Vísir - 25.09.1933, Blaðsíða 2

Vísir - 25.09.1933, Blaðsíða 2
V í S I R Hin margeftirspurðu Gipðinganet 68 og 98 cm., eru nú komin aftur. Enn fremur GADDAVÍR, ca. 350 mtr. í rl. Sléttur vír og Járnstólpar. Sími: 1-2-3-4. ímskeyii —s-- London, 25. sept. United Press. - FB. Frá írum. Roscommon, varaforseti Sameinaða írlandsflokksins hélt ræðu í gær og lýsti því yfir, að þegar flókkurinn kæmist til valda yrði það fyrsta hlutverk hans að hefja samningaumleit- anir við bresku stjórnina um fjárhagsdeilumálin, en einnig um endurskoðun annara samn- inga, t. d. yrði lagt til, að feld yrði úr samningum skuldbind- ing um það, að írland skyldi vera innan Bretaveldis, því að írar ætti að velja sér stöðu inn- an þess af frjálsum vilja. Stokkhólmi i se]>t. United Press. - FB. Frá Svíþjóð. Hagnaður af rekstri ríkisjárn- brautanna sænsku varð í júnímán- uði síðastl. 1.800.000 kr., en var 500.000 kr. á sama mánuði 1932. Bókapfpegn, Davíð Stefánsson frá Fagraskógi: í bygðum. Kvæði. — Útg. Þ. M. Jónsson. Akureyri 1933 Sennilega verbur ekki um það cíeilt, að þau ljóðskáld íslensk, er framkomu á ip.öld og í byrjun yf- irstandi aldar, ihera yfirleitt höfuð og herðar yfir nútíðarskáldin, að undanteknum þeim, sem í rauninni teljast til 19. aldar skáldanna að nokkuru, svo sem Einar Benedikts- son og fleiri. Með þessu er ekki verið að gera tilraun til þess, að gera gömlu skáldunum of hátt undir höfði, né heldur rýra gildi nútíðarskáldanna ungu. En það verður að segja hverja sögu eins og hún gengur. Nútíðarskáldin, sem eg kalla, þau sem fram hafa komið á þessari öld, hafa ekki eins mikið til brunns að bera og gömlu skáldin, en þar fyrir geta þau vit- anlega mörg verið góð fyrir því. En það er mikill munur á því, að vera gott skáld og afburðaskáld, eins og þeir voru t. d. Jónas, Bjarni, Grímur, Matthías og Einar Benediktsson, svo að nokkurir séu nefndir af mörgum, sem að vísu væri fyllilega jafn néttmætt að nefna í þessu ■ sambandi. Af nútíðar skáldunum er Davíð Stefánsson langsamlega glæsileg- astur allra, enda eru vinsældir. hans með afbrigðum, og hann er sann- ast að segja vel að þeirn kominn. Menn eru á misjafnri skopun um skáldin og verk þeirra, eins og hvað annað, en eigi getur þeim er þetta ritar, blandast hugur um, að jafnvel Davíð Stefánsson, sem menn munu efalaust alment telja glæsilegastan nútíðarskáldanna, fái ekki staðist samanburð við gömlu skáldin. Kvæði Davíðs eru létt, lipur mörg, og sum snildar fögur, þýð og yljandi, en þess gæt- ir mjög, að hann skortir þrótt. Þaö er stundum eins og hann hirði ekki um að kafa eins djúpt og liann gæti. Hann á ekki alvöru- þunga mikilmennisins, en hann á hinsvegar flesta kosti góðskálds- ins. Hann yrkir létt og lipurt oft- ast og yrkisefnin eru fjölskrúðug. Davíð gengur sínar götur og yrkir um það, sem fyrir augun 'ber. Hann er athugull og skilningsgóð- ur, hann á ríka fegurðarþrá og samúð og hann skilur meðbræður sína og systur og alt þetta kemur skýrt fram í ljóðum hans. Þessi nýja bók Davíðs mun vera 6. bókin, sern hann gef- ur út. Hann hefir því ort mikið og hann er enn ungur maður. Eigi skal farið út í neinn samanburð hér á þessari liók hans og hinum fyrri, því að til þess skortir rúm. En sennilega er það sanngjarn dómur, að hún sómi sér vel við hlið hinna, því að í henni eru mörg góð kvæði, sem fyllilega jafnast á við bestu kvæðin í hinum bókun- um, en mjög vafasamt, að þessi nýja bók geymi nokkurt kvæði, sem skari fram úr bestu kvæðun- um í eldri bókunum. Ljóðabók þessari mun vafalaust verða tekið fegins hendi af öllum sem ljóðum unna, þvi að hún er þeim fengur, þótt höfundurinn auki ekki við landnám sitt í henni. Hin mörgu góðu kvæði, sem í henni er að finna, munu hinsvegar enn treysta vinsældir skáldsins. Bókin hefst á kvæðaflokkinutn „Að Þingvöllum 930—1930“. Það er snjalt kvæði á köflum, en annars stenst það, né önnur Þingvallakvæði 1930, engan samanburð við kvæði þjóðskáld- annn 1874. „Bárnið í þorpinu“ er snildar- kvæði og fyllilega sambærilegt við bestu kvæðin, sem höf. hefir áöur ort. Ljóð þetta um sveininn, sem „.... hefir alla auön og sorg í augunum á sér“, 'ti munu fáir lesa án þess að hrærast tii meðaumkunar og vakna til aukins skilnings á kjörum þeirra, sem örlögin leika grátt. Það er göfugt skáld, sem. skilur sál auðnuleysingjans og kann að draga upp skýra rtiynd í ljóði, sem þannig yrkir: „í gömlum tötrum gengur hann um grjót og freðið hjarn. Eg sé hann hrasa við og við og velta um stein og skarn. Hann einn piá læra allra synd, en er ]>ó lítið barn.“ J Kvæði höf. „Kirkja fyrirfinst engin“ og „Sálin hans Jóns míns“ hafa tekist heldur vel, en þau kvæði og mörg önnur hrifu mig ekki. Kvæðin um olnbogabörn mannlífsins, myndirnar, sem skáld- ið dregur upp af þeim, sem við lifum og hrærumst með, oft án þess að finna til með þeim, eru }>au, sem eru sonnust og best. Tökutn t. d. kvæðið „Lofið þreytt- um áð sota". „Þú sást hann ganga i gömlum flikum heim og gamalt brauð í hliðarstræti kaupa. Þú sást hann láta blítt að börnum þeim, sem berfætt móti föður sínum hlaupa. Hann mælti fátt, en horfði á hópinn sinn, Sú höncl var snauö, sem vildi miðla gjöfúm. Tvö yngstu börnin bar hann þreyttur inn og þjálkahurðin gisna féll að stöfum“. Skáld, sem þannig yrkir, er gott skáld, og við lesturinn kviknar von og ósk um, að slikt skáld megi enn stækka og þroskast og eigi eftir að verða mikið skáld. A. Veðrið í morgun. Hili í Reykjavík 11 slig, ísa- firði 18, Akureyri 11, Seyðis- firði 10, Vestmannaeyjum 10, Grímsey 9, Stykkisliólmi 11, Blönduósi 9, Raufarhöfn 10, Hólum i Ilornafirði 9, Grinda- vík 11, Færeyjum 9, Juliane- haab 1, Jan Mayen 6, Tyne- mouth 14, Kaupmannahöfn 14 stig. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 9 stig. Úrkoma 23.2 mm. Yfirlit: Lægð yfir Grænlandsliafi á hreyfingu norðaustur eftir. Horfur: Suð- vesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður, Vestfirðir, Norðurland: Sunnan kaldi og rigning, en gengur í suðvestur með skúr- um í nótt. — Norðausturland: Sunnan g'ola. Sumstaðar dálítil rigning. Austfirðir, suðaustur- land: Sunnan og vestan kaldi. Rigning. FornritafélagiO. Egils-saga Skalla-Grímssonar fæst nú í bandi. Verðið er: heft kr. 9,00, í skinnbandi kr. 15,00, 17,50, 20,00. Bökaverslnn Sigfnsar Eymnndssonar. (og Bókabúð Austurbæjar BSE, Lv. 34). Yerölækkun: Matarstell, 7 leg. 6 m., frá 17.50 Matarstell, 6 teg. 12 m., frá 30.00 Ivaffistell, 28 teg. 6m., frá 10.00 Ivaffistell, 19teg. 12 m., frá 16.50 Ávaxtastell, 26 teg. 6 m., frá 3.75 Avaxtast., 18 teg. 12 m., frá 6.75 Mjólkurkönnur, ótal teg., frá 0.60 Sykursett, margar teg., frá 1.35 Diskar, afar margar teg., frá 0.30 Kökudiskar ýmiskonar, frá 0.50 Skálar margskonar, frá 0.25 Bollapör, 44 teg. postulín, frá 0.50 Borðhnifar, rvðfríir frá 0.80 Skeiðar og Gafflar, 2ja turna, 1.85 Skeiðar og Gafflar, ryðfrítt, 1.00 Dömutöskur,ekta leður, frá 9.50 Vekjaraldukkur ágætar, frá 5.00 Aldrei liefir úrvalið hjá okkur verið eins mikið og nú eða verð ið eins lágt. K. Einoo I ino. Bankastræti 11. sendiherrans o. fl„ var málað „Nið- ur me'ð Hitler", „Ni'ður með naz- ismann“ o. 's. frv. — Munu fáir efast úm, hvaða „hetjur“ hafi ver- ið hér a'ð verki. Dórnur Teofani Cigarettur 20 stk. 1.25. ÁLAFOSS- REYKIR Ferðir oft á dag B. S. R. Sími: 1720. Áttræð verður á morgun frú Guðr.ún Teitsdóttir,móðir Júlíusar Júliníus- sonar skipstjóra á Bráarfossi. Hún dvelur á Elliheimilinu. Dráttarvextir. Athygli skal vakin á auglýsingu bæjargjaldkera hér í blaðinu í dag um dráttarvexti af útsvörum. Hjónaefni. Trúlofun sína opinberuðu í Kaupmannahöfn í gær ungfrú Bengta Andersson og Kristján Grímsson, spítalalæknir í Odense. Kommúnistar hafa látið svo að undanförnu sem nú ætti til skarar að skrí'ða í baráttunni gegn „auðvaldinu“ og „nazismanum", og stóð miki'ð til í gær, en eins og fyrri daginn varð ekki neitt úr neinu, nema aÖ for- sprakkarnir héldu stórorðar ræður. Þegar á átti að herða, þorðu þeir eða liðsmenn þeirra ekki að fara í kröfugöngu þá, sem áformuð var. Hófst fundur kommúnista í Iðnó kl. 4 e. h. í gær og stóð alllengi. A8 þeim fundi loknum stóð til, að far- ið væri í kröfugöngn til bústaðar þýska sendiherrans og víðar. En lögreglan hafði viðbúnað til þess að koma í veg fyrir, að kommún- istar færi í heimsókn þessa, og er ]>að barst „rauða liðinu“ til eyrna þorði enginn neitt! — í fyrri nótt, kl. 4—6, áður en bjart var orðið, voru þó ýms ,,arferk“ unnin hér í bæ. Á nokkur hús, meðal annars hús Ólafs Thors alþm., hús þýska er nú fallinn í máli því, sem hö'fðað var gegn Einari Einarssyni, fyrrum skipstjóra á Ægi, út af ó- nákvæmni í bókun o. fl„ er togar- inn Belgaum var tekinn og sakað- úr um landhelgisvei'Öar árið 1930. Hefir Garðar Þorsteinsson hrm„ haft máíið til rannsóknar og dóms- áleggingar. Geklc dónuir í því' núna fyrir helgina og var Einar dæmdur í 500 kr. sekt og til þess að greiða kostna'ð sakarinnar. Voru brot hans heimfærð undir 41. gr. siglingalaganna og 144. sbr. 145. gr. hegningarlaganna. Einar Ein- arsson hefir óskað þess, aÖ málinu verði skotið til hæstaréttar. Skipafréttir. Gullfoss er á leiÖ til Kaup- mannahafnar frá Austfjörðum. Goðafoss er væntanlegur hingað á morgun a'Ö vestan og norðan. Brú- arfoss er væntanlegur til Vest- mannaeyja kl. 6—7 e. h. í dag. Dettifoss er í Hull. Lagarfoss kom til Leith í morgun. Selfoss er á leið til Rotterdam. —- Færeysk skonn- orta kom frá Grænlandi aðfaranótt sunnudags. Hafði fengið 85.000 fiska. Skipið er fari'ð hé'ðan áleið- is til Færeyja. Einn skipverja, sem var veikur, var skilinn hér eftir. — Enskur botnvörpungur kom inn i morgun til þess að leita sér að- gerðar. — Lyra kom í dag kl. 11 fyrir hádegi. Hljómleikar og erindi. Kirkjunefnd dómlcirkjusafnað- arins gengst fyrir þvi, að haldnir ver'ði hljómleikar og erindi flutt í dómkirkjunni kl. 8Vh í kveld. Er- indið flytur Ásmundur Guðmunds- son docent, en hljómleikaná annast Pétur Jónsson óperusöngvari, Þór- hallur Arnason, Eggert Gilfer og Þórarinn Gu'ðmundsson. Aðgöngu- mi'ðar kosta að eins 1 krónu. Alt, sem inn kemur, gengur til þess að skrevta og fegra kirkjuna. — Mun Nytt úpval af Kvenvetrarkápnm var teklð upp í gær. Ennfremur míkið úrval af Kvenregnkápum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.