Vísir - 09.01.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 09.01.1934, Blaðsíða 2
VlSIR ))MamaMiÆ Sími 1-2-3-4. Bændur og' búendur! Notið joðbætiefni ERUM BIRGIR AF: Umbúðapappír. Pappírspokum. Gúmmíböndum Elinja-garni. Bindigarni. Seglgarni. Saumgarni. Skógarni. handa húsdýrum yðar. Fæst í 5 kg. pokum með fyrirsögn um notkun. Páll HallbjOrns. Laugavegi 55. Sími: 3448. Vitnisburður Tr. Þ. Símskeyti —o—• París, 8. jan. United Press. — FB. Frakkneska hneykslismálið. Stavisky íramdi sjálfsmorfi á gistihúsi x Chamliery, þegar lög- reglan var aS brjótast inn í her- hergi hans. Þegar ríkisstjórnin fregnaöi, aS Stavisky hefði framiS sjálfsmorS breytti hún fyrri ákvörSun og til- kynti, aS hún myndi ekki beiðast lausnar. Ennfremur var sanxþykt á ráðxxnejdisfundi aö gera ráSstaf- anir til þess aS korna í veg fyrir, aíS hneyksli slík sem þessi gæti komiS fyrir aftur. Seinustu fregnir: Stavisky beiö ekki bana þegar af skotsárihu, en honum er ekki líf hugaS. Hann framdi sjálfsmorðstilraunina í Chamonix, en ekki i Chamben'. / Chamonix, 9. jan. United Press. —• FB. Stavisky látinn. Stavisky lést kl. 3.50 f. h. > • París, 9. jan. Uuitcd Press. —• FB. Dalimer hefir beðist lausnar. Dalimer nýiendumálaráðherra hefir beSist lausnar. Vínarborg, 9. jan. Unitcd Press. — FB. Hermdarverk nazista í Austurríki. Á ráöuneytisfundi í gær var ákveSi'ð aS grípa til öflugra og viötækra ráSstafana til þess að koma í veg fyrir hermdarverk af hálfu nazista, en þeir hafa unniö aS þvf af kappi síöan um áramótin aS koma á ógnaröld í landinu'. M. a. ér taliS, að þeir séu valdir að 140 sprengingum, sem tjón hefir orðið af, meira og minna. Iieim- wehrliSiS og varalögreglan gegna nú störfum að staðaldri með hinu fasta lögregluliöi. i Washington, 9. jan. United Press. — FB. .. Bandaríkjamenn áforma mikil gulikaup af Rússum. Samkvæmt áreiðanlegum heixn- ildum vinna trúnaðarmenn og ráð- gjafar Roosevelts að áætlun um að Bandaríkin kaupi af Rússum meirihluta árlegrar gullframleiðslu þeirra, í staSinn fyrir baðmull, flesk, stórgripi, flutningatæki og hverskonar vélar, svo og margt fleira, sem Rússar þurfa á aS halda. ViSskifti þessi eiga fram að fara undir stjóm stofnunar, sem rikisstjórnin hefir umsjá meö. Þegar lijúin deila, kemur margt í ljós. — Venjulega eru hjúa-deilurnar lieldur óskemti- legar, en stundum geta þær orð- ið til upplýsingar og fróðleiks. Og svo er um deilur þeirra Tryggva Þórhallssonar og Jón- asar frá Hriflu. Menn hafa lengi furðað sig á þolinmæði og langlundargeði Tr. Þ. — Og líklega hefir engum manni á íslandi verið vorkent meira en honmn. Það varð lilut- skifti Tr. Þ., að iáta J. J. segja sér fyrir verkum árum saman. Tr. Þ. var eins og barn í vargs- klóm og hafði ekki þrek til að rífa sig lausan. En þar kom þó að lokum, að syndamæUr Jónasar var orðinn svo „skekinn og fleytifullur“, að jafuvel Tr. Þ. setti í sig kjark og' sleit sig lausan úr böðuls- fanginu. Og nú eni þessir menn byrj- aðir að „gera upp reikningana“. Þjrkir bersýnilegt, að reiknings- skilin verði Jónasi nokkuð ó- hæg, og líklegast, að Tr, Þ. standi bráðlega yfir pólitískum moldum hans. Hinir „ánægðu“, þeir J. J. og Eysteinn Jónsson, höfðu rubb- að upp „tvennum þrettán“ Tíma-dálkum og áttu langlok- ur þessar alveg að gera út af við Tr. Þ. — Var haft eftir piltunx þessum, hinu „ánægða“ spyrðu- handi, að jicir tæki nærri sér, að fletla svona ofan af aum- ingja Tryggva, en gera yrði stundum fleira en golt þætti, og syndir Tr. Þ. væri svo stör- kostlegar, að mikil refsing yrði fyrir að koma, en reyna mundu þeir þó, að hlífa, bersyndugum aumingjanum. Var á Jónasi að heyra, að hann hefði liirt Tryggva upp af götu sinni og bjargað houuni, jafnvel oftar en einu sinni. Dugði þá ekki æfin- lega islenskan, er J. J. var í þessum björgunar-snúningum, lieldur varð iiann að gripa til frönskunnar, er mest lá við. — Tr. Þ. hefir nú slitið sig laus- an úr klóm Jónasar, eins og áður var sagt, pg er svo að sjá, sem hann kannist ekki meira en svo við velgerninga • Jónasar sér til handa. Hefir liann nú færst það i fang, að svara „tvennum þrettán dálkum“ þeiiTa „ánægðu", Jónasar og Eysteins, og má ekki á lionum sjá, að hann taki nærri sér hróp og bannfæring þeirra kumpána. „Framsókn“, blað Tr. Þ., kom út síðastliðinn laugardag, og svarar hann þar langloku og liarmagráti J. J. —- Verður ekki uin það deill, að svarið er hið skörulegasla. Er og auðsætt, að nú er fremur sókn en vörn af hálfu Tr. Þ. — Grein sína nefnir Tr. Þ. „O- heilindi“ og kveðst hann gera það vegna þess, að liann „hafi aldrei lesið blaðagrein í íslensku blaði, þar sem skinið hefir í annað eins liyldýpi ólieilinda, eins og i þessari grein J. J.“ — Grein Tr. Þ. er óneitanlega merkilegl „plagg“, ekki síst sakir þeirrar ömurlegu myndar af J. J., sem jxar er brugðið á loft. — Þarna talar gamall sam- verkamaður J. J. — maður, sem þrátt fyrir alt, vill fara ýel með hann og aun honum alis hins besta. Tr. Þ. er enginn níð- höggur að eðhsfari, og því þarf enginn að ímynda sér, að hann geri lilut Jónasar verri, en efui standa til. Hitt mun heldur, að hann geti ekki fengið sig til, að ganga svo nærri Jónasi, sem verðugt væri og raunar alveg nauðsynlegt. Grein Tr. Þ. verður ekki rak- in hér og ekki getið að sinni nema örfárra atriða. Jónas hafði talið sér trú um, að hann væri að segja „brot úr sögu Framsóknarflokksins“, t þrettán dálka greininni í „Tím- anum“. Um þann söguvisdóm J. J. fer Tr. Þ. svo felduin orðum: „Þessi saga, sem hann segir. er samfeld keðja sjálfsblekk- inga. Hvert einasta atriði sögu hans — nálega undantekningar- laust — snýst um persónu J. J. Ekkert gerist i Framsóknar- flokknum utan við persónu J. J. Altaf snýst alt um hann. Alt sést frá þröngu sjónarmiði J. J. Inn i hvert einasta söguatriði er smeygt persónulegum atrið- um frá J. J., tilfinningum hans, eigi valdalitlum, gagnvart vin- um og óvinum. * .Það er ekld sársaukalaust að segja þetta, en það verður að gerast, og. ]>að er blákaldur sannleikurinn.“ „Sjötíu og ein ósannindi“ er fyrirsögnin á einum kafla grein- ar Tr. Þ. Haun segist hafa farið nákvæmlega yfir „sögubrot“ Jónasar og rekist á „71 — sjö- tiu og eitt — atriði,þar sem sagt er ósatt eða fárið rangt með.“ -— Og liann spyr: „Mundi það vera góður málstaður, sem beit- ir slíkum vopnaburði?“ „Átakanlegast er að lesa um „góðverkin“, sem J. J. lelur, að hann liafi unnið fyrir mig,“ segir Tr. Þ. „Tvisvar sinnum liafi hann, eins og orða mætti, hirt mig upp af götu sinni og bjargað mér. Og svo á lesand- inii að athuga, hvernig eg hafi goldið bjargarlaunin." Þá gerir hann grein fvrir þvi, að góðverka-hjal Jónasar sé eintóm ímyndun og rugl út i loftið. — „Getur sjálfsblekk- ingih komist á hærra stig cn þetta?“ spyr Tr. Þ. — „Eil þcssi liugsanagangur allur lijá .T. J. .... er sv.o undarlegur og óvið- kunnanlegur, að raun er að því, að þurfa um að ræða.“ Tryggva Þórliallssyni liefði ekki átt að ,vera það nein of- ætlun, að vera búinn að átta sig á því fyrir löngu, að hugsana- 1 a/b B. A. Hjorth & Co. framleiða ýmsar vélar járn- og trésmíði. Umboösmenn: 1 Þórðor Svelnsson & Co. iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiniiiiiiiiiimiiiiiiiimiimiiiiiiiiiiiiniimiininiiiiiai gangur Jónasar er ærið „undar- legur“. — En gott verður það að teljast og' mikil framför, að liann skuíi nú hafa komið auga á þetta.- Tr. Þ. lætur mikið yfir því, að flokksþing Framsóknar- manna 1919 og 1931 liafi farið hið besta fram, enda liafi liann þá haft forj'stuua. Svo bætir hann við: „En 1933 liafði J. J. forystuna á flokksþinginu og stjórnaði spörkunum í okkur, sem réðum á flokksþinginu 1931. J. J. var það, sem „skipu- lagði“ tortrygni-róðurinn gegn okkur þingmönnunum, og það er hann, sem ber höfuðábyrgð- ina á kosningaósigrinum 1933. Verkin tala! — Það gefur hverjum sem hann er góður til!“ Síðasti kafli greinarinnar ræðir um blíðmæli Jónasar í garð Tr. Þ. (i 13-dálka grein- inni). „Hami talar um það“, segir Tr. Þ., „þegar eg finni Strandamenn næsta vor. Hann talar um það eins og sjálfsagð- an hlut, að eg eigi að vera áfram fuíltrúi þeirra, cinungis eigi þeir að gefa mér nokkurar mildar áminningar. Það er engu líkara, en að nú vilji hann fremja á mér þriðja góðverkið.“ Síðar koma þessar klausur: „Grein J. J. er skrifuð 15. des. f. á. En mér hefir borist í hend- ur bréf, sem seut var norður í Strandasýslu, sem er dagsett fimm dögum áður, þ. e. 10. des. f. á> Þetta bréf er frá miðstjórn Framsóknarflokksins og í því er lagt mjög ríkt á við Stranda- menn, að fá sér nú annan þing- mann en mig.“ En Tryggvi er hvergi smeyk- ur og svarar þessu þann veg: „Vil eg aðvara J. J. um það, að skáka ekki oftar í þvi skjól- inu, að mér sé ókunnugt um þau skeyti, sem hann sendir norður i Strandasýslu.4* Hér skal nú staðar numið að sinni. — Grein Tr. Þ., sú er gerð hefir verið að umtalsefni hér að framan, muu verða til ]>ess, að opna augu margra manna fyrir ]>eirri hættu, sem landi og lýð getur af því staðið, að menn eins og J, J. liafi at- kvæði um það, hvemig máiefn- um þjóðfélagsins er til lykta ráðið. J. J. liefir enn um sig nokk- urn hóp manna liér í bænum og kunnugir íullyrða, að hann hafi mikinn hug á því, að verða borgarstjóri í Reykjavík, ef svo ólíklega skyldi fara, að sam- cignar-flokksbrotin þrjú næði meiri hluta við kosningarnar 20. þ. m. — Hann hefir sér- stakt lag á þvi, að hæna að sér úrkast og dreggjar mannfólks- ins lieimska menn og met- orðagjarna, fégjarna, montna og þýlynda. Og svo raðar hann liðinu þannig -— cr svo ber undir — að höfuð-nautið er haft efsl á blaði. „Skipnlagning fátækramála“. Fyrir laxiga löngti konx eg tíi kaupstaðar hérlendis, þar sem átti aö kjósa bæjarstjórn — eöa kann- ske það hafi heitið hreppsneínd þá. Varð eg þess var að mjög var deilt uin hvar byggja skyldi nýja bryggju x þessúm kaupstað. Uppá- stungur um ]>að voru 2 eða 3 og hafði lxvér um sig harðsnúinn flokk með eða móti. — Eg hafði eng'a hugmjud urn, lxver tillagan var best, en lxafði hinsvegar rek- ið mig á, að bi'yggjuleysið var stór bagi ferðafólki og vafaláust þó fremur kauptúninu. Því sagði eg við einn boi'gai'- anna: „Það verður miklu skemti- legra, að koma hingað, þegar bryggjan er komin; þið byrjið víst á henni strax eftir kosningar.“ „Nei, þvx býst eg alls ekki við,“ svaraði hann. „Nú, það var skrítið. Mér heyr- ist allir vilji fá nýja bryggju, þótt menn séu ósammála um hvar hún eigi að vera,“ svaraði eg. „Það er auðheyrt, að þér eruð ókunnugur hérna. Það er oft búið að rífast um þessa bryggju fyrir kosningar, en þess á milli nefnir lxana enginn í alvöru, og eg býst viö, að það sé þegjandi samkomu- lag ráðamannanna að rífast um hana við nokkrar kosningar enn þá. Eitthvað þurfa þeir að rífast um, hvort sem er.“ Mér hefir oft komið þet'ta í hug síðan, er eg heyri eða les umbóta- ákafann rétt fyrir kosningar, — og ber liann saman við aðgerðirnar eða aðgerðaleysið þess á milli. Mér virðist fátækraniálin eiga að vera nokkurskonar „bryggju- mál“ hér í Rvík í þetta sinn. Fréttasmalar, sem aldrei lxafa áöur, svo menn viti, tekið málstað bágstaddi'a, heimsækja nú í mesta lítillæti „kjallata- og háaloftsbúa" og skrifa átakanlegar lýsingar af óhæfilegum húsakynnum þeirra. Aðrir „uppgötva,“ að það sé „gamalmenni og kona, störfum hlaðin,“ sexn stjórni fátækramálum Reykjavíkur og ráðstaíi meir en hálfri miljón króna til fátækra. — Er þó alveg „gleymt“ að geta þess: 1. að þriðji fátækrafulltrúinn er duglegur karlmaður á léttasta skeiði, 2. að skrifstofustjóri borg- arstjóra skrifar undir allar ávísan- ir um fátækrastyi'k og 3. að bæj- arráðinu er* ætlað að skera úr öll- um stórmálum og ágreiningsmál- utn á þesstx sviði. Þá vilja sumir. að Mæðrastyrks- nefndin fái væna fúlgu af fátækra- fé til styrktar einstæðingsmæðrum, og barnaverndamcnd handa barna- heimilinu. Var gerður i vetur all- Xnikill hvellur út af því, að fá- tækrastjórn eða bæjarstjórn vildi ekki láta 800 kr. til móður tveggja barna, setn sveit átti utan bæjar.. Hefði slxkur styrkur sveitfest hana hér í bæ,— en það var nú ekkí vcrið að minnast á ]>að.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.