Vísir - 24.03.1935, Blaðsíða 4
„MADONNAS ANSIGT“
lieitir ópera, >ein að undanförnu höfn. Myndin licr að ofan er úr
hefir verið leékin í Kaupmanna- 3. þætti.
FRÚ INGEBORG KÖBER.
1 norskum loftskeytafréttum var
fyrir skömmu sagt frá hinu svo-
kallaða KÖber-máli. Sagði frú Kö-
ber, sem er spiritisti, fyrir um and-
lát föður síns, á miðilsfundi, og
lést hann nokkru síðar. Var fyrir-
skipuð rannsókn út af þessu.
SKRÍTLUR.
—o—
Vissi það ekki.
Hann (daginn eftir brúðkaup-
ið) : Hvaða mátur er þetta, elskan
mín?
Hún: Eg skal gá að því. Það
stendur einhverssta'Sar héma í
bókinni.
Hann: Eg held nú helst að það
sé ekki matur.
Hún (bláðar í matreiöslubók-
inni) : O-víst—o-víst. Það stend-
ur hérna. Það skal standa hérna
einhversstaöar. — Og það stendur
meira aö segja, að þaS sé ágætis-
matur!
Stálheppinn.
Frúin: Var maðurinn yðar hepp-
inn í gær — eg meina í Monte
Carlo ?
Vinkonan: — Já, þaö mátti nú
segja — alveg stálheppinn. Hann
gleymdi öllum peningunum heima!
Hugulsemi.
Sonur: Nú er afmæliö hans
pabba á morgun. Finst þér ekki
viöeigandi, aö viö gleðjum hann
með einhverju?
Dóttir: Jú það skulum við gera.
Viö skulum lofa honum aö hafa
bifreiðina sína allan daginn!
Fórst bölvanlega!
— Er það satt, að nú sé alt upp
í loft með trúlofunina ykkar
Steina ?
— Ojá — eg held það svari því.
Og honum fórst bölvanlega við
mig.
— Hvernig þá? — Mér hefir
skilist, að þú hafir svikið hann.
— Já. — En hugsaöu þér bara
dónaskapinn: Hann sagði að sér
væri alveg sama!
Málaþekking.
Forstjórinn: Þér segist kunna
þrenn tungumál. — Hvaða mál eru
það ?
Skrifstofustúlkan: — Rósamál,
augnamál og bendingamál. Eg hélt
nú, satt að segja, herra forstjóri,
að þetta væri aðalmálin!
Ástin líður við það.
Hannes: Nei — sæll og blessað-
ur! Langt síðan við höfum sést!
Hans: Það má nú segja. — Og
hvernig líður þér?
Hannes: Ágætlega! — Og þér?
—- Þú munt elska Jórunni þína
ennþá?
Hans: Ó-já — það geri eg á
minn hátt. Og eiginlega hefi eg
ckki rekið mig á neina leynda
galla hjá henni — nema ólukku
frjósemina.
Hannes: Frjósemina?
Hans: Ó-já ■—• eg tók svo til
IIAILE SHELASSIE
keisari í Ahessiníu.
Mynd þessi er tekin af honum
er hann var á ferðalagi í Evrópu
orða. Eg hugsa að þú fengir nóg
af því, ef þú ættir konu, og ef sú
lcona kæmi með tvö eða þrjú börn
á hverju ári.
Hannes: Það held eg hreint
ekki,
Hans: Jæja. Þú ættir bara að
reyna það. — Manni kólnar um
hjartaræturnar af því, skal eg
segja þér, að fá þau þetta tvö og
þrjú í lúkurnar ár eftir ár! — Og
svo eru allir upp fullir með þaö,
að Jórunn mín sé ekkert annað
en blessuð forstöndugheitin!
Oslo, 23. mars. FB.
Stefnuskrá Noregsstjórnar.
Stefnuskrá Nygaardsvolds-
stjórnarinnar verður lil um-
ræðu í Stórþinginu næstkom-
andi þriðjudag.
Oslo 22. mars. FB.
Minnismerki yfir pólfara.
Rrófessorarnir Marsti'ander og
Werenskiold hafa lagt til, að reist
yi'ði minnismerki í Oslo yfir mestu
landkönnuði Noregs á pólsvæöun-
um. Nygaardsvold forsætisráð-
herra, ixrófessorai'nir við háskól-
ann og helstu menri ýmissa vís-
iudastofnana, hafa tjáð sig hlynta
húgmyndinni.
Ung dönsk stúlka óskar eftir at-
vinnu við húsverk í Reykjavík.
IRMA HAGEN,
Höjagerhus, Eltang,
Jylland.
MUBLUSMIÐUR.
Danskur mublusmiður óskar eftir
atvinnu. — Eg1 þekki alt viðvíkjandi
iðninni. Þetta er eklti af atvinnu-
leysi, en af áhuga fyrir iðninni, sem
eg óska eflir atvinnu hér. Aldur 29.
Mublusniiður Carlo Jensen,
Skovvejen 7, Vejen.
Jylland.
Dugleg stúlka óskast hálfan
eða allan daginn 14. maí. —
O. Ellingsen, Stýrimannastig 10.
(515
Reykjavíkur elsta kemiska
fatahreinsunar- og viðgerðar-
verkstæði breytir öllum fötum
Gúmmíkápur limdar. Buxur
jxressaðar fyrir eina krónu. Föt
pressuð fyrir 3 kr. Föt kemiskt
hreinsuð og jxressuð á 7 kr.
Pressunarvélar eru ekki nolað-
ar. Komið til fagmannsins Ry-
delsborg klæðskera. Laufásvegi
25. TþlO. (423
Hársnyrting.
Hárgreiðslustofan Venus,
Ivirkjustr. 10. Hefir fengið til sín
scrfræðing með ýmsar nýungar
í hársnyrtingu, látið þess vegna
klippa og krulla ykkur í Venus.
Sími 2637. ’ (444
3—5 herbergi og eldhús til
leigu 14. maí. Ingólfsstræti 21 C.
Sími 2521. (469
2 herbergi og eldliús óskast
14. maí. Áreiðanleg greiðsla. —
Tilboð, merkt: „30“, leggist inn
á afgr. Vísis. (491
Herbergi og eldhús óskast 14.
maí. Tilboð, merkt: „50“, send-
isl Vísi. ^ 509
2 litil lierbergi og eldhús ósk-
ast 14. maí. Má vera við Laug-
arnesveg. Tilboð, merkt: „11“,
sendist Vísi. (510
Barnlaus hjón óska eftir 1
herbcrgi og eldliúsi. Tilboð,
merkt: „301“, sendist Vísi. (511
Til leigu 14. maí sólarstofa og
eldunarpláss og 1 stofa og eld-
liús. Reykjavikurvegi 7, Skerja-
firði. ' ' (519
Lítið, gott hús í vesturbæn-
um til sölu. Uppl. í sima 1879.
(520
2 herbergi og eldlms með öll-
um þægindum óskas’t á sólrik-
um stað. Fyrirframgreiðsla. —
Uppl. í síma 2554. (527
Herbergi til leigu í vor á
Sjafnargötu 3. Umslag merkist:
„20“. ' (524
Lítið lierbergi ' óskast með
Ijósi og liita. A. v. á. (522
tTILK/NNINCAKl
Hafnarbílstöðin hefir sima
2006. Opið allan sólarhringinn.
(280
Stór pakki var skilinn eftir
fj-rri part vikunnar í Verslun
Lilju Hjalta. (521
Litla og góða Matsalan getur
hætt við sig 2—3 mönnum í
fæði. Halla Helgadóttír, t»ing-
holtsstræti 3. (526
Itilk/nnincar]
STÚKAN FRAMTÍÐIN nr. 173,
heldur fund mánudaginn 25.
j). m. kl. 844 e. h. Hagnefnd
aratriði Pctur G. Guðmnnds-
son. , (514
Eikartunnur undan ýmsum
efnum kaupir Beykisvinnustof--
an, Klapparstíg 26. (402
Svínakótólettur verða seldar
i dag, allan daginn. Hressingar-
skáli Vesturbæjar, Vesturgötu
17. • , (505
, „ _______ , \----------------
Svefnherbergishúsgögn til
sölu með scrstöku tækifæris-
verði á Laugavegi 17, 3. hæð.
(508
Trúlofunarhringana ættuð
þið að kaupa hjá Haraldi Hag-
an, Austurstræti 3. -512
Saumastofan í Svaninum
saumar dragtir og kápur með
höttum. Fallega fermingarkjóla
fyrir 10—12 krónur. Drengja-
föt o. s. frv. Grettisgötu 65,
efstu hæð. (513
Barnakjólar, treyjur, húfur
og hosur, handgert, fæst í Yersl.
Lilju Hjalta, Austurstræti 5.
(517
Saumakonur! Silkitvinni,
svarlur og livítur og flestir aðrir
litir. Versl. Lilju Hjalta. (516
Georgette, vasaklútar, fást í
öllum litum i Versl. Lilju Hjalta
! (518
Athugið: Hattar og margt
fleira nýkomið. Karlmanna-
hattabúðin, Hafnarstræti 18.
Einnig liandunnar liattaviðgerð-
ir þær einustu bestu sama stað.
(525
Til sölu falleg, góð kýr, ber
17. apríl 4. kálfi. Á sama stað.
3 pör notuð vagnhjól. Fálka-
götu 9. Sími 4209. (523
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN
ISTIR OG LAUSTJNG. 80
— Það er ekkert vit í þvi, að vera alt af að hugsa
um þvílíkan hégóma. — Littu hara á mig,
Sebaslian Sanger! — Ekki er eg alt af að hugsa
um hinn skitna Mammon! — Eg virði hami
þess ekki. — Og eg kemst vel af — lireint ágæt-
lega með köflum!-------Ekki get eg farið til
Ítalíu fremur en ])ú — og livenær heyrirðu
mig kvarta? — Aldrei! — Eg er ekki einn
þeirra, sem væla og -kvarta út úr smámunum!
— Eg hafði prýðilegasta tilboð um atvinnu í
haust. — Nú getur ekkert orðið úr því. En er eg
kannske sí-volandi af þeim sökum? —- Nei. —
Og hver fleygði brúðuleikhúsinu mínu í vatnið?
Það er þitt verk, Caryl, bróðir minn! — En
hvenær hefi eg ávitað þig fyrir þær tiltektir? —
— Og hvenær hefi eg kvartað yfir því mikla
tjóni? — Aldrei! — Eg tek öllu með ró. Og nú
er eg staðráðinn í því, að fara til Englands.“
Caryl reis á fætur og gekk nokkur skref frá
hróður sínum. Þar settist hann niður og var
hugsi. — — Hann var mjög annarar skoðunar
en Sebastian — ekki einungis í þessu, heldur og
í öllu öðru. — Hann óttaðist að hann mundi
blos,sa upp og sleppa sér alveg, ef liann hlustaði
á þetta raus öllu lengur.
Gemma liljóp til lians og reyndi a'ð hugga
hann á allar lundir. ,
„Eg ætla að eiga það við þig, Caryl minn,
að þú farir ekki að talca mark á þvi, sem hann
bróðir þinn er að segja. Hann ruglar og ruglar
og maður lætur það inn um annað eyrað og út
um hitt.“ — Svo vafði hún liandleggjunum um
hálsinn á hinum sorgbitna, unga manni, og
kysti liann marga kossa.----- „Þetta lagast alt
saman. Og eg lield eg vorkenni þér ekki að hiða
stundarkorn.--------Hugsaðu hara um hana
Fenellu — unnustuna þína. Hún er blátt
áfram yndisleg. Hún er perla — hún er engill!
— Við elskum hana öll þrjú og dáumst að
henni. — Eg er alveg sannfærð um, að það líð-
ur ekki á löngu að þu fáir góða stöðu á Eng-
landi. Og þá giftið þið ykkur og húið í fallegu
húsi með bláum hurðum — himinbláum! Og
húsið verður nálægt neðanjarðar-brautarstöð-
inni, svo að það verður fljótlegt fyrir þig, að
komast til vinnu þinnar að morgninum.--------
Á hverjum einasta morgni, þegar klukkan er
rétt að segja níu, kemur þú í einu hendings-
kasti, opnar dyrnar á liúsinu þínu, og lileypur
til járnbrautarstöðvarinnar. Þú hefir tösku í
hendinni, stóra fallega tösku, eins og þú værir
sendiherra! — Og Fenella stendur við glugg-
ann, fögur og yndisleg, og veifar til þín.----
Svo getur kannske viljað til, að enginn standi
við gluggann og veifi, svona tima og tíma, þvi
að þá liggur Fenella þín á sæng.------Eg er
viss um að þið eignist sæg af yndislegum börn-
um ... . “
„Æ — hættu nú .... hættu sagði
Caryl, alveg utan við sig og ærður af kossum
og orðaflóði. |
„Fellur þér þetta illa, væni minn?“ spurði
Gennna. — Hún var öldungis hissa á því, að
pilturinn skyldi talca þessu fálega. —- „Eg ætl-
aði að gleðja þig og liressa, því að eg hélt að
þú vildir hafa þetta svona þegar þar að
kæmi .... “
Og það var alls eldd fjarri lagi. En liann gat
bara ekki glaðst af neinu þessa stundina.
17. kapítuli.
Þáu voru á leiðinni yfir Ermarsund. Og
drengurinn hennar Gcnnnu grét án afláts. —
Það var skrítið, að dregurinn skyldi eldd linna
á hljóðum. Hann var víst af sjómönnum kom-
inn í aðra ætlina. Faðir lians var að minsta
kosti sjómaður. Það vissi Gemrna og það sagði
liún satt. — En hún var svo sem ekki undrandi
yfir því, að drengurinn gréti. — Og hann grét
æ því meira, þess nær sem þau komu ströndum
Englands. — „Eg held eg furði mig ekki á þvi,
þó að drengurinn skæli,“ sagði Gemma. — „Ef
eg ætti England og lielvíti .... “
„Kærar þakkir,“ sagði Sebastian í önugum
tón. — „Eg hefi heyrt þig segja þetta áður —
þessa ómerkilegu fjrndni. — Og mér finst hún
ekki hótinu skemtilegri nú en þá.“
„Jæja,“ svaraði Gemma. „Látum svo vera.
En segðu mér eitt, Sehastian: — Hefir þú
nokkurn tima séð nokkurt land, sem er svona
andstyggilegt á litinn?“
Klettarnir á ströndinni við Dover voru grtúr
og kuldalegir. Illviðursskýin héngu niður og
gerðu alt óyndislegra en það á að sér að vera.
— Regn var á og hráslagakuldi og jók það enn
á ömurleikann. — Það varð þvi ekki með sanni
sagt, að náttúran fagnaði hinum ungu mönn-
um, sem nú voru að koma lieim eftir all-langa
útivist. — Þeir voru fölir yfirlitum, bræðumir,
og það var því líkt, sem þeir vildi segja við
ættjörðina:
„Þú verður að vera ofurlítið hýrari á svipinn,
])ví að annars kostar getum við ekki notið okk-
ar og orðið þér til sæmdar. — Við biðjum „guð
vors lands“, að stökkva þolcunni á brott og láta
sólina síkna.“
Skipið liægði ferðina. Það morraði áfram hægt
og rólega. Það var eins og þvi ofbyði ógestrisni
landsins. — Sebastian stóð við öldustokkinn og
horfði á grátt og óyndislegt landið stiga út úr
þokuhjúpinum. — Og lionum fanst það í raun-
inni hafa verið undarlegt uppátæki, að leggja
leið sína hingað. Hér var ekkert annað en þoka
og klettar og rigning og kuldi.“ —
Caryl stóð við hlið lians og mælti: „Eg veit
ekki til þess, að neinn hafi beðið þig um að fara
hingað.“
Gemmu leiddist. Hún var alls ekki óhrædd
um, að bræðurnir mundu kannske fara að jag-
ast. — Og svo var nærri því óþolandi, að hlusta
á þetta eilifa vol i drengnúm, lionum Siegfried
litla. Undarlegt að harnið skyldi ekki getað þag-