Vísir - 13.12.1933, Qupperneq 6
Mfðvikudaginn 13.: des. 1933.
VlSIR
eigi at5 heita „Vargakjaftar". ÞaS i
sakar víst ekki, að menn fái að vita j
þetta, og er þess a'ð vænta, a‘ð hann \
komi þessum verkum sínum á fram-
færi bráðlega.
Að lokum skal hér birt eitt er-
indi, valið af handahófi, sem sýnis-
horn af kveðskap höfundarins:
Hefjum merkið hátt.
Horfum vori mót. —
Herði hugans rnátt
harmsins öldurót.
Ljómi lifsins borg.
— Lýsi æfistig. —
Jafnt í sælu og sorg
sólin blessi þig.
Erleniar fréttir.
London í des. —- FB.
Viðskiftabati í Lancashire.
Hvergi á Bretlandseyjum hef-
ir atvinnuleysi verið meira en í
Lancasliire á undanförnum ár-
um. Eftirspurnin eftir baðm-
ullarvörum hafði minkað rnjög
mikið, sumpart vegna harðn-
andi samkepni frá öðrum þjóð-
um, aðallega Japönum, en einn-
ig vegna ókyrðarástands þess
sem verið hefir á Indlandi og
fleiri löndum. Fyrrum var
mikill markaður fyrir breskar
baðmullarvörur í Indlandi, en
til allra þessara landa liefir út-
flutningur á baðmullarvörum
ininkað að miklum mun. Nú er
þó svo komið, samkvæmt
skýrslum sem nýlega voru birt-
ar, að viðskiftaliorfurnar, að
því er Lancashire snertir, liafa
batnað að verulegum mun. Frá
því í byrjun yfirstandandi árs
hefir atvinnuleysingjum á iðn-
aðarsvæði þvi, sem alt Lanca-
shire telst til, fækkað um ná-
lega 100,000. Mánuðina júní,
júli og ágúst fækkaði atvinnu-
leysingjum í baðmullariðnaðin-
um um 35,000. Sérfróðir menn
í þessum greinum fullyrða, að
horfurnar í Lancashire séu nú
betri en nokkuru sinni á und-
anförnum árum. Viðskiftabata
er eigi að eins um að ræðar í
baðmullariðnaðinum, lieldur og
í stál-, kola- og hyggingaiðnuð-
unum. Eftii'spurn eftir ensku
gervisilki er rnjög að aukast, en
það er framleitt í Lancashire
nú. Fjöldi verksmiðja hefir
fengið svo miklar pantanir, að
þær liafa vinnu lianda verka-
fólki sínu um margra mánaða
skeið. Þó er ótalið það, sem eigi
er minst um vert, að í Lanca-
shire og víðar í landinú eru
nýjar iðngreinir stöðugt að
koma til sögunnar.
Jaffa
appelsínup.
VersL Visir.
TIiop Jensen
70 ápa.
Fagur hróöur fer ei látt
fjörs um stundir þínar.
HeiöursmaSur heyra mátt,
hjartans þakkir mínar.
Veröld þó að virðist körg,
vinsemd einatt bíði,
fyrir afrek fjölda mörg
færðu þökk hjá lýði.
Þráfalt yrði ei þraut til meins
þungum lífs á hlyni,
vér ef marga ættum eins
íslands kæra vini.
Uns fer þitt enda fagurt líf,
firrist öllum hörmum,
guð þig blessi, börn og víf,
beri á sínum örmum.
Jens J. Jensson.
I
Augnstine Birrel
kunnur enskur stjórnmálamað-
ur og ritliöfundur lést í nóvem-
berlok. Hann var fæddur 1850
og stundaði lögfræðinám i
Cambridge. Komst hann hrátt
á þing og þótti snjall og fynd-
inn ræðumaður. Hann var
mentamálaráðherra 1905—1907
og níu árin þar á eftir hafði
liann írlandsmálin með hönd-
um, þegar mikill vandi og meiri
en nokkuru sinni var með þau
mál að fara. En Birrell er kunn-
ari sem rithöfundur en stjórn-
málamaður. Hann var hinn
mesti ritsnillingur, eins og rit-
gerðasafn lians „Obiter Dicta“
her vitni um og ekki síst sein-
asta bók lians „Et cetera“, birt
1930.
(Úr blaðatilk. Bretastjórnar).
Gúmmístimplar
eru búnir til í
Félagsprentsmiðjunni.
Vandaðir og ódýrir.
iiiiHiinmnnininmiinmnnaim
IWI'l'lÍII.-WWMgWBir^MIIIIII llllllllil ll■llll■ !■
Húsmæðor!
Gleymið ekki, þegar þið kaup-
ið í matinn, að biðja um
8VANA-
vltaminsmjörlfki
því að rannsóknir hafa sannað,
að það inniheldur A-vitamín
(fjörefni) i stórum stíl — og
er þess vegna næringarríkara
en annað smjörlíki.
iimmiiiiimimiiiiiiiiiiiiimmii!
Ný bók.
Sögur handa börnum og unglingum. Sr. Friðrik Hallgrímsson
safnaði, 3. hefti (1. hefti kom út árið 1931, — 2. hefti árið
1932). Verð ib. kr. 2,50. Fæst í bókabúðum
Bókaverslnn Sigf Eymnndssonar
og í Bókabúð Austurbæjar B. S. E. Laugavegi 34,
Atbugið I
Það færist meir og meir í
vöxt, að hinir svo nefndu gler-
augna „Expertar“ framkvæmi
mælingar og rannsóknir á sjón-
styrkleika augans og sjóngöll-
um, sem orsakast af skökku
ljósbroti í auganu.
Svo er það í Danmörku, þar
getur fólkið fengið augun rann-
sökuð ókeypis.
Til þess að geta sparað við- ]
skiftavinum vorum mikil út-
gjöld, framkvæmir gleraugna
„Expert“ vor þessa ókeypis
rannsókn, og segir yður hvort
þér þurfið að nota gleraugu og
af hvaða styrkleika þau eiga að
vera. —
Viðtalstími kl. 10-12 og 3-7.
F. A. THIELE
Austurstræti 20.
*/w>rvr vrsrvrvr vrvrvrvr srvrvrvr srsrsrsr srs rsrs rsr
iwiwn rsrsrsrs rsisrsrs iwwwi rs/srsrs isr srsiSrs
Allir, sem vilja gefa
vandaðar jólagjafir,
eiga fyrst og fremst
erindi í
Sportvöruhús Reykjavíkur
BifreiðastOðin
Hekla
hefir ávalt til leigu 5 manna
bifreiðir í bæjarkeyrslu frá kl.
8 f. h. til kl. 4 á miðnætti. — Ef
ylckur vantar bíl þá hringið í
Síma: 1515.
MILLENNIUM
mMjL HVEITI MÆjL
þarf ekki meðmæli — talið við þá
sem nota það.
Fæst í ðlinm matvðrnverslnnnm.
Höfum fyrirliggjandi í heildsölu nokkrar
tegundir af ágætum og mjög ódýrum
spilum.
Jóh. Úlafsson & Co.
Hverfisgötu1 18,
Reykjavík.
Sími 1630.
fictaisk fáfaitftttiffttit og íihttt
34 Jb imi, t300
Jólin eru í nánd!
Því er best að koma sem fyrst til okkar með þann fatn-
að, sem þér þurfið að láta hreinsa, pressa eða lita fyr-
ir jólin. Hreinsum fatnað á einum sólarhring. Hjá
okkur er reynslan mest og skilyrðin best.
Sækjum.-----Sendum.
HERFERÐ SVÖRTU STJÖRNUNNAR.
tíma til óþarfa. Því nú gat bófinn og fylgifiskar hans
þegar veriö komnir alt í kringum Branninton-höllina.
Ef til vill voru þeir þegar farnir að ræná skartgripunum
af konunum, og deyfa mennina, sem þeir ætlu'Su sér að
nerná á þrott og búa sig undin aö flytja þá burt meö sér.
Muggs skreið fram með veggnum eins og skuggi, meö
járnið reitt, og1 í áttina til varðmannsins.
Hann átti ekki eftir nema tvo faðma að honum, þegar
hann sá kvikna á eldspýtu. Muggs gat séð, að maðurinn
hélt henni í lófa sínum og var að reyna að kveikja sér i
vindli. Muggs tók undir sig stökk mikið, og járnstöng-
in reið gegnum Ioftið og hitti þar sem henni var ætlað.
Muggs heyrði aðeins kumra lítið eitt í manninum, en svo
lá hann eins og dauður.
Muggs hljóp nú gegnum húsagarðinn. Hann hafði
ákveðið að eiga ekkert við hliðið, því að þar gat verið
annar varðmaður. Hann stökk til, komst upp á girðing-
una en átti það þó á hættu, að rafmagnsstraumur væri
í henni, en fann þegar, að svo var ekki. Augnabliki síð'-
ar var hann niðri' á götunni.
Muggs hafði aldrei neinn hlaupari verið en nú hljóp
hann. Hann þeyttist upp eftir götunni með olnhogana við
síðurnar, höfuðið fram, hrasaði og hnaut yfir ósléttu
götusteinana, en honmn miðaði vel áfram. Engin mann-
skepna var á götunni og enginn vagn sýnilegur. Þetta
var gamalt verksmiðjuhverfi langt niður með ánni, þar
sem ekkert var til að hæna fólk að. Þar voru ekki nema
fáein götuljós, mjög strjál.
Muggs var yfir sig kominn af mæði, en hljóp samt
áfram. Hjarta hans barðist, hann hafði hlaupasting og
átti erfitt um andardrátt. En liann komst fyrir næsta
götuhorn og hélt hlaupinu áfram.
Skyldi hann nokkurntíma ná í símasamband ? Eða lög-
regluþjón? Var enginn í þessum borgarhluta, sem gæti
hjálpað honum? Hann hljóp fram hjá hverju húsinu á
fætur öðru, og leitaði að einhverju ljósi, einhverri skugga-
legri knæpu, eða yfirleitt einhverjum stað, þaðan sem
hann gæti komist í samband við lögregluna. Hann var
farinn að Örvænta og fann, að hann gat ekki haldið
miklu lengur áfram. Alt í einu sá hann ljós íyrir framan
sig, og fyltist nýrri von. Fyrir framan sig sá hann, aö
voru dyrnar á einum vagnskúr strætisvagnafélagsins.
Másandi og uppgefinn, slagaði Muggs inn um dyrnar
og komst inn í skrifstofuna. Nokkrir vagnaverðir og
ökumenn stukku upp úr sætum sínum og þutu til hans.
— Símá — fljótir — lögregluna! — stundi Muggs.
Hann sá símatól á veggnum og komst þangað. við ill-
an leik. Hann reif heyrnartólið niður af króknum og
fór að kalla á númerið. Einn vagnstjórinn reyndi að tala
við hann og annar reyndi að koma i veg fyrir, að hann
notaði áhaldið, fyrri en hann segði erindi sit. Muggs
rétti út fótinn og sparkaði honum frá sér.
— Lögreglustöðina, öskraði hann í símann. — Er þetta
lögreglustöðin ? Gefið nu)r lögre'glustj órann dafarl,aust
Þetta er Muggs. Já, Muggs. Eruð það þér, lögreglustjóri ?
Er hr. Verbeck þarna? Það er Muggs. Já, eg var að
sleppa út. Svarta stjaman og lið hans ætlar að ræna
höll hr. Richard Brannintons í kveld — taka gimsteinana
og ræna fínu mönnunum....... ,
Muggs seig hægt upp að veggnum.
Orð hans höfðu eins og hleypt rafmagni í strætisvagna-
mennina. Þeir reistu hann við og einn þeirra hélt sam-
talinu áfram, og sagði hvað skeð hefði, en fann fljóttj
að enginn var hinumegin. Lögreglustjórinn hafði þekt
rödd Muggs og það nægði.
Mennirnir skvettu nú vatni framan í Muggs og hann
tók andköf og settist upp. Þeir hjálpuðu honum að belck
til að sitja á, meðan hann var að ná andanum, og hann
greip um brjóst sér þar sem hanu verkjaði, og reyndi
eftir bestu, getu að hressa sig við aftur.
— Eg verð að komast þangað, stundi hann.
— Hvert? spurði einn maðurinn.
— Hús Richard Brannintons í West End.
— Bíllinn verkstjórans er þarna úti, sagði einn' maður-
urinn, — hann lofar okkur að taka hann. Eg þarf ekki
að vinna næsta klukkutímann, svo það dugár ef við
flýtum okkur. Komið þið!
Hann hljóp út á götuna ogMuggs slangraði á eftir hon-
um. Hann steig upp í litla vagninn. Strætisvagnamaður-
inn setti hann i gang og stökk upp við hlið Muggs.