Vísir - 03.09.1934, Síða 3
nýju, varS þaS úr, aö ákvörðunin
var tekin. — MeSan Kharkov var
höfuSborg landsins váh variS 35
miljónum rúblna til þess aS fegra
borgina á margan hátt. Nú verSur
komið á ýmsum umbótum í Kiev,
en þar er mikilla umbóta þörf, því
a‘S vanrækt hefir veriS aö sinna
umbótamálunum j)ar fram aS
þessu. (United Press).
Bókapfregn.
—o—
Barnavers úr Passíusálmunum
ValiS hefir Árni SigurSsson
fríkirkjuprestur. Útgefándi:
ísafoldarprentsmiSja h. f.
Reykjavík 1934.
Passiusálmar Hallgríms Péturs-
sonar munu ætiS ljóma sem dýr-
indis perla meSal íslenskra bók-
menta. Sú perla mun aldrei missa
ljóma sinn frá trúarlegu og list-
rænu sjónarmiöi þeirra, er meS
kunna aö fara. En því er sist aS
leyna, aS kynni yngri kynslóSar-
innar af Passiusálmunum eru or'S-
in mikiS minni en þau voru hjá
eldra fólkinu. Mun hér mest um
valda ýms breytt viShorf. SkeSur
og margt á skemri tima. LiSin eru
nú 320 ár síSan fæSingarár Hall-
errims, en 260 ár frá dánarári hans.
Engin bók heíir jafn oft veriS út-
gefin hér á landi og Passíusálm-
arnir. 45 sinnum á 254 árum, þaS
er 5.—6. hvert ár aS jafnaSi.
F}'rsta útgáfan kom út 1666, 8 ár-
um fyrir dauöa höfundarins, og sú
45., sem veröur áreiöanlega ekki
sú síSasta, var gefin út 1920. Þess-
ar tíöu útgáfur sömu bókarinnar
sýna best, hve ósegjanlega dýr-
mætir Passíusálmarnir hafa veriö
andlegu lífi þjóSarinnar öll þessi
ár og munu verSa. YfirburSamaS-
urinn Hallgrimur Pétursson, hug-
sjónamaSurinn, listamaSurinn, trú
maSurinn og skáldiS gnæfir þó
hæst þégar hann er borinn saman
viö samtiS sína>. Þegar tímarnir
voru þeir, aö hvergi stóS hæS né
tindur upp úr rænuleysis- og deyfö-
arauSnum hins islenska þjóölifs,
sem verulega gæti hvílt auga húg
sjónamannsins — aS örfáum
mönnum undanteknum. íslensk
tunga var i hinni mestu niSurlæg
ingu. Galdratrú, ýms hjátrú og
hindurvitni voru i sínum algleym-
ingi. Svo segja má aS Hallgrím-
ur hafi veriS uppi á hinni mestu
hindurvitna- og hjátrúaröld. Mann-
dáö og hreysti voru horfin úr landi.
í Vestmannaeyjum og víSar haf^i
fólkiS veriS brytjaS niöur af
Tyrkjanum varnarlaust eins og
hráviSi. ÞjóSin lá í móki af lang-
varandi baráttu viS örbirgS og
margskonar áþján. Þannig var á-
statt meS þjóöinni er Hallgrímur
var uppi. En því meiri furöa
er hve fagurt ljósiS er, sem af hon-
um skín.
AS kynni yngra fólksins af
Passiusálmunum hafi fariö dvín
andi, einkurn uú hin síöari ár, tel
eg'að stafi mikiS af breyttum viö
horfum til hinna andlegu mála,
fræSslumála og jafnvel trúmála.
ÁSur fyr áttu börn og unglingar
alment ekki kost á annari fræöslu
eniþeirri, er heimilin veittu og oft
var mjög af skornum skamti
FræSslubækur voru sem engar
aSrar en kveriö og svo nokkrar
guSsorSabækur. ÞaS var því ekki
um auöugan garS aö gresja.
En sjálfsagt var þó aS veita börn-
um sínum þaS besta, sem völ var
á, og þaö var auövitaS hiS lifandi
orö Passíusálmanna. ÞaS var líka
fariS meS þá á föstunni og ung-
lingarnir læröu þá þannig næstum
ósjálfrátt. En hvaS ungur nemur
gamall tenmr. Þessi fagri siSur er
nú, því miður, óöum aS leggjast
niSur, og þegar svo er komiö, er
hætt viö aS Passíusálmarnir liföu
ekki lengi sem lifandi orö á vörum
þjóSarinnar, ef eigi væri úr bætt
á annan hátt.
Landsnefnd Hallgrímskirkju
liefir nú hlutast til um, aö bót yrSi
ráSin á þessu meS því að. gang-
ast fyrir aö gefin veröi út vers
úr Passíusálmunum, sem börnum
er sérstaklega ætlaS aS læra. Kver
þetta er komiö á markaSinn. ísa-
íoldarprentsmiSja h. f. hefir kost-
aö útgáfuna og leyst vel af hendi.
En valiS hefir Árni Sigurösson
fríkirkjuprestur annast. Þarf ekki
aS efast um aS hónum hafi vel
tekist. Bókin er snoturlega inn-
bundin í pappaspjöld meS sérting
á kjöl og kostar aSeins 2 krónur,
aö frádregnum 20% ef fengin er
gegnum Hallgrimsnefndirnar miö-
að viö minst 10 eintök i senn.
Um leiS og eg óska aS þessr
litla barnabók nái sem best til-
gangi þeirra, er aS henni hafa unn-
iS, get eg ekki stilt mig um aS taka
hér upp þáu orö úr formálanum,
cftir sira Árna SigurSsson, er sýna
Ijest eftir hvaöa mælisnúru hann
hefir fariS viS val versanna: . .
„Hefi eg reynt aö vinna verkiö
meS þaS í huga fyrst og fremst,
hvaöa vers úr Passíusálmunum eg
mundi kjósa handa mínum eigin
börnum. Svo hefi eg ætíS haft þaS
í minni, hvaSa vers í Passíusálm-
unum hrifu huga minn mest á
barnsaldri“.
Ásm. Gestsson.
Karoly Szénassy
ungverski fiðlnleikarinn,
efnir lil hljónileika i Gamla
Bió annað kveld.
Utan af landi
—o—
Frá Siglufirði.
2. sept. FÚ.
Frá SiglufirSi símar fréttaritari
útvarpsins, aS þar hafi veriö i dag
fyrsti bjartviSrisdagurinn, sem
komið hafi um langan tíma.
Allmikil síld er sögS á Grímseyj-
arsundi og víöar og nokkur skip
voru á leiS til SiglufjarSa'r meS
síld til söltunar.
Miklar úrkomur á Vopnafirði.
VopnafirSi 2. sept. FÚ.
Af 39 dögum næstliSnum hefir
[ sólarhringur veriS rigningarlaus
hér í VopnafirSi, en eitthvaS fleiri
dagar þurrir í úthéraöi. Allmiklar
töSur liggja enn úti stórskemdar.
ÞaS sem hirt er af heyjum er meira
og minna skemt. Grasvöxtur er ó-
venjulega mikill og fiskafli nokkur
en gæftir stopular.
Veðrið í morgun.
í Reykjavík 8 stig-, Isafiröi 8,
Akureyri 8, Skálanesi 10, Vest-
mannaeyjum 9, Sandi 9, Kvígindis-
aal 10, Hesteyri 8, Gjögri 6, Blönd-
uósi 8, Siglunesi ó, Grímsey 8,
Raufarhöfn 8, Skálum 8, Fagra-
dal 9, Papey 11, Hólum í Horna-
firSi 10, Fagurhólsmýri 10, Reykj-
anesvita 9, Færeyjum 10 stig.
Mestur hiti hér i gær 16 stig,
minstur 5 stig. Úrkoma 0,4 mm.
Sólskin 0,7 st. — Yfirlit: Djúp
lægö viS vesturströnd Skotlands
á hreyfingu noröur eftir. Onnur
lægö milli Islands og Noregs
á hreyfingu vestur eftir. —
Horfur: SuSvesturland: Hvass
norSan. Úrkomulaust. Faxaflói:
Hvass norSan. Sumstaöar lítils
háttar rigning. BreiSafjörSur,
VestfirSir, NorSurland, norSaust-
urland, Austfiröir : Noröanátt, viöa
hvassviSri eöa stormur. Rigning.
SuSausturland: Hvass norSan.
\7iöast úrkonmlaust.
Bílslys.
Fólksflutningabílnum RE ‘ 835
var ekiö út af vegimun í Svína-
hrauni í gærkveldi. Auk bilstjórans
voru 4 farþegar í bilnum. Einn
þeirra, stúlka, fór úr liði á öxl.
Annar farþegi skrámaSist eitthvaS.
SlysiÖ varö þar sem sumar- og
vétrarvegurinn mætast.
Sextug
er í dag frú GuSrún GuSmúnds-
dóttir, Bræðraborgarstíg 21 B,
kona Runólfs Magnússonar fiski-
matsmanns.
Dr. Ligh't,
ameríski flugmaöurinn, sem
hingaS kom í síSastliSinni viku
lagöi af staS héöan í morgun kl.
8,15, og mun liaía ætlaS til Bret-
landseyja en sneri aftur veðurs
vegna og var væntanlegur kl. 3—4.
Kveldúlfstogararnir
eru nú allir komnir af veiðum
og öfluSu þeir sem hér segir: Þór-
ólfur 12.529, Skallagrímur 10.801,
Snorri goöi 11.866 og Arinbjörn
hersir 10.149 mál. í fyrra sumar
stunduöu allir 7 Kveldúlfstogar-
arnir síldveiöar og byrjuSu fyrr
en í ár og hættu 9. og 10. sept.
Þá var mestur afli á togara 20.100
mál. — Seinasta hálfa mánuöinn
í sumar hefir ekkert aflast. Telja
sjómenn, aö síld hafi veriö næg,
en gæftaleysi hefir hamlaS veiö-
um.
Skip Eimskipafélagsins.
Gullfoss er í Kaupmannahöfn og
fer þaSan 8. sept. GoSaíoss er á
leiö til Hull frá Hamborg. Brúar-
foss er í Reykjavík. Dettifoss var
á Siglufiröi í morgun. Lagarfoss
fór héöan á laugardagskveld áleiö-
is til Leith og Antvverpen. Selfoss
er á Akureyri.
E.s. Súðin
var á SeySisfirSi í morgun og
er væn.tanleg hingaö um miöbik
y firstandandi viku.
E.s. Katla
er væntanleg hingaS í dag.
Togararnir.
Ver kom frá Englandi i morgun
en Geir í gær.
Sjómannakveðja.
FB. — 2. sept.
Farnir til Þýskalands, VelliSan
allra. Kærar kveSjur til vina og
vandamanna.
Skipverjar á Walpole.
E.s. Lyra
kom hingaS í dag.
aniiiiiiiriið!iEi§iiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiffiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii!!i
1 Hessian. |
Ávalt fyrirliggjandi birgðir af veggfóðrunarstriga 55
^ (olíulausum) við lægsta heildsöluverði.
EE Ennfremur þéttur strigi til húgagnafóðrunar.
I MÁLARINN. |
rifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiíiiiiiimiiiiiiimiiiiHiiiiiiiiiiiimiiiiiiiinl
fer annað kveld vestur og
norður. — Aukahafnir:
T ál kn af jörðr/r, Þingeyri,
Bolungarvík. og Sauðár-
krókur.
Farseðlav óskast sóttir
fyrir hádegi á morgun.
l’er á mi.ðvikudagskveld um
Vestmannaeyjar til Hull og
Hamborgar.
F'uglafræ
fyrir
canarifugla, páfagauka og sel-
skabs-páfagauka l'æst i
Gengið í dag:
Sterlingspund kr. 22.15
Dollar — 4-45
100 ríkismörk — 177.10
— franskir frankar . — 29.91
— belgur — 106.00
— svissn. frankar .. — 147.44
— lírur — 39'15
— finsk mörk — 9-93
— pesetar — 62.42
— gyllini — 305.80
— tékkósl. krónur . . — 19.08
— sænskar krónur .. — 114.36
— norskar krónur .. — 111.44
— danskar krónur — 100.00
Gullverð
ísl. krónu er nú 48,90, miSaS viS
frakkneskan franka.
Knattspyrnan í gær
í 3. flokki fór þannig' aö Frani
vann Viking' meS 2:0 og Valur
vann K.R. meS 1 :o. MótiS held-
ur áfram á fimtudag.
Næturlæknir
er í nótt Guöm. Karl Pétursson.
Simi 1774. — Næturvöröur í
Laugavegs og Ingólfs apóteki.
2. flokks mótið.
Vikingur vann K.R. meS 2:0. Á
morgun kl. 6,45 keppa Fram og
K.R. NæstsiSasti leikur mótsins.
Útvarpið í dag.
19,10 VeSurfregnir. Tilkynning-
ar. — 19,25 Grammófóntónleikar.
— 19,50 Tónleikar. — 20,00
Klukkusláttur. Tónleikar: AlþýSu-
lög (Útvarpshljómsveitin). —
20,30 Fréttir. — 21,00 Frá útlönd-
um: „Drottins útvalda þjóö“
(Vilhj. Þ. Gíslason). — 21,30 Tón-
leikar: a) Einsöngur (Daníel Þor-
kelsson). b) Grammófónn: Stra-
vinsky: Eldfug'linn; sami: Suite.
65 aura
kosta ágætar Rafmagnsperur
15—25—40 og 60 vvatt hjá
okkur.
Vasaljós með batteríi 1.00
Batíeri einslök 0.35
Vasaljósaperur 0.15
Rakvélar í nikkel kassa 1.50
Tannburstar í hulstri 0.50
Herraveski, leður 3.00
Dömutöskur, leður 6.50
Do. ýmsar teg'. 4.00
Sjálfblekungar 14 karat. 5.00
Do. með glerpenna 1.50
Litarkassar fyrir börn 0.25
Vaskaföt emailleruð 1.00
Borðhnífar, ryðfríir 0.75
Matskeiðar, ryðfríar 0.75
Malgafflar rvðfríir 0.75
Teskeiðar, ryðfríar 0.25
Ivaffistell, 6 manna 10.00
Do. 12 manwa 16.00
Ávaxtastell, 6 manna 3.75
Do. 12 manna 6.75
Sykursett 1.00
Reykelsið, pakkinn 0.50
l Einan ft Bjðrna
Bankastræti 11.
Járnbrautarslys í París.
Berlín, 3. sept. — FÚ.
Alvarlegt járnbrautarslys varð
um bádegi í gær á Austur-jám-
brautarstöðinni i París. Eim-
vagn, sem á einhvern liátt liafði
komist af slað mannlaus, ók
á fullri ferð á farþegalest, sem
stóð á teinunum. 30 vagnar-voru
*i lestinni, flestir úr tré, og möl-
brotnuðu þeir því flestir. Yfir
50 manns lilntn alvarleg meiðsl,
en margir smærri áverka. Rann-
sókn liefir þegar verið liafin út
af slysinu, en ekkert liefir enn
upplýst um það, hvernig það
vildi til, að eimvagninn fór
mannlaus af stað.
Réttarhöld í Wien
út af byltingartilrauninni.
Berlín, 3. sept. — FÚ.
Enn halda áfram réttarhöld í
Wien út af nasistauppreistinni
25. júlí s. 1. og' eru daglega einn
eða fleiri dæmdir í hegningar-
hússvinnu. Það er haft orð á
þvi, að dómar þeir sem nú eru
feldir séu mun strangari en þeir,
sem jafnaðarmenn lilntu fyrir
samskonar afbrot eftir felirúar-
uppreistina.