Vísir - 29.09.1932, Síða 5

Vísir - 29.09.1932, Síða 5
VlSIR Fimtudaginn 29. sept. 1932. Permanentliðanin lækknð: Fullkomnasta Permanentvél á landinu. Nýkomn- ir augnabrúnalitir frá New York. Hárgreiðslnstofa Sfisðnnn Jðnasdóttnr. Lækjargötu 6A. — Sími 1327. Féiag matvðrnkanpmanna. Fundur í kveld kl. 9 í Kaupþingssalnum. Lyftan í gangi frá kl. 8y2—9. S t j ó r n i n. Þingrallaskðgnr. Eins og menn vita, er Þing- vallaliraun nú girt milli Al- mannagjár að vestan og Hrafna- gjár að austan. Að norðan ligg- ur girðingin þvert yfir hraun- ið all-langt norður af Hraun- túni. Hlið er að norðan, skamt frá Þingvallaréttum undir Ár- mannsfelli, þar sem vegurinn liggur út úr hinu girta svæði. Hlið þetta er i tvennu lagi og haganlega gert, því að önnur grindin er jafnan opin, en hin lokuð. Mun sauðfé tæplega fara þar út og inn mannlaust. Um önnur hlið er ver búið og þyrfti að lagfæra þau svo, að þau lok- ist og opnist nieð sama hætti og norðurhliðið, ef haldið verð- ur áfram þeirri vitleysu, að verja hraunið fyrir sauðfé. Rikisstjórnin keypti dýrum dómum alt sauðfé bændanna í Skógarkoti og Hrauntúni. Fóru kaupin fram í fyrrahaust og var verðið miklu hærr«i, en fengist mundi hafa fyrir féð á blóðvelli. En að kaupgerningi loknum og greiðslu, gaf stjórnin bændmn þessum fé sitt aftur og bað þá geyma í Þingvallalirauni (þ. e. Þljóðgarðinum), svo sem verið hefði. — En er voraði, rumsk- aði þó stjórnin og bað þá nú víkja kindunum út fyrir girð- inguna. Gerðu þeir það, en eitt- hvað mun þó hafa orðið eftir. Svo segja þeir, sem farið hafa um Þingvallahraun í sumar, að þar sé eða liafi verið margt sauðfé, slæðingur um alt hraun- ið og sumstaðar margt saman. Eg hefi ekki farið um hraunið, en ekið norður velli og inn með Fögrubrekku, svo sem leið ligg- ur norður. Sá eg þá 24 kindur með fram veginum á þessum spöl og þótti mikið í girtu og friðuðu landi. Sagði bifreiðar- stjórinn, sem í förinni var, að talið væri, að hraunið væri krökt af fé, er austar drægi og fjær veginum. Það er nú kunnugt, að Þing- vallanefnd hefir rándýran eftir- litsmann þarna eystra og ætti ekki að vera ofraun fyrir hann, að líta eflir þvi, að sauðlaust væri jafnan innan girðingar. Hann hefir ekki annað að gera, en að snúast í þessu, og mundu fáir sakna hans, þó að hann væri ekki altaf að þvælast fyrir fólki umhverfis Þingvallabæ eða Valhöll. Vitanlega hafa sumir gaman af lionum, eink- um háðfuglarnir, en liinir eru, þó miklu fleiri, sem fyllast leið- indum, er þeir sjá liann. Sumir þykjast liafa heyrt hundgá mikla í Þingvallahrauni í sumar og vita ekki hverju slíkt sætir. Þá er og sagt, að dauðar kindur hafi sést í vatns- gjánum, en slíkt er óvenjulegt að sumrinu. Gæti þetta bent til þess, að fé hefði verið hrakið með liundum í gjárnar og drep ið á þann hátt. Þyrfti að rann- saka þetta nákvæmlega og hafa hendur í hári sökudólganna, ef satt reyndist, að fé hafi verið tætt með hundum um hraunið, þar sem hættur eru á alla vegu. Kunnugur maður, sem farið liefir víða um Þingvallaskóg í sumar, telur liann nú með ljót- asta móti. Víða sé kalviðir, en maðkur til mikilla skemda á öðrum stöðum . Eg veit ekki sönnur á þessu, en sé því svo varið að skógurinn sé nú í aft- urför, þyrfti eitthvað að gera, til þess að liindra frekari skemdir. 15 september. Gangleri. Qtan af landi Vik í Mýrdal, 22. sept. —- FB. Heyskap er nú lokið fyrir nokkuru og munu heybirgðir bænda nú vera með allra mesta móti. Grasvöxtur á túnum og vallendi varð ágætur, en mýrar voru lakari. Nýting varð yfir- leitt góð. Tíð var hagstæð. Skiftust á hæg væta og góðir þurkar. Uppskera úr görðum varð ær- ið misjöfn. Sumstaðar, t. d. í Vik, meiri en dæmi eru til áður. Sýki i kartöflum gerir talsvert vart við sig og hefir sumstaðar eyðilagt uppskeruna alveg, einn- ig á stöðum, þar sem hún hefir aldrei gert vart við sig áður og engar kartöflur verið aðfluttar árum saman. Njólasýki í kart- öflum hefir einnig orðið vart. Bráðapest fór að gera vart við sig snemrna í ágúst eða jafn- vel fyrr, en hefir magnast svo frá því um 10. þ. m., að til vand- ræða liorfir á mörgum bæjum. Á sumum bæjum hafa fundist 10—20 kindur, sem hafa tekið pestina, og er þó ekki farið að smala heiðalönd. Veit því eng- inn, hve víðtæk liún er. T. d. var Hafursey smöluð í gær, en þar ganga á annað hundrað ær, en 23 lömb fundust dauð eða dráp- ust í samanrekstrinum. Margir bólusettu þau lömb, sem þeir. náðu í, þegar veikin fór að magnast, og hefir það sennilega stöðvað hana allmikið, en þó er hún svo mögnuð á sumum bæjum, að bólusett lömb liafa verið að drepast fram að þessu og það i allstórum stíl. Slátrun er nú að byrja í Vík, en menn kviða lágu verði. Af- koma manna er fram yfir allar vonir. Afurðaverð er lágt, en skuldasöfnun lítil. Fari verð á afurðum enn lækkandi, stand- ast menn það ekki, þótt þeir hafi dregið eins úr öllum út- gjöldum og unt er. MnllersskölioD. Hinn góðkunni íþróttaskóli Jóns Þorsteinssonar frá Hof- stöðum tekur til starfa 1. októ- ber næstk., eins og undanfarin ár, og slarfar á svipaðan hátt. Leikfimisnámskeið þau, sem skólinn liefir i vetur, eru þessi: Námskeið fyrir pilta eldri en 15 ára. Kensla daglega kl. 8—9 árd. \ Námskeið fyrir telpur 13—15 ára gamlar. Kensla þrisvar í viku, kl. 5—6 eða 6-^-7 síðdegis. Námskeið fyrir stúlkur, vanar leikfimi, 15—22 ára gamlar. Kensla 5 sinnum í viku kl. 5—6 eða 6—7 síðdegis. Námskeið fyrir telpur 12—14 ára gamlar. Kensla tvisvar í viku kl. 4—5 siðd. Öll námskeiðin byrja 1. okt næstkomandi. Ennfremur eru ýmsir leikfimisflokkar, sem Mullersskólinn hefur í vetur, eins og undanfarna vetur. Sjá að öðru leyti auglýsingu i Vísi 20. þ. m. Kennarar skólans eru hinir sömu, góðkunnu kennar- ar og áður, ungfrú Ingibjörg Stefánsdóttir og hr. Jón Þor- steinsson; eru þau svo vel kunn Reykvíkingum, að frekari með- mæli eru óþörf. Unglingar á vaxtarárunum geta ekkert betra gert til eðlilegs vaxtar og þroska sjálfs sín, en að stunda líkamsæfingar undir hollum ytri skilyrðum og eftir leiðbeiningum góðra kennara, og Mullersskólinn hefir hin bestu skilyrði að bjóða í þessu efni. Er það mjög þarft starf og mikilsvert fyrir likamsrækt og þrifnað bæjarbúa, sem Mullers- skólinn innir af hendi, enda hefir liann notið skilnings og vinsælda þessi ár, sem hann hefir starfað. Foreldrar! Takið eftir því, að Mullersskólinn er ef til vill besti skóli, sem þér getið sent börn yðar í. x. Islendingabygdip á Grænlandi. Skólasetning Gagnfræðaskóla Reykvikinga fer fram í Baðstofu iðnaðar- manna í Iðnskólanum laugardaginn 1. okt. kl. 2 e. h. Eftir skólasetningu kennarafuiidur. Skólastjóri. LaugarvatnsskóUnn. Væntanlegir nemendur Laugarvatnsskóla komandi vetrar, sem staddir verða í Reykjavík 30. september n.k., mæti þann dag við Safnahúsið á Hverfisgötu kl. 1 síðdegis. Aðalstöðin annast alla flutninga að Laugarvatni. Vönduð úr með miklum afslætti. — Jón Sigmundsson, gullsmiður. Laugaveg 8. Sérstakt tækifærisverð og ágætir greiðsluskilmálar á nýju húsi innan við bæ- inn, sé samið strax. JÓNAS H. JÓNSSON, Hafnarstræti 15. Sími 327. Sendiherrafregn í gær herm- ir, að „Disko“, skip dönsku Grænlandsverslunarinnar, sé komið til Kaupmannahafnar frá Grænlandi. Aage Roussell húsameistari skýrir frá því, að þegar grafið var í fornar bæja- rústir í nánd við Godthaab, hafi margt markvert fundist. Bæjarústirnar eru við Godt- haabsfjörð norðaustanverðan. íslenskir landnámsmenn sett- ust þar að, en bygð þeirra mun hafa lagst í auðn um 1370, að líkindum vegna árása af hálfu Skrælingja. M. a. fundust í rústunum liúsmunir, óskemdir að kalla, og bein úr liúsdýr- um. Gripaliús liafa verið furðu stór og munu landnámsmenn hafa liaft margt stórgripa. Hið merkasta, sem fanst, voru lík afkomenda landnámsmanna. Fundust mörg lík lítt skemd. Lík þessi munu nú vera yfir 550 ára gömul. Sum líkanna eru alklædd. Klæðnaðir og höfuðbúnaðir eru af þeirri gerð, sem tíðkaðist um 1350. Beinagrindur þær, sem fundist | liafa, eru að eins 1 m. og 60 cni. á lengd. Fólk það, sem , þarna bjó, hefir verið bjart ; yfirlitum, ljóst á liár og hrokk- , inhært. Fjögur lik voru flutt til i Kaupmannahafnar. Gúmmístimplar eru búnir til í Félagsprentsmiðjunni. Vandaðir og ódýrir. „Ríkisrekstur“. Þar sem eg hefi um tíma ver- ið fjarverandi, hefi eg ekki fyr liaft tækifæri til þess að gefa upplýsingar viðvikjandi því, sem stendur um Landssmiðj- una í greininni „Rikisrekstur“, í 215. tbl. Vísis 10. f. m. í nefndri Vísisgrein er þvi lialdið fram, að smiðjan geti liaft reikninga fyrir vinnu í þágu liins opinbera svo háa sem henni sýnist. Dagblaðinu Vísi og öðrum skal upplýst: Ef um smíðar er að ræða, sem nokkru nema, semja hinar ýmsu ríkis- stofnanir um verð fyrirfram. í öðru lagi: Allmikið af ríkis- vinnu er boðið út á venjulegan hátt, og býður smiðjan þá í vinnu ríkisins móti einkafyrir- tækjum. Eru bæði þessi atriði rök gegn jxúrri aðdróttun nefndrar Vísisgreinar, að smiðj- an geti haft svo hátt verð á rik- isvinnu, sem lienni sýnist, sem og gegn þeirri tilgátu, að smiðj- an okri á ríkisvinnu til þess að geta undirboðið vinnu, sem hún tekur að sér fyrir einkafyrir- tæki og einstaklinga. í Vísisgreininni er þvi haldið fram, að stjórn ríkisstofnana þeirra, sem þar um getur, muni vera i „lausu lofti“. Hvað Landssmiðjuna snertir vil eg upplýsa, að þetta er að eins til- gáta, því að forstjóri smiðjunn- ar starfar undir 5 manna stjórnarnefnd, skipaðri af at- vinnumálaráðunej’ti íslands. í nefndinni eru: Útgerðarstjóri Pálmi Loftsson (formaður), vegamálast. Geir G. Zoéga, past. emer., Magnús Bl. Jónsson, landssímastj., Guðmundur Hlíð- dal og lögreglustj. Hermann Jónasson. Hvað það snertir, að smiðjan Iiefir enn þá ekki greitt útsvar til bæjarins, er það ekki hennar sök. Reykjavilc, 5. sept. 1932. Ásgeir Sigurðsson. Norskar loftskeytafregnir. Osló, 26. sept. NRP-FB. Randsfjorddeilan. Hundseid forsætisráðherra hefir i dag á ný snúið sér til sáttasemjara ríkisins og falið honum að gera nýja tilraun til þess að miðla málum í Rands- fjorddeilunni. Telji sáttasemjari fyrirsjáanlega árangurslaust, að hann geri slíka tilraun, ætlar Hundseid persónulega að reyna að miðla málum i deilunni. Fyrrverandi stórþingsmaður, Ole Ström, Ringerike, er látinn 69 ára að aldri. Hann átti sæti á Stórþinginu fyrir Buskerud- kjördæmi 1910—12. Ström var þjóðkunnur maður. Uminæli • Mörtu Steinsvik i garð Norem bæjarfógeta, voru eigi öll dæmd dauð og 'ómerk í undirrétti á laugardag. Nokkr- ar alvarlegar ásakanir voru taldar sannaðar. í blöðunum er talað um, að úr því svona sé komið, muni Norem að sjálf- sögðu láta af dómaraembætti, en menn ætla þó, að til mála geti komið, að hann fari fram á, að sér verði stefnt fyrir rétt af hinu opinbera* Mun Norem ræða þetta mál við dómsmála- ráðuneytið. Á föstudagskveld réðust nokkrir kommúnistar á verk- fallsbrjóta í Rena. Einnig voru þeir valdir að íkveikju þar. Rik- islögreglan var send á vettvang og tók höndum fjóra kommún- ista. „íslandskveldin" hafa farið mjög vel fram og þátttakan mikil. Seinasta „Islandskveldið“ er í kveld og flytur Gunnar Gunnarsson rithöfundur þá er- indi í Penklubben um gömul is- lensk kvæði. Eldur kom upp á þremur stöðum í gær í nánd við Bergen og olli miklu tjóni. Sútunar- verksmiðja brann til kaldra kola og seinna um kveldið bár- ust fregnir um mikinn eldsvoða á Österöen, en nánari fregnir vantar. Osló, 28. sept. NRP-FB. Eldur kom upp í „Follcets Hus“ i Tromsö i gær. Tjónið er talið nema 40.000 kr. — Hús þetta var reist 1837 af Holm- boe-versluninni. Skipið Veslemarie (Vesle-

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.