Vísir - 29.09.1932, Blaðsíða 6
V'I SIR
Fimtudaginn 29. sept. 1932.
WIbthsmx.Olsem
Heildsölubirgdir I
GIRÐING ANET,
68 cm. á hæð — 100 m. á lengd.
G ADDAVÍR,
No. 12% og 14.
Aðalstöðin.
Sími 929 og 1754.
hefir áætlunarferöir norður í land, suður með sjó og austur
um sveitir.
Til Hafnarfjarðar á hverjum klukkutíma. Ávalt bifreið-
ar í lengri og skemri ferðir.
Fljót og góð afgreiðsla.
REG.U.S.PAT.OFF.
Húsgagnabón nr. 7 í grænu blikkbrúsunum fæst í
flestumverslunum. Biðjið um DUCO
7 og þér fáið besta bónið, sem hreins-
ar og fágar húsgögnin svo fingraför
og fitublettir tolla elcki við þau.
Glös eru brothætt, þess vegna er
DUCO 7 í blikkumbúðum.
DUCO límið fræga fæst í flestum
verslunum. Það límir alt,' nema
gúmmi, og leysist ekki upp í vatni.
Jóh. Ólafsson & Co.
Hverfisgötu 18. — Reykjavík.
Símar: 584 & 1984.
nnnuum
Matroil
er EINI þvottaekta vatnsfarfinn (Distemper) sem stendur yður
til boða. Gætið þess vegna hagsmuna yðar, og kaupið aldrei ann-
an vatnsþyntan farfa en MATROIL, sem samhliða er SÓTT-
KVEIKJUDREPANDI. —. BERGER málning fullnægir ávalt
ströngustu kröfum.
Versl. Brynja, Laugav. 29.
Veggfóðup.
Mest úrval, best afgreiðslusldlyrði.
Verslunin BRYNJA, Laugavegi 29.
Kaupid ítalska
Netjagarnid
með íslenska fánanum á merkinu. Hefir verið notað
hér við land í mörg ár. Besta tegund, sem fáanleg er.
Fæst í veiðarfæraverslunum.
Eggsrt Claessen
Viðvöpun.
Á heimsins æ er hellu sleipt,
hugsaðu um það maður
að þér verði ekki steypt
ónýtt fyrír slaður.
Herrann bjó oss helga brú
til himins dýrðar sala;
allar stundir ættir-þú
um þá sælu að tala.
Á hihiins áttu að hyggja auð
sem heli í lífið breytir;
ei’ sálu þina seður brauð,
sém áð heimur veitir,
Þó heimsins allan eignist auð
það enga gleði skapar,
ef sálin þín af syndum dauð
í Satans greipar hrapar.
Jens J. Jensson.
kari?) kom til Álasunds í gær
frá Suðaustur-Grænlandi. Á
skipinu var dr. Gunnar Horn
og þeir, sem þátt tóku í leið-
angri hans. Leiðangursmenn
höfðu með liöndum ýmsar vís-
indaíegar atliuganir á svæði því.
sem Norðmenn hafa helgað sér.
Nýr dómur er fallinn í hót-
unarmálinu. Markus Martinus-
sen var dæmdur í átta mánaða
fangelsi fyrir að hafa liaft 6.000
krónur af skógeiganda nokkr-
um með hótunum. Martinussen
áfrýjar ekki dóminum. Mál
anriara, sem við hótanirnar voru
riðnar, verður sennilega tekið
til rannsóknar af sama dómstóli
(Oslo forbörsrett), nema eins
þéirrá, er verður dæmt í lög-
mannsréttinum (Osló lag-
mannsrett). — Hótunarinál
Verðskrá:
Niðursuðuglös 1.20.
Hitaflöskur 1.35.
Vatnsglös 0.50.
Matardiskar 0.50.
Desertdiskar 0.35.
Ávaxtadiskar 0.35.
Kaffistell, jápönsk, 19.75.
Dömutöskur 5.00.
Barnatöskur 1.25.
Borðhnífar, ryðfríir, 0.90.
Vasahnífar 0.50.
Höfuðkambar, fílabein, 1.00.
Postulin.
Silfurplett borðbúnaður.
Búsáhöld.
Tækifærisgjafir o. m. fl.
K. [inirw l irnssoi
Bankastræti 11.
Sigupðup Ágústsson,
Lækjargötu 2. —
RAFLAGNIR
VIÐGERÐIR
BREYTINGAR
Hpingingap—
lagnip. • Simi 1019.
þessi liafa vakið mikla eftirtekt
um Norðurlönd.
Frá Aþenuborg er símað, að
aðfaranótt þriðjudags hafi
komið ógurlegir landskjálftar í
Makadoníu og Þrakíu. Ná-
kvæmar fregnir eru ekki fyrir
hendi enn sem komið er, en
talið er að a. m. k. 15 sveita-
þorp hafi lagst í eyði, 150 menn
beðið bana og 250 meiðst. 3000
hús hafa hrunið.
Allt á sama stað.
Fjaðrir í marga bíla, verð-
ið lækkað. Keðjur & keðju-
hlekkir. Rafgeymar. Raf-
kerti, Perur ódýrar. Goil,
Cut-out. Ljósaleiðslur og
öryggi. *-r* Timken rúllu-
legur í alla bíla, einnig
kúlulagerar. Fóðringar.
Bremsuborðar, halda jafnt
í vatni. Fram- og aftur-
luktir. Flautur, margar
gerðir. — Gúmmimottur,
Viftureimar, Gangbretta-
listar o. m. fl. — Allar
bílaviðgerðir, einnig alls-
konar sprautumálning.
Sparið tíma og peninga
og verslið þar, sem alt fæst
á sama stað.
Egill Vilhjálmsson.
Laugaveg 118.
Sími 1717.
fEr htð
yíar
slæm?
Ef þér hafið saxa, sprungna húð,
fílapensa eða húðorma, notið þá
Rósól Glycerin, sem ér hið fuli-
komnasta hörúndslyf, er strax
græðir og mýkir húðina og gerir
hana silkimjúka og fagra. Varist
eftirlíkingar. Gætið þess að nafnið
Rósól sé á umbúðunum.
Fæst i Laugavegs Apóteki, lyfja-
búðinni Iðunn og viðar.
H.f. Efnagerð Reykjavíkur
ÓdLýpt I
Rafmagnsstraujárn, Kjötlcvarn-
ir, prímusar, járnpottar, alu-
miniumpottar, flautukatlar á 1
krónu, hitabrúsar, blikkfölur,
emaileraðar fötur og katlar á
hálfvirði. — Það er ómaksins
vert, að athuga verð í Fílnum.
Verslunin Fíllinn,
Laugaveg 79. Sími 1551.
Taflmenn,
Taflborð,
Halma-spil,
Spilapeningar,
Spil.
Sportuörutiús Reykjauíkur.
Bankastræti 11.
Mnnið, aí I. W. G. nrin
taka öllum öðrum úrum langt
fram. Fást hjá umboðsmanni
verksmiðjunnar, Sigurþór Jóns-
syni, Austurstræti 3.
hæstaréltarmálaflutningsmaður
Skrifstofa: Hafnarstræti 5.
Sími 871. Viðtalstími kl. 10-12.
GESTURINN I ÞORPINU.
óvenjulegt við útlit þessa meðvitundarlausa manns,
sem var kominn í þetta þorp, sem aðrir menn höfðu
flúið úr og þar sem allir biðu dauða síns. Hvernig
hafði hann komið? Rekísinn var húinn að taka fyr-
ir allar hátaferðir á Volgu. Það komu engir sleðar
frá Tetinshi eða neinstaðar annarsstaðar að, af því
að hestarnir höfðu allir dottið dauðir niður á þjóð-
vegunum. Þessi maður — með hendur eins og kven-
maður og andlit eins og dýrlingur — hlaut að hafa
komið á yfirnáttúrlegan hátt, alt í einu, eins og sagt
er frá í gömlu rússnesku þjóðsögunum, sem gömlu
konurnar sögðu við eldstóna á vetrarkvöldum.
Michael kallaði á konuna sína:
„Ann.a, Anna!“
Hún flýtti sér út i dyrnar, þegar hún lieyrði óttann
i rödd hans.
„Ertu búinn að slátra kvigunni?“ spurði liún,
en sá í þvi manninn sinn, þar sem hann bograði yfir
ókunna manninum i snjónum.
Hún signdi sig og hallaði sér svo magnlaus upp að
dýrastafnum.
„Gað gefi sál hans frið!“ sagði hún.
Michael var reiður við hana, af þvi að hún var
hrædd. ;
„Sérðu ekki að sálin er í líkamanum enn þá?“
nöldraði hann. „Hjálpaðu mér til að bera manntetrið
inn. Snjórinn er kalt legurúm.“
„Ertu brjálaður,“ sagði hún og vafði klútnum
fastara um höfuð sér. „Ef það er taugaveiki, þá er
best að hann deyi í snjónum, en ef það er liungur,
þá höfum við nóga munna að fæða og engan mat.“
„Eg ætla að slátra kvígunni,“ sagði Michael. „Þá
höfum við kjöt í einn eða tvo mánuði. Guð hegnir
okkur, ef við látum þennan nianngarm deyja við
dyrnar hjá okkur. Taktu i fæturna á honum eða
eg lem þig!“
Anna kom út úr dyrunum og leit á meðvitundar-
lausa manninn og snerti ennið á honum.
„Það er ekki taugaveiki,“ sagði hún. „Hann er
eins kaldur og snjórinn.“
„Líttu á hendurnar á honum,“ sagði Michael.
Anna leit á hendurnar, sem lágu máttlausar ofan
á snjónum og siðan á andlitið, sem stóð upp úrsauð-
skinnskuflinum.
„Hann er eins og helgur maður í myndabók,“ sagði
konan og tók höndunum fyrir brjóstið.
Maðurinn og konan lyftu upp meðvitundarlausum
líkamanum. Áður fyr meir hefði Micliael og konan
hans getað lyft honmn eins hæglega og kartöflu-
poka, en nú voru þau magnlaus af hungri. Þau drógu
ókunna manninn yfir þröskuldinn lijá sér og stóðu
siðan móð og másandi inni í herberginu sínu. Kat-
hinka, litla telpan þeirra, liafði skriðið ofan úr rúm-
inu, stóð berfætt á gólfinu og greip um höndica á
mömmu sinni. Ungbarnið, sem lá í vöggunni lijá
eldstónni, snökti í svefninum.
Litla stúlkan var sú, sem gerði þá undraverðu
uppgötvun, sem síðar var trúað af öllum í Lubi-
movka, nema Vladimir, sovjet umboðsmanninum,
og Braunberg, Gyðingnum og Söru dóttur hans.
„Hann er líkur „föðurnum litla“, sagði hún og
leit á skellu á veggnum, beint á móti dýrlingsmynd-
inni. Það var upplitað far eftir myndaramma, sem
hafði liangið þar í mörg ár, eins og á öllum rúss-
neskum bóndabæjum fyrir stjórnarbyltinguna, þvi
að á hverjum bæ i Rússlandi hafði myndin af keis-
aranum hangið beint á móti dýrlingsmyndinni, ann-
að hvort klipt út úr einhverju blaði eða tímariti, eða
litmynd í ramma. Það var skrítið að barnið skyldi
mmia eftir þessu, því að það var meira en ár síðan,
er myndin liafði verið tekin ofan, eftir skipun ráð-
stjórnarinnar, sem liafði bannað allar myndir af
síðasta afkomanda Romanov-ættarinnar. Hún liljóp
berfætt að skápnum hinu megin við eldstóna og
dró út litmynd í tréramma og liélt henni á loft.
Þau urðu agndofa og óttaslegin.
„Barnið er gengið af göflunum,“ sagði Micliael
ólundarlega. „Hungrið hefir gert hana vitlausa.“