Alþýðublaðið - 10.05.1920, Page 1

Alþýðublaðið - 10.05.1920, Page 1
i Alþýðublaðið Grefið út sLf áLlþýÖuflokkunm. 1920 ©r óöýrasta, fjölbreyttasta og bezta dagblað landsins. Kanpið það og lesið, þá getið þið aldrei án þess verið. Carranza |!áiais. Khöfn 8. maí. Frá Washington er símað, að Carranza Mexicoforseti sé flúinn til Veracruz og tilkynni þaðan, að hann haldi tign sinni. [Ekki ætlar að linna óeirðunum í Mexico. Eins og menn muna, var Porfirio Diaz rekinn frá völdum fyrir nokkrum árum, hafði hann stjórnað með harðýðgi mörg ár. Þá varð forseti Madero, mildur maður og góður, en hann var myrtur af Huerta, sem að allra dómi reyndist ónýtur og hið mesta fúlmenni. Hann var rekinn frá eftir miklar skærur og óstjórn, munu menn t. d. minnast ræningjaforingjans Villa, sem fræg- ur varð fyrir usla þann, sem hann gerði Huerta. Carranza tók við af Huerta, en hefir ekki tekist að friða Iandið og nú geysar þar borgarastyrj öld mikil og mun Carranza nú tæpt staddur og sennilega fara sömu leiðina og fyrirrennarar hans.] frtöttr vtö Ungverja. Khöfn 7. maí. Símað frá París, að Ungverjum ■sé gefinn 10 daga frestur til þess að undirskrifa friðarsamningana. póllanð. Khöfn 8. maí. Frá Warsjá er símað, að her Pólverja og Ukrajnebúa sæki fram. X Mánudaginn 10. maí 104. tölubl. Spa-jnnðurinn. \ Khöfn 7. maí. Símað er frá London, að Mille- rand og Lloyd George hafi átt fund með sér í London til þess að ræða um friðartundinn 1 Spa. Xoialeysi i KhSjn. Khöfn 8. maí. Allur iðnaður hér í kaldakolum vegna kolaleysis, 40,000 tons liggja hér, en verður ekki skipað í land. Pyrrhusarsigur Zimséns. Kosningin er afstaðin. Knútur Zimsen var endurkjörinn borgar- stjóri Reykjavíkur til 6 ára, þó að ekki vantaði nema herzlumun- inn, að hann félli óhelgur í val- inn. Með kosningunni hefir Knúti Zimsen tekist að ná traustsyfirlýs* ingu 1760 kjósenda, sem bera því nú ábyrgðina á, hvernig hann hefir rækt borgarstjórastöðuna undanfarandi og muni rækja hana næstu 6 á^. En hins vegar er hér um bil jafnmikill hluti kjósenda, 1584, sem með því að kjósa Sig- urð Eggerz, hefir lýst fullkomnu vantrausíi sínu á borgarstjórastarfi Knúts Zimsens, óhagsýni hans og eiginhagsmunapólitík, sem leiðir bæjarfélagið beint út í gjaldþrotið. Zimsen hefir tekist í þetta sinn að komast hjá því að gera full- komin reikningsskil, en andstæð- ingar hans bera enga ábyrgð á gerðum hans fyr né framvegis. Flestum kom á óvart, hvernig kosningarúrslitin úrðu, enda þótt Zimsen hefði áður komið þannig ár sinni fyrir borð, að kosið var á tíma, þegar tiltölulega fáir sjó- menn gátu neitt atkvæðisréttar síns, en þeir voru einhuga and- stæðingar hans. Samúðin með Zimsen var ekki mikil í kosninga- hríðinni. Málsvarar hans opinber- lega gerðust ekki aðrir en þeir, sem standa í hagsmunasambönd- um við hann, Morgunbl., Sigurður Jónsson kennari, Kristján V. Guð- mundsson og Jón Þorláksson. Hefðu fylgifiskar Zimsens barist með heiðarlegum vopnum, þá hefði hann fallið Iangsamlega við kosningna. En hagsmunaklíka sú, sem stendur að honum og sem stjórnar í raun og veru Sjálfstjóm á bak við tjöldin og með fjár- framlögum við kosningar, hefði mist spón úr askinum sínum, þar sem Zimsen var. Hún skirtist því ekki við að nota í kosningahríð- inni hvaða vopn, sem hendi var næst, fáheyrðar kosningablekk- ingar, bar á menn fé til greiðslu á útsvörum þeirra, og gekk jafn- vel svo. langt, að blanda trúar- brögðunum inn í kosningaróðurinn með því að hefja Zimsen til skýj- anna sem sannkristinn mann, en drótta öllu því versta að Sigurði Eggerz í þeim efnum. Var unnið að kosningunni á þenna óheiðar- lega hátt í kristiiegum félögum bæjarins, og gengust handgengn- ustu menn Zimsens fyrir því, og jafnvel biskupinn sjálfur er talinn að vera riðinn við þetta. Þannig tókst að smala til handa Zimsen nægilegum atkvæðafjölda, svo að hann gæti flotið áfram örlitla stund að feigðarósi. í þetta sinn hafa því ráðið kosningarúrslitum kjósendur, sem annars sjaldan taka þátt í opinberum málura né kosningum, en nú hafa verið flekaðir til að'kjósa um alt annað en það, sem máli skifti. Mun óhætt að fullyrða, að Zimsen hafi frekar verið kjörinn æðstiprestur bæjarins, heldur en borgarstjóri. Þegar nánar er gætt að, sést

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.