Vísir - 21.09.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1934, Blaðsíða 2
V I S I B J une-Munktell. Kér undirritu6im .SIGUHJÖNI J<ÍN33101I .ulcipetjára á Telsklplnu "HJÆLL" G.íC. 23 er ánitja e6 votta.aó JUKE-UUMiCTELL mótor aá,80-90 he atafla .aem l aklplnu er ,he fur reynot í alla etaðl örufíííur Ojí ganfc- vibb ,8erle &a sparneytlnn og okilar ágætum kraftl. Ko.-nu hinlr át,“tu ko»tir niótorelne aérotaklega í ljóe í CrÆii- landa leiöangri pelia.með hina ítólaku víaindnmann ,er eg er nýkorainn haim úr.an í peirrl ftrð gekk ve'lirt í aamfleytt 30 eólarhringa.án pe so nokturntíma aö v»ra etóövuó.en reyndiet eino og áóur aebir hin áhyggilega8ta í hvívDtoa uera og mjöt einfold í allri meöferö. p.t . Keykj av ík,lff.oep teraber 1934. f Sklpotjóri á‘ mtb ."NJÁLL'V. Veitið þvi athygli livað þeir segja um JUNE-MUNKTELL mótorinn, skipstjórinn á m.b. „Njáll“ og fararstjóri ítalska vísindaleiðangursins til Grænlands, Leonardi Bonzi, greifi. — Þeir, sem vilja tryggja sér traustan, olíusparan og gangvissan mótor, kaupa June-Munktell. Upplýsingar um verð og skilmála hjá Gísla J. Johnsen Símar 2747 og 3752. Barnsræningi handtekinn. Maður sá, sem tók við lausnarfénu, þá er barni Lindberghs haf ði verið rænt, handtek- inn í New York. — Talið víst, að hið sanna í málinu komi nú í ljós. New York 21. sept — FB. Lögregan hefir tilkynt, aS hún hafi handtekiö mann aö nafni Bruno Richard Hauptmann og er hann sakaöur um aö hafa tekiö við 50,000 dollurum þeim, sem Lind- bergh greiddi, í von um að fá barn sitt aftur. Hauptmann er þýskur að ætt, en hefir verið búsettur í Band- 0f aríkjunum 11 ár. Þegar hann var handtekinn var hann að afhenda tiu dollara seðil. Lögreglan hefir haft upp á um 13,000 dollurum af fénu. Yfirvöldin segja, að fullyrða megi, að allar ráðgátur í sambandi við barnsmorðið, séu í þann veg- inn að verða ráðnar. (United Press). Ftá Vladivostock til Murmansk. Rússneski ísbrjóturinn Litke hefir lokið ferð sinni, frá Vladivostock meðfram Síbiríuströndum til Murmansk, á 83 dögum. Moskwa 20. sept. FB. ísbrjóturinn Litke er kominn til Murmansk frá Vladivostock og hefir hann farið þessa leið á einu sumri eða samtals 83 dögum. Er það í fyrsta skifti í sögunni, sem þessi leið hefir verið farin á jafn- skömmum tíma. Blöðunum verð- ur mjög tiðrætt um þetta afrek og telja ferðina munu verða upphaf þess, að unt verði að hafa flutn- ingaskip, sérstaklega útbúin til fei'ðalaga á þessum slóðum, að sumarlagi í framtíðinni. (United Press). Madur verður úti. 20. sept. FÚ. Guðmundur Magnússon bóndi í Koti í Vatnsdal í Húnavatnssýslu varð úti í norðan hríð á Sauðadal síðastliðna nótt. — Fréttaritari út- varpsins á Blönduósi skýrir þannig frá atburði þessum: Með birtingu í gærmorgun lögðu af stað nteð stóðrekstur úr Auð- kúlurétt Guðmundur Magnússon bóndi í Koti og Ingvar Steingríms- son, 12 ára drengur, báðir úr Vatnsdal, og ætluðu vestur i Vatnsdal, yfir framanvert Vatns- dalsfjall, sem liggur milli Vatns- dals og Svinadals. Bleytuhríð var og- norðan stórviðri, er þeir lögðu af stað, en frosthrið á fjöllum. Þegar upp á fjallið kom viltust þeir og hugði Guðmundur að láta hest sinn ráða ferðinni. Héldu þeir nú áfram allan daginn, en þegar leið að kveldi veiktist Guðmundur, að menn ætla af kulda. Koma þeir nú að á og stíga þar af hestunum, og fór Guðmundur þá niður að ánni til þess að sjá hvert hún ’rynni. Ætlaði hann síðan að snúa aftur til hestanna, en komst ekki nema í brekku við ána og- lagðist þar fyrir. Vildi nú drengurinn halda áfram og reyna að ná til bæja, en Guðmundur bað hann að yfirgefa sig ekki. Lagðist drengur- inn-þá niður hjá honum, og létu þeir skefla yfir sig. Talaði Guð- mundur við drenginn öðru hvoru alla nóttina, en undir morgun var hann farinn að tala óráð. Þegar birta tók hætti að heyrast til Guð- mundar. Fer drengurinn þá að at- huga hann og finnur að hann er orðinn kaldur, og þykist hann þess fullviss, að hann muni vera dáinn. Brýst þá drengurinn út úr skaflin- um og nær í hest skamt þar frá og lagði af stað til bygða og kom niður að Stóru-Giljá kl. 8 í morg- un. Var nú símað eftir héraðslækn- inum á Blönduósi, og fór hann á- samt mönnum frá Stóru-Giljá, þá lcið sem drengurihn vísaði þeim, og fundu þeir Guðmund, er var þá orðinn stirðnaður. Var lík hans fiutt niður að Stóru-Giljá. Staður sá er ]>eir höfðu látið fyrirlærast á um nóttina er í mynni Sauðadals, en það er óbygður dal-'* ur, sem liggur fram á Ásum og klýfur Vatnsdalsfjall. Hafa þeir komist vestur á mitt fjallið og far- ið síðan niður þann dal. Drengurinn er á Stóru-Giljá og líður vel. Guðmundur heitinn var 57 ára að aldri, kvongaður maður og átti 7 börn, flest uppkomin. Ætlar ríkisstjörnin að stððva atvinnnbætnrnar? Svo sem menn muna sam- þykti bæjarstjórn um mánaða- mótin ágúst—september, að verja til atvinnubóta á árinu samtals um 620 þúsund krón- um, enda komi til framlag rík- issjóðs og aðstoð við lántöku í sömu hlutföllum sem gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun bæjar- sjóðs og fjárlögum ársins 1934. Jafnframt var smám saman fjölgað í vinnunni upp í 200 manns og ákveðið að halda þeirri tölu þar til séð yrði livern- ig áætlað fé entist. Á bæjarstjórnarfundi í gær upplýsti borgarstjóri það, að þrátt fyrir margítrekaðar áskor- anir, bæði munnlegar og skrif- legar, þá hefði ríkisstjórnin ekki fengist til að inna af hendi þann hlula fjárframlagsins, sem henni væri ællaður, hvorki styrkinn né lánveitinguna. M. a. s. ætti hún enn eftir, að leggja fram sinn hluta þess fjár, sem ákveðið var í þessu skyni á fjárhagsáætlun. Um þenna hluta ríkisframlagsins lægju að vísu fyrir óákveðin loforð um að inna hann af hendi fyrir árs- lok. En um það, hvort hún vildi greiða sinn hluta af liinú aukna framlagi, hefði ríkisstjórnin enn ekki fengist lil að svara neinu. Nú væri auðvitað sjálfsagt, að bæjarstjórn héldi fast við að leggja fram sinn hluta af at- vinnubótafénu, hvað sem tillagi ríkissjóðs liði. En ef ríkisstjórn- in fengist ekki til að greiða sinn hluta mjög bráðlega, hlyti það að verða til þess, að mjög yrði úr atvinnubótavinnunni dregið eða hún stöðvaðist algerlega. Borgarstjóri kvað öll úrræði til að koma í veg fyrir þetta, mundu verða reynd. En ef ríkis- stjórnin tæki sig ekki á, hlyti framferði Iiennar, eða rétara sagt atliafnaleysi, að verða til þess að stöðva áframhald at- vinnubótanna. Loks sýndi borg- arstjóri fram á, að aðfinningar Haraldar Gðmundssonar um að dregið liefði verið úr venju- legum verklegum framkvæmd- um eftir að atvinnuhótavinnan kom til, væri gersamlega lir Iausu lofti gripnar. Á síðari ár- um liefði, að vísu, minna verið varið til gatnagerðar en stund- um áður, en á sama tíma hefði vatnsveitan stórlega verið auk- in án nokkurrar lántöku eða framlags ríkisins. I umræðunum sýndu horgar- stjóri og Jakob Möller fram á, að socialislar væru nú að blanda þessu síðarnefnda inn í umræð- urnar vegna þess, að þeir væru að hörfa frá því að heimta úr ríkissjóði hið lögákveðna tillag og viídu með öllum ráðum dylja það uiidanliald. Stefán Jó- hann lét þetta og ásannast, og reyndi liann sem mest að koma umræðum á þenna gi’imdvöll og mælti marga staðleysu stafi í því sambandi. Þá reyndi liann og að láta líta svo út sem það væri einhver uppgjöf af hálfu Reykjavíkur, að bæjarstjórnin krefst þess, að ríkisstjórnin leggi fram sama atvinnuhótatil- lag lil Reykvíkinga og annara landsmanna. Jakob Möller sýndi fram á, hversu fjarri lagi þetta væri, þar sem Reykjavík væri búin að leggja fram sinn hluta, en rikisstjórnin hefði ekki einu sinni fengist til að greiða þann liluta, sem ákveðinn væri í fjárhagsáætlun. Hér er um mjög alvarlegt mál að ræða. Sjálfstæðismenn og socialistar komu sér í ágúst saman um, að fjöígun í atvinnu- bótavinnunni og framhald hennar væri algerlega lcomið undir áskildu tillagi úr rikis- sjóði. Lofuðu socialistar þá að beita álirifum sinum á rikis- stjórnina til að ríkið greiddi viðstöðulaust sitt tillag. En nú þegar ríkisstjórnin virðist ekki vilja standa við loforð socialista, þá sýnast þeir ekki þora að beita áhrifúm sínum til að knýja efndirnar fram. Vonandi sjá þeir þó að sér i tíma og hindra stjórnina í því að stöðva hinar nauðsynlegu atvinnubætur. Veðrið í morgun. Hiti í Reykjavík 4 stig, Bolung- avík 4, Akureyri 3, Skálanesi 4, Yestmannaeyjum 5, Sandi 6, Kvíg- indisdal 4, Hesteyri 3, Blönduósi 5, Siglunesi 2, Grímsey 2, Rauf- arhöfn 3, Skálum 3, Fagradal 4, Papey 6, Hólum í Hornafiröi 5» Fagurhólsmýri 5, Reykjanesi 7. Mestur hiti hér i gær 8 stig, minst- ur 3. Sólskin 10,4 st. — Yfirlit: Lægð fyrir austan Islancl og önn- ur yfir Grænlandshafi. — Horfur: SuSvesturland, Faxaflói, Breiða- fjörður, VestfirSir: Flægviðri. SkýjaS og víöa smáskúrir. Norö- urland: Hægviöri. Úrkomulaust að mestu. NorSausturland: NorSan- kaldi og skúrir fram eftir degin- um, en lygnir og léttir til í kveld. AustfirSir, suSausturland: NorSan ■gola i dag, en breytileg átt í nótt. Úrkomulaust. Hæstiréttur tók til starfa i dag. Bjarni Þórðarson, Laugav. 26, varS sjötugur laug- ardaginn 15. þ. m. 50 ára er í dág Jónína GuSmundsdóttir, Hverfisgötu 100. 65 ára er í dag húsfrú Sigrún Oddsdótt- ir, Vesturvallagötu 6. Sextugur verSur á morgun GuSmundur Matthíasson, Lindargötu 7. • u. “í.. Mentaskólinn var settur í gær. í skólasetning- arræSu sinni talaSi rektor m. a. um nemendaskifti þau, er áttu sér staS í sumar. Komu hingaS, sem kunn- ugt er, 22 danskir1 mentaskólanem- endur, en jafnniargir nemendur úr mentaskólanum hér fóru til Dan- merkur. Ennfremur gerSi hann aS umtalsefni sumaratvinnu nemenda og breytingar ákennaraliSi skólans. I.ætur mag. art. J. J. Smári af kenslustörfum í vetur, sökum heilsubilunar, en viS störfum hans taka Sveinbjörn Sigurjónsson ma- gíster, tveir norrænustúdentar, Björn GuSfinnsson og Steingrím- ur Pálsson, og Einar Magnússon (i 1. bekk). — Kensla i skólanum hefst ekki fyrr en í næstu viku, því aö próf standa yfir næstu daga. Gullverð ísl. krónu er nú 49,13 miðaS viS frakkneskan franka. Vetrarstarfsemi K. R. byrjar nú um mánaSamótin. Aukning mikil og kraftur er nú í starfi K. R. 4—5 nýja flokka er nú _veriö aö stofna. Ennfremur hefir félagiö ráöiö til sin nýjan iþrótta- kennara hr. fimleikastj. Benedikt Jakobsson. Veröur hann fastur starfsmaöur félagsins yfir áriö, kennir fimleika i öllum flokkum, útiiþróttir konum og körlum yfir sumariS, og hefir margskonar fleiri íþróttakenslu á hendi fyrir félagiö, eftir ]iví sem þörf gerist. Iv. R. auglýsti eftir kennara í vor, og 7 íþróttakennarar sóttu um starfiö. AS hr. Benedikt Jakobsson var valinn er engin tilviljun, því hann hefir reynslu sem ágætur í- þróttakennari, og auk þess ment- aSusti kennari í sinni grein, sem hér er völ á. lv. R.-ingar eru braut- íyöjendur nú sem oftar áöur, meS því aS ráöa til sín fastan kennara yfir alt áriS. ÞaS er sýnilegt, aS meiri fi-amfara er aS vænta af mönnum, þegar kennarinn fylgir þeim og leiöbeinir í íþróttum, úti sem inni, alt áriS. (Frá K. R.) Áheit á Viðeyjarkirkju, afhent Vísi: 5 kr. frá S. G. Á. Áheit á Strandarkirkju, afhent Vísi: 6 kr. frá M. U., ö kr. frá E. M., 2 kr. frá N. N., 2 kr. frá LI. K., 5 kr. frá ónefndum, 5 kr. frá konu, 2 kr. frá H. J., 1 kr. frá S. S. Næturlæknir er í nótt GuSm. Karl Pétursson. Sími 1774- — Næturvöröur í Laug- avegs apóteki og Ingólfs apóteki. Skip Eimskipafélagsins. GuIIfoss er á Akureyri. GoSafoss fór héöan í gærkveldi. Brúarfoss fcr frá Kaupmannahöfn annaS kveld. Dettifoss er væntanlegur til Vestmannaeyja í kveld eöa nótt. Lagarfóss er væntanlegur til Leith í dag. Selfoss er á leiö til Ant- werpen. Innanfélagsmót K.R. Á sunnudag veröur kept í síö- ustu greinum mótsins, sem eru: Stangarstökk, 200 m. hlaup, spjót- kast og 110 m. grindahlaup. Einn- ig veröur þá kept í 3000 m. hlaupi fyrir drengi. — FjölmenniS stund- víslega. íþ. Kveikt 1 vélbát. Vestmannaeyjum 20. sept. FÚ. í gærmorgun um kl. 7 varö vart viö, aö eldur haföi kviknaö i vél- bátnum Loka VE 281, sem stóö uppi í Skipasmáöastöö Magnúsar Guðmundssonar hér í Vestmanna- eyjum aö lokinni viðgerð. — Viö athugun kom í ljós, aö 8 fjölum úr skilrúmi bátsins hafði verið rað- aö i bunka yfir rúm, sem afþiljaö var að nokkru Ieyti ööru megin í lestinni, og var ‘hálfbrunniö bréfa- rusl og spítnarusl og aska undir fjölunum. Voru fjalirnar allar meira og minna brunnar og eldur í þrem þeirra er komið var aö. Þar hékk og á öxulenda rétt yfir eldin- um vatnsfata milli hálfs og fulls af steinolíu. Augljóst þykir að um íkveikju

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.