörðustíg, og báru mig þeiin brigslyrðum, að eg mundi hafa verið heima, er kröfu- gangan kom, en flúið burt bak- dyramegin. Sagði eg þeim hið sanna um ferðir mínar og það með, að eg væri altaf tilhúinn að ræða mál Sildarverksmiðj- unnar á borgarafundi, eða fundi i Sjómannafél. Reykja- víkur, ef mér væri boðið þang- að. Komu nú vöflur á þá. Rétt i þessu kom þar að Sigurður Ólafsson, gjaldkeri Sjómanna- félagsins, og óð að mér með ó- bótaskömmum. Svaraði eg honum óhikað, en þá varð hann svo æstur, að hann gerði sig liklegan til að berja mig. Safnaðist nú að múgur og margmenni, og lá við slags- málum, þegar lögreglan kom og stilti til friðar. Eg endurtek þá yfirlýsingu mína, að eg er altaf tilbúinn að ræða um Síldarverksmiðju ríkisins i blöðum, á horgara- fundi eða í Sjómannafélaginu, •en mælist til þess við Ólaf Frið- riksson og menn af hans tæi, að þeir raski ekki svefnfriði móður minnar og s\rstra. Sveinn Renediktsson. Adalfundui* Prestafélags íslands. —o— Framli., Störf kirkjunnar að mannúðar- málum og' félagsmálum. Nefnd sú er kosin var á að- alfundi 1931, til þess að vinna að þessum málum, gerði grein fyrir störfum sínum og lagði fram tillögur. Ilafði formaður nefndarinnar, sira Asmundur Guðmundsson, franisögu, en margir aðrir tóku til máls. Þessar tillögur voru sam- þyktar: I. 1.) Prestafélagi beinir þeirri ósk til Alþingis að láta ekki dragast að nema burt úr stjórnarskrá landsins það ákvæði, er sviftir þá menn al- mennum réttindum, sem þegið hafa sveitarstyrk. 2) Prestafélagið skorar á Alþingh að taka fátækralög- gjöfina til gagngerðrar endur- skoðunar, þannig að lögð sé megináhersla á það, að fátækra- flutningur og sveitardráttur út af fátækramálum hverfi úr sög- unni. og að lögð sé áhersla á það, að veita vinnufærum mönnum atvinnu, þeim og f jöl- skyldum þeirra til framfærslu, fremur en beinan peningalegan styrk eftir þvi sem kostur er á. 3. ) Að öðru leyti álitur Prestafélagið heppilegast, að fátækraframfærslan færist meir í það horf, að í stað hennar komi sem fullkomnastar al- þýðutryggingar, svo sem trygg- ingar vegna sjúkdóma, slysa, örorku, elli o. s. frv. 4. ) Aðalfundur Prestafélags- ins kýs árlega fimm manna nefnd til þess að athuga og gera tillögur um samvinnu milli prestastéttarinnar og þeirra, seni vinna í þjóðmálum að bót- um á kjörum fátækra manna og bágstaddra og að jafnrétti allra. I þá nefnd voru endurkosnir: Sira Ásmundur Guðmunds- son dócent, síra Ámi Sigurðsson frí- kirkj uprestur, sira Brynjölfur Magnússon, síra Eiríkur Albertsson og sira Ingimar Jónsson skóla- stjóri. II. Aðalfundur Prestafélags íslands telur þess brýna þörf, að núgildandi helgidagalöggjöf sé endurskoðuð og henni brevtt þannig, að lögð sé ábersla á eft- irfarandi atriði: 1. ) Verkalýður jafnt á sjó og landi eigi skýlausan rétt til hvíldar á öllum helgidögum þjóðkirkjunnar frá vinnu, sem fresta má án verulegs tjóns, enda sé þá bönnuð öll slik vinna. 2. ) Þeir, sem þurfa að vinna slíka vinnu á helgidögum, eins og t. d. bilstjórar, fái þá hvíld einhvern annan dag vikunnar, og ennfremur sé þess gætt, að sami maður þurfi ekki að vinna nema annanhvern sunnudag. 3. ) Um jólin hafisjómennrétt til að vera í höfn, og heima, ef því verður við komið. ^4.) Báða daga stórhátíðanna þriggja, skirdag og föstudaginn langa, séu undantekningarlaust bannaðar vinveitingar á opin- berum veitingastöðum. Enn- fremur sé undantekingarlaust bannaður dans á opmlærum veitingastöðum fyrra dag stór- hátíðanna, skírdag og föstudag- inn langa. 5. ) Bannað sé, að kosningar til Alþingis fari fram á helgi- dögum þjóðkirkjunnar. 6.) Önnur ákvæði núgildandi lielgidagalöggjafar sé í engu skert. Vcgna lielgidagalöggjafar var síðan kosin þriggja manna starfsnefnd og hlutu kosningu: Cand. tlieol. Sigurbjörn Á. Gíslason, ritstjóri, síra Ingimar Jónsson, slcóla- istjóri og síra Sveinbjörn Högnason,’ skólastjóri. Niðurl. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík í morgun n st., ísafirði 7, Akureyri 9, SeyÖisfirði 9, Vestmannaeyjum 11, Stykkis- hólmi 7, Blönduósi 9, Hólum í Hornafirði 11, Grindavík 11, Fær- evjum 13, Julianehaab 12, Jan Mayen 5, Angmagsalik 9,Hjaltlandi 13, Tynemoutir 14. (Skeyti vantar frá Raufarhöfn og Kaupmanna- höfn). Mestur hiti héiJ í gær 14 st., minstur 10. Úrkoma 0,3 mm. Yfir- lit: Grunn lægð yfir suðvesturlandi og önnur út af Langanesi. — Horf- itr: Suðvesturland : Hægviðri. Þoku loft og rigning. Faxaflói: Hæg norðanátt. Léttir sennilega til. Breiðaf jörður, Vestfirðir: Norð- austan gola. Víðast úrkomulaust. Norðurland, norðausturland, Aust- firðir: Hægviðri. Þokuloft ,en litil rigning. Suðausturland : Hægviðri. Dálítil rigning Áttræður er í dag Jónas E. Jónsson, Sólheimatungu, Borgarfirði. Er hann einn af kunnustu bænd- um í Borgarfjarðarbéraði, sæmdarmaður í hvívetna, höfð- inglegur mjög á velli og i öllu höfðinglyndur. Jónas bjó nær- felt 40 ár í Sólheimatungu og bætti jörðina mikið, en nú hefir Tómas sonur hans tekið við jörðinni. Silfurbrúðkaupsdag eiga í dag frú Ástriður M. Eggertsdóttir og Jón E. Berg- sveinsson, fulltrúi Slysavama- félags íslands. • Skemtiferðaskip er væntanlegt hingað á laug- ardag næstkomandi. Er það e.s. Reliance, sem hefir komið liing- að nokkurum sinnum áður. Kemur það frá New York og munu farþegar vera um 200. „Hckla“ annast móttöku ferða- mannanna. Gengið. Sterlingspund ....... Kr. 22,15 Dollar .............. — 6,221/2 100 ríkismörk........ — 147,87 — frakkn. fr.....— 24,62 — belgur — 86,49 — svissn. fr.....—- 121,62 — lirur............ — 32,01 — pesetar ..........— 51,05 — gyllini ..........— 252,25 — tékkósl. kr....— 18.62 — sænskar kr._____ -— 113.99 —• norskar kr......— 109.49 — danskar kr.....— 120.12 Gullverð isl. krónu er nú 59.97. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kveld kl. 8V2, ef veður leyfir. Er 10 ára afmæli sveitarinnar í dag. Es. Dettifoss fór héðan í gærkveldi, áleiðis til útlanda. — Á íneðal farþega voru: Garðar Gíslason stórkaupm., Björn G. Björnsson, Sig. Skúlason ma- gister, Arthur Gook trúboði- o. fl. Stórstúkuþingið hefst á morgun kl. 1 með guðsþjónustu i fríkirkjunni. Síra Bjöm Magnússon frá Borg flytur prédikun. E.s. Gullfoss var á Siglufirði í morgun. G.s. Island kom i gærkveldi að vestan og norðaii. Anna Borg og.Poul Reumert lesa og leika Faust í Iðnó i kveld kl. 8Vo. Síðasta sinn. Leitin að G. S. Leitinni að Guðmundi Skarp- héðinssyni er enn haldið áfram. Hefir nú verið sendur kafari nórður til þess að aðstoða við leitina. — Kafari frá Akurevri liefir leitað árangurslaust. Sendiherra Dana hefir gefið stóran og fallegan bikar til þess að keppa um i knattspýrnu á milli D. 1. og skipverja af dönsku strand- varnarskipunum. Er þetta far- andbikar, og gert ráð fvrir, að kept verði um hann árlega liér i bæ. I ágústmán. n. k. verður kept um bikarinn i fyrsta skifti. Knattspyrnumót íslands Annað kveld kl. 8/2 keppa K. R. og „Valur“ úrslitaleikinn um íslandsbikarinn. Allir ættu að koma og sjá stærsta kappleik ársins. — Hverjir verða Islands- meistarar? — Nokkurir drengir óskast til að selja aðgöngu- miða að kappleiknum. Komi á Óðinsgötu 24 A, kl. 5 e. h. á morgun. Skemtiför til Akraness fer Heimdallur á laugardag kl. 5 á e.s. Suðurlandi. Fundur um kveldið með ungum sjálf- stæðismönnum á Akranesi. Á sunnudag verður gengið á Akrafjall. Farið beim á sunnu- dagskveld á e.s. Suðurlandi. Heimatrúboð leikmanna. Almenn samkoma á Vatns- stig 3 i kveld kl. 8. Vinnustöð kvenna hefir útvegað mörgum stúlk- um atvinnu. Miðstöðin getur út- vegað nokkurum stúlkum at- vinnu, i Reykjavík og utan, m. a. í kaupavinnu. Pétur Sigurðsson er nú kominn heim aftur. Hefir hann ferðast um Norður- land síðastliðnar 7 vikur og flutt fyrirlestra J>ar víðsvegar, og segir gott af ferð sinni. Ef yður vantar ódýran sumarleyfiskjól jþá farið upp í Ninon, Jxir eru léttir kjólar á 9—10— 12—15—18—20 kr. Nýtísku „Jumpers“ 10.50 — 10.85. Frönsk pils (niðursett verð) 10.50. Prjóna Komplets 35.00. NINON mmmm odio - 22—v Ódýpt. Herta vasaúr á 10.00. Dömutöskur frá 5.00, Ferðatöskur frá 4.50, Diskar djúpir 0.50, Diskar, desert 0,35, Diskar, ávaxta 0.35, Bollapör frá 0.35, Vatnsglös 0.50, Matskeiðar 2 turna 1.75, Gafflar 2 turna 1.75, Teskeiðar 2 t. 0.50, Borðlinifar, ryðfriir 0.90, Pottar með loki 1.45, Áletruð bollapör o. m. fl. ódýrast hjá í Eimrssoo 4 irrai Bankastræti 11. E.s. Selfoss kom í gærkveldi frá útlönd- um. Útvarpið í dag. lOjOO Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tónleikar (Útvarps- tríóið). 20,00 Klukkusláttur. Grammófón: Pianó-kon- sert í G-dúr, eftir Mozart. 20.30 Fréttir. Músik. Áheit á barnaheimilið Vorblómi'S, afh. Vísi: 5 kr. frá M, Áheit á Str^ndarkirkju, afhent Visi: 3 kr. frá H. og J„ 10 kr. frá Siggu. Til RÖmlu, fátæku ekkjunnar, afhent Vísi: 10 kr, frá N. N.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.