Vísir - 18.09.1935, Side 3

Vísir - 18.09.1935, Side 3
VlSIR 1. Að gefa út nýja útgáfu af bók Landsbankans, „Iceland“. 2. Áð gefa Slysavarnafélagi íslands kr. 50.000 — fimtíu þús- und krónur — og sé með þeim stofnaður sjóður og vöxturn af sjóðnum eða hluta af þeim var- ið til rekstrar björgunarskipa eftir nánari fyrirmælum skipu- lagsskrár sjóðsins, sem sé sam- þykt af stjórn bankans. Sjóð- urinn ávaxtist i Landsbankan- um eða verðbréfum lians. 3. Að stofna sjóð með kr. 25.000 — tuttugu og finim þús- und krónum — sem sé eign slarfsmanna bankans og undir stjórn starfsmannafélags, sem viðurkent er af stjórn bankans. Tilgangur sjóðsins sé að styrkja efnilega starfsmenn bánkans til aukinnar mentunar í starfsgrein þeirra eftir nánari fyrirmælum skipulagsskrár, sem samin sé af starfsmanna- félagi bankans og staðfest sé af stjórn lians. Sjóðurinn ávaxtist i Landsbankanum eða verðbréf- um hans. ' J|| Auðmýkt og ðstjdrn. ÞolinmætSi, auSmýkt og undir- gefni þykja víst mörgum nú á dögum fagrar dygðir og kristi- legar. En í Asatrúnni og lengi síð- ar í eðlisfari hinna mestu og göf- ugustu Norðurlandabúa og íslend- inga, voru a'Srar dygðir hafðar í meiri hávegum. Má þar á meðal nefna réttlæti, hreinlyndi, orð- heldni og skilvísi. Og þar með þau skilyrði: frelsi og sjálfstæði, sem þessar dygðir ala. Mætustu rnenn þeirra tíma þoldu ekki annað ver en það, að yfir- menn þe'irra og leiðtogar beittu barðneskju og hroka, sérdrægni og heimtufrekju um nýja eyðslu- skatta, ineð allskonar ofríki og ófrelsi. Nú er öldin önnur. Nú eiga Norðurlönd engan Þorgný lög- mann, sem þorir að segja við sjálf- an „konunginn“ (þ. e. þá, sem leggja á ráðin og fyrirskipa ofrík- ið), með fullri festu og föstum ásetningi þeirra að baki, sem undir á að oka: Vér skulum ganga að þér, svo að þú látir annað hvort laust, tífið eða ofríkið. „Og kjóstu nú skjótt hvorn kostinn þú vilt heldur upp taka.“ Vort hrjáða föðurland á nú ekki heldur neinn Jón Loptsson, sem lækkar dramb ofbeldismanna og heldur þeim í skefjum. Engan Jón Sigurðsson, sem með djörfung og sjálfsfórn, lipurð og vitsmunum, leiði hagsbætur og hamingju yfir þjóð vora. iFlestir leggjast nú líka flatir — eins og gæfir hvolpar — og láta lemja sig til óbóta fyrir engar sakir. Sannleikur er það — þó sorglegt sé frá því að segja — að mikill hluti þjóðar vorrar skríð- ur nú flatur fyrir ráðríkum, á- gjörnum og valdaþyrstum flokks- foringjum og hlaupatíkum þeirra, íyrir flokksjiingi og flokksstjórn, í stað þess að standa hnarreistir og eindregnir að baki drenglyndra nianna, er skyldur sínar mættu rekja á Alþingi, og skipað gætu alþjóðarstjórn. Nei, svo upplits- djörf, hyggin og sjálfstæð er þjóð- in ekki orðin. Heldur láta bændur kúga sig og svifta umráðarétti eigna sinna og afurða. Útgerðar- menn láta möglunarlítið, og svo að segja mótþróalaust flá sig inn að skyrtunni. Og kaupmenn og iðnaðarmenn láta taka frá sér at- vinnu og athafnafrelsi. Með öllu þessu láta verkamenn og verka- konur svifta sig atvinnu, og bíöa þess að missa alt atvinnufrelsi, kaupkröfufrelsi og atkvæðisrétt., Tómlæti Reykvíkinga. Hér vil eg beina nokkrum orð- um til Reykvíkinga sérstaklega og þó aðeins í örfáum atriðum. Fyrir 2—3 árum var hér stofnað Skattþegnafélag með dálitlum kjarki í fyrstu. En félagið varð brátt svo óheppiö með formann sinn, að hann svæfði þáð þegar, svo að segja í fæðingunni. Síðan þegja allir. Niðurjöfnunarnefndir hér eru einvaldar um þann skattinn, út- svörin, sem flestum gjaldendum er tilfinnanlegastur. Meiri hlutinn virðist hafa sérstaka löngun til þess að taka af tekjulitíum mönn- um þann ellistyrk, sem þeir hafa sjálfir reynt að safna sér, með sér- stakri sparneytni á öllum sviðum. Og hlífa þeim mest, sem hafa há- ar tekjur og sóa þeim öllum ár- lega. Með því móti er sparsemi sekt- uð, en eyðslusemi verðlaunuð, og er afleiðingin augljós. Flestir, sem enn eiga eittthvað eftir, munu keppast við að njóta einhvers af því sjálfir, áður en alt er reytt og rúið inn að gangven.. En hvar á að taka útsvörin og skattana, þegar enginn vill eiga neitt, og allir eru orðnir öreigar? Á hverju eiga sífjölgandi atvinnu- leysingjar þá að lifa? Svo er talið, að á nálægt- 3000 karla og konur hér í bænum sé lagt 10 kr. útsvar, og að alt að því annar hver þeirra greiði þær ekki. Það væri nú fróðlegt að vita hversu margir af þeim eyða IO kr. og tugum kr. árlega á bíóum, kaffihúsum, iþróttavelli o. s. frv. fram yfir marga hina, sem greiða hundruð og þúsundir kr. í útsvar árlega. Auðvitað má gera ráð fyrir, að sumir geti ekki greitt útsvar sitt, hvort sem það er mikið eða lítið, ef að höndum bera óhöpp, atvinnu- leysi eða veikindi, og er ekki nema sjálfsagður hlutur að gefa það þá eftir, ef jafnframt hefir verið sparlega farið með efni og afla. Hitt er eigi síður vitanlegt, að ýmsir leika nú orðið þá list, að svíkjast um útsvarsgreiðsluna, þó hægara eigi um vik, en aðrir, sein leggja hart að sér til þess að gera full skil. Og svo fá þeir skilvísu ekkert að vita um þetta. Þeir eru jafnvel hundsaðir og atyrtir ef þeir vilja forvitnast eitthvað um það. Þeir eiga bara þegjandi að bæta því á sig að borga fyrir svikar- ana, þó þ>eir ekki aðeins eyði, heldur líka feli muni sína til þess að koma þeim undan lögtaki. Þá hefir og annað hneyksli lengi verið þegjandi þolað hér í bænurn, sem ekki mun vanrækt eða liðið í nokkurri sveit á ís- landi, að gjaldendur fá ekkert að vita um það, hverjum þeir leggja ómagaframfæri, eða hversu mikið hverjum þeirra. Hér ætti vissulega við —■ eigi síður en gert er í sum- um minni háttar kauptúnum — að prenta fullan og nákvæman ó- magalista, ásamt reikningum bæj- arins, og afhenda hann hverjum skilvísum gjaldanda, sem þess ósk- ,ar. Löngunin hlýtur ávalt að vekja grun og tortrygni um það, að dylja þurfi ýmislega ósvífni. Enda hggur nær að segja vissu en kvis um það, að nokkrir menn muni nota sér þögnina og skálkaskjólið. Nota sér það, þó verkfærir séu eða eigi þá að, sem fyrir þeim geta séð, að gera stærri kröfur, eyða meiru og lifa betur en marg- ir hinna, sem eru pressaðir til að gefa með þeim. á hröðu skeiði til fjárhagslegrar glötunar. Og fast eru þeir menn sofandi, sem ekki vilja krefjast breytinga til bóta, krefja og knýja ráðsmenn til reikningsskapar á öllum svið- um. Þar á meðal bæjarstjórnina, um ómagalistann og útsvarsskuld- ir manna. Litlu þyrfti til þess að kosta, og ekki vil eg efa, að sá kostnaður fengist marg-endurgold- inn og með drjúgum hagnaði fyrir bæjarsjóðinn. Kostnaðarlaust fyrir bæinn, mætti setja vanskilatölur manna aftan við nöfn þeirra í út- svarsskránni. Og enn vil eg gera ráð fyrir þeirri sómatilfinningu hjá sumum kærulitlum mönnum, að þessi auglýsing verkaði ekki síður á þá og hag bæjarsjóðS, en miðlungs innheimtumaður. Þurfamannaskrána mætti selja lágu verði, ásamt reikningum bæj- arins. Gæti það vel haft samskon- ar verkanir á nokkra rnénn. Auk þess sem þá mundi koma í Ijós og verða sannað, til hagsbóta fyrir bæjarfélagið. Vilji bæjarstjórnin ekki verða góðfúslega við þessum sanngjörnu kröfum — og eg leyfi mér að segja, þessari skyldu sinni við slcilvísa gjaldendur — þá er það óhjákvæmilegt úrræði, að endur- reisa skattþegnafélagið, búa sig undir næsta árið og neyta þá sam- takamáttar: greiða ekki útsvörin, fyr en kröfunum er fullnægt. Framh. V. G. Abessiníndeilan og dfribarhættan. Breska stjómin hélt ráðu- neytisfund í gær til þess að ræða varúðarráðstafanir í nýlendunum og á Miðjarð- arhafi, ef til ófriðar kemur milli Itala og Abessiniu- manna. — Frakkar kref jast þess, að Bretar fallist á, að refsiákvæðum verði beitt gegn Þjóðverjum, ef þeir rjúfa friðinn. — ítalir munu hafna tillögum fimm manna nefndarinnar. — London, 18. sept. Ráðuneytið kom saman á fund í gær og sóttu liann yfir- menn allra greina landvarn- anna, til þess að hlýða á Hoare gefa skýrslu um það, sem gerst liefði í Genf, og hvernig horfði út af Abessiniudeilunni. Auk þess var á fundinum rætt um varúðarráðstafanir þær, sem Bretar eru að gera í nýlendum sínum og flotastöðvum í Mið- jarðarhafi, ef til ófriðar kemur milli Itala og Abessiniumanna. Einnig er talið víst, að'tekin hafi verið til athugunar á fund- inum krafa frá frakknesku stjórninni þess efnis, að Bretar gangist undir að styðja Frakk- land innan vébanda Þjóða- bandalagsins, ef í framtíðinni væri liætt við ófriði vegna þess, að einhver þjóð í Mið-Evrópu gerðist friðrofi. Munu Frakkar vilja tryggja sér það, að refsi- ákvæðum sáttmála bandalags- ins verði beitt gegn Þjóðverjum, ef þeir gerðust friðrofar. — Um þetta mál fara nú fram stjórnmálalegar umræður milli rikisstjórna Bretlands og Frakldands og er fullyrt, að samkomulagsumleitanir í þessu efni gangi að óskum. Frá Genf er símað, að fimm manna nefndin leggi fram tillögur sín- ar í dag, og að Ítalía muni hafna þeim. (United Press — FB.). 1 NÁND VIÐ ADDIS ABEBA Á RIGNINGARTÍMANUM í fréttalnæfum og skeytum hefir veriö aö því vikiö hversu erfitt er um alla flutninga í Abessiniu, þeg- ar rigningatímabiliö stendur þar yfir. Mýndin hér aö ofan er tekin i nánd viö Addis Abelia í sumar. Þar verða menn aö vaða aurinn upp í miðja kálfa meðan rigninga- tíminn helst. Flokksþingi oasista lokið. Niirnberg 17. sept. Flokksþing nazista, sem hér hef- ir staðið yfir, er nú lokið. Var klykt út með mikilli hersýningu og ræðuhöldum. í ræðu þeirri, sem Iiitler flutti, lýsti hann yíir því, að framvegis stæði herinn og nazista- ílokkurinn á sama grundvelli. Þýska ríkið, sagði hann, gerði kröfur um blinda hlýðni bæði til ílokksins og hersins. (United Press—FB) Blindir mega þeir menn teljast, sem ekki sjá það, að þetta er ,eg liefi nú lauslega drepið á, stefnir alt í eina og sömu átt, Það er alt m „He!gafell“- 59359197- VI.-2 Veðrið í morgun. í Reykjavík 9 stig, Bolungarvík 5, Akureyri 4, Skálanesi 5, Vest- mannaeyjum 8, Sandi 6, Kvígind- isdal 6, Hesteyri 3, Gjögri 4, Blönduósi 5, Siglunesi 3, Grímsey 4, Raufarhöfn 5, Skálum 4, Fagra- dal 4, Papey 5, Hólum í Horna- firði 6, Fagurhólsmýri 8, Reykja- nesi 7, Færeyjum 10 stig. Mestur hiti hér í gær 11 stig, minstur 6. Yfirlit: Djúp lægð yfir Suður- Noregi og önnur um 1200 km. suðvestur af Reykjanesi. — Horf- ur: Suðvesturland: Austan og norðaustan kaldi. Sumstaðar lítils- háttar rigning. Faxaflói, Breiða- fjörður: Stinnings kaldi á norð- austan í dag, en lygnir með kveld- inu. Úrkomulaust. Vestfirðir, Norðurland, norðausturland, Aust- íirðir: Allhvass norðaustan í dag, en lygnir í nótt. Rigning. Suð- austurland: Norðaustan kaldi. Úr- komulítið. Árás. Laust fyrir miðnætti á sunnu- dagskveld, er Albert I>órðarson vitavörður í Gróttu var á heim- leið, vissi hann ekki fyrri til en steini var kastað til hans og fór hann rétt fyrir framan andlit hans. Var þetta skamt frá Ráðagerði. Steinninn var um 2 kg. og lenti hann í grjóthrúgu. Hefði Albert vafalaust getað meiðst illa, ef steinninn hefði hæft hann.Lögregl- an hefir nú náð í árásarmanninn. Játaði hann brot sitt ogkvaðsthafa gert þétta til þess að hræða Albert. Landsbanki íslands er 50 ára í dag og eru af því tilefni dregin flögg á stöng víða um bæinn. — Bankanum var lok- að kl. 1. e. h. í dag og kl. 8.30 flytur Magnús Jónsson prófessor erindi um bankann í útvarpiö. Bankablaðið, sem er gefið út af Sambandi isl. bankamanna, rninn- ist bankans ítarlega, sem vænta mátti þseptemberblaði sinu, í grein sem nefnist: „Landsbanki íslands 50 ára, nokkrir þættir úr sögu bankans", eftir A. J. Johnson. Greininni fylgja myndir af þeim, sem helst koma við sögu bankans, og mynd af húsinu nr. 3 við Bankastræti, þar sem bankinn fyrst var til húsa, og svo myndir af eldra Landsbankahúsinu og hinu nýja. Eldur kviknaði árdegis í dag í kjallara hússins Túngötu 2. Er þar tré- smíðaverkstæði í kjallaranum og hafði kviknað í spónum undir hefl- ingarvél. Slökkviliðið var kvatt á vettvang og slökti eldinn fljótlega. Jón Sigurðsson hefir verið settúr skólastjóri við barnaskólann í Laugarneshverfi. Skrásetning nýrra háskólaborgara fer fram á skrifstofu háskólans daglega kl. 10—-12. Stúdentar sýni prófskír- teini og greiði um leið skrásetn- ingargjaldið, 15 krónur. 60 ára er í dag Brynjólfur Guðbrands- son, sýslunefndarmaður og bóndi að Hlöðutúni í Stafholtstungum. Haustfenningarböm dómkirkjusafnaðarins eru beðin að koma til viðtals í kirkjuna: Jil síra Friðriks Hallgrímssonar í dag kl. 5 og til sira Bjarna Jóns- sonar á rnorgun kl. 5. Aflasala. Bragi hefir selt ísfisk, eigin afla og bátafisk, 996 vættir, fyrir 1424 stpd. Salan fór fram í Grims- by. Skip Eimskipafélagsins. Gullfoss fór héðan í gærkveldi áleiðis vestur og norður. Goðafoss er á leið til Vestmannaeyja frá Hull. Dettifoss er væntanlegur að vestan og norðan í kveld. Selfoss er á leið til Antwerpen. Lagarfoss og Brúarfoss eru í Kaupmanna- höfn. 70 áxa er í dag Þórunn Brandsdóttir, Njarðargötu 41. E.s. Primula kom hingað í morgun frá Leith. E.s. Edda kom hingað í dag úr fisktökuer- indum á höfnum út um land. Gengið í dag: Sterlingspund ....... kr. 22.15 Dollar............... — 4-49?4 100 ríkismörk.......... — 180.46 — franskir frankar'. — 29.71 — belgur ........... — 75.94 — svissn. frankar .. — 146.00 — lírur.............. — 37-20 — finsk mörk.... — 9.93 — pesetar ........... — 62.17 — gyllini............ — 303.23 — tékkósl. krónur .. — 18.93 —: sænskar krónur .,. — 114.36 — norskar krónur .. — 111.44 — danskar krónur ,. —. 100.00 Upplýsingar um húsnæði eru ekki gefnar í prentsmiðjunni. Þetta eru les- endur blaðsins góðfúslega beðn- ir að athuga. Hjúskapur. í gær voru gefin saman í hjóna- band af síra Garðari Þorsteinssyni ungfrú Ólöf Helgadóttir og Símon S. Marionsson, Hafnarfirði. Athygli skal vakin á auglýsingu í blað- inu í dag frá Elliheimilinu Grund. Þar eð eftirspurn eftir vistarver- um er að jafnaði mest á haustin, mun tryggast að tala við forstjóra Elliheimilisins sem fyrst. Næturlaeknir er í nótt Jón Norjand, Skóla- vörðustíg 6 B„ Sími 4348. Nætur- vörður í Laugavegs apóteki og. Ingólfs apóteki. (tilk/nningaki Enginn kaupmaðar skyldi hafa vörur sínar óvátrygðar deginum lengur. „Eagle Star“. — Sími 1500. (706 1500 - - 2000 Sá sem getur útvegað manni fasta atvinnu, getur fengið lán- aðar ,1500—2000 kr. gegn góðri tryggingu. Tilboð, merkt: „Slabil“, sendist afgreiðslu Vísis. — Vísis kaffið gerip alla glaða.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.