Vísir - 25.04.1935, Side 2
VISIR
<^»b
GLEÐILEGT SUMAR!
£*b
GLEÐILEGT SUMAR!
EGGERT KRISTJÁNSSON & CO.
M,
GLEÐILEGT SUMAR!
Þöltk fyrir viðskiftin á vetrinum.
Kjötbúðin Sólvallagötu 9.
(§4b
SnJ
GLEÐILEGT SUMAR!
Þökk fyrir viðskiftin á vetrinum.
Tóbaksversl. LONDON.
Hvað
tefur?
Hennann Jónasson lofaði því
á síðasta þingi, að framvegis
skyldi verða leyfð ótakmörk-
uð sala á ógerilsneyddri en
kældri og véllireinsaðri mjólk
hér í bænum. Hann kvað þetta
heimilt samkvæmt mjólkur-
sölulögunum, en, það skildist
mönnum þó, að einhverja
breytingu yrði að gera á mjólk-
ursölureglugerðinni, áður en
þessu yrði hrundið í fram-
kvæmd.
Nú er álllangur timi liðiim
síðan ráðherrann gaf þetta lof-
orð, en ekkert bólar á ei'ndun-
um. Engin breyting hef ir verið
gerð á reglugerðinni um mjolk-
ursöluna, og sömu hömlur
munu vera á sölu ógerii-
sneyddrarl mjólkur og áður.
Hvað getur það verið, sem tef-
ur fyrir efndunum á loforði
ráðherrans?
Heyrst hefir, að ráðherrann
hafi kvatt formann mjólkur-
sölunefndar, síra Sveinbj(>rn
Högnason, á fund sinn, núna í
páskavikunni, um bænadag-
ana, i þvi skyni, að fá hann
til þess að koma þessu í fram-
kvæmd. En fullyrt er, að síra
Sveinbjörn hafi liorfið heim
aftur, án þess að hafast nolck-
uð að. Er það raunar skiljan-
Iegt, að honum hafi verið ó-
liægt um vik, svona rétt um há-
tíðina, og má það heita furðu
ónærgætið af ráðherranum. að
kveðja prestinn til svo verakl-
legra starfa einmitt á einhverj-
um lielgustu dögum kirkjunn-
ar. En svo er hugsanlegt, að
fleira kunni að hafa komið íií
greina, sem formaður mjólk-
ursölunefndarinnar liafi sett
fyrir sig.
Það er kunnugt, að mjólkur-
sölunefndin hefir litið svo á,
að ótakmörkuð sala á ógeril-
sneyddri mjólk væri algerlega
óheimil samkvæmt mjólkur-
sölulögunum. Einmitt þess
vegna er talið, að nefndin hafi
fyriskipað gerilsneyðingu á
Korpúlfsstaðamjólkinni, sem
áður hafði verið seld kæld og
vélhreinsuð. Og jafnvel ráð-
herrann sjálfur studdi svo ein-
dregið þessa skoðun nefndar-
innar, að hann svifti Korpúlfs-
staðabúið mjólkurbúsréttind-
um, til þess að tryggja það, að
mjólk þess yrði að öllu leyti
eins meðfarin og önnur mjólk
samsölunnar. — En þó að ráð-
herrann Iiafi nú skift um skoð-
un i þessu máli, þá er ekki
öldungis fullvíst, að mjólkur-
sölunefndin eða formaður
hennar, hafi fylgst með honum
í þeim skoðanaskiftum. Virð-
ist þannig vel gela komið til
mála, að milli ráðlierrans og
nefndarinnar sé risinn ágrein-
ingur, sem ef til vill verði ekki
svo auðvelt að jafna.
En hvað sem því líður, þá
verður auðvitað að krefjast
þess af ráðherranum, að hann
efni loforð sitt. Menn eru alt-
af að sannfærast betur og bet-
ur um það,að núverandi ástand
sé með öllu óviðunandi, að það
geti beinlínis varðað miklu um
líf og lieilsu barna og ó-
hraustra manna, að þeim sé
óliindrað gerður kostur á óger-
ilsneyddri mjólk. Mun það
vera álit flestra lækna, og yfir-
leitt mun mega telja, að um
þetta sé i rauninni enginn á-
greiningur. En af því leiðir þá
líka, að gera verður þá kröfu,
að enginn óþarfur dráttur verði
nú látinn verða á því, að þessi
lagfæring fáist.
senda þýsku ríkisstjórn-
inni orðsendingu.
London, 24. april. FB.
Breska ríkisstjórnin hefir
sent þýsku rikisstjórninni
stutta orðsendingu, til þess að
viðurkenna, að hún hafi tekið á
móti orðsendingu Þjóðverja,
sem innihélt mótmæli gegn
ályktun þríveldanna, er ráð
bandalagsins samþykti, en i
ályktun þessari var það vítt
liarðlega, að Þjóðverjar liöfðu
lögleitt almenna herskyldu. —
Búist er við, að aðrir meðlimir
Þjóðabandalagsins fari eins að
í þessu máli og Bretar.
Þjóðverjar liafa boðað, að
væntanleg sé innan skamms
ítarlegri orðsending um ávítun-
arályktunina. En i þessari nýju
orðsendingu ætlar þýska stjórn-
in að rökstyðja frekara mót-
mæli sín. (United Press).
Stigamenn
valda óspektum á landa-
mærum Eritrea og Abess-
iniu.
Fregn frá Róm skýrir svo frá i
dag, aS allalvarlegar óeirðir hafi
orðið á landamærum ítölsku Rauða-
hafs-nýlendunnar Eritrea og Abes-
siníu. ítalska-stjórnin fullyrðir, að
flokkar vopnaðra stigamanna geri
óspektir á landamærunum og hafi
rænt kaupmannalestir. í hinni
ítölsku fregn segir ennfremur, a8
ein kaupmannalest hafi veri'S ger-
samlega rænd, fjórir menn særðir
og einn af þeim hættulega. ítalska
stjórnin telur, í þessari fregn, sem
er hálf-opinber, að þetta sé því að
kenna, hve stjórn Abessiníu sé ó-
hæf til þess að halda reglu og friði
uppi í löndum sínum. (FÚ.).
Háloftsflagferðir
í snmar.
Rochester. N. Y. í apríl. FB.
Eins og áður hefir verið getiö
veröur gerS tilraun til þess í sum-
ar, aS komast lengra upp í háloft-
in en nokkru sinni áður. AS til-
rauninni standa Ameríska land-
fræSifélagiS og ameríska hermála-
ráSuneytiS. Stjómandi flugkúlunn-
ar verSur Albert W. Stevens, kap-
teinn í hernum. Kom hann hingað
til Rochester fyrir skömmu til þess
aS kynna sér ýms áhöld og tæki,
sem notuS verSa í háloftsleiSangri
þessum. í viStali sagöi Stevens, aö
tilgangurinn væri eigi einvörSungu
sá, aS setja nýtt met, heldur og aS
ná sem mestum visindalegum á-
rangri. Tæki þau, sem Stevens
var aS skoSa voru m. a. ljós-
myndavélar, búnar til í Folmer
Graflex og Eastman Kodak-verk-
smiSjunum og „spectrograph“, bú-
inn til i Bauch and Lomb verk-
smiSjunum. — Belgurinn, sem
flugkúlan hangir í, verSur fyltur
helium-gasi og er þaS í fyrsta
skifti sem helium er notað í há-
loftsflugferS — í viötali sínu gat
Stevens þess aS Rússar ætluSu
einnig aS stofna til háloftsflug-
ferðar í sumar. Flugkúla þeirra á
aS heita „Osoaviachim 11“ og er
veriS aS útbúa hana í Leningrad.
Gera Rússar sér vonir um aS kom-
ast 15 mílur enskar í loft upp í
flugkúlu þessari. (United Press).
London 24. apríl. FÚ.
Grískir hershöfðingjar teknir af lífi.
Tveir grískir hershöfðingjar, sem
voru dæmdir til dauða á mánudag
af herrétti, fyrir byltingarstarfsemi,
voru skotnir um sólaruppkomu í
dag.
Rússneskir bændor
o(j „gömln tímarnir“
ÞaS hefir livergi í heiminum
oröiS eins mikil breyting á, segir
amerískur fréttaritari, sem dvalist
nefir langdvölum í Rússlandi, eins
og í rússneskmn löndum, í grein,
sem fjallar um lifiö á sameignar-
búgörSunum, einkanlega á hvern
hátt menn skemta sér þar ef eitt-
bvert sérstakt tilefni er til. Við
getum látiS það liggja milli hluta
í þessari grein, segir fréttaritarinn
hvort nú sé yfirleitt betri tímar i
Rússlandi en á keisaraveldisdög-
unum og hvort fólkinu yfirleitt
líöi betur eSa ekki, en hvað sem
um það er, er alveg víst, að fólkiS
saknar þess viöhafnarbrags og há-
tíöleiks, sem var á kirkjulegum at-
höfnum, t. d. þegar barnsskírnir
fóru fram, hjónavígslur o. s. frv.
„Eins og kunnugt er hefir veriS
barist á móti því af yfirvöldunum,
aö menn sækti kirkjur, 0g þaS má
heita mjög sjaldgæfur atburSur, ef
það t. d. kemur fyrir, aS hjón eru
gefin saman í kirkju. ÁSur var
þaS mjög algengt og þaS var altaf
mikill viShafnar- og helgiblær á
hinni kirkjulegu athöfn, en aS
henni lokinni skemtu menn sér hiS
besta, viS vodkadrykkju og dans.
Og þegar svo ber undir kann rúss-
neski bóndinn aS skemta sér. Þótt
hann sé kannske aS jafnaði þögull
og fáskiftinn verSur hann ljónfjör-
ugur, snar i dansi og leik, þegar
sá gállinn er á honum, og í brúS-
kaupsveislum þykir slíkt hej>ra til,
og fór mikiS orS af því fyrrum,
hve fjörugt gengi til í rússneskum
brúökaupsveislum. Og þaS er
kannske ekkert einkennilegt, aS
sveitafólkiS sakni slíks sem þessa
frá hinum gömlu tímum þrældóms
og kúgunar, því aS þeir höföu líka
sínar góðu hliðar. Eftir rússnesku
blöSum aS dæma í seinni tíS fer
því mjög fjarri, aS yfirvöldin reyni
aS vinna á móti því, aS efnt sé til
fagnaSar á sameignarbúgörSlinum
í tilefni af því, að barn hefir fæSst
og verið gefiS nafn o. s. frv. Fólk-
iö fær tækifæri til þess aS skemta
sér, eins og í gamla daga, og þaS
virSist aöalatriöið. BlöSin birta nú
iSulega fregnir af slíkuni „sovét-
fögnuðum“.
Þannig var í frásögn í einu blaö-
inu um þaö, aS bóndi á sameign-
arbúgarSinum „1. maí“, Kuzma
Eremishko aS nafni, hefSi efnt
til fagnaðs í tilefni af því, aS •
honum hafSi fæðst sonur. Hann
bauS öllum félögunum í nágrenni
sínu og sendi þeim svo hljóðandi
boSsbréf:
„Okkur hefir fæSst sonur. Þú
ert boðinn og velkominn aS vera
viSstaddur „sovét“-skírn kl. 6 ann-
aS kveld.“
MeS aSstoS vina sinna og vanda-
manna undirbjó bóndinn veislu
mikla og eins og í garnla daga var
lögS mikil áhersla aS hafa „mikinn
og góSan mat“ á borSum og nóg
vodka. Og daginn eftir fóru gest-
irnir aS korna, meS matvæli, fatn-
að og fleira í gjafa skyni, í tilefni
hins mikla viSburðar, aS Kuzma
hafði eignast son. Þetta var alt
eins og áSur fyír, nema að „skírn-
;ar“-athöfnin sjálf var alt önnur en
þá. Kuzma fagnaSi öllum hiS besta
og gestirnir heilsuSu honum meS
því aS hafa yfir sömu orSin og
tíökaSist í ungdæmi þeirra, undir
svipuSum kringumstæSum: „ViS
fögnum yfir þvi að geta fært þér
gjafir af gnægS birgSa vorra“.
Svo var sest aS boröum, etiö og
drukkiS vodka — drukkiS mikiS,.
og dansaS og sungiö fram á rauSa.
nótt. Engin athöfn með nokkurum
trúarbrag fór fram. ASeins til-
kynt hvaða nafn barninu væri gef-
iS. Og nafniS var eins og vænta
mátti „gott kommúnistiskt" nafn,
þ. e. Sergei, en barniS var látiö.
heita eftir Sergei Kirov, kommún-
istaleiötoganum, sem myrtur var
fyrir nökkurum mánuðum.
Og nú eru „hjónavígslu“-sam-
komur orönar mjög tíöar eSa brúö-
Óskum öllum okkar viðskiftavinum
GLEÐILEGS SUMARS.
Bifreiðastöðin Helclá.
Sími 1515.
æ
GLEÐILEGT SUMAR!
H AU KSBÚÐ.
|HHHHHHHHIHIHHIHHHilillIIIIII!IIIIIIIIIIIIIIIIIillli!iIlilIIIIIIIIiIllj!!J
GLEÐILEGS SUMARS S
óska eg öllum viðskiftavinum mínum. “
SIG. Þ. SKJALDBERG.
...............................................................
GLEÐILEOT STJMARl
Ásgeir Ásgeirsson, Þingholtsstr. 21.
Kjötbúðin, Þingholtsstr. 15.
18l!l!!KI!IilllIIIIIIIIIII(iIlillllIIilIIHIK!iIiII!IIi(IIIIIIIIIIiESIIiIIKiiIilll|i
Óskum öllum oklcar viðskiftavinum
GLEÐILEGS SUMARS.
HAMAR.
lllillllillliillllllllllllllllillillllliilllllliilllllillíllllilllliilllliílilllll