Vísir - 22.04.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 22.04.1934, Blaðsíða 2
VÍSIR Símskeyti —o-- London 21. april. FB. Breíastjórn leggur áherslu á, að komið verði í veg fyrir Inýja víg- búnaðarkepni. Breska ríkisstjórnin hefir ekki gefið upp alla von um, aö takast muni að koma i veg fyrir nýja vigbúnaðarkepni milli þjóöanna. Hefir afvopnunarmálanefnd rikis- stjórnarinnar haldiö þrjá fundi undanfarna daga um þessi mál. — Hefir nú veriö tilkynt opinberlega, a'ö breska ríkisstjórnin sé því sam- þykk, aö afvopnunarmálaráðstefn- an komi saman á fund þ. 23. maí. — (United Press). Oslo 21. apríl. FB. Friðun hrygningarsvæða og yfir- gangur togara. Undir umræöunum um fjárveit- ingar til útgeröarmála í Stórþing- inu leiddi Hambro athygli ríkis- stjómarinnar aö þvi, hver háski fiskveiðum Norömanna væri bú- inn af ágengni erlendra togara, svo og því, aö' meö hinum nýtísku veiöarfærum og útbúnaöi, setn nú væri notaður, væri sem óðast verið aö eyöileggja hrygningarsvæöin í Norðursjó, og vafalaust yröi reynslan hin sama á fiskimiöunum við Noregsstrendur, ef ekki væri geröar ráðstafanir til þess aö koma í veg fyrir það. Hann lét svo um mælt, að þaö væri ekki nóg aö verja landhelgina, heldur yrði rík- isstjórnin aö hefjast handa um, aö samkomulag fengist um alþjóðaat- kvæöi um friðun hrygningarsvæöa. Þjóðmálaskraf á víð og dreif. —o— Flóttinn úr sveitunum. Megin-flóttinn liefsl í raun og veru um svipað leyti og „hvíslingaleikur4 Jónasar úti á „Iandsbygðinni“. Því var livislað að bændum, að auðsafnið í Rcykjavík væri orðið svo stórkosllegt, að það tiæði engri átt, að fólkið í „dreif- býlinu“ kæmist ekki i þær krásir. Einfaldasta ráðið, eins og sakir stæði, væri það, að fá framsóknarpiltum völdin i hendur. Þeir mundu, undir eins og þeir hefði bolmagn til, selja lög um það, að peningarnir yrði leltnir af kaupstaðafólkinu og dreift út um sveitirnar. Bændur hefði varla í sig og á, en bur- geisarnir í. kaupstöðunum, ekki síst í Reykjavík, lifðu í hinu mesta óhófi óg sællífi og vissi ekki aúra sinna tal. Hvíslinga- púkarnir lótu þess getið, að þelta stórauðuga hyski hataði og fyrirliti sveitafólkið. Það væri blátt áfram lífs-nauðsyn, að framsóknarmenn kæmist í meiri hluta á þingi, svo að bændur þyrfti ekki að bíða lengi eftir kaupstaða-gullinu, jiví að ekki mundi fást einn ein- asti peningur með góðu hjá þessum „glæpamönnum“ og svíðingum. Þegar æskulýðurinn heyrði hinar hroðalegu frásögur um eyðsluna og peninga-dyngjurn- ar lijá „burgeisunum“ i Reykja- víæ, fór liann að tygja sig lil farar úr sveitunum. Það gæti orðið bið á því, hugsuðu ung- lingarnir, að framsóknarmenn kæmist til valda og yrði þess um komnir að gela veitt gull- slraumiinum út um „dreifl)ýl- ið“, og væri líklega róttast að bíða ekki eftir því, heldur leggja land undir fól þegar í stað og seljast að á „mölinni“. Þar væri líka all af verið að lieimla hærra og hærra kaup, siðan er Jónas liefði kent mönnum verkfallslistina li)lti. — Það væri einhver munur á því, að fá kannske á aðra krónu fyrir hverja klukkustund, sem unnið væri eða þá þessu, sem þeir hefði vanist heima í sveil- inni, að vinna baki brotnu allan ársins liring fyrir svo sem eng- in laun. Alveg sjálfsagl að sitja við þann eldinn, sem best brynni! En nú gæti farið svo, börnin góð, sagði þá kannske einliver roskinn og ráðsettur bóndi, að verkafólkið í Reykjavik yrði svo margt með þessu móti, að einhverjir yrði útundan með vinnu, eða þá að kaupið lækk- aði. — Ivemur ekki til mála, sögðu unglingarnir. Komi þaö fyrir, að burgeisarnir fari fram á kauplækkun, þá verður því bara svarað með verkfalli. „Hann“ sagði okkur það sjálf- ur, að svoleiðis yrði farið að því. Það væri æfinlega haft þannig, þar sem verkafólkið ælti í höggi við burgeisa, svíð- inga og níðinga. Og verkföllun- um lyktaði oflast á þá leið, að verkafólkið sigraði. Og ekki nóg með það. Heldur yrði bur- geisarnir að borga fult kaup fyrir þann tíma, sem ekki væri unnið! Fólkið gæli „spókað sig“ á götunum, skenit sér og „rallað“ meðan á deilunni stæði og fengi svo fult kaup þegar búið væri! „Hann“ hefði sagt það sjálfur, að svona gengi þetta til og hann þekti þetta frá „útlandinu“. — Nei, það væri ekki áhorfsmál að fara. Sveit- irnar gæti ekkerl borgað og yrði í rauninni óbyggilegar, þangað til búið væri að ná i kaupstaða-gullið. Þá gæti skeð að það borgaði sig að koma heim aftur — ef maður kærði sig þá um það — ef maður væri þá ekki sjálfur orðinn „burgeis ‘ á mölinni! Og svo var lagl af stað. Sveit- irnar mislu allan ljóma í aug- um æsku-lýðsins — þar var alt ljótt og leiðinlegt — eintóm fá- lækl og vandræði. Þar var hver dagurinn öðrum líkur, Engav skemtanir, lítið kaup og drep- andi þrældómur! Hreinasta furða, að nokkur maður skyldi fásl til þess, að leggja á sig all- an þann þrældóm, þegar ekkerl væri í aðra hönd! En þegar ungdómurinn var farinn, varð alt dauflegra i sveitaheimilunum. Og viða var ekkert eftir nema hjónin, sum- staðar gömul og lúin, sumstað- ar með hóp af ungum börnum. Og enga manneskju var hægt að fá til nokkurs viðviks, nema gegn ærnu gjaldi. Hjónin sáu ekki fram úr verkumun, gengu þreytt til hvíldar á hverju kveldi, en áhyggjurnar bönn- uðu svefn og næturró. Þá gat það borið við, að lúin og and- vaka móðir segði eftir langa, langa þögn: — Ætli það sé ekki best, að við förum á eftir bless- uðum krökkunum? — Og bóndinn svaraði: Það verður liklega ekki um annað að gera Svo varp liann öndinni mæði- lega og bætti við: Eg hafði þó vonað, að einhver drengjanna tæki við kotinu og nyti handar- vikanna okkar. Þessu lílct mun það hafa gengið til sumstaðar. Það voru „sveitavinimir“, hvíslinga- meistararnir, sem kveiktu úl- þrána í brjósti hins' unga og ó- ráðna manns. Þeir kveiklu o- ánægjuna, töluðu um fátækl- ina og striðið í sveitunum og háu launin og allsnægtirnar í kaupstöðunum, einkum hér í Reykjavík. Og þeir sögðu hverjum sem hafa vildi, að auðvelt væri að halda þessu liáa kaupi með mætti samtak- anna. Og kæmi það fyrir, að verkafólkið reyndist ol' margt. J)á yrði vinnudagurinn bara slyttur, en kaupið stæði í stað eða hækkaði. Til mála gæti komið, að ekki yrði unnið nema fimm daga vikunnar. Framh. íslenska vikan hefst í dag og er með líku sniði og verið hefir undanfarin ár. — Kl. 2 leikur Lúðrasveit Reykja- vikur á Auslurvelli, en stundar- fjórðungi síðar flytur Þorsteinn Briem atvinnumálaráðlierra ræðu af svölum Alþingishúss- ins. Er gert ráð fyrir að ráð- herrann ljúki máli sínu á hálf- tíma og leikur þá lúðrasveitin öðru sinni (kl. 2.45). —— Merki verða seld á götum borgarinn- ar og' kosta þau 25 aura fyrir börn og' 50 aura fyrir fullorðna. Ágóðanum verður varið til styrktar starfsemi „íslensku yikunnar". Undanfarin tvö ár (og þó einkum síðastliðið ár) hefir Yísir flutt fróðlegar ritgerðir um íslenskan iðnað, verslun og viðskifti. Munu ritgerðir dr. pliil. Björns Björnssonar hér í blaðinu við upphaf Islensku vikunnar í fyrra, vera eitt hið merkasla og fróðlegasla, sem um Jjessi efni hefir verið ritað á islensku. Annað þing Sambands bindindisfélaga í skólum. —o— Dagana 29. og 31. mars var annað þiiig Sambands bindindis- íélaga í skólutn háð hér í Reykja- vík. Sambandið var stofnað í mars 1932, og er því tveggja ára gam- alt. Voru það 5 bindindisfélög hér í Reykjavík sem stofnuðu Sambandið', en nú eru félögin orð- in 17 og meðlimir þeirra um 1000. Þingið í ár sóttu fulltrúar frá eftirtöldum félögum : Málfundafélagi Laugarvatnsskól- ans 15, Bindindisfélögum: Menta- skólans á Akureyri 2, Gagnfræða- skólans á ísafirði 1, Ungmenna- skólans á Siglufirði 1, Gagnfræða- skólans í Vestmannaeyjum i, Flensborgarskólans 4, Gagnfræða- skólans í Reykjavík 11, Mentaskól- ans í Reykjavík 12, Kennaraskól- ans 4, Samvinnuskólans 4. Gagn- fræðaskóla Reykvíkinga 7. Alls mættu ])ví 62 fulltrúar fyr- ir þessi 11 félög, en félagsmenn þeirra eru um 750. 6 félög sendu ekki fulltrúa. Síðastliðið ár hafði Sambandið 2500,00 kr. styrk úr ríkissjóði og var styrknum að mestu leyti varið til útbreiðslustarfsemi. Á árinu fór forseti Sambandsins, Helgi Schev- ing, í ferð um Austur-, Norður- og Vesturland. Heimsótti hann flesta skóla á Jiessu svæði og hélt þar fyrirlestra og vann að stofnun nýrra félaga. I söntu erindum hafa verið farnar ferðir til Reykholts, Hvanneyrar, Laugarvatns og Vest- mannaeyja, Nokkur útvarpserindi um binditidismál hafa verið flutt á vegum ])ess. Blað Sambandsins ,,FIvöt“, hefir verið gefin út þris- var sinnum á árinu, og hefir því veriö iitbýtt í mörgum skólum. Nokkrar skuggatnyndir, um áhrif áfengis, liefir Sambandið eignast og hafa þær verið sýndar í nokkr- um skólum. Bækling' um sama efni gaf Sambandið út og sendi til nokkurra skóla. Ymislegt fleira var gert á starfsárinu. Á þinginu voru teknar ákvarð- anir um starfsemina á þessu ári og af Jjeim má helst nefna : Ákveðið var að senda mann um Norður-, Vestur- og Suburland á næsta líausti. Á hann að konia í alla skóla á J)ví svæði og hafda þar fyrir- lestra um bindindismál. Einnig á hann að halda fyrirlestra fyrir al- menning þar sem því verður við- komið. Sambandsstjórn var faliö að sækja um til útvarpsráös aö það hlutaðist til um að Sambands- stjórn fengi til urnráða eitt út- varpserindi á mánuði, á Jieini tíma árs sem skólar alment starfa. Eftirfarandi tillögur voru sanr- Jiyktar. I. Ársþing Sambandsins samþykk- ir að fcla stjórninni að skora á kenslumálaráðherra, að hann hlut- ist til um : J. Að bindindisfræðsla sú. er fara á fram í skólum sé fullkonm- uð eins og frekast er kostur á og að til hennar sé vandað með bók- utn og tækjum i hvívetna, svo að hún komi að verulegum notum. 2. Að bindindisfræðsla sé haf- in í öllum skólutn landsins, J)ar sem hún ekki er fyrirskipuð. Sé sú fræðsla bein og sérstök fræðsla unt skaðsemi áfengisnautnarinnar í öllum myndum, fratnkvæmd sem hver önnur kensla í skólum eftir fullkomnustu aðferðum og bestu tækjum. En þar sem búast má við að ekki sé hægt að koma slíkri fræðslu við, nú þegar og undir- búningslaust, er skorað á kenslu- málaráðherrann að gera J)ær ráð- stafanir til bráðabirgða, að leitað sé samkomulags við skólastjóra unt óbeina fræðslu í þessum mál- um, J). e. að fræðslan fari fram í sambandi við aðrar námsgreinar, því að i engum skóla er hörgull á námsgreinum, sem hægt er aö tengja bindindisfræðslu við. Má t. d. nefna námsgreinir sem sögU, náttúru- og eðlisfræði, og siðast en ekki síst hagfræði og Jtjóðfé- lagsfræði. Satnbandsþingið væntir ]>ess, að kenslumálaráðherra sjái sér fært' að taka Jtessar tillögur til greina, ekki síst þegar á það er litið, að Jiær eru samþyktar af fulltrúum skólanemenda. II. Annað J)ing Sambands bindind- isfélaga í skólurn skorar á kenslu- málastjórn að lilutast til um, að láta menn þá, að öðru jöfnu ganga fyrir kennaraembættum sem vit- aö er um að eru bindindismenn. III. Þingið samþykkir að skoi'a á fneðslumálastjórn, að hlutast til um, að meðal fræðslukvikmynda þeirra, sem hún lætur sýna fyrir skólafólk, séu myndir sem sýna áhrif áfengis. IV. Annað þing Sambands bindind- isfélaga í skólum skorar á Iand- stjórnina og Aljiingi að sjá um, að í sambandi við væntanlega sam- þykt nýrra áfengislaga, séu settar sem öflugastar varnir gegn áfeng- isneyslu og að sölustöðum áfengis verði a. m. k. ekki fjölgað frá því sem nú er. V. Annað þing Sambands bindind- isfélaga í skólum skorar á alla meðlimi Sambandsins, að vinna að ])ví eftir fremsta megni, að reglur þær, sem settar eru gegn áfengis- neyslu, séu sem best haldnar og að fyrir brot á þeim komi lögákveðn- ar refsingar. Nefnir Jiingið })ar al- veg sérstaklega launbruggun J)á, seem viðast á sér stað í landinu. VI. Þingið skorar á Sambands- stjórn að leita samstarfs við U. M. F. I., um að vinna að auknu bind- indisstarfi meðal ungra manna i landinu. Auk þessara tillaga voru fjölda margar aðrar samþyktir gerðar á þinginu. Stjórn Sambandsins skipa nú: Helgi Scheving forseti, Þórar- inn Þórarinsson ritari, Sigurður Ólafsson gjaldkeri, Friðrik Á. Brekkan og Haukur Þorsteinsson. I.O.O.F. 3 = 1154238 = 81/, I. Vísir er tíu síður í dag. Eldur kom upp i kjallara hússins Vest- urgötu 16 um kl. 2 í fyrrinótt. — Urðu menn, er voru á gangi, J)ess varir, að reykur var mikill i Kjöt- búð Reykjavíkur þar í húsinu, yfir kjallaranum, og' gerðu þeir lög- reglunni aðvart. — Eldur reyndist enginn í búðinni, en kviknað hafði i tuskuin og bréfarusli út frá eld- stó. Eldurinn var fljótlega slöktur. 60 ára er i dag Ólafur Veturliði Bjarna- son, skipstjóri frá Bíldudal, nú búsettur á Bergstaðastræti 64. E. s. Nova kom í gær með margt farþega, m.'a. marga fulltrúa á landsfund sjálfstæðismanna, sem nú stendur yfir. G.s. ísland kom hingað i gær. Meöal far- J)ega voru P. A. Ólafsson konsúll, Ötto Tulinius frá Akureyri, Har- aldur Árnason kaupmaður o. fl. Leikhúsið. Gamanleikurinn „Við, sem vinn-t um eldhússtörfin" verður sýndur tvisvar í dag, kl. 3og kl. 8. —- Aðgöngumiðar seldir í Iðnó allatí daginn. Leikurinn verður ekki sýndur oftar og eru ])vi síðustu foi'vöð að sjá hann í dag. Barnaguðsþjónusta verður á Elliheimilinu kl. i)4 í dag. Leiðré'tting. I bæjarfrétt J)eirri, sem birt var i Vísi t gær, um Dýraviriafélag barna í Laugarnesskóla stóð : “frk. Sigríður Sigurðardóttir, Bjargi,“ en átti að vera: Frú Sigríður Sig- urðardóttir o. s. frv. Aðalfundur Sjúkrasamlags Reykjavíkur verður annað kveld kl. 8 i Iðnó. Söngskemtun Gunnars Pálssonar í Iðnó í fyrra kveld tókst hið besta. Aðsókn var góð og létu menn óspart í ljós aðdáun sína á söng Gunnars og varð hann að endurtaka sun* login og syngja nokkur aukalög. F. ftir undirtektunum í fýrrakveld að dæma, þarf elcki að efa, að þessi yfirlætislausi og prúöi söngvai'i myndi fá húsfylli nokkurum sirut- um, ef hann sæi sér fært að dvelj- ast hér nokkuru lengur en haflM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.