Vísir


Vísir - 20.03.1933, Qupperneq 2

Vísir - 20.03.1933, Qupperneq 2
V I S I R Heildsölubipgdip: KARTÖFLUR, íslenskar og útlendar. — Laukur. Sími: Einn - tveir - þrlr - fjfirir. Til ferdalaga og heimanotkunar: TÁMALIT bollapör, diskar, bikarar, hitaflöskur og fleira. SportvöruhÚ8 Reykjavíkur. Bankastræti 11. Akraoess "kartSflur í sekkjum og lausri vigt. Einnig ágætar norskar kartöflur á 7 krónur pokinn. Páll Hallbjörns. (Von). Sími: 3448. Símskeyti Rómaborg 19. mars. United Press. - FB. Ný fjórvelda samþykt. Talið er víst, að Mussolini hafi fallist á afvopnunartillög- ur bresku ríkisstjórnarinnar i grundvallaratriðum. — Telur hann þær fyrstu tilraunina, sem hægt sé að byggja á, til þess að tryggja friðinn í heim- ínum. Rómaborg 20. mars. United Press. - FB. Er þeir áttu viðræður sam- an í gær, Mussolini og Mac- Donald, stakk liinn fyrrnefndi upp á því, að reynt yrði að ná ’ samkomulagi um nýja fjór- veldasamþykl, sem Bretland, ítalía, Frakkland og Þýska- land væri aðiljar að. Hlulverk fjórveldanna yrði að varðveita friðinn i álfunni. Uppástunga Mussolini kemur ekki í bága við afvopnunarmála-tillögur MacDonalds. — Fullyrt er að Hitler og Deladier verði innan skamms boðið til Rómaborgar til þess að ræða við Mussolini úm þessi mál. New York 20. mars. United Press. - FB. Banni við útflutningi gulls aflétt vestra. Fyrstu útflutningar gulls, frá því er gullúlflutningurinn var bannaðar á dögunum, fóru fram á laugardag. Voru þá sendar 8.507.500 dollarar í gulli áleið- is til Italíu. Belfast 20. mars. United Press. - FB. Hermdarverk í Ulster. Tilraun var gerð til þess nú um helgina að sprengja í loft upp járnbrautarlest í nánd við Lurgan-stöðina. Um járnbraut- ardeiluna er það eitt að segja, að hvorki gengur eða rekur. Lissabon 20. mars. United Press. - FB. Ný stjórnarskrá í Portúgal. Alþjóðaratlcvæði fór fram í gær um nýja stjórnarskrá fyr- ir Portúgal og bar ekkert á æs- ingum á meðan kosningarnar fóru fram. Enda þótt engu verði í rauninni spáð um úr- slitin er alment búist við, að meiri hluti þjóðarinnar hallist að nýju stjórnarskránni. Erfiðleikar togaraiitgeröarinnar og gengismálið. Eg hefi orðið þess var, siðan eg ritaði greinina uni „gengis- málið“ fyrir nokkuru, að mörg- um þeim, sem aðhyllast gengis- lækkun til viðreisnar togaraút- veginum, þyki til lítils að telja öll tormerki á því ráði án þess að geta sett fram annað, er leiði lil bjargar. Öllum ber saman um, að jæssi útvegur verði að svara kostnaði. En livað á að gera til þess? Þetta er vandamál sem lengi liefir legið við borð og enn lief- ir ekki fundið viðunandi lausn. Þegar rætt er um leiðir út úr slíkum vanda er oft hægt ineð sterkum rökum að benda á, að ein ákveðin leið sé óráðleg, þótt ekld sé liægt að vísa á ann- an veg er sé hinn rétti. Gengis- lækkun getur aldrei orðið var- anleg bót neinum atvinnuvegi og heldur ekki togaraútgerð- inni. Hið mesta sem hægt er að vænta, er að hún hjálpi skamma stund og á eftir er útvegurinn í sama öngþveitinu og lianh var. Að öllum líkindum er hér ekki um stundarerfiðleika að ræða, sem fljótt raknar úr, en þá væri stundar-úrlausn afsak- anleg. Má vafalaust búast við, að hér sé um varanlegt ástand að ræða, sem byggist á lúnu lága verði fiskjarins, en engi getur með neinni vissu fullyrt, að það muni hækka fyrst um sinn. Þess vegna er varanleg úrlausn nauðsynleg. Þess vegna verður nú að hrökkva eða stökkva. Lausn jiessa vandamáis er fyrst og fremst verkefni Reykja- víkur. Auk verslunar er jietta aðalatvinnuvegur höfuðstaðar- ins og á honum byggir liann aið miklu leyti tilveru sína. Bærinn hefir vaxið með útgerðinni. Vel- gengni hennar er honum nú eins nauðsynlég og afturför hennar er honum geigvænleg. 1 fjölda mörg ár liefir bærinn bygt hinar miklu framkvæmd- ir sínar á þeirri trú, að togara- flotinn væri óþrjótandi gull- náma, sem aldrei yrði af lion- um tekin. Það er því ekki að ástæðulausu, þótt fleiri ræði um þetta mál en þeir menn, sem útöerðina reka og nú berjast fyrir tilveru hennar. Það snert- ir alla, sem láta sig nokkru skifta framtíðarhorfur Reykja- vikur. Menn verða að gera sér ljóst, þegar um jietta er rætt, að hér er ekki átt við úlveg lands- manna yfir höfuð, heldur að eins togaraútveginn og þá sér- slaklega í Reykjavík. Það mun alment viðurkent, að báta-út- vegurinn hafi borið sig síðasta ár, þrátt fyrir lágt fiskverð. Út- lit er j)vi fyrir, að sú grein út- gerðarinnar, sem setur á land % liluta alls fiskafla landsmanna, muni á jiessu ári vel svara kostnaði, ef fiskverðið helst og sæmilega aflast. Þegar þess er gætt, mun jieim, sem lítt jx'lvkja til þessa máls, \erða á að spyrja, hvers végna bátaútvegurinn geti svarað kostnaði, en ekki togaraútgerð- in. Þvi er auðsvarað. Bátaútveg- inum hefir tekisl að breyta rekstrinum svo, að allur kostn- aður er nú nokkurn veginn í samræmi við hið breytta verð- lag. Það hefir togaraútveginum ekki tekist enn. Öllum mun koma saman um, að bátaútveg- urinn hafi valið rétta leið út úr vandræðunum og mætti þvi í fylstu alvöru athuga, hvort tog- araútgerðin getur ekki eitthvað af þvi lært og fært sér i nyt. Fyrir tveimur árum var báta- útvegurinn víðast livar á land- inu í svipuðu öngjiveiti og tog- araútgerðin er nú liér i Reykja- vík. Stórtap var á rekstrinum, vegna skyndilegrar verðlækk- unar. Ef hið lága verð héldist, var ekkert viðht að útgerðin gæti borið sig á sama grund- velli og verið hafði. Til þessa höfðu bátar í flestum veiði- stöðvum um langt skeið verið gerðir út að öllu leyti fyrir á- hættu eigendanna, en hásetum var greitt fast kaup og ef til vill uppbót eftir fisktölu. Menn höfðu horfið frá hinurn æva- gömlu hlutaskiftum, þar sem hver bar hlut frá borði eftir þvi sem aflaðist, og fékk sinn hlut greiddan eins og raunverulega fékst fyrir liann. Þegar verð- fallið skall á og útgerðin gat ekki borið sig með sama rekst- urslagi og verið hafði, var hin gamla venja um skifling aflans tekin upp á ný og hún hefir reynst rétta leiðin út úr vand- anum, sem bátaútgerðin var komin í. Það reynist jafnan svo, að hver er sjálfum sér næst- ur. Þegar mönnum verður ljóst, að öh ójiörf eyðsla rýrir jieirra eigin lilut, þá gerist margt nyt- samt, sem áður var kastað. -— Nýtni og hófleg sparsemi er út- gerðinni jafn nauðsynleg og dugnaður að afla fiskjarins. Útgerð linuveiðaranna var um líkt leyti svo gersamlega vonlaus með því fyrirkomulagi, sem verið hafði, að ekkert vil var i að leggja fé slíkum rekstri. Veiðarfæraslit jieirra flestra fór fram úr hverri skynsamlegri á- ætlun. Beitunotkunin var óhóf- Ieg, svo að segja má, að nálega hafi tvær beitur verið á hverj- um öngli. Kolanotkunin og slit skipanna var í frekasta lagi sök- um þess, að öll viðleitni sam- einaðist um jiað eitt, að hlaða slcipin af þorskinum, án tillils til hvað það kostaði útgerðina i veiðarfærum, beitu, kolum og viðhaldi skipsins. Hásetar og yfirmenn fengu jiví meira kaup sem fleiri fiskar komu á skips- fjöl, og því var skiljanlegt, að hugurinn væri allur í jiví, að ná aflanum, án þess að gefa gaum hverju til þess væri fórn- að af hálfu Jieirra, sem skipin áttu. Óheilindin í slíkum rekstri gátu ekki dulist neinum atliug- ulum manni, enda komu þau strax i ljós og fiskverðið lækk- aði. Flestir í Jiessari grein út- gerðarinnar hafa valið hluta- skiftaleiðina úl úr vandræðun- um og er alt útlit fyrir, að jiað verði til gengis. Alhr hafa liag af að spara beituna og veiðar- færin og hafa hemil á kolaeyðsl- unni, þegar menn bera úr být- um eftir því, sem fyrir aflann fæst, að frádregnum koslnaði. Á þenna hátt hefir bátaútgerð- in, sem er stærri jiáttur í af- komu þjóðarinnar en togara- útgerðin, leyst þann vanda, sem verðfallið skapaði henni, og með þvi forðað jiessum mikil- vægasta atvinnurekstri frá liruni og upplausn. Ef vér nú berum þetta sam- an við núverandi vandkvæði togaraútgerðarinnar, lilýtur að vakna sú spurning, hvort ekki megi takast að rétta hlut henn- ar á svipaðan liátt. Togararnir eru nú gerðir út af einstökum mönnum og félögum, sem bera alla áliættu rekstursins. Háset- um er greitt ákveðið kaup og uppbót, sem lítið breytist hvort sem skipin stórgræða eða stór- tapa. Skipstjórum er greiddur hundraðshluti af andvirði fiskj- arins, er á skip kemur, án til- hts til kostnaðar, sem fer í að afla lians. Þetta fyrirkomulag er svipað J)vi, sem var í bátaútgerðinni fyrir verðfallið. Frá jiví togara- útgerðin tók liér fyrst til starfa, mun hún liafa verið rekin á þessum grundvelh. Þó að jietta reksturslag hal'i blessast um langan tíma, lítur lielst út fyr- ir, að dagar jiess sé taldir og leggja verði nýjan grundvöll fyrir þenna rekstur, til Jiess að hann geti lagað sig eftir breyttri aðstöðu nýs tíma. Allur rekstur i hvaða grein sem er, er því lög- máli háður, ef hann á að geta starfað til lengdar. Og jietta á ekki síst við á tímum eins og jieim, sem nú standa yfir, er valdið hafa straumhvörfum í atvinnu- og fjármálum flestra landa. Ef athuguð eru launakjör skipstjóranna, munu margir mæla, að þau geti verið hvöt fyrir menn, að reka veiðarnar meira af kappi en forsjá. Að öðru leyti eru Jiau lika vel til þess fallin, að ala upp liarð- sækna og ötula skipsljóra, vegna mikillar hagsvonar, ef vel veiðist. En of mikil harð'- sækni verður jafnan vafasamur hagnaður, því að shkt mun oft- ast leiða af sér mikla ónýting veiðarfæra, kolaeyðslu, og htt nytsamt slil á skipshöfn og skipi. — Ef skipstjórar í stað jieirra kjara, er jieir hafa nú, fengi ákveðinn liundraðshlut af nettó-andvirði fiskjarins, þegar frá er dreginn allur kostnaður við að afla hans, þá er ekki ó- líklegt, að mundi verða sama reynsla á togurunum, eins og lijá vélbátum og línuveiðurum, að ýmis sparnaður mundi koma í ljós. Þegar aðal-takmarkið verður ekki það, að fá sem flesta fiska á skip, án tillits til . kostnaðar, lieldur að fá sem flesta fiska með sem minstum kostnaði, Jiá er unnið á heil- brigðum grundvelli. Engi skyldi skilja jietta sem ásökun hl ís- lenskra togaraskipstjóra, né þannig, að J>eir sé ekki alls góðs maklegir. Þeir eiga vissulega að njóta giftu sinnar og dugnaðar, en starf Jieirra má fyllilega launa að verðleikum, jiótt á öðr- um grundvelli sé, en j>eim sem nú er. Eins og áður er sagt, er há- Tísknblöð: Ehte. Elegance Feminine. Lyon’s Moden Album. Stella. Le Chic. Le Grand Cliic. Pariser Chic. Madaine fait ses Robes. Pariser Record. Ullstein Modenalbum. Die Dame. Blatt der Hausfrau. Butterick Foraar. Weldon’s Ladies Jour- nal. Mabs. Children’s Dress. Roma’s Pictorial Fas- hions. Home Fashions. Nordisk Mönstertiden- de. PENNINN,

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.