Vísir - 06.03.1934, Blaðsíða 4

Vísir - 06.03.1934, Blaðsíða 4
VISIR MILDAR OG ILMANDl TEOfANI Ciaareltur 20stkI-25 Fast* hvarvel: na Alt vcrður spegilfagurt sent tfgaU er með fægileginum „Fjallkonan*'. Efnagerð Reykjavikut hemlsh verksmiðja. tJ tvarpsfrétti p. London, kl. 22.15. 5 mars. FÚ. Bretar og at'vopnunarmálin. Enski utaríkismálaráðherr- ann var spurður að því á þingi i dag, hvað afvopnunarmálun- tim liði. Hann svaraði því, að ekki væri timabært að láta neitt uppi um það, fyr en stjómin hefði tekið til athugunar skýrsl- nr Anthony Eden um för lians til Parísar, Berlinar og Róma- horgar, til þess að ræða við stjórnarformenn Frakka, Þjóð- verja og Itala um bresku tillög- m'nar. V erslunar-hrekkur. Japanar hafa undanfarið gert talsvert að þvi, að stimpla jap- anskar vörur með breskum vörumerkjum, og hefir enska sendiherranum í Tokio verið falið að mótmæla þessu athæfi janpanskra framleiðenda. Staviski-hneykslið. 1 Frakklandi er enn mikið rætt um morð dómarans í Sta- viski-málinu, og hefir nú kom- ið fram ungur maður sem þyk- ist geta gefið upplýsingar um það, hvernig dómarinn hafi verið drepinn, en maður þessi á heima nálægt staðnum þar sem líkið fanst. Þá á líka að hafa komið í ljós, að samsæri hafi verið gert um að drepa þennan mann, og fleiri sem við rann- sókn Stáviski-málsins eru riðn- ir, og að dómarinn hefi verið drepinn mcð eitri. Fjöldi miðla í Frakklandi hefir boðist til áð gefa mikils- varðandi upplýsingar um morð- ið og morðingjana. Berlín, kl. 8. 6. mars. FÚ. Þjóðverjar og utanríkismálin. Dr. Goebbels hefir átt tal við fréttarilara franska blaðsins „Le Matin“ um stefnu þýsku stjómarinnar i utanríkismál- um, sér í lagi gagnvart Frakk- landi. I viðtali þessu lagði dr. Gofebbels mikla áherslu á það, að það væri einlægur vilji nú- verandi stjórnar í Þýskalandi, að binda enda á hinn aldalanga f jandskap milli Frakka og Þjóð- verja. Ennfremur fullyrti hann, að kviksögur, sem birtar hafa verið í erlendum blöðum um megnt ósamlyndi innan stjórn- arinnar, væri á engum rökum reistar. Gyðingaofsóknir. Dr. Goebbels hefir sent um- burðarbréf til landsstjórnanna innan Þýskalands, og kveðst Pappírsvðror og ritföng: csm>- liann hafa orðið var við, áð leik- arar af Gyðingaættum, sem reknir höfðu verið úr landi, eða flúið land, séu nú aftur famir 1 að koma fram opinberlega á leikhúsum og fjöllistahúsum. Leggur Dr. Goebbels ríkt á við landsstjórnirnar, að banna þessum mönnum að koma fram opinberlega. ítalskir fjallgöngumenn klífa hæsta tind Suður-Ameríku. Flokkur ítalskra fjallgöngu- manna úr „Italska Alpaklúbbn- um“ eru komnir til Suður-Ame- ríku. Ætla þeir að klífa Acon- cagua, hæsta tind i Suður-Ame- ríku. Tindurinn er 7035 m. liár. Nýjar námur fundnar. Miklar og auSugar málmæSar hafa fundist í jörS nálægt Sverd- lovsk í Uralfjöllum og nálægt Askhabad, m. a. æSar auSugar af kopar og zinki. Ávextii* Sveskjur, rúsinur, aprikósur, eph, ný, appelsínur, frá 10 aura stykkið. PÁLL HALLBJÖRNS Laugaveg 55. Sími 3448. KSOOt >COOOO« GOOOÍÍOOÍÍOÍÍOOÍKX Rakvéiar. Verð kr.: 1.50. 1.75. 2.50 (ferðavélar í vestisvasa). Sportvöruhús Reykjavíkur. >0005ÍOOOOÍXÍOOOOÍ >004 KKÍOOOOt | TAPAÐ - fundið^ Handvagn hefir tapast. Verði einhver hans var, óskast það tilkynt Hf. Efnagerð Reykjavíkur. Svört læða, mállaus, tapaðist frá Grundarstíg 4 fyrir 1 Vi viku. Vinsamlegast skilist þangað. — (108 Lyklabudda hefir tapast fyr- ir nokkrum dögum. A. v. á. (100 min er i Austurstræti 3. Haraldup Hagan. Simi: 3890. P' TBhúsnæðí Rúmgott forstofuherbergi óskast til leigu. Tilboð, merkt: „Starfsamur“, sendist Vísi. (98 Lítið forstofuherbergi til leigu, með eða án húsgagna. Verð 20 kr. Njálsgötu 54. (97 3 herbergi og eldliús óskast 14. mai. — Tilboð seudist til afgr. blaðsins, merkt: „Vélstjóri“. (94 j Herbergi óskast með öllmn ! nútíma þægindum, helst i I Garðastræti eða nágrenni. Mað- : ur i fastri stöðu. Tilboð, merkt: „Garðastræti“, sendist Vísi fyr- ir fimtudagskvöld. (109 íbúð í Vesturbænum, 2—3 herbergi og eldliús, óskast 14. mai. Þrent fullorðið í heimili. Tilboð, merkt: „55“, sendist Vísi fyrir 11. þ. m. (106 Tvibýlis ibúð vanlar 14. maí, 3—4 herbergi og eldhús. Fátt í heimili. Ábyggileg greiðsla. Til- boð um leigu og stað leggist inn á afgreiðslu Vísis fyrir 20. þ. m., merkt: „Hentugt". (103 Herbergi til leigu á Stýri- mannastíg 11, uppi. Uppl. í sima 2355. (102 KENSLA Kenni að mála á silki, flauel og klæði. — Sigríður Erlends, Þingholtsstræti 5. (93 Brynjólfur Þorlákssön kennir á Orgel-Hannonium og stillir píano. Ljósvallagötu 18. Sími 2918. (297 I KAUPSKAPUR 3.50 — 3.75 — 4.00 — 4.50 — 5.00 — 5.50 og meira kosta nýj- ustu peysurnar. 8.00 — 10.00 — 12.00 — 15.00 — 18.00 — 20.00 og meira kosta kjólamir í NINON Austurstræti 12, H. Opið 2—7. Fasteignir: Steinhús, 3 íhúð- ir. Lág útborgun. 2 lítil timbur- hús i Austurbænum með góð- um kjörum. Nýviðgert timbur- hús í Austurbænum. Nýtísku steinhús á mjög góðum stað með ágætum lánurn. — Fjöldi annara húseigna, jarðir og býli, Fasteignir teknar í umboðssöiu. — Húsnæðisskrifstofa Reykja- víkur, Aðalstræti 8. (96 Orgel, með sérstöku tækifær- isverði, til sölu nú þegar. UppL gefur afgr. Vísis. (90 I dag byrjar útsala lijá okk- ur á öllum vörum. Mörg falleg kjólatau og flauel. Tvistur frá 1 kr. metrinn, peysur og vesti, fyrir dömur og herra. Gefinn 25—30% af öllu. — Prjóna- og Saumastofan, Laugaveg 33. (82 Kolaofnar til sölu á Nönnu- götu 4. (110 VÍNNA Reglulega rösk og duglcg stúlka, vön eldliúsverkum og matartilbúningi, getur fengið stöðu frá 15. þ. m. Umsókn, á- samt meðmælum, leggist inn á afgr. Vísis fyrir laugardags- kvöld næstkomandi, merkt: ■— „Ábyggileg“. (95 Stúlka óskast í vist. Uppl. á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. (92 Stúlka óskast á fáment heim- ili. Uppl. á Laufásveg 35, neðri hæð. (107 Stúlka óskast um tíma vegna forfalla annarar. Fjölnisveg 6. niðri. (105- Tveir skrifstofumenn óska eftir góðri þjónustu. — Tilboð, merkt: „Eg hálfstífa", leggist inn á afgr. Vísis. (104 Stúlka óskast strax, vegna veikinda annarar. Jessen, Öldu- götu 15. (99 Stúlka óskast nú þegar í vist. végna veikinda annarar, á heim- ili síra Friðriks Hallgrímsson- ar, Skállioltsstig 2. (111 I TILKYNNING I. O. G. T. Stigstúka Reykjavíkur. Aðal- fundur miðvikudag 7. mai's, kl. 8y2. Erindi (stórtemplar o. fl.). (101 FÉLAGSPRENTSMIÐJ AN„ MUNAÐARLEYSINGI. nægja. Eg geymdi mér aö lesa bréfiS þangaö til eg var gengin til sængur um kveldiö. Bréfiö var á þessa leiö: „Ef J. E. er eins fær í starfi sínu, eins og auglýsingin í — blaöinu segir, og getur sýnt viðunandi meömæli, mun hún geta fengiö stööu, sem kenslukona fyrir tíu ára gamla stúlku. Launin eru fimm- hundruð krónur urn árið. Þess er óskað, að J. E. sendi meðinæli og frekari upplýsingar til frú Fairfax, Thorn- fíeld, Millcote." Eg athugaði bréfiö nákvæmlega. Kona haföi ritað hréf- iö og bar það þess vott, að hún væri aldurhnigin, því aö hún var dálítið skjálfhend. En auösætt þótti mér, að hréf- ið væri rítað af mentaðri konu og varð eg því mjög fegin, því að mér hefði fallið það verst af öllu, að þurfa að vinna hjá siðlausu og ómentuðufólki.Ogmérþóttimjög vænt um, að kona sú, er ritað hafði bréfið, virtist vera gömul. Frú Fairfax! ,Eg gat séð hana í anda. Eg hugs- aði mér að hún væri fínleg kona í svörtum kjól, fremur fálát en kurteis í viðmóti, og fyrirmynd að höfðings- skap og prúðri framgöngu. — Thornfield! Eg gat þess til, að það væri höll hennar, sem bæri þetta nafu. Mill- cote! — Eghugsaðimigumog komst að þeirriniðurstöðu, ‘ að Millcote myndi vera rniklu nær Lundúnaborg, en staður sá, er eg kallaði nú heimili rnitt. Mér þótti gott að vita, að svo væri. Mig langaði til að dveljast þar, sem mannkvæmt væri og nokkur umferð. Eg vissi að Mill- cote var verksmiðjuhorg allstór og að hún væri bygð á bökkunum á A. — „Ekki er nú æskilegt, að vera í nánd við kolareyk og stærðar-reykháfa,“ hugsaði eg. „En vonandi liggur Thornfield góðan spöl frá horginni". Daginn eftir átti eg strax tal við forstöðukonu skól- ans. Eg skýrði henni frá því, að eg ætti þess kost, að fá góða stöðu, og bað hana að spyrja hr. Brocklehurst eða einhvern af skólanefndarmönnunum, hvort þeir myndu ekki vilja mæla með mér sem kenslukonu. Forstöðukona skólans talaði degi síðar við hr. Brocklehurst, en hann hélt því fram, að sjálfsagt væri að skrifa frú Reed, þar sem hún væri mér nákomin, og leita samþykkis hennar um það, hvort eg mætti taka við kennarastöðunni. Frú Reed var þegar skrifað bréf í tilefni af þessu og hún svaraði um hæl, „að eg mætti starfa hvað sem eg vildi. Ilenni stæði alveg á sama hvað eg tæki mér fyrir hend- ur.“ Skólanefndinni var aflient bréfið til athugunar og að lokuin var eg leyst frá starfa mínum. Eg fékk jafnframt meðmæli fyrir ágæta hegðun, hæði sem nemandi og kennari. Eg tók samrit af meðmælunum og sendi þau til frú Fairfax. Eg fekk svar frá henni um hæl, og kvaðst hún vænta min að fjórtán dögum liðnum. Eg var önnum kafin næstu tvær vikurnar við að búa mig til brottferðar. Eg átti ekki mikiö af fatnaði. Það hæfði hvorki kröfum mínum né stöðu í mannfélaginu.. að berast mikiö á í klæðaburði. Siðasta daginn koin eg því, sem eg átti, fyrir í ferðakoffortinu mínu. Það var sama kofíortið, sem eg haði haft með mér frá Gates- head. Dagimi eftir var eg mjög snemma á fótum. Eg var eirðarlaus og í mikilli geðshræringu. Eg var i þann veginn að hyrja nýtt líf! Eg gekk um gólf í skólastofunni, þvi að eg gat ekki setið k}>r nokkura stund. Kom þá ein af þerpunum Inn í stofuna til mín. „Ungfrú!“ mælti hún. „Það er einhver frammi í fordyrinu, sem óskar að hafa tal af yður.“ „Það er liklega ökumaðurinn, sem er kominn til að . sækja koffortið mitt,“ hugsaði eg með mér. Eg lagði þegar á stað ofan í fordyrið, og hljóp niður stigann í flýti. Mér kom ekki einu sinni til hugar, að spyrja þern- una um þann, sem kominn væri. Jafnskjótt og eg kom fram í fordyrið heyrði eg rödd sem sagði: „Þarna er hún komin! Hún er sjálfri sér lík, blessunin! Það er svei mér vandalaust að þekkja hana aftur.“ — Kona nokkur stóð andspænis mér. Hún var snoturlega og’ þokkalega húin. Fremur holdug, svarteyg, svarthærð og góðlátleg á svip. „Þekki þér mig?“ mælti hún og brosti við, en inér tanst, sem eg kannaðist viö þetta hros og hefði séð það einhverntíma fyrir löngu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.