Vísir - 16.06.1933, Blaðsíða 2
VlSIR
Höfum fyrirliggjandi:
Tvinna
Gæðin óviðjafnanleg -
Coats, 6-þættan.
Kerrs 4. þættan.
- verðið lágt.
| Sira lúnas H. Siourðsson |
prestur í Selkirk og í'orseti
Þjóðræknisfélags Islendinga i
Vesturheimi, andaðist i sjúkra-
liúsi í Winnipeg 10. f. m., eins
og frá hefir verið skýrt i sím-
skeytum. « .
Segir „Heimskringla“ (17.
maí) frá ævilokum lians á
þessa leið:
„Andlát hans bar að með
mjög snöggum hætti. Hann,
kona hans, sonur og dóttir óku
frá Selkirk liingað um morgun-
inn, og virtist hann þá vera við
liina venjulegu heilsu, er hann
hefir haft nú hin síðari ár. —
Heilsa lians hefir ekki verið
sterk og hefir hann oft gengið
að verki miður liraustur. Fyrri
liluta dagsins gegndi hann ýms-
um erindum, er haim þurfti að
ljúka, en um kl. 3 fekk liann
aðkenning af slagi. Var hann þá
staddur á skrifstofu Áma Egg-
ertssonar, er lét flytja hann
strax lieim til sín, en þaðan var
hann fluttur yfir í almenna
sjúkrahúsið, eftir að læknar
höfðu skoðað liann. Ráð og
rænu liafði hann, en máttleysi
færðist yfir hann, svo að hann
mátti sig hvergi hræra. Ágerðist
þetla eftir því, sem á kveldið
leið, þar til er liann andaðist kl.
hálf-níu“.
Með sira Jónasi er til moldar
genginn einn hinn merkasti
Vestur-íslendingur, og er mik-
ið og vandfylt skarð orðið í fylk-
ing landa vorra vestra við frá-
fall lians. Ivemur og vestanblöð-
unum saman um, að hann hafi
verið hinn mætasti maður og að
eftirsjáin sé mikil.
Síra Jónas var fæddur að
Litlu-Ásgeirsá í Víðidal í Húna-
vatnssýslvi 0. maí 1865, og varð
því réttra 68 ára gamall. — For-
eldrar hans voru þau lijónin
Sigurður Bárðarson og Guðrún
Jónasdóttir, er þá bjuggu á
Litlu-Ásgeirsá. — Ekki er þeim,
sem þetta ritar, kunnugt um
önnur systkini lians en'bræður
iimniiiiiiimnmiiimmmiiiiiifii
Biðjið jafnan
um
Cigarettup.
Fást bvartretna.
20 stk. 125
iiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimi
tvo, þá Sigurð heitinn á Húris- 1
stöðum i Iiúnavatnssýslu, og
Björn gagnfræðing, þann er úti
varð á Torfalækjarflóa fyrir
rúmum 20 árum, ásamt Birni
bónda Ivristóferssyni i Hnaus-
um. -— Voru þeir nafnar á leið
heim til sín utan af Blönduósi,
lögðu upp í vonskuveðri og urðu
báðir úti. Þótti það ærið slysa-
legt. Sigurður bóndi á Húns-
stöðum mun og liafa andast um
svipað leyti, og urðu ævilok
hans þau, að liann féll af hest-
baki, eða hestur datt með liann,
; er hann var einn á ferð heim
j til sín um nólt (utan af Blöndu-
ósi). Meiddist hann svo stór-
kostlcga á höfði, að hann lést
af þeim áverka á næsta dægri.
Sigurður var mikill gáfumaður
og góður búhöldur.
Fjárhagur þeirra Litlu-Ás-
geirsár-hjóna mun hafa verið
heldur þröngur og fyrir þvi
voru synir þeirra ekki til menta
settir, sem kallað er. — Sira
Jónas mun þó hafa lokið prófi
við Ólafsdals-skólann, er hann
var rúmlega tvítugur að aldri
(1886). — Ári síðar fluttist
hann til Vesturheims og tók
bráðlega að stunda guðfræðiÁ
nám við lúterskan preslaskóla
í Chicago. — Hann tók prest-
vigslu (af sira Jóni Bjarnasyni)
1893 og var fyrsl prestur „í
norðurhluta íslensku bygðanna
í i\Torth Dakota, en fluttist það-
an til Seattle, Wasli., og var þar
i mörg ár. Var hann þá í þjón-
ustu Bandaríkjastjórnarinnarj
Mun hann allaf hafa jafn-
framt þjónað dálitlum íslensk-
um söfnuði í Seattle og grend-
inni. íslendingar voru þar ekki
margir á þeim árum. — Árið
1918 fluttist síra Jónas til
Churchbridge, Sask. og var þar
prestur til 1927, er hann flutt-
isl til Selkirk og þjónaði hann
Selkirk-söfnuði eftir það til
dauðadags. Hann var því prest-
ur meðal íslendinga í Vestur-
heimi i 40 ár, eða svo nærri
því, að ekki vanlaði til nema fá-
einar vikur.“ (Lögberg 18. mai).
Síra Jónas var ósvikinn og
ágætur íslendingur og þjóðræk-
inn í besta lagi. Forseti Þjóð-
ræknisfélagsins var hann kjör-
inn oftar en einu sinni og var
forseti þess, er hann andaðist.
—- Hann átti sæti í lieimfarar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins og
var kjörinn til þess að flytja
ræðu fyrir liönd Vestur-íslend-
inga á Alþingishátíðinni 1930.
Var sú ræða stórmerkileg og
hið besta flutt.
Síra Jónas var talinn afburða-
gáfumaður, ræðuskörungur
mikill, orðhagur og skáld gott.
Bera mörg kvæðanna fagurt
vitni um ættjarðarást hans og
íslendings-eðli.
Hann var tvikvæntur. Var
fyrri kona hans Oddrún Fri-
mannsdóttir frá Helgavalni í
Vatnsdal, en síðari konan heit-
ir Stefania, og kann sá, er þet-ta
ritar, ekki að ætlfæra liana. —
Frú Stefanía lifir mann sinn,
ásamt þrem börnum þeirra.
Húnvetningur.
Hæstaréttardómur
í Belgaumsmálinu.
Ár 1933 mánudaginn 12. júní
var í málinu nr. 34/1930:
Valdstjórnin
gegn
Aðalsteini Pálssyni
uppkveðinn svolátandi
dómur:
Þegar mál þefta var fyrir hæsta-
rétti í marsmánuði 1931, var
ágreiningur meðal kunnáttumamra
um ýms meginatriði þess. Með úr-
skurði þessa dóms 9. mars 1931
var því lagt fyrir rannsóknardóm-
arann í málinu að afla álits þriggja
dónrkvaddra, óvilhallra og sér-
íróðra manna um stað varðskips-
ins, er það var á, þegar mælingarn-
ar, sem í máli þessu grcinir, voru
gerðar. Hinn 1. apríl 1931 dóm-
kvaddi rannsóknardómarinn þrjá
menn til að fratnkvæma umrætt
starf, og er greinargerð þeirra dag-
sett 21. mars 1932. Auk þess hafa
margskonar fratnhaldsrannsóknir
farið fram uin málið og einstök at-
riði þess, fyrst yfirheyrsla á fyr-
verandi stýrimanni á b.v. Belgaum
18. aprjl s. á., og yfirheyrslur á
yfirmönnum varðskipsins Ægir 29.
júlí og 3. sept. s. á. Við prófun
þeirra og athugun á bókum
þeirra, sem haldnar höfðu verið á
varðskipinu, kom það í ljós, áð
ýmiskonar ósamræmi var milli
skýrslna bókanna um það, er gerst
hafði í sambandi við töku b.v.
Belgaum 17. mars 1930, og að
breytt hefði verið færslu í þeim og
inn í þær bætt eftir að dótnur var
kveðinn upp í málinu í héraði. í
tilefni af þessu krafðist skipaður
verjandi kærða hér fyrir dómi í
bréfi til dómsmálaráðherra, dags.
9. sept. 1932, að rannsókn á þess-
um atriðum yrði fyrirskipuð. Með
bréfi, dags. 13. s. m. var lögmanni
boðið að rannsaka áðurnefnd kæru-
atriði fyrir sjódómi Reykjavíkur.
Hófust þar próf 19. nóv. s. á. og
vár haldið áfram 21. og 22. s. m.
og 3. des. s. á., og loks 6. þ. m. var
eitt vitna þeirra, er prófuÖ höfðu
verið, látið staðfesta með eiðí fyr-
ir lögreglurétti Reykjavíkur skýrsl-'
ur, er það hafði áður gefið í mál-
inu. Auk þessara réttarprófa hefir,
síðan málið var fyrir hæstarétti í
marz 1931, -verið aflað álits kunn-
áttumanna um einstök atriði, er
síðan hafa komið fram í málinu.
Verk hinna þriggja dómkvöddu !
manna láut að þvi að ákveða stað
varðskipsins kl. 12,23, kl. 12,29 °S
kl. 12,32 þann 17. mars 1930 síðd.
eftir þeim skýrslum varðskipsíor-
ingjans, er þá lágu fyrir. Og þetta
hafa hinir dómkvöddu rnenn gert,
eftir því sem þeim jiykir sennileg-
ast. Áreiðanleik þeirra skýrslna
hafa hinir dómkvöddu menn yfir-
leitt ekki níetið, enda verður ekki
séð, áð neitt hafi fyrir þeim legið
um jiað atriði annað en þá var
fram komið fyrir dóini í málinu.
Það, hversu mikið byggja megi á
greinargerð hinna þriggja dóm-
kvöddu manna um úrslit málsins,
fer Jiví eftir því, hversu mikið megi
hyggja á skýrslum varðskipsyfir-
ntannanna, þeim er fyrir dóm-
kvöddu mönnunum lágu, og þeir
hafa lagt til grundvallar við rann-
sóknir sínar. Ef ekki þykir byggj-
andi á nefndum skýrslum varð-
skipsyfirmannanna, j)á getur ekki
heldur greinargerð dómkvöddu
mannanna haft neina úrslitaþýðingu
í málinu. Verður þá að athuga
skýrslu varðskipaforingjans frá
17. mars 1930, er fram lcom i lög-
reglurétti Reykjavíkur 18. s. m.,
með samanburði við bækur skips-
ins og önnur gögn, sem fram hafa
komið.
Um atburði þá, er gerst höfðu
17. mars 1930 i sambandi við töku
b.v. Belgaum R.E. 153, voru haldn-
ar fjórar bækur, sem venjulegt er
að hakla á íslenskum varðskipum
við slík tækifæri: „Rissbók" svo
kölluð, og athuganabók, „kladdi“,
eða uppkast að leiðarbók, og leiðar-
bók. Auk þess hafa verið haldnar
ldaddi að vélardagbók og vélardag-
bók, ský'rslur um gang vélar o. fl.
Fyrstu fjórar bækurnar halda skip-
heiæa og stýrimenn, en hinar tvær
vélstjórar.
I áðurnefndri skýrslu skipherr-
ans segir, að kl. 11,40 árdegis þann
17. mars 1930 hafi varðskipið haft
tal af báti, sem hafi verið að koma
úr róðri vestan fyrir Öndverðarnes.
„Rissbók“ og athuganabók segja
ekkert um þetta, en „kladdanum"
ber hér saman við skýrslu skip-
herrans. Leiðarbókin hefir og upp-
haflega haft samhljóða skýrslu að
geyma, en tölunni 11,40 hefiy, að
þvi er virðist í maí 1930, verið
brejdt í 11,48. Samkvæmt vélabók-
unum var vélin í fullum gangi kl.
11,40, var stöðvuð kl. 11,44, sett á
ferð aftur á bak kl. 11,46 og siðan
stöðvuð kl. 11,47. Virðist svo sem
yfirmenn slcipsins hafi tekið eftir
jiessu ósamræmi milli sinna bókana
og vélarbókanna, og að siðan hafi
einhver þeirra breytt tölunni 11,40
i 11,48 i leiðarbók — en ekki i
kladclanum — til betra samræmis
við vélarbækurnar.
Næst segir í skýrslu skipherrans,
að kl. 11,55 hafi varðskipið „farið
fram hjá Öndverðarnesi“, og að
samtímis hafi sést togari, ,,sem virt-
ist hafa N.A. læga stefnu og mið-
aðist í m/v V.N.V. steínu írá
varðskipinu.“ ,,Rissbókin“ segir
ekkert uin jietta, en athuganabókin
segir, að kl. 11,55 hafi Ægir verið
á vesturleið fyrir Öndverðarnes, og
„sást j)á togari, sem auðsjáanlega
var i landhelgi." Kladdi og leiðar-
bók segja að eins, að kl. 11,55 hafi
togari sést V.N.V. af Öndverðar-
nesi. Eftir vélabókunum var skipið
lcyrt frá ld. 11,47 til kl. 11,58, og
hefði skipið eftir jiví átt að hafa
verið kyyt kl. 11,55, °8' hefði j)ví
\ ekki getað verið að fara fram hjá
Öndverðarnesi kl. 11,55, eins og
skipherrann segir í skýrslu sinni.
Skipherrann virðist 'síðar hafa veitt
Jiessu ósamræmi milli skýrslu sinn-
ar og vélarbóka eftirtekt. Þann 24.
mai 1930 markar hann, eftir ágisk-
un, stað varðskipsins, er það hitti
bátinn kl. 11,40 (eða 11,48), all-
löngu innanvert við Öndverðarnes,
og sama dag markar hann, einnig
eftir ágiskun, stað varðskipsins kl.
it,55 nokkru fyrir innan nesið, og
hefir hann þar með, að því er virð-
ist, horfið frá því atriði í skýrslu
’sinni, að varðskipið hafi þá (kl.
n,55) „farið fyrir Öndverðarnes“.
Þá segir skipherrann næst í
skýrslu sinni, að kl. 11,58 hafi
togarinn snúið til vinstri „og hélt
beint út frá landinu eftir jiað á
undan varðskipinu“. Sá einn skiln-
ingur verður lagður i skýrslu skip-
herrans, að varðskipið hefir veriS
á ferð kl. 11,58 eins og kl. 11,55.
,,Rissbók“ og athuganabók segja,
að kl. 11,58 hafi togarinn „beygt
meir út“, en athuganábókin ,bætir
Jiví við, að jiá hafi verið haldið i
áttina til togarans. „Kladdi“ og
leiðarbók geta einskis atburðar við
kl. 11,58. En, að líkindum til sam-
ræmis viö vélabækurnar, hefir
jiessari klausu verið siðar, að því
er virðist í maí 1930, bætt inn í
meginmál leiðarbókarinnar, en
ekki „kladdann“: „11,59 haldið af
stað“. Með þessu virðist gefið í
skyn, að varðskipið hafi einmitt
haldið kyrru fyrir til kl. 11,58,
eins og vélabækumar segja, eða
11,59. Og er Jiessi síðastnefnda
færsla í leiðarbókina í fullu ósam-
ræmi við oftnefnda skýrslu skip-
herrans.
Eftir skýrslu skipherrans var
varðskipið komið að togaranum kl.
12,19 síödegis. Hún verður, eins
og fyrr segir, ckki skilin öðruvísi
en svo, að varöskipið hafi siglt
eftir togaranum frá því kl. 11,55
árdegis til kl. 12,19 síðdegis, eöa
í 24 mínútur. Það virðist mega
byggja á J)ví, að varðskipið hafi
að meðaltali ekki farið minna en
12,5 sjómílur á klukkutíma, og
hefði samkvæmt Jiví átt að vera
nálægt 5 sjómílum undan landi, er
Jiað nam staðar hjá togaranum.
Hinsvegar segja vélabækuniar, að
vélin hafi verið stöðvuð kl. 12,16
og eftir þeim ætti j)á útsiglingar-
tími varðskipsins að hafa verið,
frá 11,58, er vélin á, samkvæmt
þeim, að hafa verið sett í gang, og
til kl. 12,16, eða 18 mínútur. En þá
hcfði varðskipið, með sama hraða
og áður segir, hafa átt að vera
rúmar 3 sjómílur undan Öndverð-
amesi, er Jiað staðnæmdist við tog-
arann. Ef farið er eftir frum-
skýrslu skipherrans, hefði varð-
skipið átt að vera nálægt 2 sjómíl-
ur utan við landhelgilínu, en eftir
vélabókum rétt utan við hana, er
það nam staðar hjá togaranum.
Skipherrann hefir gert þá at-
bugasemd viðvíkjandi útsiglingar-
tíma varðskipsins, að tímamörk
þau, sem skýrsla hans greinir, hafi
verið sett eftir armbandsúri eins
stýrimannanna, en það hafi veri#
4—5 mínútum eftir varðúri skips-
ins. Jafnframt er Jió að ráða af
umsögn skipherrans um þetta, að
klukkumismunur Jiessi hafi ekki
skift máli um útsiglingartíma
varðskipsins, Jivi að fariö hafi ver-
ið eftir sömu ldukku allan tímann
frá því kl.'11^55 og til kl. 1,30, er
töku togarans er talið lokið til hlít-
ar. Einn stýrimanna varðskipsins
hefir að vísu borið Jiað fyrir rétti,
aö hann hafi eftir kl. 12,14, er tog_
arinn nam staðar, farið ofan í
stjórnklefa til að gæta á varðúrið,
sem þá hafi verið 12,19. En af
þessu veröur ekki ráðið neitt ura
það, að tímaákvarðanimar eftir kl.
12,14 eftir úri stýrimanns,- hafi
veriö teknar eftir annari klukku en
hans úri eftir það til.kl. 1,30, endfi.
óliklegt, að slík aðferð, sem muncK
hafa ruglað öllum tímaákvörðun-
um, Jiar sem Jió fullrar nákvæmni
var þörf, hafi verið höfð.
Samkvæmt íramansögðu ber
skýrslum frá hendi varðskipsfor-
ingjans og úr bókum varðskipsins
svo illa saman um tímamörk og
annað, er útsiglingartíma varð-
skipsins snertir, að ekki verður af
þeim fengin . nokkur áreiðanleg
vissa um það, liversu lengi varð-
skipið hefir siglt frá því, að það
hóf eftirför sína eftir togaranum
og þar til það nam staðar hjá hon-
um. Verður af Jiessum ástæðum
ckki ráðið af siglingartímanum um
siað varðskipsins, er mælingarnar
voru gerðar.
Þá kemur að hornamælingum
varðskipsins.
í oftnefndri skýrslu sinni frá
17. mars 1930 gefur skipherrann
upp þessar hornamælingar:
I. Mæling kh 12,23 :
Öndverðarnesviti
Bárðarkista 23°2i'
Dritvíkúrtangi 34°32'
✓
1