Vísir - 18.07.1933, Blaðsíða 3

Vísir - 18.07.1933, Blaðsíða 3
VTSIR Útboö. Tilboða er. óskað í byggingu húss fyrir kynsjúk- 'dóma. Upplýsingar á teiknistofu ríkisins. — Tilboð verða opnuð kl. 10 f. h. þann 21. þ. m. Reykjavík, 17. júli 1933. Guðjón Samúelsson. mefndinni sé kunnugt að 10—12 menn hafi verið valdir að brun- anuin, og liún viti um nöfn þriggja þeirra. Fyrir þessum staðhæfingum verður opinber- lega gerð nánari grein í Hol- landi þegar mál liinna ákærðu verður tekið fyrir í réttinum i Leipzig. Níu lögfræðingar, sinn ;frá hverju landi koma þá sam- an í Haag, og þessi nefnd á að ;ranhsaka þau gögn í málinu, sem fram verða borin í Leipzig og einnig þau gögn sem nefndin ■leggur fram. 1 nefndinni verður m. a. enski lögfræðingurinn D. N. Pritt, K. C., Clarence Darrow heimsfrægur lögfr. frá Banda- rikjunum, dr. Branting frá Svi- þjóð, svissneskur dómari, hol- lenskur liáskólakennari í lögum og frægir lögfræðingar fró Spáni, Danmörku og Frakk- landi. „Vér munum sanna“ sagði Katz, að „að eins þjóð- ernisjafnaðarmenn voru valdir að brunanum, og auk skjallegra sannana fyrir þessu muhum vér leiða vitni málstað vorum til stuðnings“. Katz sagði enn- fremur, að hollenskur embætt- ismaður yrði leiddur sem vitni til þess að sanna það að van der Lubbe væri ekki kommúnisti. Telur hann, jægar þetta hefir alt verið gert, verði ekki unt að kveða upp dóminn yfir þeim ákærðu. Göliring og Göbbels áttu hugmyndina að því, að kveikt var í Ríkisþingsbygging- unni, segir Katz, en aðrir sáu um framkvæmdirnar. Klykti Katz út með því, að þeir þrír, sem nefndin vissi nöfnin á og valdir voru að brunanum, væri allir leiðandi menn meðal þjóð- ernisjafnaðarmanna. 'Veðrið í morgun: Hiti í Reykjavík 13 stig, ísa- firði 14, Akureyri 15, Seyöisfirði 13, Vestinannaeyjum 11; Stykkis- ■hólmi 12, Blönduósi 13, Hólum í Hornafiröi 12, Grindavík 11, Fær- eyjum 13, Jan Mayen 7, Angmag- salik 5, Hjaltlandi 13, Tynemoutli 17 stig.' Skeyti vantar frá Gríms- ,ey, Raufarhöfn og Julianehaab. — Mestur hiti hér í gær 15 stig, rninstur 10 stig. Sólskin 1,4 st. Yfirlit: Lægð fyrir suðvestan land á hreyfingu austur eftir. Horfur: Suðvesturland: Allhvass á suð- ■austan. Rigning öðru hverju. Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirð- ír: Suðaustan kaldi. Dálítil rign- íng. Norðurland, norSausturland, AustfirSir : HægviSri í dag, ensuS- austan kaldi í nótt. Úrkomulaust <0g víða»hjartviSri. SuSausturland : SuSaústan gola og síSan k'aldi., Rigning öðra hverju. Kosningarnar. í dag verður taliS í Árnessýslu, Dalasýslu og Vestur-HúnaVatns- Isýslu, en á morgun í Vestur- Skaftafellssýslu, Borgarf jarSar- sýslu, Gullbringu og Kjósarsýslu og sennilega í Skagafjaröarsýslu og Snæfellsness og Hnappadals- sýslu. F imtugsafmæli á í dag frú Halldóra Ólafsdótt- ir frá Meöaldal í Dýrafirði, nú til beimilis á. Framnesvegi 52. Fimtugur verSur á ntorgun Páll Kristinn Jónsson, Syöra Langholti. Samsæti verður Kristmanni Guðmunds- * syni rithöf. haldið i kveðjuskyni á Hótel Borg i dag. Fer Kristmann héðan utan næstkomandi. fimtu- dag. Þeir, sem enn kynnu aS vilja taka þátt í samsæti þessu, geri aövart í síma 2766. Samsrertið hefst kk 7/2. Síra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur, er farinn úr hænum, í sumarleyfi, um nokk- urra vikna tima. Hollenskur prestur, Nygaard að nafni, kont hingað fyrir skömmu ásamt konu sinni. Presturinn er íslandsvinur mikill og hefir um 40 ára skeið horið þá þrá í brjósti aö geta komið hingað til lands og ferSast hér uní. í kveld kl. 9 flytur hann erindi í dómkirkj- unni. Veröur þaS án efa fróðlegt og skemtilegt. Á styrjaldarárunum var Nygaard hermannaprestur og kann frá mörgu aö segja frá þeim árum. Erindið verður flutt á dönsku/ — Allir velkomnir. Knattspyrnumennirnir dönsku fóra suður i Kaldársel á sunnudaginn, en í dag var þeim hoðið til þingvalla. — Þeir hafa, því miður, ekki verið sem hepn- astir meö veður, en skemta sér þó prýSilega. Kappleikurinn í gærkveldi fór þannig, að dönsku knattspyrnumennirnir unnu með 6: c. Gengið í dag. Sterlingspund .....Kr. 22,15 Dollar .............. — 4,65J4 100 ríkismörk þýsk . — 158,66 — frankar, frakkn . -— 26,15 — belgur .......... — 92,85 ■— frankar, svissn . — 128,89 — lírur ............— 35,35 — mörlc, finsk .... — 9,84 — pesetar ..........— 55,77 — gyllini ..........— 268,86 — tékkósl. kr....— 19,88 — sænskar kr.....— 114,44 —norskar kr.......— 111,49 —danskar kr.......— 100,00 ítalska flugið. Þeir, sem hafa reikninga á italska hópflugið hér, eru beönir aö framvísa þeim í dag við Erlend Pétursson á skrifstofu Sameinaða. Alþýðubókasafn Reykjavíkur verður lokað vegna málunar frá og með 18. til og með 21. þ. m. Farsóltir og manndauði í Reykjavík vikuna 25. júní til 1. júlí (í svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 34 (20). Kvefsótt 36 (22). Kvef- lungnabólga 2 (1). Taugaveiki 0 (1). Iðrakvef 26 (10). Tak- sótt 0 (1). Hlaupabóla 4 (1). Ristill 0 (1). Kossageit 1 (0). Munnangur 4 (0). Mannslát 8 (5). — Landlæknisskrifstofan. (FB.). Timburskip það, sem sagt var frá í Vísi í gær, var til Timburverslunar Árna Jónssonar, en ekki h.f. Völundar. Norskt eftirlitsskip er væntanlegt hingað í dag. Skemtiferðaskip, Arandora Star, er væntanlegt hingað í fyrramáJið. Finskt síldveiðaskip koni liingað í morgun til þess að leita sér aðgerðar. Hafði það lent á skeri út af Reykjarfirði og laskast eitthvað. Skip Eímskipafélagsins. Gullfoss fer héðan i kveld á- leiðis vestur og norður. Goða- foss kom til Hull í gærmorgun. Brúarfoss fór frá Leith í gær. Lagarfoss var á Akureyri i morgun. Selfoss fór frá Leith á laugardag. Fákur. Fundurinn i Café Svanur kl. 8,45 í kveld. Útvarpið. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Hádegisútvarp. 16,00 Veðurfregnir. 19.30 Veðurfregnir. 19,40 Tilkynningar. Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Tónleikar: Píanósóló. (Emil Tlioroddsen). 20.30 Erindi: Luzern-ráðstefn- an. (G. Briem, verkfr.). 21,00 Fréttir. 21.30 Tónleikar. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 3 kr., gamalt á- lieit, frá Möggu, 5 kr. frá N. N., 10 kr. frá X, 1 kr. frá konu. Áheit á Strandarltirkju, al’hent af síra Bjania Jónssyni, 5 kr. frá Sigurði Semingssyni. Úskemtilegar iðnaður. Mig liefir lengi langað til að pára nokkrar línur og IiiSja Vísi að koma þeim á framfæri. Eg hefi þó dregiö þetta von úr viti, meSfram vegna þess, aS eg liefi verið að vonast eftir því, að aörir mér færari, yrði til þess að lienda á það, sem eg liefi haft í huga, og tel alveg nauðsynlegt, eins og nú er komið, að tekiS sé til athugunar. Mér er full kunn- ugt, að fjölda margir líta á mál það, sem eg ætla mér liér að drepa á lítilsháttar, sömu augum og eg, Jjó að enginn liafi látið verða af því aö skrifa um þaö, og liafa þó margir haft á orði aS gera þaS. Sá „óskemtilegi iSnaður,“ sem cg á liér við, er kveðskapurinn í blóSu'num. Eins og menn vita, eru blöðin altaf viö og viS að flytja allskonar rímaS mál — eða sem á að lieita rímaS — og eg held aS mér sé óhætt að segja, að það sé langflestum til ama. Þetta er nefnilega alls enginn skáldskapur og oft lireinn leirburbur. Þegar niaður les þessi kvæði, þá vaknar sú spurning í hugan- um, livernig á því muni geta stað- ið, að höfundarnir sé að berja þetta saman. Það er oftast nær svo að livergi vottar fyrir nokkurri skáldlegri liugsun. Alt er hiS aum- asta „flatrím" eins og Einar skáld Benediktsson komst að orði fyrir mörgum árum. Þegar þetta er lcsið, þessi svokölluðu ljóð, setur að mönnum sárustu leiöindi. Menn íara að hugsa um hvernig á því geti staSiö, aS menn sé aS eyöa tíma sínum í það, að lconia þess- um ósköpum saman. Og liugur- inn livarflar til skáldanna, hinna sárfáu verulegu skálda, sem nú eru uppi meS þjóðinni. — Hvar eru skáldin og livar er nú hægt að finna anda sinum Jivild við lestur nýrra og góðra ljóða? Er alt aö kafna i leirburöi og auvirðilegu hnoði andlausra manna? Ein er sú tegund hins svo kall- aða skáldskapar, sem alt annað yfirgnæfir nú á dögum, að því er ráöið verður af blöðunum. Það er cftirmælakveðskapurinn. Því var einu sinni haldiö fram af gáfuöum manni, að eftirmæla- lcveðskapurinn hefbi nokkura sér- stöðu innan ljóSageröarinnar. — Eftirmæli í ljóði væru stundum gerð öðruni til liugarhægðar, og mætti þá ekki gera háar kröfur, er svo bæri undir. Eg get ekki fallist á þessa skoðun. Þeir, sem kunnugir eru eftirmælakveSskap þeirra Bjarna Thorarensens, Jón- asar Hallgrímssonar, Matthíasar Jochumssonar og margra fleiri góðskálda þjóSarinnar aá foniu og nýju, eiga bátt meS að sætta sig við þann eftirmælaskáldskap, sem blöðin birta nú á dögum, jafnvel vikulega. Eg held mér sé óhætt að fullyrða, að langmestur hluti j>ess eftirmælakveSskapar, sem nú er birtur í blöðunum, sé algerlega ósamboSinn minningu þess fólks, sem eftir er mælt. Þegar mikil slys ber að höndum og sorgin lamar á'stvinina, sem eítir lifa, er lítil liuggun í því, aS fá yfir sig dembu af ómerki- legum og andlausum kveSskap, sem ef til vill liangir í því, aS vera nokkurnveginn rétt rímaður, en er gersneyddur allri andagift, snild og mætti til þess, að lyfta hreld- um sálum upp úr niSamyrkri sorga og þjáninga, upp í viðsýni'S — úpp að fótskör guödómsins. — En eg held aS því fari liarla fjarri, að eftirmælakveSskapurinn, eins og hann birtist í blöSunum nú um þessar mundir, geti flutt nokk urri þjáSri sál huggun eða harma bót. Hann er og oftast þannig, aö enginn er neinu nær um þann, sem eftir er mælt, svo að þaS er ekki einu sinni sú myndin á, að nein mannlýsing 'geymist síðari tímum í þessum iönaöi. Eg hirði ekki um, að nefna neina sérstaka liöfunda, og væri það þó innan handar. Hitt er ami- að mál, að vel getur svo fariS, aS ganga verði nokkurú fastara að, eí ekki skipast til batnaSar. Blöðunum er stundum ámælt fyrir þaö, að þau skuli taka að sér að birta hverskonar rímað mál. Eg geri nú ráð fyrir, að minstur hluti þess kveSskapar, sem þeim berst, komi fyrir almenningssjón- ir. ÞaS er auðvitaS leiöinlegt, aö blöðin skuli taka að sér aS flytja allskonar ómerkilegan kveSskap, en mér er nær aS halda, aS þaS sé annað en gaman fyrir þau að losna við þetta kvæða-fargan. Reglan mun vera sú, bæði hér á landi og annarsstaðar, að því getu- minni sem ljóSasmiSurinn er, þess fastara sæki liann aö koma kvæð- um sínum á prent. Góðskáldin liirða ekki um að rjúka í blöðin meS kvæði sín og gæti þó veriö fengur í slíku. T. d. liefir sagt mér vel metinn blaðamaður, að Þor- steinn heitinn Erlingsson og Ein- ar Benediktsson hafi veriS mjög tregir til þess, að láta blöSin fá Jcvæði sín til prentunar, jafnóöum og þau uröu til. — Venjan mun vera sú í öllum listgreinum, að þeir sem minst geta, eru ákafast- ír í þaö, aö láta sem mest bera á sér. Btlferðir til Borgarfjarðar. Frá Reykjavík alla fimtu- daga, en til Reykjavíkur alla miðvikudaga. Viðkomustaðir: Hreðavatn, Arnbjargarlækur, Norðtunga, Reykholt o. fl. Ódýr fargjöld. Upplýsingar og afgreiðsla i Reykjavík lijá Ferðaskrifstofn Islands Ingólfshvoli. Sími 2939. GERI UPPDRÆTTI af aUskonar húsum. — Þorleifur Erjólfuea, húsameistari, Öldugötu 19. Eg læt nú staöar numiö og biö Vísi fyrir þessa ritsmíö mína. Eg geng þess ekki dulinn, aÖ henni muni allmjög ábótavant, en trey-sti því hins vegar, aö blaSið lagi hana i hendi sinni og birti síðan við fyrstu hentugleika. a.+b. ísland í erlendum blööum. Grimsby Evening Telegraph, Glasgow Herald, The Scotsman í Edinborg, The Board of Trade Journal, London, The Times, London o. 111. fl. bresk blöð hafa birt greinir um bresk-íslensku samningana, flestar stuttar — aö éins skýrt frá aðalefni sanming- anna. — í The Northem Daily Telegrapli þ. 1. júlí birtist grein, sem lieitir „Heat in Harness", eft- v E. R. Yarham, F. R. G. S. — Höf. gerir þar nokkura grein fyrir lielstu framförum hér á landi á síðari árum. Getur þess 111. a., að memi (þ. e. Bretar) gleymi þvi oft að ísland sé ekki lengur lijá- lenda Danmerkur, lieldur sjálf- stætt konungsríki. „Höfuðlxirg ís- lands og aðsetur ríkisstjórnarinn- ar.er Reykjavík, sem hefir 30,000 íbúa. Þar eru, auk dómkirkju, helstu skólar, háskóli mentafélög og fjöldi sölubúða, sem mundu margar sóma sér vel i sjálfri Lundúnaborg.“ Höf. getur einnig um tvo höfuðatvinnuvegi íslend- inga, fiskveiðar og landbúnað, en aðalefni greinar hans er um beisl- un jarðhitans liér á landi og ráða- gerðir í því efni. Yfirleitt fer höf. rétt með, en hann hefir þó — eins og fleiri útlendingar, sem skrif- að Jiafa um þetta efni, lagt trún- að á það, að einn liðurinn í áform- unum um aukna notkun jarðhit- ans hér á landi, sé að „nota neðan- jaröarhitann úr Ileklu, frægasta eldfjalli á íslandi“ o. s. frv. Að öSru leyti er rétt meS fariö og komið viöa viS og greinin er skrif- uö af nijög hlýjum hug til Iands og þjóSar. (F.B) Erlendar fréttir. Moskwa, 29. júní. United Press. - FB. Astandið i borgunum hefir að undanfömu batnað mikið að því leyti, að fleiri matvælateg- undir eru nú fáanlegar en áður var og einnig gpta menn nú fengið meira af flestum hinna einstöku matvælategunda, Enn- fremur er nú liægt að fá vefn- aðarvöru til klæðagerðar, að þvi er virðist eftir þörfum við- ast, í rússneskum borgum. Þessi framför, ásam t því, að hagur manna batnar að jafnaði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.