Vísir - 11.02.1934, Síða 5

Vísir - 11.02.1934, Síða 5
VlSIR Siiníiudagian 11. fetír. 1934 Dobbelman handsápan er perla allra notenda. Heildsölubirgðir: S. Árnason & Co. Lækartorg 1. — Sími: 4452. Minning Hallgríms Péturssonar. —o— Þ. 25. jan. s. 1. var samþykt tillaga á fundi Landsnefndar Hallgrímskirkju í Saurbæ þess efnis, að láta búa til „Minninga- bók Hallgrímskirkju“. Er nú bókin fullgerð og er hún sýnd í dag í búðarglugga Snæbjarnar Jónssonar bóksala. Titilblað bókarinnar liefir gert Pétur Pálsson skrautritari. Fyrsta æfiminningin sem rituð verður í bókina, er um frú Ragnheiði sál. Þorgrímsdóttur prests Tborgrímssens í Saurbæ. Lést liún i bárri elli s. 1. surnar og var kirkjunni gefin vegleg pen- ingagjöf til minningar um hana. — Það hefir komið í ljós, að margir hafa viljað heiðra minn- ingu látinna vina eða ættingja með minningargjöfum til Hall- grimskirkju í Saurbæ. Þeim, sem haft hafa forgöngu um fjársöfnun til Hallgrímskirkju, fanst það ekki allskostar full- nægjandi að taka við minninga- gjöfum í þessu skyni, án þess að gefandanna væri nánara get- ið en með nafnbirtingu í blöð- um, og úr þessu á að bæta með Mimnngabókinni, því hún á að geyma sögu gefandanna, lýs- ingu á þeim og æfi þeirra, til fróðleiks og eftirbreytni kom- andi kynslóðum. Verður vand- að til æfisagna þessara sem best má verða og lögð áhersla á, að þær verði sem sannastar og að þær verði skráðar á góðu máli. Þangað til Hallgríms- kirkja hefir verið reist, á Minn- ingabókin að vera i vörslu f jár- söfnunar- og byggingarnefndar og á hún að geyma liana -á tryggum stað og annast um, að i liana verði ritað samkvæmt fyrirmælum. En þegar kirkjan hefir verið reist, á hvert það bindi bókarinnar, sem í notlcun er, að geymast í eldtraustum stað í kirkjunni sjálfri, en jafn- skjótt og hvert bindi er út skrif- að, skal það flutt á Þjóðskjala- safnið í Reykjavík. Ýmsar nán- ari reglur hafa verið um þetta settar, svo sem að í hana skuli skrá minningagjafir, sem kirkj - unni berast, og nema 100 kr. eða meira. — Gefandanna skal ætið við gelið, nema þeir óski annars, svo og æfiminningar gefanda sem fyrr getur. í bók- ina má rita um löngu látna menn og nýlátna, en eigi má rita í liana minningargreinar um þá, sem á lífi eru. Um lijón rná rita sameiginlega, þótt eigi sé nema annað þeirra látið, en þá skal þannig frá þvi gengið, að á sínum tíma megi geta um dánardægur liins. Engu máli skiftir hvort gjöf er gefin Hall- grímskirkju án nánari fyrir- mæla eða til þess að afla henni góðra gripa, til þess að prýða hana sjálfa eða umliverfi henn- ar, til eflingar prestlaunasjóði hennar eða öðrum sjóðum, er hún kann að eiga eða eignast. Leikhúsið. ■—o— Meyjaskemman, óperetta i 3. þáttum samiii utan um lög eft- ir Schubert. — Hljómleika- stjóri: dr. Franz Mixa, leik- stjóri: Ragnar Kvaran, þýð- andi: Björn Franzson. Hljóð- færasláttinn annast Hljómsveit Reykjavíkur. Eg fór með góSar óskir x leik- húsið þetta kvöld, en ekki nema með miölungsvonir, þvi aS eg vissi, að þetta mátti heita fyrsta tilraun, sem gat verið undir hæl- inn lagt að tækist. Gætni er góð þegar svo stendur á, því að þá verða vonbrigðin að niinni. Þessi gætni reyndist þó vera óþörf með öllu að þessu sinni, því að allar góðar óskir og sanngjarn- ar vonir rættust, svo sem eftir at- vikum var frekast unt. Óperettan sjálf er iðandi af fjörugum lögum og söngur leikenda og meðferð á hlutverkum sínum var í heild sinni góð. Það er enginn vafi á því, að tilraunin hefir tekisf og að það er hægt að halda hér uppi söng- leikjum með þeim kröftum, sem fyrir hendi eru, og því betur mun þetta takast sem frá líður, með vaxandi æfingu og þjálfun. All- ir skemtu sér ágætlega og létu það óspai't í ljós. Efni óperettunnar skal ekki rakið hér, það er ekki ósvipað efni samskonar leika annarra og telst ekki með bókmentum. Það er létt og lipur saga með hæfileg- um raunakeim, sem hæglega hefði getað staðið í „Familie-Journal” eða „Hjemmet", en slikt á líka rétt á sér. Aðalhlutverkin léku þau ung- frú Jóhanna Jóhannesdóttir og Kristján Kristjánsson. Mátti mjög vel við sönginn una hjá báðum, en rödd Kristjáns er fallegri, held- ur en rödd Jóhönnu; veldur því meðal annars ekki með öllu við- kunnanlegur titringur, sem er á rödd hennar. Hins vegar leikur hún mun betur en hún syngur og mun betur en Kristján. Yfirhöfuð virðist ungfrúin hafa bráðlipra leikhæfileika, sem með þjálfun myndu geta orðið mjög góðir. Um gerfi Kristjáns er þess get- andi, að það var ágætt. Enda þótt leikur ungfrúarinnar bæri af leik kvennleggsins í heild sinni, þá bar þó meðferð þeirra Gests Pálssonar og Ragnars Kvarans á hlutverk- um sínum af frammistöðu annara. Gestur lék hinn kynduga hirðgler- meistara — það ætti víst a'ð heita hirðglerskeri — Tschöll með svo liprum gáska, að ánægja -var að horfa á, Gestur hefir sjaldan farið betur með hlutverk, og i tilbót er hann með fallega söngrödd. Ragn- ar Kvaran lék von Schober, þaul- æfðan veraldarmann, sem ekkert tekur alvarlega, nákvæmlega eins og . átti að gera, og hami hefir snotra barytonrödd, sem hann fer mjög vel með. Sigurður Markan hefir mjög góða rödd og fór vel með hlutverkið og hafði sérstak- lcga gott gerfi. Nína Sveinsdóttir lék Grisi, heldur fjöi'uga ítalska söngkonu, og bar öll meðferðin vott um að hún skildi hlutverkið og kunni góð tök á því, enda var röddin að öllu samanlögðu nægi- Ieg. Lára Magnúsdóttir, sem lék frú Tschöll hefir rödd, sem er all- mikil að vöxtunum, en ef vel á að fara verður.hún að gæta sín rnjög vegna þess, að hún virðist ekki ráða betur en svo við hana. Það er ekki ástæða til að geta annara, nema þá helst Óskars Guðnasonar, sem hélt fallega á litlu hlutverki, en allir þeir, sem ónefndir eru fóru sómasamlega með það, sem þeim var ætlað, og sumir héldu mjög laglega á. Frammistaða hljómsveitarinnar var mjög góð, og verður það vafa- laust að miklu leyti pakkað dr. Mixa, sem henni stýrði. Því er vitaskuld ekki að leyna, að nokk- urt ósamræmi var milli styrkleika söngraddanna og hjómsveitarinn- ar, svo að hún bar þær sumstaðar nokkuð ofurliði. Það er því ekki laust við að farið hafi fyrir manni eins og drukkna manninum, sem í morgunsárinu var að reyna að opna útidyrnar sínar með vitlaus- um lykli, og spurði sjálfan sig þeg- ar það mistókst, hvort það væri nú lykillinn sem væri of stór eða skráargatið of lítið, því að manni verður að spyrja, hvort að það séu raddirnar sem séu oflitlar, eða bljómsveitin, sem sé of sterk. Mér hefir af fróðum mönnum verið sagt að hljómsveitin sé of sterk, en að það sé ekki hægt að hafa h'ana lægri eins og hljómfari leikhússins er varið, og hefi eg enga ástæðu til þess að í'engja það. Eg skil það og fullkomlega vel, að það er sitt hvað fyrir hljóm- sveitina að vera á jafnsléttu eins er í „Iðnó“, eða að vera í gólfhvilft eins og venja er. Ekki er hægt annað en að telja leikstjórn Ragnai's Kvarans all- góða. Það hefir vafalaust verið erf- ilt verk að leiðbeina mönnum, sem allflestir voru viðvaningar og sem auk þess fæstir höfðu átt færi á að kynnast söngleikjum, en honum virtist hafa tekist það svo að vel megi við una. Þýðingarinnar verður og að geta og mikið til að góðu, því það, sem sýnist erfiðast að leysa af hendi í því efni, er vel frá gengið; eg á þar við söngvana, sem ekki falla vel við íslenskt bragfonn vegna þess hvað vísuorð eru stutt. Þeir hafa yfirleitt tekist vel, þó að finna megi nokkra smáhnökra og hortitti á stöku stað. Hins vegar er hið óbundna mál — talið — fullstirt, ekki svo að skilja að það sé illa þýtt, heldur er það full bók- málskent. Leiktjöldin eru góð, og hafa þeir Lárus Ingólfsson og Bjarni Björnsson málað þau. Nú er byrjunin gerð og ísinn brotinn, svo að úr þessu ætti að mega vænta þess, að söngleikir verði sýndir hér jöfnum höndum við talleiki. Það er bæði ánægju- legt fyrir landsmenn, að eiga kost á að sjá þá, og eins hefir það mikla listræna þýðingu fyrir leik- húsið, og þó ekki síður fjárhags- lega þýðingu fyrir afkomu þess, Seifle-mótopap. 4—220 hesta. Vandaðir og traustir. Verðið lágt. Umboð: Þórðor SvelDsson & Co. w að þeir haldist uppi. Hljómsveit Reykjavíkur á því bestu þakkir skilið fyrir að hafa hrundið þessu máli í framkvæmd. Launin láta ekki á sér standa, því undirtekt- irnar eru ágætar, og leikurinn mun eiga það eftir að verða sýnd- ur mjög oft, en annars ber gott verk laun sín í sér sjálft. g. j: I S 1 e n s k nerki kaupir hæsta verði Gísli Sigurbjörnsson, F rímerkj a verslun. Lækjartorgi 1. (Áður Lækjargötu 2). Innkaupsverðlisti sendur ókeyp- is þeim er óska. Sími: 4292. Flugmál Frakka. Frakkar munu leggja mikia áherslu á að komast fram úr öðrum þjóðum á sviði flugmál- anna á yfirstandandi ári. Ýmis- konar unchrhúningur í þá ált var hafinn árið sem leið, fyrir forgöngu Pierre Cot flugmála- ráðherra. — Hann sameinaði frakknesku flugfélögin og skipu lagði flugleiðangra til annara landa, m. a. hópflug Yuillemin liersliöfðingja til Afríku. Sam- lcvæmt opinberum skýrslum hafa Frakkar 2200 herflugvél- ar, Bretar 1500, Italir 1600, Jap- anar 1600 og Bandaríkjamenn 2200. Frakkar telja mikið hafa skort á, þrátt fyrir mikla flug- vélaeign, að flugmál þeirra væri svo vel skipulögð sem æskilegt er, einkanlega með tilliti til landvarna. Úr þessu hefir verið hætt með því, að skipuleggja nýja flugvélaflokka, sem í verða liraðfleygar flugvélar, er eiga aðallega að hafa það hlutverk með höndum, ef til styrjaldar kemur, að elta uppi óvinaliðs- flugvélar, sem koma í njósnar- erindum og til þess að varpa niður sprengikúlum. Segja má því, að flugvarnir Frakka séu á leiðinni að komast i svo gott liorf, að aðrar þjóðir komast þar ekki til jafns við fyrst um sinn. Hins vegar eru Banda- ríkamenn búnir að koma til- tölulega miklu betra skipulagi á farþega og póstflutnlnga í flugvélum en Frakkar. Banda- rikjamenn hafa stórar farþega- og póstflugvélar i gangi, sem fljúga með 50—75 milna meiri hraða á klst. en bestu árásar- flugvélar Frakka. Cot flugmálaráðherra hefir brýnt það fyrir löndum sínum, að þeir eigi á hættu að missa marlcað sinn í Suður-Ameríku, ef þeir sinni ekki flugmálum sínum betur en þeir hafa gert. Þjóðverjar hafa lagt skipinu „Westplialen“ í miðju Suður- Atlantshafi og nota það fyrir „fljótandi lendingarstað“. Þýsk- ar landflugvélar liafa flogið frá Berlín til Madrid á 8 klst. og nú eru í þann veginn að hefj- ast reglubundnar flugbátaferð- ir milli Berlín og Suður-Ame- ríku. Þó liafa Bandaríkjamenn enn betri skilyrði til þess að keppa á Suður-Ameríku-mark- aðinum, sem er öllum stórþjóð- um keppikefli. En Frakkar ætla sér ekki að glata þeirri aðstöðu, Blöm k Ávextir Hafnarstræti 5. — Sími: 2717. Tulipanar og Hyacintur, Krans- ar og Kistublómvendir. Fallegt úrval af tilbúnum blómum. Pappírsvörar og ritföng: i ^i' Húsmæður! I Gleymið ekki, þegar þið kaup- íð í matinn, að biðja um SVANA- Tftaminsmjðrllki þvi að rannsóknir hafa sannað, að það inniheldur A-vitamín (fjörefni) í stórum stil — og er þess vegna næringarríkara en annað smjörlikl. Húsmæður. KaupiS A X A haframjöliS ÞaS er gott og nærandi. Framleitt undir lækn- iseftirliti. sem þeir hafa þar. Þess vegna m. a. leggja þeir nú alt kapp á að verða mesta flugveldi heims, verslunarlega og liernaðarlega. — En sú kepni verður hörð og mjög óvíst, hvert lieimsveldið her sigur úr býtum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.