Vísir - 21.11.1934, Blaðsíða 3

Vísir - 21.11.1934, Blaðsíða 3
VISIK Frá Englandi hafa komið Belgaum, Otur og (iulltoppur. E.s. Varild kom i morguii með cements- farm. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson. Lækjargötu 4. Sími 2234. — Næturvörður i Reykjavíkui- apóteki og Laugavegs apóteki. E.s. Súðin fór í strandferö í dag'. Skipiö átti aö fara héðan í gærkveldi, en brott- förinni var fre'staö. M.s. Dronning Alexandrine fór kl. lojý í morgun frá Kaup- mannahöfn áleiðis hingað, með viðkonm í Færeyjum. Gengið í dag: Sterlingspund .......... kr. 22.15 iÐóllar................. — 4.46 sioo ríkismörk ........... — 178.49 franskir frankar . — 29.47 — belgur .............. —- 103.98 ---svissn. frankar . . —• 144.67 lírur ............... — 38.50 — finsk mörk .......... —- 9.93 — pesetar .............. — 61.67 — gyllini .............. — 301-35 — tékkósl. krónur .. — 18.98 — sænskar krónur .. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur . — 100.00 ‘Gullverð íslenskrar krónu er nú 49,61, miðað við frakkneskan franka. Aðalfundur - Verslunarmannafélags Reykja- -víkur verður haldinn annað kveld kl. 8í Oddfellowhúsinu. Háskólafyrirlestur. Þýski sendikennarinn, dr. Will, flytur erindi í Háskólanum kl. 8 í kveld. Tilkynning frá ráðuneyti forsætisráðherra: Samskotin vegna landskjálftanna: Frá heimilisfólkinu í Sauðlauksdal í Rauðasandshreppi kr. 25.00. — <FB.). Eél. ísl. hjúkrunarkvenna efnir til 15 ára afmælisfagnað- ar n. k. laugardag á Hótel Borg kl. 9 síðdegis. Sjá augl. Betanía. . Samkoma í kveld kl. 8y2. Zions- kórinn syngur. Allir velkomnir.' Útvarpið í kveld. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veð-urfr. 10,20 Þingfréttir. 20,00 Klukku- .■sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Krossferöir og múgæði (Þórberg- ur Þórðarson rithöfundur). 21,00 'Tónleikar: a) Fiðlusóló (Þórarinn ■Guðmundsson) ; b) Grammófónn : Létt lög fyrir hljómsveit. Liestöl ráðherra segir ekki af sér. Osló, 19. nóv. FB. Vegna orðróms í liægriblöð- unum um að Liestöl kirkju- málaráðherra ætli að biðjast lausnar innan skamms hefir hann látið svo um mælt í Dag- bladet, að orðrómur þessi hafi ekki við neitt að styðjast. Utanríkisverslun Norðmanna. Osló, 19. nóv. FB. Iimflutningurinn i Noregi i októbermánuði s. 1. nam liðlega 67 inilj. króna og hefir aldrei verið meiri á einum mánuði undanfarin þrjú ár. Otflutning- urinn nam 53 milj. kr. og hefir :aldrei verið meirí undanfaritt ;tvö ár. Minningarorð. Benjamín Jón Gíslason fyrr- um skipstjóri lóst í okt. síðastl. að heimili sínu, Baugsve'gi 5 við Skerjafjörð, efir langa van- heilsu. Hann var fæddur að Grenivík í Höfðahverfi, við Eyjafjörð, ö. júlí 1889, og var því ekki nemu rúmlega 45 ára að aldri. Voru loreldrar lians Gísli Magnús- son, múrarameistari i Reykja- vik og fyrri kona lnms, Þórunn Benjamínsdóttir, systir Magnús- ar úrsmiðs Benjamínssonar og þeirra systkina. En er Benjamin sál. var 2ja ára fluttust fpreldr- ar lians hingað til Reykjavikur og ólst hann því hér upp. Snemma komu i ljós þeir eigin- leikar, sem æ síðan einkendu # hann, er var dugnaður og lip- urð í öllum störfum lians, prúð- menska, alúð og glaðværð, svo að hann ávann sér vinsema allra þeirra, er kyntust honum. En samfara hinu glaðlega og alúðlega viðmóti hans var sam- viskusemi hans, áreiðanleiki og festa. Og í engu vildi hanu vamm sitt vita. Hann nam sjó- mannafræði, og stýrði urn skeið þilskipi og siðan vélbát, og sýndi þá bæði kjark og karl- mensku i ýmsum svaðilförum. Benjamín var einkar vinsæll og vel látinn, alstaðar þar sem liann var þektur, eins og eðli- legt var, eftir allri framkomu hans, og mun hann fáa eða enga óvildarmcnn hafa átt um dagana. Var hann og einnig laus við að gjöra á liluta annara að fyi-ra bragði, til þess var hann of góðviljaður og sanngjarn. Kvæntur var Benjamín Mar- grétu Sveinbjarnardóttur, bróð- urdóttur Þorvarðar , prent- smiðjustjóra, Þorvarðssonar heppstjóra á Kalastöðum Ól- afssonar. Var lijónaband þeirra hið ástúðlegasla. Varð þeim 5 barna auðið, sem öll eru á lífi. Fráfall Benjamíns sál. vekur því mikinn söknuð, eigi einung- is lijá konu hans og hörnum, heldur einnig hjá öldruðum föður og stjiipmóðub hans, er jafnan reyndist honum, sem besta móðir, eltki síst í hinum langa og erfiða sjúkdómi lians; hjá systkinum hans, tengamóð- ur og mörgu vensla- og vina- fólki. Hjá öllum þessum og mörgum fleiri gevmist minn- ing um mætan og dugandi dreng. Kunnugur. Uallgrftnskveld 27. október og Hallgrímskirkja. F.ins pg' útvarpshlustendum er kunnugt, var Hallgríms Péturs- sonar minst i tveimur útvarpsræfi- um og með söng aiS kveldi þess 27. f. m. En þá voru HMn rétt 260 ár frá því er Hallgrímur lést (27. okt. 1674). — Minningarathöfnin hófst á því, aö formaöur Hallgrims- nefndar, hr. Olafur B. Björnsson, skýröi frá fjársöfnuninni til Hall- grímskirkju. Kvaö hann kirkju- byggingarsjóðinn nú oröinn um 70 þúsund krónur, en áætlaöan 1; kostnað við kirkjubygginguna 100 þúsund krónur. Þar af skyldi þó leggja 10 þúsund krónur i sjóð til viðhalds kirkjunni á eftirkotnandi : tima, Ensnfremur lét ræðumaSur j| þess g'etið, að gengið væri út frá því áb k-irkján rúmáðr eigi yfir jqo Snjðkeðjor! Þverhlekkir, keðjustrekkjar- ar og lásar, nýkomið, þar á meðal ný gerð af þverhlekkj- um fyrir vörnbila, miklu heppilegri en gamla gerðin. Haraidup S veinbj arnapson. Laugavegi 84. Sími: 1909. Sími: 1909. Tek að mðr öll Iij úkrunarstörf, þó sérstak- lega barnahjúkrun. Anna Guðmundsdóttir. Sími; 3254. manns í sæti. Og eftir því að dæma verður Hallgrímskirkja lítil að grunnmáli. — Við ]>etta atriði vildi eg leyfa mér að gera dálitla at- hugasemd: Kirkja, sem rúmar ,.eigi yfir" 200 manns í sæti. mun að visu vera fullnægjandi eða jafn- vel .fullstór handa söfnuði þeim, sem á kirkjusókn að Saurbæ Hvalfjarðarströnd. En hér er Jiess að gæta, að Hallgrímskirkja á að taka vénjulegum smásóknarkirkj- um fram að stærð og fegurð, þar sem henni er ætlað að vera minn- ingarkirkja, er þjóðin öll hefir reisa látið. Og einmitt þess vegna ber eigi að miða stærð slíkrar kirkju eingöngu við kirkjuþörf eins fámenns safnaðar. — Eg vil hins vegar gera ráð fyrir, að ])að geti oft borið við, að fjölment verði að Hallgrimskirkju að Saur- bæ, þar sem nú eru orðnir greiðir bílvegir á alla vegu að kirkjunni, auk ]iess sem sjóleið þangað írá höfuðstað landsins er fremur stutt. Finst mér að taka megi allmikið tillit til þessa, er taka skal ákvörð- un um stærð (sætarúm) Hallgrims- kirkju. — Mig skortir þekkingu til þess að ræða mál þetta frá bygg'- ingarfræðilegu sjónarmiði. En þó verö eg að segja, að mér finst sem fagur og tilkomumikill byggingar- stíll fái eigi notið sin til fulls nerna á nokkuð stóru húsi, — og er þetta þó vafalaust mest áberandi, er um háhýsi — svo sem kirkju — er að ræða. — Eg þykist þess full- yiss, að vegleg kirkjubygging mimi kosta meira en 70—100 þús- undir króna. — E11 eftir því að dæma, hve vel hefir tekist hingað til með fjársöfnun til Hallgríms- kirkju. þá ætti að mega vænta þess. að almenningur, og að sjálf- sögðu einnig ríkið — mundi vilja leggja það af mörkum. er kynni enn að vanta til þessarar býgging- ar. til ]iess að kirkjan megi sem best svara tilgangi sínum, að verða landi og lýð til sóma. Auðsætt er að sönnu, að það mundi dragast einu eða tveimur ó.rum lengur að byrjað verði að byggja kirkjuna, ef horfið yrði aö því ráði aö halda áfram fjársöfn- un, og gengið út frá ])ví, að bygg- ingarkostnaður nemi 170—200 þús. krónurn. — Eg hefi hugsað mér 1 lallgrímskirkju það stóra, að hún rúmi a. m. k. 7^-8 hundruð manns i sæti, og turnbyggingu svo háa, sem frekast má verða í hlut- falli við flatarmálsstærð kirkjunn- ar. — Læt eg hér staðar numið, og vona, að þessi athugasemd mín verði íhuguð af réttum hlutaðeig- cndum. — n. 11. 1934. P. P. Kjólatau •3 ææææææææ > ææææææææ 0 5 ææææææææ © Zææææææææ s * ææææææææ < 5 ææææææææ s 51 ææææææææ ® ææææææææ Vöpuliúsid Otan af landi, —x— Hornafjarðarbíllinn kominn heim. Hornafirði 20. nóv. FÚ. Helgi Guðmundsson og félpgar “ hans komu í gær hingað til Horna- fjarðar á bílnum er þeir fóru með til Reykjavikur. Voru þeir 4 daga á leiðinni austur. Fengu ])eir stór- rigningu á Breiöamerkursandi, en sluppu yfir árnar áður en þær urðu úfærar. Aðalfundup félagsins verður haldinn á morgun, fimtudag, kl. Sþá e. li. i Oddfellowliúsinu. Líkfundur. 20. nóv. FÚ. Samkvæint símskeyti frá frétta- ritara útvarpsins að Ystafelli hefir nú eftir rnikla leit fundist lík Sig- tryggs Friðrikssonar bónda aö Sellandi í Fnjóskadal, en hann fórst i veturnáttahriöinni aðfara- nótt fyrsta vetrardags. Þegar lík Sigtryggs fanst, kom í ljós að liann hafði farist i snjóflóði. Skemdir af völdum hrims í Borgamesi. Borgarnesi 20. nóv. FÚ. I gær var mjög mikiö brim hér 1 Borgarnesi, og l)rotnaði, öídu- brjóturinn sem er framan á bryggj- unni, á átta og hálfs meters kafla. Brim var óvenjulega mikið, ekki hvassara en var. í dag hefir veðrinu slotað, og er þegar byrjað að gera við bryggjuna, en hún er úr stein- steypu. Ekki hefir frésú um aðrar skemdir af völdum brimsins í Borgarfirði. Ú tvarpsfréttip. Japanar smíða stöðvarskip fyrir flugvélar. Berlín í morgun. A japanskri skipasmíðastöð var í gær lagður kjölur að fyrsta flug- vélastöðvarskiin japanska flotans. Róstur í Austurríki. London í gærkveldi, — FÚ. Róstur urðu í gærkveldi i Inns- bruck milli stuðningsmanna Schussnigg kanslara og Heim- wehrmanna. Þær byrjuðu á þann hátt, að Heimwehrmenn hrójmðu : „Heil Starhemberg", en Schuss- niggsmenn hrópuðu þá á móti „Niöur með Starhemberg". Síðan ' lenti i bardaga og- skakkaði lög- íeglan loks leikinnn, en ekki þó fyr en nokkur meiðsl höfðu hlotist af. Nokkrir Heimwehrmenn voru handteknir. Schussnigg er væntanlegur til Wien á morgun írá Rómaborg. 1 \ Endurskoðun frakknesku stjórnar- skrárinnar. Berlin í morgun. — FÚ. Tardieu hefir gefið út bækling' Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. STJÓRNIN. Verndið sjðnina og látiö ekki Ijósið hafa skaðleg áhrif á augu yðar, þegar hægt er að forðast það, með því að nota THIELE GLERAUGU. Austurstræti 20 um endurskoðun frönsku stjórnar- skrárinnar. Telur hann nauðsyn- legt að breyta henni, og stingur upp á ])vi, aö kallað verði til þjóð- fundar í Versailles um málið. Skoðanir manna í Frakklandi eru mjög skiftar um þetta mál. Til dæmis leggur Cailleaux. íyrver- andi ráðherra, eindregið á móti breytingu stjórnarskrárinnar í íilaðagrein sem hann ritar í gær. Frakkar takmarka notkun erlends vinnumagns. Berlín í morgun. — FÚ. A ráðherrafundi i París í gær voru samþykt ný ákvæði gegn notkun erlends vinnukraftar í frönskum atvinnufyrirtækjum. — Meðal annars var fyrirtækjum, sem selja af framleiðslu sinni til hins o|)inbera bannað að nota erlendan vinnukraft. Alls starfa nú rúm- lega 800,000 erlendir verkamenn í Frakklandi, en árið 1932 voru þeir 1 y2 miljón. „Aulestad“. Osló, 19. nóv. FB. Norska ríkið tók i gær við Aulestad, sem verður varðveitt- ur til minningar um Björn- stjerne Björnson. Hátíðleg at- liöfn fór fram. Einar Björnson, sonur skáldsins, og kona hans, Dagny Sautreau, fluttu ræður. Sunde ráðherra tók við staðn- um fyrir hönd idkisins og fól stjórn „Sandvigske samlinger“ að vernda staðinn og varðVeita fyrir komandi kynslððir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.