Vísir - 10.10.1934, Side 2

Vísir - 10.10.1934, Side 2
VISIR Q ^Biðjið kaupmann yðar um J^né<ÍQi*p BUSSUM - HOLLAND Það er drýgst og best og því ódýrast. Fæst í pökkum með 1/8 og 1/4 kg. oe pokum meS 5 kg. Heildsölubirgðir. Sími 1234. Alexander konnogar I Jogoslavío og Barthoo, ntanrIkismálaráðherra Frakklands, vorn myrtir í gær. Alexander konungur var á leið til Parísar í opinbera heimsókn. — Múgurinn drap bana- mann hans, sem var Króati. — Pétur, 11 ára drengur, sonur Alexanders, verður konungur Júgóslaviu. Marseilles 9. okt. FB. Alexander konimgur í Jugósla- v.íu og Barthou, utanríkismálaráö- herra Frakklands, voru myr.tir í dag. Alexander konungur var á leitSinni til Parísarborgar, í opin- bera heimsókn, og er hann steig af skipsfjöl, bauS Barthou hann velkominn, fyrir hönd frakknesku ríkisstjórnarinnar og hinnar frakk- nesku þjóiSar. Voru háttsettir embættismenn frakkneskir í fylgd með Barthou. Margt manna var viðstatt viö höfnina, þar sem kon- ungurinn steig á land, til þess að fagna honum, og meöfram götum þeim, sem ákveöiö haföi veriö aö konungsliöiö reki um, var margt manna. Konungsbíllinn var eigi kominn langa leiö frá höfninni inn í borgina, er morðinginn skyndilega stökk upp á konungs- bílinn og skaut á Alexander kon- ung, senr sat viö hliö Barthou. Um leið hóf félagi konungsmoröingj- ans er stóð á gangstéttinni skamt frá, skothríð á bílinn. Konungur- inn beiö ]>egar bana, en Barthou var fluttur meö lífsmarki í sjúkra- hús. Var reynt aö bjarga lífi hans með blóðtilfærslu, en hann lést eft- ir skamma stund. Tveir embættis- menn, er i konungsfylgdinni voru, hafa látist af sárum. Undir eins og skothríðin hófst geröi lögregl- an árás á mannfjöldann til þess að dreifa honum. Tveir menn úr herliöi því, sem á vettvangi var, særöust, og þrjár konur, sem voru rneðal áhorfenda. Tilræðismenn- irnir eru taldir vera Jugoslavar. (Uinted Press). Marseille 10. okt. FB. Þegar fólkið, sem statt var í nánd, þar sem Alexander konung- ur var myrtur, hafði áttað sig á hvað gerst hafði, réöist múgurinn af mikilli æsingu á banamann konungs, Petrus Kalemen, og drap hann. Hann var Króati. Látinn er af sárum, er hann fékk í skothríðinni á konungsbíl- inn, Alexander Dimitriejevitch, marskálkur viö hirðina í Belgrade, er var förunautur konungs. Enn- fremur lögreglumaöur og kona ein, úr hópi áhorfenda. Frakkneski hershöf öinginn Georges er að dauöa kominn. Liggur hann i sjúkrahúsi, að fram kominn, af sárum þeim, er hann hlaut. Doumergue hefir tekið að sér störf utanríkismálaráðherra til bráðabirgða. Ríkisstjórnin hefir á- kveðið, að útför Barthou skuli fara fram skömmu eftir. að lik Alex- anders konungs hefir verið flutt frá Marseille. Veröur þaö flutt þaðan á herskipi. (United Press). Lyons 10. okt. FB. Maria, drotning Jugoslava, var hér stödd, er henni var flutt fregn- in um konungsmorðið. Hneig hún þegar í yfirlið, en hrestist svo viö .síðar, aö hún gat haldiö áfram til Marseille. (United Press). Belgrad 10. okt. FB. Tilkynt hefir verið opinberlega, aö Pétur ríkiserfingi, n ára að aldri, sé konungur Jugoslavíu. — Búist er við tilkynningu um skip- un ríkisstjórnanda innan skamms. (United Press). Alexander, konungur Júgóslavíu. Alexander, konungur Júgóslava, í Serbíu, sem í gær féll fyrir morö- ingja hendi, í Marseillle á Frakk- landi, var fæddur árið 1888. Var hann sonur Péturs konungs I. og varö ríkiserfingi árið 1909, er bróöir hans, Georg ríkiserfingi, var til neyddur að afsala sér ríkiserfö- um. Alexander geröist hermaöur á unga aldri og tók þátt i Balkan- styrjöldunum 1912—1913 og gat sér góðan orðstír. Þegar faöir hans varð að láta af ríkisstjórn sökum vanheilsu varö Alexander ríkisstjórnandi. í heimsstyrjöld- inni hafði hann á hendi yfirstjórn Serbíuhers og þótti dugandi hers- höfðingi. Hann átti mikinn þátt í, að myndaö var júgó-slavneskt ríki. Alexander tók við konungdómi árið 1921 og gekk aö eiga Maríu Rúmeníuprinsessu, en hún er syst- ir Karls, sem nú er konungur Rúmena. Alexander gerðist raun- verulega einvaldskonungur, en hann vildi sætta þær þjóðir, er byggja Jugoslavíu, Serba, Slóvena og Króata, en það var erfiöleikum bundið, enda náði konungur ekki þvi marki, að sameina þessar aö mörgu ólíku þjóðir og fá þær til þess að sætta sig við sambúðina í hinu nýja ríki. Á síðari árum vann Alexander konungur talsvert að því,|að bæta sambúð Júgóslava við hinar Balkanþjóðirnar, en sam- komulag milli Júgóslava og ítala hefir hinsvegar verið miður gott alt frá því, er styrjöldinni lauk. Hverjar afleiðingar fráfall Alexanders konungs kann að hafa verður engum getum að leitt aö svo stöddu, en þær getá orðið víð- tækar og alvarlegar. Louis Barthou var fæddur árið 1862 og var einn af kunnustu stjórnmálamönnum Frakklands. Hann átti fyrst sæti á þingi áriö 1889, en ráðherra varö hann 1895. Gegndi hann oft ráö- herrastörfum og var m. a. forsæt- isráðherra um skeiö. Þegar Dou- mergue myndaði samsteypustjórn sína varð Barthou utanríkismála- ráðherra. M. a. vakti hann mikla eftirtekt á sér fyrir tillöguna um Austur-Evrópusáttmálann. Ferö- aðist hann í stjórnmálaerindum til Austurríkis, Ungverjalands, Rúm- eníu og íleiri landa i austurhluta álfunnar, og vakti þaö ferðalag' feikna athygli. Frá Alþing! Neðri deild. Umræður um hið nýja tekju- og eignarskattsfrv. stjórnarinn- ar hófust á ný á fundi neðri deildar kl. 1. —- Fjármálaráð- herra kvað niðurjöfnunarnefnd- ina í Reykjavík ekki liafa liorfið að því ráði að leggja útsvar á viðskiftaveltu og laprekslui’ af þvi, að ekki hefði þótt fært að leggja meira á eignir og tekjur, lieldur af því, að sanngjarnt þætti, að fyrirtæki, sem Iiefði mikil við- skifti eða rekstur, en skiluðu ekki arði, greiddu gjöld i bæj- arsjóð og yrði það þá að ganga jafnt yfir alla. Ekki neitaði Iiann því þó, að takmörk væri fyrir því, live mikið væri fært að leggja á eign og tekjur, en neitaði þvi hinsvegar fastlega, að sú hækkun tekju- og eignar- skalls, sem fælisL í frv. tak- markaði nokkuð möguleika lil að leggja á útsvör. — Jakob Möller sagði að þessi staðhæfing ráðherrans væri svo vitlaus, að engum þingmanni öðrum væri trúandi til að hera slikt fram á Alþingi. Ráðlierrann mundi vafalaust gela aflað sér upplýs- ing'a um það, að alhnikil van- höld væri á innheimtu tekju- og eignarskatts sem og útsvörum, en það lægi þá í augum uppi, að 100% hækkun á skattinum mundi auka þau vanhöld til slórra muna, Það væri að vísu liægt að „leggja á“, en það kæmi bara að litlu gagni, ef inuheimtan bilaði. Það væri líka undarlegt, að ráðlierrann, sem skattstjóri í Reykjavík og form. niðurjöfnunarnefndar, skyldi í stað beinna skatta vilja láta innlieimta neysluskatt til þarfa bæjarsjóðs, en úlsvör, sem lögð væri á veslunarvið- skifli væri alveg sama eðlis eins og tollar á neysluvörur almenn- ings. Væri þó dæmi til þess í bæjum, þar sem skoðanabræður ráðherrans færi með völdin, að slík viðskiflaútsvör næmi alt að 6% af veltunni. Væri af því auð- sætt,* að ókleift þætti að ná nægilegum tekjum með útsvör- um á eignir og tekjur, og þó héldi ráðherrann að 100% liækkun á þessum skatti til rík- issjóðs gerði hvorki til né frá. — Enn töluðu á móti frv. Jón Pálmason, Sig. Kristjánsson og Hannes Jónsson, en ráðherrann tók ekki til máls á ný, og var frv. við svo búið vísað lil 2. umr. og fjárhagsnefndar. Atvmrh. gerði grein fyrir frv. um breytingu á lögum um verkamannabústaði, en Thor Thors mótmælti því ákvæði, að að eins eitt byggingarfélag í hverjum kaupstað skyldi geta fengið lán úr byggingarsjóði, því að það mundi draga mjög úr framkvæmdum. Einnig and- mælti hann því, að öll stjóm byggingarsjóðs yrði skipuð af ráðherra eins og frv. ætlast til, og vildi að hún yrði kosin af sameinuðu þingi. Ráðherra liélt fast við það, að að eins eitt byggingarfélag á hverjum stað ætti að geta fengið lán úr sjóðn- um, en um skipun sjóðstjórnar- innar kvaðst hann fús að ræða. —- Málinu var vísað til 2. umr. og allsherjarnefndar. Um bráðabirgðahreytingu á fátækralögunum urðu allmiklaí umræður og skarst mjög í odda með atvinnumálaráðlierra og Bergi Jónssyni út af því máli. Sagði Bergur, að frv. þetta væri gagnlaust kák, en ráðlierrann sagði að ræða Bergs liefði verið kákræða og að liann hefði farið með haugalýgi o. s. frv. Skömm- uðust þeir þannig langa hrið og sagði Bergnr m. a., að ráðh. hefði setið skamma stund að •völdum og ætli ef til vill ekki el'tir að setja lengi. Jak. Möller varaði við því, að af breyting- unni mundi sennilega stafa veruleg aukning á fátækrafram- færinu, en Magnús Torfason og Hannes Jónsson töldu að of skamt væri farið í því, að velta framfærslukostnaði ulansveitar- þurfalinga yfir á dvalarsveitirn- ar. — Frv. var visað til alls- herjarnefndar. Um frv. um vinnumiðlun hóf- ust umræður rétl um venjuleg- an fundarslitatíma og varð þeim ekki’ lokið. Efri deild. Fyrst var tekið fyrir 7. mál á dagskrá frv. lil 1. um meðf. og sölu mjólkur og rjóma. Herm. J. mælti fyrir frv, Magnús J. ámælti stjórninni fyrir hráða- birgðalögin, sem hér er farið fram á að Alþingi samþykki, sérslaklega þar sem þan ættu ekki einu sinni að ganga í gildi í'yr en um áramót, þ. e. a. s. þrem mán. eflir að þing kemur saman. Viðhára Hermanns um að þetla væri gert til þess að hægt væri að liefja undirbúning á framkvæmd frumv. væri slað- leysa, þar sem það væri hægð- arleikur að gera það, án þess að grípa til nokkurrar lagasetn- ingar. M. J. mótmælli einnig hinni dulbúnu árás á mjólkur- famleiðendurna í lögsagnarum- dæmi Rvík. Aulc þess benti hann á, að þegar lalað væri um mjólkurmarkaðinn i Reykja- vik, bæri að telja aðeins mjólk- urneyslu Reykvíkinga umfram þeirra eigin framleiðslu, sem nú næmi 2 milj. litra af 6 milj. 1. neyslu þ. e. % af allri mjólk- urneyslu bæjarbúa. Að umr. loknum var málinu visað til 2. umr. og landbúnaðarnefndar. 1. mál á dagskrá, frv. til I. um gengisviðauka, var vísað til 2. umr. og fjárh.nefndar. Var fundi síðan frestað til kl. 5. Þá var tekið fyrir 6. mál á dagskrá frv. til 1. um gjaldeyris- verslun. Eyst. J. sagði brýna nauðsyn bera til að lierða nú Síðustn hljómleikar Sardly Szenássy í kveld kl. S1/ i Iðnó. Aðgöngumiðar kr. 2.00, 1.50 og 1.00. Hverju sæli fylgir ljósmýnd af snill- ingnum. rækilega á höftunum og' gera allan innflutning ófrjálsan. Magnús J. sagðist aldrei liafa haft trú á höftunum sem lækn- ingameðah, þau gætu gert eitl- hvað gagn rélt i svip, meðan vörubirgðir væru að tæmast, en þegar þær væru tæmdar leitaði kaupgetan sér útrásar með því að menn snéru sér að vöruteg- undum, sem þeir næsthelsl vildu fá. En hér væri nú svo ástatt, að að ekki einu sinni þelta þyrfti, því kaupgetan fengi útrás um miklu þægilegri dyr, þar sem allur innflutningur frá Spáni væri frjáls. Jón A. Jónsson kvartaði yfir þvi að ekki væri tekið nægilegt lillit til þarl'a útvegsmanna úti á landi í nefndinni og þyrfti að bæta úr þvi. Að umr. loknum var málinu vísað til 2. umr. og fjárliags- nefndar. Þá var tekið fyrir 2. mál á dagskrá, frv. til 1. um br. á I. um bifreiðaslcatt (þ. e. bensín- skatt), Eyst. .1. fylgdi fr\r. úr hlaði og var lielst á lionum að skilja að vegaviðhald hefði nú alt í einu vaxið svo mikið að liækka þyrfti bensínskalt um 100%. Magnús J. og P. Magn. mótmæltu hækkuninni og sögðu það ekki 'rétllæta þessa skatt- hækkun, að bensínskatlurinn væri enn hærri í öðrum löndum, hann kæmi jafnhart niður fyrir því. P. Magn. sagði að bensín- skatturinn kæmi verst niður á hafnlausu liéruðunum á Suður- landi, sem notuðu svo að segja eingöngu bifreiðar til flutninga og hefðu af því mikinn kostnað. J. Bald. gerði samkv. áskorun Magn.v J. grein fyrir afstöðu Alþ.fl. til málsins, og hún var i stuttu máli sú, að það væri reyndar hálf-bölvað að liækka skattinn, en stjórnin þyrfti nú einu sinni sínar tekjur og alls- engar refjar og þess vegna væri bara hreint ckkert við þessu að gera. Að umr. loknum var málinu visað til 2. umr. og fjárli.nefnd- ar. 3. máli á dagskrá um bráða- birgðaverðtoll, 4. máli um framl. á verðtolli og 5. mál um breyt. á tolllögum, var um- ræðulaust vísaði til 2. umr. og fjárliagsnefndar, 8. og siðasta máli á dagskrá um breyt. á jarðræktarlögum var vísað lil 2. umr. og landbúnaðarnefndar. Ný bök: Ensk verzlunarbréf með skýringum og orðasafni. Tekið liafa saman Eiríkur Benedikz og Þórarinn Benedikz — kom á markaðinn í dag. Ómissandi liandliók fyrir alla er við kaup- sýslu fást. Nauðsynleg við kenslu í verslunarbréfaskrift- um. Fæst hjá bóksölum.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.