Vísir - 06.03.1934, Side 3
VlSIR
Fiskilinur
ódýrar og góðar frá
Rendall & Coombs.
Bridport, England.
Aðalumboðsmenn á íslandi:
s. Arnason & co.
Simi 4452. — Lækjartorgi 1.
nðallega var það undir þvi kom-
ið, hvort tilraunin hepnaðist, að
vindar yrði hagstæðir. Þegar
loftfar þetta var komið 1(X)0
■enskar milur á leið sinni yfir
hafið varð það að nauðlenda og
var áhöfninni hjargað ai' eim-
skipinu Trent. — Wellman átti
mikinn þátt í því, að dr. Cook,
sem þóttist liafa komist til norð-
airpólsins, var afhjúpaður sein
svikari. Skrifaði hann bók i
þessu skvni, sem vakti mikla at-
•hygli.
Wellman var m. a. höfundur
bókanna „The Aeríal Age“ og
„,Tlu: German Republic".
Bæjarfréttir
o<=>dc
Kaupendur Vísis,
sem verða fyrir vanskilpm á
blaðinu, eru vinsamlegast beðn-
ir að gera afgreiðslunni aðv"rt
þegar í stað. — Símar 3400 og
4578. —
V eðrið í morgun:
Frost um land alt. 1 Reykja-
vík 2 stig, ísafirSi 4, Akureyri 2,
SeyðisfirSi 4, Vestmantiaeyjum 4,
Stykkjshólmi 2, Blönduósi 2, Hól-
nm í Hornafirði 3, Grindavík 3.
Kæreyjum o, Julianehaab - 3,
jan Mayen + 2, Angmaslalik —-
13, Hjaltland + 1, Tynemouth -f-
4. Mestur liiti hér í gær — o stig,
minstur — 5 stig. Sólskin í gær
4,5 st. Yfirlit: LægS fyrir austan
tsland og önnur viS vesturströnd
Grænlands. Horfur: SuSvestur-
iand, Faxaflói: Noröan kaldi.
Bjartviöri. Breiðafjöröur, Vest-
firöir: Ilæg noröanátt. Víðast
hjartviöri. Norðurland, norðaust-
urland, Austfirðir: Minkandi norð-
anátt og batnandi v.eður. Suðaust-
i.rland: Stinningskaldi á norðan.
Bjartviðri.
F östuguðsþjónusta
i fríkirkjunni annað kveld kl.
Sþz. Síra Árni Sigtirðsson.
Starfsmenn Landsbankans.
Nokkurar breytingar hafa
verið gerðar á starfsmannahaldi
Landshankans, og mun hér vera
um hráðahirgðai*áðstafanir að
ræða. Hilmar Stefánsson, úthús-
stjóri á Selfossi, verður aðalfé-
hirðir fyrst um sinn, en Guð-
mundur Guðmundsson hefir
fengið lausn frá aðalféhirðis-
störfum um stundarsakir. Skift
hefir og verið um starfsmenn í
utbúinu á Klapparstig. Mun
Haukur Vigfússon verða starfs-
maður þar, en Ingvar Sigurðs-
son tekur við starfi í aðalbank-
anum. Þú hefir verið skift um
aðstoðargjaldkera aðalféhirðis
og gegna þeir öðrum störfum,
á meðan rannsókn stendur yfir
út af seðlalivarfinu. — Rann-
sókn í því máli heldur enn á-
fram, en ekkert hefir enn upp-
iýst í þvi, sem leilt hafi grun
að nokkurum einstökum starfs-
manni eða orðið til upplýsingar
um það með hverjuin hætti
peningamir hafi horfið.
Súgandafjarðarbáturinn,
sem frá var sagt i gær, náði
landi lieilu og höldnu.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullíoss kom til Leith i gær.
Goðafoss er í Hull. Brúarfoss var
í morgun á leið til Patreksfjarðar
frá Flatey. Dettifoss fer annað
kveld áleiðis til Hull og Hamborg-
ar. Lagarfoss cr í Leith. Selfoss
fór frá Aberdeen í gær áleiöis til
Hull og Andwerpen.
H af narf jar ð ar-to gar amir.
Sviði kom af veiðum á sunnu-
dag með 52 smálestir af þorski.
— Hafði verið að veiðum 15
ciaga. Surprise kom og af veið-
unr eftir 9 daga útivist mcð 43
smál. upsa og 33 smál. af þorski.
E.s. Esja
•er væntanleg í kveld kl. 9.
Suðurlandspóstur
er væntanlegur i dag'.
E.s. Lyra
kom frá útlöndum í dag.
Ctvarpstruiíanir.
Engar útvarpsfréttir heyrðust
i gær frá neinum erlendum út-
varpsstöðvum, sem stöðin hérna
er vön að hlusta á.
Finnbogi Theodórs
var meðal farþega á Brúarfossi
norður á sunnudagskveld.
Meyjaskemman
verðúr leikin annað kveld i
íjórtánda sinn. Þessari skemtilegu
ójrerettu hcfir verið tekið fram-
úrskarandi vel. enda altaf húsfyll-
ir.
Háskólafyrirlestur
Henri Boissin verður kl. 8 í
kveld stundvíslegá.
Gengið í dag.
Sterlingspund .
Dollar .........
100 ríkismörk þýsk
— frankar, frakkn
— belgur ......
— frankar, svissn
— lírur........
— mörk, finsk
— pesetar ....
— gyllini .....
—■ tékkósl. kr.
— sænskar kr.
— norskar kr.
— danskar kr.
Kr.
22.15
4.37%
172.80
28.87
101.90
141.35
38.15
9.93
60.13
294.28
18.47
114.41
111.44
100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 52.50, miðað viö
frakkn. franka.
Pétur Á. Jónsson
heldur hljómleika í Gamla Bíó v
kveld kl. yYz og hefir hann eins
og ávalt vandað vel til söngskrár-
innar. M. a. env á henni lög eftir
Strauss, Schumann, Brahms og
Puccini. — Aðsókn að hljómleik-
um P. Á. J. í vetur var góð og'
verður væntanlega fjölment á
hljómleikum hans í kveld.
Skriftarkensla.
Þeir eru vafalaust orðnlr nokk-
uð margjr, sem notið hafa skrift-
arkenslu frú Guðrúnar Geirsdótt-
ur. Hún hefir nú kent skrift í vet-
ur og undanfarna vetur og árang-
urinn hefir orðið ágætur. Til henn-
ar hefir komið fólk, sem hefir niátt
heita óskrifandi með öllu, en lag-
ast mjög mikið og orðið sæmilega
skrifandi á ótrúlega skömmum
tima. Hér i bæ er fjöldi af ungu
fólki, sem skrifar raunalega illa,
þrátt fyrir alla skólamentunina, og
ætti það vissulega að nota tæki-
færið og láta bæta úr þessu eftir
föngum. Góður skrifari gengur að
öðru jöfnu fyrir þeim, sem ekki
geta heitið skrifandi, en auk þess
ætti það að vera metnaður hverj-
um manni og hverri konu, að geta
skrifað greinilega og læsilega
hönd.
Klæðaverslun
og saumastofa Andersen og
Lauth, Austurstræti 6, heíir ráðið
til sín erlendan verkstjóra, G. Len-
ander að nafni, og hefir hann góða
reynslu í starfsgrein sinni, því að
hann hefir unnið á 1. flokks
saumastofum í ýmsum stórborgum.
Sjá augl. i blaðinu i gær.
Sendisveinadeild Merkúrs
heldur fund í kveld í fundarsaln-
um i Ingólfshvoli. Verða til um-
ræðu ýms mikilsvarðandi mál og
er skorað á alla félaga að mæta.
Þeir sendisveinar, sem vilja gerast
félagar SDM eru beðnir að koma
laust fyrir fundarbyrjun. Fund-
urinn hefst kl. 8J4>.
Árnesirígamót
verður haldið á föstudaginn
kemur að Hótel Borg og liefst
með horðlialdi kl. — Til
skemtunar verða ræður, söng-
ur og dans og mun þar verða
fjölment og skemtilegt, svo sem
venja cr á Árnesingamótum
Aðgöngumiðar kosta 6 kr. og
fást hjá Guðjóni á Hverfisgötu
50, i Matardeildinni á Laugaveg
42, í prentsm. Acta og á Ilvcrf-
isgötu 85. Ér vissara að tryggja
sér miða tímanlega, því aðsókn
er að jafnaði mikil.
A. S. B.
(Félag afgreiðslustúlkna 1
hrauða- og mjólkursölubúðum)
hefir afmælisskemtun sína i
K.R.-húsinu, uppi, á miðviku
daginn næstk. kl. 8Vfc. Verður
þar margt til -skemtunar, svo
sem kaffisamdrykkja, söngur
og dans.
Appolló-klúbburinn
heldur dansleik n. k. laugardag,
10. mars. Nánara auglýst síðar hér
í blaðinu.
U. M. F. Velvakandi
heldur fund á Barónsstíg 65 i
kvöld. Útskurðarnámskeið verður
á undan fundinum.
Kvennadeild S. V. F. í.
heldur fund í Oddfellow-húsinu
annað kveld kl. 8J-4.
,Líkn.“
Aðalfundur verður haldinn í
Hjúkmnarfélaginu Líkn í Odd-
fellowhúsinu, annað kveld kl. 9.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Ráðleggingarstöð
fyrir barnshafandi konur á
Bárugötu 2 er opin fyrsta þriðju-
dag í hverjum mánuði frá kl. 3—4.
Næturiæknir
er í nótt Bragi Ólafssou, Ljós-
vallagötu 10. Sími 2274. Nætur-
vörður er i Laugavegsapóteki
og Ingólfsapóteki.
Kvikmyndahúsin.
Gamla Bió sýnir í fyrsta sinn
í kvöld kvikmyndina „Erfða-
skrá dr. Mabúse" og er það
leynilögreglumynd í 15 þáttum,
eftir Tlieu v. Harbou. — Töku
ÚTSALA
stendur nú yfir í útbúum okkar á Laugavegi og í
Hafnarfirði.
Eru þar allskonar vörur á boSstólum, bæði
METRAVÖRUR og FATNAÐUR fyrir dömur,
herra og börn. Alt með óheyrilega lágu verði.
vfmnnm
piiiiimniNiiiiiinniHiiiNiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiniHiHi
[ Seinasti dagur |
sj= útsölunnar er á morgun og því seinasta tæki- jE
55 færið til þess að fá sér karlmanna og unglinga- Es
= föt o. fl. fyrir hálfvirði.-----
| Ásg. G. Gonnlangsson & Co. |
Austurstræti 1.
liiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiniimiiiimiiiiiimmimiiiiii
Fyrsta fl. sveskjur
fást á Hverfisgötu 50 í Verslun
Guðjdns Jonssonar.
Úrralskartöflor
í poknm og
lansri vigt.
Versi. Vísir.
myndarinnar annaðist Fritz
Long, en hann hefir séð um gerð
ýmissa frægra kvikm., svo sem
Völsunganna, „Metropolis“, „M“
o. fl. Aðalhlutverk leika Rud.
Klein-Rogge, Gustav Diesel o. fl.
•— Nýja Bió sýnir líka leyni-
lögreglumynd. Er það frakk-
nesk tal -og hljómmynd og ger-
isl í skuggahverfum, skemti-
stöðum og lögreglustöðvum
Frakklands. Aðallilutverk leika
André Luguet, Marcelle Romée
og Jean Gabin. — Einnig er
sýnd aukamynd: „Rirnir og bý-
flugur“,
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Afhent af Jóh. Magnússyni:
Áheit frá S. V. kr. 5,00. — Kærar
þakkir. — 5. mars '34.
Einar Thorlacius.
Heimatrúboð leikmanna
Vatnsstíg 3. Sarnkoi’fta í kveld
ki. 8. —• Allir velkomnir.
Útvarpið í kveld:
19,00 Tónleikar. 19.10 Veður-
fregnir. —• Tilkynningar. 19,25
Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur.
Fréttir. 20,30 Erindi: Menningar-
gildi blaða (Guðm. Finnbogason).
21,00 Tónleikar: Celló-sóló (Þór-
hallur Árnason). 21.15 Yfirlit um
fjárhag ríkissjóðs 1933. Ásgeir
Ásgeirsson forsætisráðherra.
Stúika
óskast í vist,
Að eins tvent í heimili. Upp-
lýsingar á Njarðargötu 39, ldL
12—1.
Agætis taða
frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð,
fæst keypt, ef un) semst.
Sími 4001.
er suöusvikkulað-
iö sem færustw
matreiðslukonur
þessa lands hafa
gefið sín BESTU
MEÐMÆLI.
Hitt og þetta*
Framleiðsla köfnunarefnis-
áburðar í Frakklandi.
Frakkar hafa að undanförnte
lagl mikla áherslu á að draga úr
innflutningi á tilbúnum áburtfi.
og var skipuð sérstök nefnd,
sem hafði með höndum að at-
liuga hvernig auka mætti inn-
lenda köfn u narefnisframleiðsl*.
Samkvænil fyrstu niðurstöðum
nefndarinnar var ráðgert, ai
innflutningnr 65.000 smálesta S
yfirstandandi ári mundi nægjít,
en nú hefir komið í Ijós, vegna
þess að innanlandsframleiðsla*
hefir ekki aukist, eins og gert
var ráð fyrir, að leyfa þarf in«-
flutning 150.(X)0 smálesta. Inn-
flutningnrinn var úður að mei-
altali um 300.000 smál. á ári.