Vísir - 22.09.1934, Blaðsíða 2

Vísir - 22.09.1934, Blaðsíða 2
I Tómatsósan er altal' -E-S-T. Hvirfilbylur i Japan veldur feikna tj óni. Tokio 22. sept FB. Feikna mikill hvirfilbylur hefir farið ^rfir suðurhluta Japan og mið- hluta landsins. Kunnugt er, að 1280 manns hafi farist, en 368 vantar. Samkvæmt seinustu skýrsl- um hafa 3839 meiðst. í Osaka hef- ir flætt yfir svæði, sem á standa 67,000 hús. — Tjónið nemur mörg- um miljónum dollara. — (United Press). Hafa þjóðverjar haft í hótuoum vlð Saarbúa? Genf 22. sept. FB. Þjóðabandalagið hefir birt skil- ríki til sönnunar því, að einn af embættismönnum Prússlands hafi bréflega hótað því, að Saar yrði lagt í auðn, ef Saarbúar greiddi atkvæði gegn Þjóöverjum. United Press). Úr Dýrafirði. 21. sept. FÚ. Heyskapartíð. Sumarið hefir verið fremur vot- viðrasamt, einkum seinni hlutann. Slætti er lokið fyrir einni til tveim- ur vikum, en flestir eiga meiri eða minni hey úti. Töður og nokkuð af útheyjum náðist víðast hér í ,sýslu með sæmilegri verkun, og heyfengur mun verða allgóður, enda var grasspretta í besta lagi. Margir verka vothey og hefir það míikið hjálpað. Þá hafa og hærurn- ar, sem Vestfirðingar hafa notað frá ómunatíð, til þess að verja uppsætt hey á túni og engjum fyr- ir regni og hvassviðri, komið í góðar þarfir í sumar. Spretta i görðum hefir verið tæplega í með- allagi. Nýtt slátrunarhús. Kaupfélag Dýrfirðinga hefir i Sumar látið reisa slátrunarhús á Þingeyri. Afli. Línuskipin af Þingeyri eru ný- komin af síldveiðum. Fróði hefir aflað 11,600 tunnur. Fjölnir og Venus um 10,000 tunnur hvor. Frá Þórshðfo Þórshöfn 21. sept. FÚ. Síðastliðna miðvikudagsnótt var hér aftaka norðanveður. Rak þá á land vélbát og skemdist hann nokkuð, en ekki urðu aðrir skaðar. Hey hirtust að mestu um miðj- an mánuðinn, en mikið skemmd, og heyskapur er víðast rýr. Nýlátinn er Hjörtur Daníels- son bóndi að Hlíð á Langanesi 62ja ára að aldri. Hann hefir leg- ið rítmfastur í sumar. CangnamenQ Yillast. Húsavík 21. sept. FÚ. I fjallgöngum í fyrradag viltust tveir gangnamenn úr Aðaldal og urðu fráskila félögum sínum. Af tilviljun rakst annar á bil Páls Stefánssonar, nóttina sem Páll var á Reykjaheiði, og náði réttum átt- um, eftir tilvísun þeirra Páls og Steingríms, og komst til bygða. Hinn maðurinn var tvo sólarhringa að villast á heiðinni og kom loks í morguri að Geitafelli. Var hann þá svo viltur að hann þekti ekki bæinn. í gær var hafin leit að hon- um af mörgum mönnum, en vegna dimmviðris var leitin árangurs- laus. Bílar B. S. A. náðust í gærkveldi af Reykjaheiði. Snjódýpið vaú 2þ) alin þar sem þeir vora. Grafið f dys Friðriks og Agnesar. 21. sépt. FÚ. Nokkrir vegavinnumenn úr Húnavatnssýslu og Skagafirði, er komu saman 18. þ. m. í Vatnsdals- hólum sér til skemtunar, fundu við. dys Friðriks og Agnesar 3 steypt- ar silfurmillur af upphlut. Lágu þær í mold er hafði verið grafin upp úr dysinni. Auk þessa fundu þeir nokkur bein er virtust hafa orðið eftir er grafið var í d)'sina fyr í sumar. Frá Anstorríki. Nýír líílátsdómar. Salzburg 21. sept. — FB. Undirréttur hefir dæmt til líf- láts verkamennina Hermann Has- linger, Albert Sonnerer og Kaspar Moser, fyrir að hafa sprengiefni í fórum sínum. Dóminum verður fullnægt innan hálfs mánaðar, nema honum verði breytt. Her- jrét'tur í Löben hefir dæmt Max Kalcher og Karl Stromberger til lífláts fyrir að gera tilraunir til að vinna henndarverk með sprengikúlum. (United Press). VISIR frð bæjarstjörnarímdi í fyrradag. —o— Veikluð skólabörn. I umræð- urn, sem spunnusd út af veikl- uðum skólabörrium upplýsti borgarstjóri, a?T þegar væru gerðar ráðstafanir til að lieima- vist fyrir veikluð skólabörn úr bænum verði komið fyrir i hin- um nýja skóla, sem nú er verið að reisa í laugahverfinu. Hótel Borg. Bæjarráð lagði til að samþykt væri að taka bak- ábyrgð á 20 þús. sterlingspunda láni, sem Jóliannes Jósefsson ætlar að taka í Englandi. Lánið verður trygt með 1. veðrétti í Hótel Borg og ábyrgð ríkissjóðs og samþykki bæjarráð láns- kjörin, og sé lánsuppliæðinni varið til að greiða lán, sem hvíla á 1. og 2. veðrétti eignar- innar og bærinn er i ábyrgð fyrir. Jólianna Egilsdóttir mót- mælti því eindregið, að bærinn gengi í ábyrgð fyrir „brenni- vínskompu" eins og Hótel Borg. Borgarstjóri upplýsti, að þar sem þetta nýja lán væri mun hagkvæmara en það eldra sem bærinn stæði í ábyrgð fyrir, þá væri beinn hagur fyrir bæinn að samþykkja breytinguna. En miðað við nýja virðingargerð á eigninni, ])á yrði að telja þetta lán sæmilega trygt með eign- inni sjálfri, þar sem lánið næmi aðeins rúmum helmingi virð- ingarverðs. Viðgerð á Miðbæjarskólanum. Borgarstjóri gerði grein fyrir, að ekki væri hægt að láta fara fram breytingu á efri leikvell- inum við Miðbæjarskólann fyrr en ákveðið væri skipulag á þess- um slóðum. í ráði væri að breyta Laufásveginum og fyrr en það mál væri útldjáð, væri ekki fært að gera þarna endur- bæfur til frambúðar. í skólanefnd Gagnfræðaskóla Reykjavíkur var kosinn Guðni magister Jónsson. Varnir gegn skarlatssótt. — Borgarstjóri gat þess, að bærinn hefði gengist fyrir vörnum gegn útbreiðslu skarlatssóttar hér innanbæjar, látið einangra sjúklinga o. s. frv. Væri það viðurkent af héraðslækni, að þessar varnir hér í bæ hefðu komið i veg fyrir, að veikin hefði breiðst út um Iand alt. En til þess að gagn gæti orðið að þessum vörnum væri nauðsyn- legt, að þeim yrði einnig haldið uppi í nágrannahéruðum Reykjavíkur, þar sem veikin gengi og bærist svo þaðan bing- að. Samþykti bæjarstjórn því i einu hjóði að tillögum borgar- stjóra, að skora á ríkisstjórnina að fyrirskipa nú þegar opinber- at’ varnir gegn skarlatssólt. Jafnframt lýsti bæjarstjórnin sig fúsa til að bera kostnaðinn af þessum sóttvörnum í Reykja- vík, að þvi leyti, sem farsóttar- liús bæjarins geti tekið við sjúklingum eins og hingað til. Pólverjar vilja afnám samninga um þjóðernislega minnihluta Genf 21. sept. FB. Samkvæmt áréiðanlegum heim- ildum áforma Pólverjar að leggja fram tillögur um afnám samninga um réttindi þjóðernislegra minni- hluta, en stefna Pólverja í þessu máli varð sem kunnugt er orsök deilu nýlega á fundi þjóðabanda- ; lagsins. (United Press). i a/b. B. A, Hjortli & €0. Stoekliolm. Prímnsar. Skrnflyklar og tengnr. Lngtir. Aðalumboö fyi»ip ísland Þðrður Sveinsson & Co. Reykjavík. æ Skipsbrnninn mikli. I erlendum blöðum eru birtar ítarlegar frásagnir af réttar- rannsókninni út af skipsbrun- anum mikla. Var skip það, sem hér um ræðir, e.s. Morro Castle, á leið til New York úr skemti- ferð fil Havana með margt far- þega, er kviknaði í því undan strön^um New Jersey, og fórust 162 af farþegum og skipsböfn. Ýmislegt þótti ákaflega grun- samlegt í sambandi við þennan skipsbrna, eins og getið hefir verið í skeytum og útvarps- fregnum, t. d. fráfall skipstjór- ans, hin öra útbreiðsla eldsins, dráttur á útsendingu neyðar- merkja o. m. fl. Samkvæmt er- lendum blöðum 11. sept. bar William Warms, sem tók við skipstjórn, er skipstjórinn var látinn, það fyrir rétti, að allar líkur benti til, að um íkveikju væri að ræða. M. a. gat hann þess, að í ferð skipsins næst á undan liefði kviknað í því, en tekist að slökva i tæka tíð. . Astæðuna fyrir því, að tiltölu- lega fleiri skipsmenn en farþeg- ar liefði bjargast taldi hann þá, að farþegum befði mörgum verið seint um vik að komast upjlÞ og sumir ekki ferðafærir, þar eð skömmu áður en eldsins varð vart, hefði flestir farþegar verið þáíttakendur í gleðihófi í skipssölunum, og margir þeirra verið mjög druknir. Kvað Warms gleðskapinn liafa keyrt úr bófi fram, og hefði sumar konur þær, er í bófinu voru, verið bornar út úr druknar í káetur þeirra. Warms taldi eng- ar líkur benda til, að eldingu liefði lostið niður í skipið. Arnold Fðldesy. Ungverski cellosnillingurinn Arnold Földesj’ liélt fyrstu liljómleika sína í Gamla Bíó síðastl. þriðjudag og vakti ; mikla hifningu. Hann er heims- j frægur maður, oft nefndur um leið og spánski cellosnillingur- inn Casals. 1 Einsteins „Das neue Musiklexikon" stendur þelta: „Arnold Földesy, cello- leikari, fæddur 1882 í Budapest, nemandi David Popper, er ein- hver besti og glæsilegasti full- trúi sinnar listar vegna frábærra tónlistagáfna, litsamannslundar og meistararlegrar leikni“. Það leyndi sér ekki á hljómleikun- um 18. þ. m., að hér var sjald- gæfur snililngur á ferðinni. Tónninn er mikill og fagur, leiknin undraverð og meðferðin með einkennum meistarans. Hann spilaði gömul klassisk lög, „Adagio“ eftir Tartini og g-dúr sónötu eftir Breval o. fl, og einnig nýrri tónsmíðar cins Ánægja er að drekka Irma kaffl, með Mokka og Java. Bæjarins besta og ódýr- asta. Gott morgunkaffi 160 au. Hafið pdr reynt okkar góðu Cerenagrjón, 44 aura pakkinn. Sendum heim. Irma, Hafnarstræti 22. og „Danse Espagnole“ eftir Granadas og „Spinnlied“ eftir Popper, kennai’a lians og Casals, og enda þótt lögin hafi verið flestum áheyrendum ókunn áð- ur, þá var þeim tekið með mikl- um fögnuði og varð listamaður- inn að leika aukalag. Hr. Emil Tlioroddsen lék und- ir á slaghörpnna vel og smekk- lega að vanda. B. A. Knattspyrna til ágóöa fyrir Slysavarnafélagið. Á morgun kl. 5 e. h. veröur liáöur kuattspyruukappleikur til ágóða fyrir Slysavaruafélag íslauds, á íþróttavelliuum. Er þetta í fyrsta sinn er knattspyrnumenn vorir sýna Slysavarnafélaginu slika vin- semd og hugulsemi. Hefir knatt- spyrnufélagiö Valur gengist fyrir þessu og mun sjá um leikinn aö öllu leyti, en allur ágóði rennur til Slysavarnafélagsins. MeS þessum kappleik hefst nýtt og nýstárlegt knattspyrnumót fyrir Reykjavík- urfélögin, sem standa mun mestan hluta vetrarins, þar sem aöeins veröur keppt á sunnudögum, þeg- ar veöur og færö leyfa. Á þessum leik keppa þaií tvö félög, sem best stóöu sig í Reykjavíkurkepninni í haust, Fram og Valur. Munu bæði vera vel undir þetta búin og tefla fram nýjum mönnum, aö einhverju leyti. Annars mun nánara aö þessu vikiö í blööunum í fyrramáliö. Ó. «

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.