Vísir - 28.12.1935, Blaðsíða 3
VÍSIR
a.mmmm^mmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmm
mér rétt að drepa á, að í Utrecht
<er lialdin verslunarstefna tvi-
■vegis á ári og sækja hana um
50.000 manns. Átti eg tal við
forstjórann W. Graadt von Rog-
en, scm taldi mjög líklegt að
auka mætti viðskifti Hollend-
inga og íslendinga og kvaðst
reiðubúinn til þess að greiða
götu fslendinga í þessuni efn-
mn. Mun eg rita atvinnumála-
Táðherra nánara um þetta efni.“
Hollendingar eru mikil
menningarþjóð.
„Hollendingar eru mjög alúð-
legir menn“, sagði dr. A, J. enn-
fremur, „og menning i landi
þeirra er míkil á 'öllum sviðum.
Tungumálakunnátta er til dæm-
is á háu stigi og flestir þeir, sem
ieg kyntist, töluðu ágætlega
ensku, þýsku og frakknesku, en
Hestir þeirra eru að visu menta-
menn. Þekking í þessum málum
er yfirleitt mikil i Hollandi og
;alþýðumentun er á háu stigi.“
Hollensku studentarnir sem
dvalisthafa á íslandi. Dokt-
(orsritgerðir um íslensk efni
„Eg hitti marga liollenska
slúdenta, sem dvalist hafá á Is-
landi, og mintust þejr alhr veru
sinnar með ánægju. Ungum
fræðimönnum, sem eru að
semja doktorsritgerðir um ís-
lensk efni, kyntist eg allmörg-
ium.“
Utrechts Dagblad minnist
dr. Alexanders.
1 Utrechts Dagblad birtist
löng grein um dr. A. J. með
mynd, sama daginn og hann fór.
Er þar farið hinum lofsamleg-
ustu orðum um dr. Alexander,
vísindastörf hans og fyrirlestra-
starfsemi hans og kenslustörf i
Utrecht. En þetta sama blað og
mörg fleiri höfðu getið ítarlega
fyrirlestra hans jafnóðum og
þeir voru haldnir og leggja hol-
lensk blöð, að því er dr. A. J.
segir, mikla áherslu ó að skýra
ítarlega frá fyrirlestrum þeim,
*em fluttir eru um menningar-
leg efni. a.
íslendingar og
ölyrapíuleikarnir.
Fyrir nokkrum dögum birtist í
„AlþýSublaSinu“ grein eftir ein-
hvern, sem kallar sig „íþróttakenn-
ara“, sem reyndar líkist ofmjög
sauðargæru úlfsins til þess a8
nokkur, sem kynni hefir af í-
þróttakennurum trúi því aS í-
þróttakennari hafi ritað hana.
Ureinin heitir; „Eiga íslendingar
að taka þátt í Olympíuleikunum"
■og á að vera rökstudd andmæli við
grein þeirri, er ég skrifaSi fyrir
OJympíunefnd íslands um þetta
efni og birtist í ,,Morgunblaðinu“
fyrir nokkru.
Það er greinilegt, að afstaða
greinarhöf. til málsins byggist
ekki að neinu leyti á þeirri köllun,
sem liann hefir valið sér í lífinu
og titlar sig með þarna til þess að
gefa orðum sínum meira gildi,
lieldur eingöngu á stjórnmálaöfg-
nm. Og grein mína hefir hann
lesið i spéspegli pólitískrar glám-
skygni. Svo margt hefir hann mis-
skilið eða skort vilja til að skilja,
að manni hlýtur að detta í hug
gamla sagan um það, hvernig höf-
nðpaurinn les biblíuna, „öllu
snúið öfugt þó. aftur og fram
i hundamó". Eitt dæmi um
þennan andlega „astigmatisma“
eða rangsýni „íþróttakennaranS",
■er þetta: Hann segir — réttilega
—■ að grein mín sýni, að í köstum
■og stökkum vanti okkur alstaðar,
nema í einni íþrótt — þrístökki —
ioo—'200 stig til að ná lágmarks-
ákvæði til aðalkepni á leikunum,
— en þrátt fyrir það komist ég að
þeirri einkennilegu niðurstöðu, að
])að sé sjálfsagt að senda keppend-
ur á leikana, — og býsnast mikið
yfir þessu. En hann fer þarna al-
gerlega með rangt mál, því að ég
sagði nokkru aftar í greiniiyii:
„Af þessum framantöldu greinum
virðist, eins og stendur, varla vera
von um, að hægt verði að senda
nema i mann — í þrístökkið — því
svo mikið vantar á hinn tilskilda á-
rangur í öðrum greinum, að tæp-
lega er ihugsanlegt að svo mikil
framför náist á þeim tíma, sem
eftir er, að sæmilegt megi telja. .“
Allir heilvita menn mundu skilja
]>essi orð mín alveg öfugt við þann
skilning, sem „íþróttakennari“
þessi leggur í þau í grein sinni, —
og mér dettur heldur ekki í hug
að halda að hann hafi skilið þau
svo, heldur er þessi „skilningur"
hans viljandi rangfærsla til að
geta hrönglað grein sinni upp á
einhverri undirstöðu, hvað auð-
virðileg, sem hún er. Það kemur
greinilega í ljós í grein minni, að
Olympíunefndin ætlast til, að viss-
um afreksskilyrðum verði full-
nægt, til þess að menn geti talist
hæfir keppendur, og í köstum og
stökkum hefir Olympíunefndin
hér haldið sér við þau lágmarks-
ákvæði, sem sjálf framkvæmda-
nefnd Olympíuleikanna hefir sett.
Þeir menn, sem ég taldi, að kom-
ið gætu til greina, sem væntan-
legir keppendur — aðrir en þessi
eini.maðúr í þrístökki — eru all-
ir í öðrum greinum; greinum, sem
engin lágmarksskilyrði eru sett
í á leikunum, en sem Olympíu-
nefndin hér hefir sett lágmarks-
skilyrði i, til ákvörðunar á hæfni
manna til þátttöku. Þessi lág-
marks-afreksskilyrði hefir Olym-
píunefndin reynt að samræmá sem
mest afreksskilyrðunum í þeim
greinum, sem þau hafa verið sett i,
og um leið reynt að taka tillit til
áðstöðumunar o. fl.
Ennfremur er sýnt fram á það,
með samanburði á afrekum kepp-
enda á tveim síðustu Ölympíu-
leikum, að þessir væntanlegu
keppendur héðan hafi likindi til
að koma þarna fram sem. meðal-
menn, —• og með það megum við
vera harðánægðir, — ef afreks-
skilyrðum Olympíunefndarinnar
er fullnægt. Ef afreksskilyrðunum
er ekki fullnægt, verður. enginn
sendur. Hitt er rangt, að ég hafi
sagt eða gefið í skyn i grein minni
fyrir hönd Olyiúpíunefndarinnar,
að íslendingar eigi að keppa fyrir
hvern mun og hve léleg, sem af-
rek þeirra væru. En það er álit
Olympíunefndarinnar að, að upp-
fyltum þessum afreksskilyrðum
eigi íslenskir íþróttamenn að kapp-
kosta að keppa á leikunum, og það
jafnt eftir lestur greinar „íþrótta-
kennara“ sem áður. Hefir hann og
sjálfsagt ekki búist við þeim á-
rangri af grein sinni, því hún er
aðeins skrifuð til að villa þeim
sýn, sem málinu eru lítt kunnugir.
Ýmislegt er fleira i grein „í-
])róttakennara“, sem ekki er rétt,
en ég nenni ekki að eltast við ]>að.
Eg get vel yiðurkent það, að
, defination“ min á orðinu „menn-
ingarmál“ er nokkuð fljótfærnis-
leg, en hitt getum við sjálfsagt ver-
ið sammála um „íþróttakennari“
og ég, að íþróttamálin séu menn-
ingarmál og Olympíuleikarnir
einnig, og þá er það menningarat-
riði, að hafa „positiv" — eg má
sjálfsagt sletta lika — afskifti af
])essum málum, — en þá er skamt
að „defination" minni.
Það sem mestu máli skiftir, frá
sjónarmiði Olympiunefndar ís-
lands, er þó ekki það, að koma ís-
lenskum ijiróttamönnum að sem
keppendum á leikunum að ár.i —
þótt það eitt væri nægilegt, —
heldur hitt, aö með þátttöku ís-
lenskra iþróttamanna, öðlumst
við rétt til að hagnýta okkur tæki-
færi, er okkur býðst sem þátttak-
endum í leikunum, sem íslensku í-
þróttálífi yrði óútreiknanlega
mikils virði í framtíðinni. Þetta
tækifæri er það, — sem áður hef-
ir verið skýrt frá í íslenskum blöð-
um — að íslendingar mega senda
30 unglingspilta 15—18 ára í í-
þróttakynnisför á Olympiuleikana,
og eru þeir gestir framkvæmda-
nefndar leikanna eftir að þeir
koma inn fyrir landamæri Þýska-
'lands frá 29. júlí til 17. ágúst, eða
meðan Olympíuleikarnir standa
yfir. Og ennfremur eru boðnir 30
íþróttakennarar og leiðtogar í í-
þróttamálum, með sömu kjörum
að öðru leyti en því, að þeir verða
að koma til Þýskalands viku fyr,
eða 23. júlí, en eru til sama tíma
og hinir.
Þetta tækifæri álítur Olympíu-
nefnd íslands, að sé íslenskum í-
þróttamönnum og íslensku iþrótta-
lífi svo mikils virði, að ekki megi
láta það ónotað. — Eg þarf sjálf-
sagt ekki, þar sem „íþróttakenn-
ari“ á í hlut, að eyða mörgum
orðum í áð útskýra á hvern hátt
íslensku íþróttalífi myndi koma
þetta að gagni, því honum hlýtur
að vera það augljóst mál.
Víðar en hér á landi hefir ver-
ið reynt að spilla fyrir þátttöku í
Olympíuleikunum, með því að
blanda pólitík í niálið. Af þeirri
ástæðu fór forseti alþjóðanefndar
þeirrar, er ákveður hvar leik-
arnir skuli háðir í hvert sinn,
Baillet-Latour, belgiskur greifi, til
Berlínar snemma í síðastl. mánuði
til að vita hvað satt væri í þeim
orðrómi, að Þjóðverjar ætluðu að
nota sér Olympiuleikana til út-
breiðslu (Propaganda) á stjórn-
málastefnu þeirri,' er nú ríkir í
Þýskalandi. Hann skrifar í „Olym-
piq Games News Service“ 15. nóv.
grein um niðurstöður sínar af þeim
fyrirspurnum og rannsóknum er
hann gerði, og segir þar; að orð-
rómur þessi sé algerlega tilhæfu-
laus. — Aðkomumenn og kepp-
endur“, segir Baillet-Latour,„mega
vera-þess fullvissir, að þeir verða
þoðnir hjartanlega velkomnir og
það er engin hætta á, að skoðun-
um þeirra verði á nokkurn hátt
misboðið. . “ Það er líka auðséð, að
meðal ráðandi manna í erlendum
íþróttasamböndum er ekki tekið
mikið mark á rógi þessum, því að
i löndum þeim, sem stjórnmála-
andúðin er djúpstæðust gegn naz-
ismanum þýska, hinum fyrri höf-
uðandstæðingum Þjóðverja, Belgíu
Englandi og Frakklandi, hefir boð-
unum um sendingu kynningar-
flokkanna verið tekið með þökk-
um. Enda .er þessi andblástur móti
Olympíuleikunum í Berlin ekki
runninn undan rifjum íþrótta-
manna erlendis, heldur eru það
„skuggasveinar“ af öðru sauða-
húsi, sem blása að kolunum — og
á engan hátt með velferð íþrótta-
málanna fyrir augum.
Hér á landi aðeins, virðist
stjórnmálaofstækið svo rnikið, að
þeir höggva sem hlífa skyldu. Það
mun flestum finnast koma úr hörð-
ustu átt, er „íþróttakennari“ geng-
ur fram fyrir skjöldu til að berjast
gegn því, að íslenskir íþróttamenn
og íslensk íþróttastbrfsemi njóti
góðs af þessu alveg sérstaka tæki-
færi, sem ef til vill býðst aldrei
aftur, og áreiðanlega ekki á næstu
árum. Og það sýnir best, að hér er
maður á ferðinni, sem á engan hátt
er starfa sínum vaxinn, —■ ef svo
ólíklega skyldi vilja til að þetta
væri ekki síðasta lygin í grein-
inni.
Annars er ]iað hlægilegt, þegar
pólitískur vindlielgur norður á
hjara veraldar þenur sig út og
hrópar: „Burt með Olympíuleik-
ana frá Berlín!“ Hvaða gagn
hygst hann að vinna með slíku ó-
vitaópi ? Það mun að likindum
flestum dulið, og liklega einnig
honum sjálfum.
. Ól. Sveinsson.
■Grein Jjessa var „Alþýðublaðið“
lieðið að birta, en það færðist und-
an því; er hún því birt hér. Ó. S.
Slyrjölí - unillrróíur
- fréttalilöí
Undir þessari fyrirsögn hefir
eitt af kunnustu dagblöðum
Bandaríkjanna og frjálslynd-
ustu, birt fregnir frá Ítalíu,
Abessiníu, Frakklandi, Bret-
Iandi og frá fleiri löndum, til
þess að sýna fram á hversu
frjiáls (!) blöðin eru i sunium
þessara landa, hversu undirróð-
urinn vegna striðsins er víðtæk-
nr og svívirðilegur, hvernig
blöðin eru úr garði gerð, að því
er fréttaflutning snertir, bein-
línis i því augnamiði, að alþýða
manna fái að eins þær fregnir,
sem valdhafinn vill vera láta
(Ílalía) og livernig frakknesk-
um blöðum er níútað með stór-
fé af ítölum lil þess að taka inál-
stað þeirra, svo að ekki er meira
um annað talað en þetta um gcr-
valt Frakkland — mútuþægni
frakkneskra blaða — sem allir
vita að er á fullum rökum reist
og Frakkar sjálfir eru yfirleitt
sár-óánægðir með. Verður i eft-
irfarandi grein vikið að nokk-
uru af þvi sem í skeytunum
stendur, en þau eru öll frá
fréttariturum héraðlútandi
blaðs (C. S. M„ Boston) í liöf-
uðborgum þeirra landa, sem um
er að ræða. Litla undrun ætti
það að þurfa að vekja, að óliáð-
usl eru blöðin i Bretlandi, og er
hvergi áreiðanlegri heimsfréttir
að fá en þaðan. Og eins og
vænta mátti kemur það fram í
skeytunum til C. C. M„ að þar
— i breskum blöðum -— eru
málin rædd æsingaminst, —
jafnvel hinar svívirðilegustu
ásakanir Itala i garð Breta liafa
ekki svift þá jafnaðargeði þeirra
Í Rómaborgarskevtinu segir
m. a„ að þótt mjög mikið sé um
'ófriðinn í Abessiníu rætt í ít-
ölskum blöðum, þá fullnægi
blöðin alls ekki lestrarfýsn al-
mennings um þetta efni og því
hafi kaup manna á erlendum
fréttablöðum aukist gífuríega
undanfarnar vikur. Hvert ein-
asta eintak af þeim erlendum
fréttablöðum, sem enn er leyft
að selja á Ítalíu, er „rifið úl“ á
skömmum tima, eftir að þau
eru komin i hendur blaðasal-
anna. I strætisvögnunum, spor-
vögnunum og á kaffihúsunum
sjást fleiri menn og konur lesa
erlend blöð en ítölsk. Yfirvöld-
in hafa af þessu áhyggjur. Inn-
flutningur erlendra blaða hefir
ýmist verið bannaður eða tak-
markaður. Blaðasölum liefir
verið fyrirskipað að setja ekki
erlend blöð á áberandi liátt i
glugga sína og þeir mega, ekki
bjóða þau til sölu, að ems selja
þau, ef um þau er beðið, og cf
umbeðið blað er ekki til, má
blaðasalinn ekki bjóða annað
erlent blað í staðinn.
Nú er það að vísu svo, að
fleslar þjóðir sem i stríði eiga
hafa eftirlit með fréttaflutningi,
en engar sérstakar ráðstafanir
hafa verið gerðar til þess að
auka þetta eftirlit umfram það,
sem að framan hefir verið sagt,
en liins er að gæta, að á undan-
förnum árum hafa ítalir lítið
annað fengið að lesa í blöðum
sinum en það, sem stjórnin hef-
ir lagl velþóknun sina á. Strangt
eftirlit með ítölskum blöðum
hefir verið i gildi í meira en tug
ára, segir i skeytinu. Ritstjórar
italskra blaða eru orðnir svo
vanir rikjandi venjum og regl-
um i jiessum efnum, að það er
ckki mikil liætta á, að þeir geri
stjórninni nokkuð á móti í þeim
efnum sem-hér er um að ræða
frekar en öðrum.
Þá er þess getið i skeytinu, að
mjög ströng skeytaskoðun sé
í Austur-Afríku á öllum skeyt-
um, sem þaðan eru send, hæði
til ítalskra og erlendra blaða. ít-
í BAYERN-ÖLPUM
alir hafa sctt á stofn nokkurs-
konar fréttastofu i Asmara, liöf-
uðborg Eritreu, undir eftirliti
herstjórnarinnar —- og engin
skeyti urn ófriðinn má senda
frá Asmara eða öðrum itölskum
borgum og stöðvum, nema liún
hafi fengið á sig velþóknunar-
stimpil þessarar stofnunar. Auk
þess er á það bent í skeytinu að
}>að sé mjög títt, að blöðunum
á Ítalíu eru gefnar „leynilegar
fvrirskipanir“ frá Mússólini. T.
d. skipaði liann þeim að ræða
ekki svo mjög um syni hans
tvo, sem eru á vigstöðvunum,
og tengdason hans, en jæir eru
allir í flughernum. Blöðin birtu
fregnir um þá að staðaldri um
tima og vakti það að vonum
gremju annara italskra flug-
manna i Austur-Afríku, sem
vafalaust hafa sýnt engu minni
dugnað en synir Mússólíni og
lengdasonur. Fleiri dæmi nefnir
fréttaritari blaðsins. Ritstjór-
arnir haga sér að öllu eftir vilja
valdhafans. Hann þarf ekki að
segja nema eitt orð og öll blöð
landsins haga sér þar eftir. —
Þannig er frelsi ítölsku blað-
anna. Gefur þetla nokkura
hugmynd um, hversu mikið
mark sé takandi á fregnum
þeim, sem koma frá aðalbæki-
stöð ítala í Eritreu.
Fréttaritari C. C. M. í Addis
Abeba, höfuðborg Abessiníu
segir, að fólk inni í landi viti
næsta lítið uin ófriðinn, og hafi
ekki mikinn áhuga fyrir hon-
um. Fólkið liafi engin eða léleg
l)löð, samgöngur séu afar erfið-
ar; fólkið veit, segir liann, sann-
ast sagt sára lítið um hvað er
að gerast á vigstöðvunum. I
Addis Abeba er kyrð og ró, segir
hann. Aðalfréttablaðið er einn-
ar siðu blað, sem flvtur aðallega
erlendar fréttir, og er blað þelta
límt á loftskevtastöðina, i)óst-
húsið og fáeina staði aðra, fyrir
þá fáu, sem læsir eru. Opin-
berar tilkynningar frá her-
stjórninni um stríðið eru send-
ar lil gisliliúsanna og festar á
dyr fréttastofunnar annanhvern
dag eða svo. Þær eru vanalega
stuttar og samdar með það fyr-
ir augum, að þær verði notaðar
til þess að senda erlendum blöð-
um. Nokkur einnar síðu blöð
koma út á „amharisku“ og í
þeim eru nokkurar ófriðar-
fregnir — aðallega undirróð-
ursfregnir — lil þess að hvetja
fólkið lil þess að berjast fyrir
föðurlandið. Yfirleitt eru liinar
opinberu fregnir Abessiníu-
stjórnar sannleikanum sam-
kvæmar. — í Abessiníu hafa
blöðin ekki víðtækt vald, eins
og öllum má ljóst vera, þegar
það er athugað, að 99 af hverj-
um 100 Abessiníumönnum eru
ólæsir. — Blaðaútgáfan er und-
ir ströngu eftirliti og ávall
stvrkt fjárliagslega.
Framh.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni: Kí. 11, barna
gúbsþjónusta. (Bj. J.).
í fríkirkjunni: Kl. n, barna-
guSsþjónusta (Á. S.).
Veðrið í morgun.
Hiti í Reykjavík 3 stig, Bolung-
arvík 2, Akureyri 2, Skálanesi 3,
Vestmannaeyjum 4, Saftdí 2, Kvíg-
indisdal 1, Hesteyri 1, Gjögri 2,
Siglunesi 2, Grímsey 3, Raufar-
höfn 4, Fagradal 1, Papey 3, Hól-
um í Hornafiröi 4, Fagurhólsmýri
7, Reykjanesi 2 stig. Mestur hiti
hér í gær 5 stig, minstur 2. Úr-
koma 0,2 mm. — Yfirlit: Alldjúp
lægð milli Færeyja og Skotlands
á hreyfingu noröur eftir. Horfur:
Suðvesturland: Stinningskaldi á
norðaustan. Víðast úrkomulaust.
Faxaflói, Breiðafjörður: Allhvass
norðaustan. Dálitil rigning eða
slydda í útsveitum. Norðaustur-
land, Austfirðir, suðausturland:
Allhvass' austan og norðaustan.
Dálítil rigning eða slydda.
Dánarfregn.
Látin er i gærkveldi að lieim-
ili sínu, Tjarnargötu 5, frú
Ragnliildur Magnúsdótir, kona
Bergsteins Jóhannessonar. Frú
Ragnhildur hafði átl við van-
heilsu að búa að undanförnu.
Hún var góð kona og merk.
Dýravinafélög barna
í Sogamýri og' Laugarnesi. Sam-
tiginlegur fundur i dýravinafélög-
um barna, i Laugarnesskólaum-
dæmi og Sogamýri verður haldinn
í Laugarnesbarnaskólanum nýja á
morgun, sunnudaginn 29. des„ kl.
2 e. h. Með því að nú er að eitis
einn liarnaskóli á svæði þessara fé-
laga, í stað tveggja er áður voru,
verður á fundinum meðal annars
rætt um, hvort slá skuli saman fé-
lögum þessum í eitt félag. Auk
þess verður margt til skemtunar
og fróðleiks. Öll börn á nefndu
svæði eru velkomin á fundinn, en
einkum er skorað á alla skráöa
meölimi þessara félaga að mæta.