Vísir - 10.07.1932, Blaðsíða 2

Vísir - 10.07.1932, Blaðsíða 2
V I S I R Blaut sápan eftirspurða, er komin aftur. Hessian BindiganaL Saumgam F y rirliggj audi. Þðrðnr Sreinssos & Co. Simskeyti —o-- Lausanne, 8. júlí. United Press. - FB. Samkomulag á Lausanne-ráðstefnunni. G. Martin hefir tilkynt, að Þýskaland hafi falhst á að greiða 3 niiljarða marka, þcgar viðskifti ern komin i gott liorf á ný. Er nú að eins eftir að ganga frá samkomulaginu i einstökum atriðum. — Kl. 9 e. h. verður ráðstefnufundur og mun MacDonald l>á skýra öll- um fulltrúunuin á ráðstefnunni frá samkomulaginu, i einstök- um atriðum. — Fulltrúarnir koma saman á morgun til þess að skrifa undir samningana. Skýringar djtarfar. -O—’ Það er kunnugt, að lif. „Kveldúlfur" liefir leitað samn- inga við Sjómannafél. Reykja- víkur, um kaupgjald á síldveið- um í sumar. Það er líka kunn- ugt, að sjómenn þeir, sem kost eiga þeirrar sumaratvinnu, mundu vilja ganga að kaup- gjaldstilhoði „Kveldúlfs“, ef þeir fengi samþykki Sjómanna- félagsins til þess. En um slikt samþykki hefir verið neitað. Á bæjarstjórnarfundinum síð- asta létu fulltrúar jafnaðar- manna það í veðri vaka, að þessu tilhoði „Kveldúlfs“ hefði verið hafnað eingöngu vegna þess, að vitað liefði verið, að jafnvel þó að því hefði verið tekið, þá ætlaði „Kveldúlfur“ sér alls ekkert að gera út á síld í sumar. Tilhoðið væri aðeins gert til þess, að fá sjómenn til að samþykkja kauplækkun! Nú hefir verið birt bréf frá „Kveldúlfi“, þar sem tilhoð þetta er endumýjað og jafn- framt gert annað tiliioð, um að lána sjómönnum skipin endur- gjaldslaust yfir sildveiðitím- ann með skuldbindingu úm að kaupa af þeim aflann, fyrir ákveðið verð, 3 kr. málið. — Alþýðublaðið skýrir frá þessu tilboði á þá leið, að það verði sem allra óaðgengilegast í aug- um sjómanna, og lætur svo um mælt að lokum, að þetta tilboð „Kveldúlfs“ þurfi ekki frekari skýringar. Fyrra tilboðinu fengu „leið- togamir“ lirundið með þvi að halda því fram, gegn betri vit- und, að það væri ekki til neins að ganga að því, af þvi að ekki yrði staðið við það. — Síðara titboðið er að því leyli erfiðara viðfangs fyrir þá, að það er gert skriflega og þegar hirt op- inherlega. Það er ekki unt að hálda því fram, að það sé ekki tilætlunin að standa við það. En þá er reynt að liræða sjó- mennina með áhættunni, þeir eigi á hættu að liafa svo og svo lítið upp úr sumrinu með þess- um hætti. Það tekst þó ekki hetur en svo, að það allra minsta, sem gert er ráð fvrir að þeir^geti unnið sér inn, er þó meira en það, sem þeir sjó- menn unnu sér inn á síldveið- um í fyrra, sem voru á skip- um, er skiftu við sildarbræðslu- stöð ríkisins á Siglufirði. Nú mun vera gert ráð fvrir því, að sjómenn, sem ráða sig á skip, er ætla að skifta við ríkisverk- smiðjuna í sumar, húi við sömu kjör eins og i fyrra, sama liluta af afla, og verður eflirtekja þeirra þá væntanlega enn minni en i fvrra, vegna lægra síldarverðs. En Sjómannafé- lagið virðist ekkert hafa við það að atlmga. Áhættan er al- veg sú sama, aflaleysi, eða rýr afli. Munurinn á kjörunum er sá, að sjómenn á skipum „Kveldúlfs“ þurfa ekkert að horga í leigu eftir ski])in. Hinir, sem ráðnir eru með venjuleg- um hlutakjörum, verða að sæta þvi, að útgerðannaðurinn fái venjulegan hluta veiðinnar í skipsleigu. Það er þannig augljóst, að kjör sjómanna á „Kveldúlfs“- skipunum liljóta að verða mun hetri en liinna. Og afstaða Al- þýðuhlaðsins gagnvart þessu tilboði „Kveldúlfs“ þarf þá ekki heldur frekari skýringar. Norskar loftskeytafregnir* —o— Osló, 6. júlí. NRP. — FB. Fregn frá Kaupmannahöfn til Tidens Tegn hennir, að norska stjómin liafi ekki get- að fallisl á orðsendingu dönsku stjórnarinnar viðvíkj- andi lögregluvaldsframkvæmd dr. Lauge Koclis í Grænlandi. Norska stjórnin sendi Dana- stjórn mótmæláorðsendingu í gær, út af þvi, sem gerst liafði (í Grænlandi). Andresen verksmiðjueigandi liefir gefið 2().(MK) kr. til horska Grænlandsleiðangursins, sem farinn verður i ár. Vegna þess arar gjafar verður hægt að framkvæma fyrirætlun um að gera upjidrátt af Austur-Græn- landi, með aðstoð Lars Chris- tensens flugmanns. Er í ráði að taka ljósmyndir úr ftugvél af þeim svæðum, sem ekki er liægt að gera uppdrátt af með öðru móti. Osló, 7. júlí. NRP. — FB. Samningaumleitanir íslendinga og- Norðmanna. Álit Garstads ráðherra. Kirkebj' Garstad verslunar- ráðherra segir í viðtali við Tidens Tegn: „Með uppsögninni ó verslun- ar- og siglinga-samningunum lætur ríkisstjórn fslands það eitt í tjós, að íslendingar óski þess að hafa frjálsa aðstöðu við samningaumleitanir þær, sem í hönd fara. Var Jietta greinilega tekið fram af Asgeiri forsætis- ráðherra Ásgeirssyni. Aðalmát- ið, sem um verður samið á fundunum, verður án efa salt- fisksútflutningurinn.Vér álitum þetta mál svo mikilvægt, að vér álítum samkomulag um lausn þess fytlilega bæta u])[) lækkun á tollinum á saltketi, sem er flutt inn í landið frá íslandi. fs- lendingar hafa valdið oss mjög miklu tjóni með því að demba saltfisksframleiðslu sinni á er- lenda markaði („duinping- salg“), án þess að hafa þó sjálf- ir liaft nokkurn hagnað af því. Kröfur fslendinga eru kannske á nokkurri sanngirni bygðar en vér lítum svo á, að verði þeim sint, verði eitllivað að koma í istaðinn. Samiag fiskframleiðenda á Finnmörk liefir á aðalfundi í Hammerfest fallist á samning við United African Company um sölu á saltfiski til Afríku. Er liér um að ræða samlagssölu allra stærstu fiskútflytjenda í Norður-Noregi. Kaupmannatiafnarhlaðið Poli- tiken skýrir frá því, að danska stjórnin ætli sér ekki að svara seinustu orðsendingu norsku stjórnarinnar út af Grænlands- deilunni. Skógareldar liafa geisað í Övre Rendal. Á þriðjudag eydd- ust 1000 mál skóglendis. f gær blossaði eldurinn upp ó ný og hélt hann áfram að breiðast út í nótt. — Á Solör hafa einnig geisað skógarelílar. Þar eydd- ust 300 mál skóglendis af eld- inum. Osló, 9. júli. NRP. — FB. Vegaviunuverkfall stendur yfir viða', en á niörgum stöðum er vinna hafin á ný af verkfalls- brjótum. Á Östfold liefir rikis- lögreglan veitt þeim vernd, sem vinna í trássi við verkfalls- menn. — Allmargir menn söfn- uðust saman við Mysen til mót- mæla gegn þvi, að verkfalls- hrjótar ynnu, en alt fór rólega fram. Ritstjóri verkalýðsblaðs- ins í Mysen, Aksel ölsen, hefir verið handtekinn, vegna liótana gegn verkfallshrjótum. — Landssamhand verkamannafé- laganna ákvað i gær að samúð- arverkfall skyldi hafið af starfs- mönnum víneinkasölunnar og ölgerðarliúsanna. Þátttakan nær lil allra verkamanna við þessi fyrirtæki. Samband flutn- ingaverkainanna tilkynnir, að alhr flutningar liafi verið stöðv- aðir til víneinkasölunnar. Hundseid forsætisráðherra segir m. a. í Tidens Tegn, að hann hafi orðið mjög forviða á yfirlýsingunni um samúðar- verkfallið, en ríkisstjórnin geti ekki gerl fleiri tilstakanir. — Dahl, formaður Félags atvinnu- rekenda, telur samúðarverk- fallið uppivöðslu af liálfu verkalýðsfélaganna. -— Hal- vard Olsen segir, að bersýnilegt sé, að forsætisráðherrann telji, að liann þurfi ckkert tillit að taka til verkalýðssambandsins, en það komi nú i ljós bráðlega, hvernig úrslitin verði. — Rik- isstjómin liéll fund í dag til þess að ræða ástandið. — Frcgnirnar um samkomulag á Lausanneráðstefnunni vekja gleði um lieim allan, einnig hér í lanfh. — Mowinckel segir í Dagbladet: „Frá því er Loear- nosanmingurinn var gerður, hefir ekkert gerst ánægjulegra en þetta. Fylstu ástæður eru fyrir hendi til þess að óska stjómunum í Þýskalandi og Frakklanth til hamingju." Bæjarstjórnin í Stafangri hefir ákveðið að efna til at- kvæðagreiðslu um áfengismál borgarinnar. Gengi: London 20,23. Ham- borg 135,50. París 22,00. New York 5,68, Stokkhólmur 104,00. Kaupmannahöfn 110,00. Samkvæmt fregn í Lundúna bíaðinu Times liefir norskur maður að nafni Sehiöth verið handtekinn við landamæri Sí- hiríu og Mansjúríu. Var hann á járnbrautarferðalagi til Har- hin. Maður þessi tiafði verið tollgæslumaður þar eystra. — Utanríkisráðuneytið norska hefir enn ekki fengið tilkynn- ingu um málið. Aðalfundur Prestafélags íslands. —o— Niðurl. III. Samvinna góðgerðafélaga og hjálp til evangeliskra kirkna. Framsögumaður })ess máls var Sigurbjörn A. Gislason, cand. -tlieol. 1. ) Aðalfundm- Prestafélags íslands telur æskilegi, að sam- bandi sé komið á með þeim liknarfélögum, er starfa hér á landi, líkt þvi er á sér stað hjá nágrannaþjóðum vorum og samþykkir að kjósa sjö manna nefnd til þess að kynna sér mál- ið tií' hlítar og leita undirtekta hjá þeim félögum, sem nú starfa á þessu sviði, og leggi nefndin síðan álit sitt og tillög- ur fyrir næsta aðalfund fétags- ins. 2. ) Prestafélag Islands telur æskilegt, að íslenska kirkjan taki þátt í samstarfi annara evangeliskra kirkna til stuðn- ings evangeliskum söfnuðum í Norðurálfunni. í nefnd til að vinna að þess-. um málum voru kosnir: Cand. tlieol. Sigurhjörn A. Gislason, prófastur Sigurgeir Sigurðs'- son, síra Óskar J. Þorláksson, síra Friðrik J. Rafnar, síra Sigurjón Ámason, og síra Jakoh Jónsson. A fundinum flutti síra Óskar .1. Þorláksson erindi: „Hugsjón- ir æskunnar og kirkjan“, og síra Halldór Jónsson erindi, er liann nefndi: „Tíu ára áætlun“. Ýms mál, auk þeirra, er nefnd liafa verið, komu einnig til umræðu, og þessar tillögur meðal annars samþvktar: 1. ) Að styðja biskup lands- ins að því, að reyna að fá ríkis- stjórnina til þess að kaupa Skálholt, svo að það gangi ekki kaupum og sölum manna á milli. 2. ) Að fara þess á leit við ríkisstjórnina að þingvalta- prestakall verði sein fyrst aug- Iýst laust til umsóknar. 3. ) Aðalfundur Prestafélags- íslands telur æskilegt, að bann- að verði með lögum, að ungl- ingar innan 16 ára aldurs taki þátt í eða myndi með sér póli- tískan félagsskap. 4. ) Ut af ályktun All)ingis um fækkun prestakalla lýsir Aðalfundur Prestafélags ís- lands yfir þvi, að hann telur sig þess fidlvissan, að gifta íslensku þjóðarinnar sé bmidin við heill og þroska islensku kirkjunnar og sé þvi lilutverk Alþingis að styðja kirkjuna af megni. I>á ræddi fundurinn enn- fremur um nauðsyn þess að hefja útgáfu vikuhlaðs í litlu broti. Skyldi það fyrst og fremst vera uppbyggilegs eðlis, forðast trúfræðilegar flokka- deilur, en flytja greinar fræð- andi og vekjandi um andleg mát og fregnir um störf presta og safnaða landsins og um hið merkasta, er gerist i þeim efn- iim erlendis. „Prestafélagsritið“ heldur áfram að koma út, eins og að undanförnu. A fundinn komu 34 menn alls, þar af 30 prestvígðir, 2 guðfræðikandidatar og 2 konur. Fndurinn var að öllu leyti liinn ánægjutegasti og mun verða fiestum fundarmönnuin lengi minnisstæðiir. Iðnsýningin. —o— Framh. í stofu nr. 13, uppi, sýnir Körfugerðin framleiðslu sina. Ivörfugerðin var stofnuð af Þórsteini Bjarnasyni, Jónsson- ar heit. alþm. frá Vogi, fyrir 7—8 árum síðan. Var fyrirtæki þetta lengi á Skólavöi*ðustíg 3, en er nú flutt í Bankastræti 10. Eru húsakynni þar rúmgóð og' betri en þau, sem Körfugerðin hafði áður. Körfugerðin býr til allskonar lcörfur, þvottakörf- ur, liandkörfur, bréfakörfur, saumakörfur o. s. frv. og körfu- húsgögn, borð, hlómajötur, nótnastæði, o. m. fi. Aðallega er unnið úr spanskreyr, sefgrasi og pílviði. Framleiðsla Körfu- gerðarinnar liefir reynst ágæt- lega. Blindravinafélag íslands vinnur m. a. að þvi að kenna blindu fólki iðnað, útvegar þvi efni frá útlöndum og annast 'sölu þess, sem blinda fólkið býr til. 1 stofu nr. 13 er sýning á framleiðslu hlindra manna. Mun sú sýning liafa vakið alveg sérstaka attiygli allra sýningar gesta. M. a. er sýnt: Húsgögn, tágavörur og burstavörur, alt unnið af hlindu fólki. — Einn sýningargest heyrði tíðinda- maður blaðsins hafa þau orð um í tierb. nr. 13, að munir þeir, sem þar væri sýndir, hefði vakið mestu aðdáun sína og undrun af öllu á sýningiumi. — Ætti menn að minnast þess við hver kjör bhnt fólk á að búa og stýðja það og gleðja með því að kaupa framleiðslu þe;s. I herbergi nr. 14 sýnir Soffia Stefánsdóttir, Eiríkssonai- lieit- ins tréskurðanneistara. útskor-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.