Vísir - 04.01.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 04.01.1934, Blaðsíða 3
VlSIR Dobbelman DErD handsápan er perla allra notenda. Heildsölubirgðir: S. Árnason & Co. Sími: 4452. orð nornanna i upphafinu á Macbeth: Ljótt er fagurt og fagurt ljótt, flögrum i sudda, jjolai og nótt. IJrfellingarnar úr kvæðum J. H. Svo sýnist sem mest af því, sem felt hefir verið burtu, séu kvæðin, sem vanalegum lesanda þótti heldur lýta kvæði Jónasar Hallgrimssonar. Ivvæði, sem hann liefir gert að gamni sínu, og aldrei liefir verið ætlað út fyrir dyr lians. Líka eru látin vera utan úrvalsljó'ðanna kvæoi sem mætti kalla afbiýðiskvæði, og sum kvæði um einstaka menn. Anægjulcgt er, að felt er úr Ijóðunum „Skraddaraþankar um kaupmanninn“, sem Jón Hjaltalín landlæknir sagði mér, að væru eftir sig. „Þeir hafa fundið það í blöðum Jónasar, og haldið, að það væri eftir hann“, sagði dr. Jón Hjaltalín. Hver maður, sem les kvæðið, finnur, að á þvi er alt annar blær en kvæðum J. H., og að kvæðið er frá eldri menningu en Jónasar, og kveðið sterlct og fast um einokunarholumann á útkjálka, sem Jónas hefir tæp- ast þekt. Kváeðin ljúfu, þýðu. Svo koma þau „kvæðin ljúfu þýðu“, sem Hannes Hafsteinn kallaði. Þau eru meira en'ljúf og þýð, því að þau eru viðreisn íslenskrar ljóðlistar. J. H. byrj- I ar aftur ]>ar, sem Eddukvæðin enduðu. Svo koma öll föður- lands- og frelsiskvæði Jónasar, eins og þau verða að eins gerð meðan frelsið roðar fjöllin í morgungeislum sínum, og ald- | rei verða ort eins siðar. Svo koma kvæðin, þar sem hann er farinn að hallast að Heine, þá þýðingarnar eftir Heine og fleiri. Erfiljóðin.eftir þrjá bestu vini hans, Tómas Sæmundsson, ' Bjarna Tliorarensen og Þor- stcin Helgason. Það má segja um mörg kvæði Jónasar, að þau hafi fylt æskulýðinn með guð- móði, fullorðna með aðdáun og gamla menn með unun yfir öll- um þeim gullmálmi, sem Jónas gróf upp úr islenskri tungu fyr- ír hundrað árum. Frá þvi að Jónas orkti Ferða- lok, nýorðinn stúdent, og þang- að til hann yrkir síðustu vísuna x Söknuður á síðustu Hafnarár- um sínum, hefir æfi hans ver- íð óslitinn ástarharmur, sem gerði hann að ódauðlegu skáldi. ( Baráttan við rímurnar. í Hulduljóðum, þar sem Jón- as situr hjá Huldu, sem býr undir fossinum, hjá hinni sól- fögru mey, sem annast gróður- inn á jörðunni og dauðinn aldrei sá, og Eggert ólafsson stignr ungur og hetjulegur upp úr liafinu til að lita eftir blóm- gróðri, lands og búnaðar liátt- um, þar getur Jónas ekki stilt sig að tala um rimurnar, Egg- ert Ólafsson var líka skáld, og mun vilja sjá hvað landinu líð- ur í þeim efnum, Jónas segir þar: Gleymd eru lýðnum landsins fornu kvæði; leirburðar stagl og holtaþoku væl fvllir nú breiða bvgð með aum- legl þvaður; bragðdaufa ríntu þylur vesæll maður. Áður hafði hann skrifað rit- dóm um rírnur Sigurðar Breið- fjörðs í Fjölni, og vakið andúð á móti sér. En hann var að hefja viðreisn íslenskrar ljóð- listar og þoldi ekki að heyra leirburðarstagl og holtaþoku væl. En svo kemur það, sem er lítt skiljanlegt. Rimnakveð- skapurinn þagnar eins og fuglasöngur um vornótt, en fer- liendurnar hfa, livenær sem þær eru vel kveðnar. Maður gengur undir manns hönd til að lífga við rimurnar.. Flest stærstu skáld landsins gera sitt til þess. Einar Benediktsson gefur út úrval af rimurn Sig- urðar Breiðfjörðs. Benedikt Gröndal vrkir Göngu-Hrólfs rímur, Grimur Thomsen yrkir rimur af Búa Andríðssyni, en rímurnar eru dauðar og verða ekki vaktar upp aftur. Hvernig stendur á þessu spurði eg út- gefandann að Úrvalsljóðunum. „Rímurnar eru þáttur úr gam- alli menningu, nú eru reyfar- amir komnir í staðinn“, sagði hann. Það minti mig á eftir- mæli Snorra eftir Hákon jarl. En það bar mest til (að Há- koni mishepnaðist), að þá var sú tið komin, at fyrirdæmast skyldi blótskapurinn og blót- mennimir..........“ Snyrtileg útgáfa. Útgáfan er snotur og vel frá henni gengið. Hún er i skinn- bandi með gyltri rós frarnan á. Svo hefi eg séð útgáfu af kvæð- um Edvards Lembcke. Letrið skýrt og frágangur er hinn besti. Prentvillur hefi eg fund- ið í bókinni, en þær munu vera mjög fáar. Á fyrra titilblaðinu eru þetta kölluð „Úrvalsljóð I“, enda er svo fyrir ætlað af út- gefandanum, að úrvalsljóð fleiri skálda fari á eftir. Brot- ið er handliægt 12 blaða brot. Þegar greindar- og gáfukona sá bókina á borðinu hjá mér, sagði hún alveg ósjálfrátt: „Þessa bók væri gaman að eiga.“ Indr. Einarsson. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík i stig, íafirði - 2, Akureyri o, Seyðisfirði o, Vestmannaeyjum o, Stykkishólmi o, Blönduósi — i, Raufarhöfn Grindavík — i, Færeyjum 4, Julianehaab — 14, Jan Mayen — 3, Angmagsalik — 11. Mestur hiti hér í gær 3 stig, minstur — 2, Úr- koma 0,2 mm. Yfirlit: Djúp lægð fyrir suðaustan land á hægri hreyfingu norðaustureftir. Horfur: Suðvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður: Norðan kaldi. Þurt og víða bjart veður. Vestfirðir, Norð- urland: Norðan og norðaustan kaldi. Sumstaðar éljagangur. Norðausturland, Austfiröir: Ail- hvass norðaustan i dag, en hægari i nótt. Snjókoma. Suðausturland: Allhvass norðan og sumstaðar snjókoma í dag, en hægari og létt- ir til i nótt. Leikfélagiö sýnir „Mann og konu'' i kveld kl, 8 í Iðnó. Aðsókn að leiknum hin besta. Menn eru beðnir að» sækja pantaða aðgöngumiða fyrir kl. 4 dagimi sem leikið er. Annars verða þeir seldir öðrum. líeimdallur seldur. Stjórn sambands ungra sjálf- stæðismanna hefir nú selt SigurÖi Kristjánssyni ritstjóra blaðið „Heimdall," frá áramótum að telja. Er ungum sjálfstæðismönnum þvi rekstur og útgáfa blaðsins óvið- komandi hér eftir. Vatnsveitan. Athygli skal vakin á augl. hæjarverkfræ'ðings, sem birt er í blaðinu í dag. Er tilkynt i aug- lýsingu þessari, að framvegis megi búast við, að lokað verði fyrir vatnið frá kl. 2—5 e. h. i þeim hluta austurbæjarins. sunnan Laugavegar, sem venju- lega verður ekki fyrir vatns- skorti. Menn em ámintir um að taka ekki frá rneira vatn en nauðsynlegt er. Pétur Sigurðsson, Vesturgötu 51 A, verður sex- tugur í dag. 50 ára varð þ. 1. jan. ekkjan Jónína Sigríður Jónsdóttir, til heimilis á Frakkastíg 22. „Imperialist,“ breski botnvörpunguriim, sem áður var gerður út í finim ár frá Iiafnarfirði, stundar saltfiskveið- ar hér við land í vetur. Hefir Geir Zoéga útgerðarmanni í Haínar- firði verið falið að ráða á hann íslenska skipshöfn. Hefir hann ráð- iö ýrir skipstjóra Ólaf Ófeigsson, bróöur Tryggva Ófeigssonar, sem áður var með skipið, og ræður Ólafur 27 íslendinga með sér. Rangt er það að vonum, sem Alþýðublaðið segir í gær, að listi Sjálfstæðis- flokksins við bæjarstjórnarkosn- ingamar hljóti að verða E-listi.Uin jiað hvaða bókstaf listinn skuli hljóta hefir engin ákvörðun • verið tekin að svo komnu. Sjálfsmorðstilraun á Akureyri. Frá því var sagt í blaðinu í fyrradag, að stúlka nokkur, átján ára að aldri, hefði drekt sér í Ák- ureyrarhöfn. I blaðinu í dag er birt skeyti um það að önnur stúlka hefði gert tilraun til þess að drekkja sér, en verið bjargað á síðustu stundu. Blaðið heíir feng- ið nokkru nánari fregnir af þessu en sagt er frá í skeytinu. Sáu tveir menn til stúlkunnar er þeir voru á gangi á Oddeyrartanga. Var hún þá á leið niður á bryggju. Þettavar á þriðjudagskveld um kl. 10. Gengu þeir nú á eftir stúlkunni, en hún fleygði sér í sjóinn, er hún koin fram á bryggjusporðinn. Fengu þeir nú aðstoð manns, sem var skamt frá á báti, og tókst þeim að bjarga stúlkunni, eítir nokkra stund, sennilega um 10 mínútum eftir að hún varpaði sér í sjóinn. Hafði hún niist meðvitund, er henni var náð, en hrestist furöu fljótt við. Stúlkan var vinstúlka þeirrar, sem drekti sér. Hjónaefni. Þ. 23. des. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Þorvarðs- dóttir, Framnesveg 4, og Tryggvi Gunnsteinsson bifreiðarstjóri, Nesi Seltjarnarneái. Höfðingleg gjöf. Danskur verksmiðj ueigandi Thomas B. Thrige, heíir gefið all- ar verksmiðjur sínar sjóði, sem á að vera til styrktar iðju og iðnaði i landinu. Eignir sjóðsins verða um 8 miljónir króna. (Sendiherrafregn). Minning K. Rasmussens. Stauning forsætisráðherra liefir tilkynt, að til íhugunar sé að skipa nefndir, er hafi með sér saravinnu um, að minning Knud Rasmussens landkönnuðs verði í heiðri haldin. Er i ráði að stofna sjó'ð í þessu skyni og verður leitað samslcota til stofn- unar lians í Danmörku, á ís- landi og í Færeyjum, og meðal Dana, sem búsettir eru utan Danmerkur. Með þessu rnóti ætti að vera unt að slofna öfl- ugan sjó'ð, segir i tilkynning- unni. Forsætisrá'ðherra telur, að fullnaðaráætlun uni ]>etta muni verða tilbúin fyrir lok þessa mánaðar. (SendilíeiTafrétt). Trúlofonarhringar altaf fyrirliggjondi. Haraldup Hagan. Simi: 3890. Austurstræti 3. Kári Sölmundarson kom frá Englandi í m’orgun. Max Pemberton kom af veiðum i morgun með um 1700 körfur. Earl Haig, breskur botnvörpungur, kom hingað í dág til þess að sækja fiskilóðs. G.s. ísland fer frá Kaupmannahöfn í áleiöis hiugað til lands. dag Fisktökuskip fór héðan í morgun áleiöis til Englands og Spánar. Nýja rafstöðin á Blönduósi tók til starfa una áramótiu. Línuveiðarinn Sigríður býst á veiðar. Námskeið Alliance Frangaise. Kensla byrjar aftur i dag. — Nokkrir nemendur geta komist að í 2. og 3. deilcl. Fimleikaæfingar Glímufélagsins Ánnami aftur mánudaginn 8. þ. m. byrja Þrettándabrennu mikla og merkilega ætlar Knattspyrnufél. Valur að halda á tþróttavellinum n.k. laugar- dag. Út af smágrein, sem birt- ist í Morgunbl. í dag, skal það tekið fram, að eldiviðargjafir verða með þökkum þegnar. Símatilkynningum um gjafir veitir móttöku Frímann Helga- son í síma 3905 (ísaga). íþ. Innbrotsmál. Tveir Danir, E. Kemp og Kn. Busk, voru handsama'ðir snemma i desember, vegna inn- brots í sumarbústað frú Soffíu Jacobsen, fyrir ofan Geitháls. Þrættu þeir fyrir innbrotið og hafa verið í haldi síðan. I gær játuðu þeir það á sig og enn- fremur, að þeir hefði skotið af byssu, til þess að hræða menn sem komu að, er þeir voru i eða við sumarbústaðinn. — Þeir sitja áfram í varðhaldi og biða nú dóms. Þjófnaðar og ábyrgðartrygging- ar. Vátryggingarsla-ifstofa Sigfúsar Siglivatssonar, sem hefir aðalumboð á íslandi fyr ir „Vátryggingarhlutafélagið Nye Danske af 1864“ auglýsir. þjófnaðar og ábyrgðartrygging- ar i blaðinu í dag. Slíkar trygg- ingar liafa á undanfömum ár- um aukist mjög erlendis og eiga vafalaust eftir að verða algeng- ar hér. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Aðal- stræti 9. Simi 3272. Næturvörður verður þessa viku í Reykjavikur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni Framfarafélag Seltirninga heldur dansskemtun næstkom- andi laugardag í Mýrarhúsaskóla og hefst kl. 9. e. ly Sjá augl. Bethanía. Jólatréssamkoma fyrir aldrað fólk verður suiínud. 7. janúar. kl. 3 e. h. Félagsfólk vitji aðgöngu- miða fyrir gesti sína á föstud. eft- ir kl. 4 e. h. í Bethaníu. SL Dröfn. Á'ður auglýstur fundur fellur niður til næsta fimtudags. K. F. U. M. A. D. fundur í kveld kl. 8%, Félagsmenn eru beðnir að fjöl- menna á þennan fund, sem er sá fyrsti á árinu. Hríðarveður var á Akureyri í morgun. Útvarpið í dag'. 10,00 Veðurfi-egnir. 12,15 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Tilkynningar. 19,25 Lesin dagskrá næstu viku. Tónleikar. 19,50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Sjálfsinentun og námsflokkar, I. (Friðrik Á. Brckkan). 21,00 Tónleikar. (Útvarpstríóið). Einsöngur. (Einar Markan). Danslög. Úrkoman liér á landi árið 1932 var 9% yfir meðallag á ölln landinu, að því er segir í ársyfirliti Veðurstofunnar. Tiltölulega mest var úrkoman á Vesturlandi og vestan til á Norð- urlandi. Mest ársúrkoma mældist i Hveradölum 2685 mm. og þar næst i Vík í Mýrdal 1991 mm., en minst 365 mm. á Höfn í Bakkafirði. —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.