Vísir - 30.12.1935, Page 2

Vísir - 30.12.1935, Page 2
■V Fjárlög Frakklands íil umræðu í fulltrúadeild þjóðþingsins í dag. París 30. desember. UmræSumar í fulltrúadéild þjóðþingsins héldu áfram þar til kl. 1 aðfaranótt sunnudags. Sam- þyktar voru og afgreiddaf breyt- ingar á lögum þeim um binar vopnuðu deildir fascistafélaganna, sem efri deild hafSi samþykt. Fjár- lögin verða í'ædd í fulltrúadeildinni i dag. .(United Press—-FB). Olíukaup Ítala. Oslo 29. des. FÚ. ítalir leggja mjög mikið kapp á aS kaupa oliu og kaupa hana hvar sem fengin verður. Megin- hluti þeirrar olíu og bensíns, sem Italir hafa keypt undanfarið, er frá Bandaríkjunum og Rúmeniu, og sama máli gegnir um það sem þeir nú festa kaup á. Farmgjöld með tankskipum hafa mjög .stigið vegna aukinna flutninga upp á síð- kastið. Eru dæmi þess, að norsk tankskip hafa gert samninga um i8s. 6d. farmgjöld á smálest. ítalir setja meginið af þeim olíu- birgðum, sem ætlaðar eru til hern- aðarins á land í Mongolishu í Somalilandi, og er talið að þeir eigi þar orðið miklar birgðir. Landskjálftaklppir í Þjstalandi. Loudon, 30. dcs. FÚ. í gær varð vart við tvo snarpa jarðsjálftakippi í Þýskalandi, og er álitið, að jteir liafi átt upptök sín nálægt Baden-Baden. Fólk á jarðskjálftasvæðinu var svo skelkað, að það flýði út á göt- umar, enda eru jarðskjálftar mjög sjaldgæfír um þessar slóð- Ir. — r *' Ofviiri og flóð í Porágai London, 30. des. FÚ. Enn eru stórrigningar með stormum í Porlúgal, og flóð í mörgum iáin.# Tagusfljótið við Lissabon hefir stígið um 43 fet, og var skipum í gær boðið að hafa sig út á sjó, vegna fyrirsjá- anlegs hvassviðris. Tvö hresk skip, sem stödd voru þar, gátu ekki komist á hrott nógu skjótt og varð að bjarga skipshöfnum })eirra í land með fluglínum. Á þessum tveimur skipum voru alls 41 maður. Sigrar AbessiDíomanna hafa hleypt kjarki í her- inn og þjóðina. London 30. des. FÚ. Sigrar þeir, sem Abessiniumenn hafa unniS hér og þar á noröur- vígstöövunum undanfarna daga, hafa hleypt kjarki bæöi í herinn pg þjóSina i heild sinni. í gær kom fregn um það, að keisarinn hefði sent út boð frá Dessie til hersveita sinna í Norður-Abessiniu um að hefja sókn fyrir alvöru á næstunni. Þrjár hersveitir eru sagðar á leið- inni til Makale. Primo Carnera kvaldnr f herinn! Kalundborg, 28. des. FÚ. ítalski hnefaleikakappinn, Primo Carnera, hefir nú orðið að láta aflýsa ýmsum kappleik- um, sem hann hafði samið um i Ameríku, vegna þess að liann hefir verið kallaður heim til þess að gegna að minsta kosti tveggja mánaða herþjónustu í her ítala í Abessiniu. Carnera gerir sér vonir um að geta kom- ið aftur vestur með vorinu og taka til sinnar fyrri iðju. Kaupmannahöfn, 28. des. Einkaskeyti FÚ. Síldarkaup Rússa. Rússar standa nú í samning- um um að kaupa 18 þúsund tunnur af saltsíld í Bergen. Kalundborg, 28. des. FÚ. Landskjálfti, sem stóð yfir í 2 klukkustundir. Jarðskjáiftamælir í Lundi sýndi í morgun jarðskjálfta er slaðið mundi hafa í tvær ldukkustundir. Fjarlægðin frá Lundi reiknaðist að hafa verið um 9400 km. og telja menn að jarðskjálftinn hafi verið annað Iivort á Súmatra eða Philips- eyjúni. GRAF ZEPPELIN. Myndin tekiu. er lofskipið flaugyfir Boden-vatn í Sviss. VÍSIR Alþýðublaðið segir í gær, að hifreiðaverkfallið virðist ekki hafa samúð alþýðunnar. En það er óhætl að fullyrða, að allur almenningur hefir einmitt mikla samúð með varkfallinu. Og í rauninni dylst það eng- um, að Alþýðublaðinu og nán- ustu aðstandendum þess muni vera þetta full-ljóst. Fyrst eft- ir að verkfallið liófst, var Al- þýðublaðið látið ausa skömm- um og svívirðingum yfir bíl- stjórana, sem að verkfallinu stóðu. Síðan liefir ritháttur þess gerbreytst. Nú er það fult af fleðulátum og föðurlegum heilræðum lil bílstjóranna. — Blaðið veit það, sem líka al- kunnugt er, að allur þorri verkamanna er á bandi bíl- stjóranna. Og til þess eru eðli- legar ástæður. Sannleikurinn er sá, að hif- reiðaverkfallið og liin almenna þátttaka bílstjóra í því, er fyrst og fremst verklegt tákn þeirr- ar allsherjar óánægju, sem hér er ríkjandi, út af framferði nú- verandi valdhafa, sem frá því að þeir tóku við völdum, hafa altaf verið að auka álögurnar á almenningi, og með ýmsum ráðstöfunum öðrum aukið dýr- tíðina í landinu, en engu feng- ið áorkað til að bæta úr þeim örðugleikum, sem fyrir voru. Það l>arf enginn að ætla, að hægt sé á tveimur árum að bæta 4 miljón króna nýjum á- lögum á almenning, án þess að vart verði nokkurrar ó- ánægju eða þolinmæðin jafn- vel bresti. Og nú er þolinmaéði almennings þrotin. Þess vegna hefir líka hifreiðaverkfallið svo að segja óskifta samúð al- mennings. Það er alment skoð- að sem sameiginleg mótmæli allrar alþýðu gegn rúningar- stefnu stjórnarinnar í tolla- og skattaifiálum. Það er fullyrt, að félagsmenn í verkamannafélaginu „Dags- brún“, liafi svo liundruðum .skiftir skorað á stjórn félags- ins að boða til félagsfundar, til að ræða verkfallið. Stjórninni er samkvæmt lögum félagsins skylt að verða við þessum á- skorunum, en samt gerir liún það ekki. í stað þess er Al- þýðublaðið látið tæpa á því, að stjórn alþýðusambandsins kunni að grípa til þess úrræð- is, að gera bílstjórafélögin ræk úr sambandinu! Það er nú alveg augljóst, að ef stjórn „Dagsbrúnar“ væri þeirrar skoðunar, að verkfall- ið hefði ekki samúð alþýðu, þá mundi hún tafarlaust kveðja saman félagsfund og láta þann fund taka af öll tvímæli um þelta. Og ef hún gæti komið fram ályktun gegn verkfallinu á slíkuin fundi, yrði það að sjálfsögðu verkfallinu hinn mesti hnekkir. Er vart hugsan- legt, að samtök verkfallsmanna rofnuðu þá ekki, ef sýnt yrði, að verkamenn væri þeim al- ment móthverfir. En stjórn fé- lagsins Iiefir enga trú á þvi, að svo mundi fara. Hún óttast, og ekki að ástæðulausu, að niðurstaðan mundi verða þver- öfug, hílstjórarnir hera sigur úr býtum og „foringjarnir“ standa uppi einir og yfirgefnir. En hvernig liyggjast þeir þá að ráða fram úr þessu? Þeir virðast standa ráðþrota. Víst er um, að af þeim er nú allur móðurinn. Ræða forsætisráð- herrans, sem liann flutti á þingi sunnudagsmorguninn 22. des., og lét birta í blaði sínu, eins fljótt og við varð komið, stendur eins og háðungarmerki yfir úrræðaleysi þeirra og bjálfahætti. Það var talsverð- ur völlum á þeim þenna sunnu- dagsmprgun. Þeir höfðu gert ráðstafanir lil að bjóða út liði, til að „berja niður“ „uppreist- armennina". En þeir fengu ekkert lið! Tilraunir hafa ver- ið gerðar til að draga lið sam- an austur um sveitir, en það liefir líka mistekist. Samúðin er alstaðar méð verkfallsmönn- um. En þeir eru fátækir af fé, allur þorri þeirra. Og á því virðast allar vonir stjórnar- herranna og alþvðubroddanna um sigur bvgðar. Það er sult- urinn, sem á að binda euda á deiluna. f því trausti liehlur ríkisstjórnin að sér höndum. f því trausti trássast stjórn „Dagsbrúnar“ við að kyeðja saman félagsfund. Þáð er beðið eftir því, að verkfalls- menn gefist upp, af því að þeir geti ekki séð sér og sínum far- horða, ef verkfallið á að halda áfram. Flugferdir milli íslands og Skotlands næsta sumar. Kaupmannahöfn, 28. des. Einkaskeyti FÚ. Skoskt flugfélag „Highland Airways“ er nú að undirbúa fastar ferðir til Færeyja og ís- lands frá Skotlandí. Er húist við að þáð sendi bráðlega sérfræð- inga til íslands og muni leita samvinnu við íslensk stjórnar- völd, um undirbúning málsins. Félagið sækir þegar um Teyfi dönsku stjórnarinnar til þess að reka flugferðir um Færeyjar. Ráðgert er, að reynsluflug lief j- ist sumarið 1936. Félagið nýtur styrks frá enska ríkinu. Það á 10 fai'þegaflugvélar auk annara flugvéla. Knidarnir í Bandarikjnnum. W London, 30. des. FÚ. Enn haldast kuldar og liríðar- veður í Randaríkjunum. í suð- urríkjunum, þar sem venjulega er snjólaust um þetta leyti árs, er nú allsstaðar snjór og fimm til sex stiga frost. Mikið af hveiti og baðmullar uppskeru hefir eyðilagst. Annar staðar í Banda- rikjunum hafa einnig orðið miklir skaðar af völdum veð- ursins, og í austurhluta þeirra er tjónið metið á þrjár miljónir dollara. Ornstan við Addi'Addi. Oslo 29. des. FÚ. Frá Addis Abeba kemur fregn uin það í dag að orustan við Addi Addi hafi verið hin skæðasta, ft- alir hafi teflt frani stórskotaliði og vélbyssum og hafi mannfall verið mikið á báðar hliðar. Abess- iniumenn telja sig hafa tekið hundruð ítalskra hermanna hönd- um í þessari orustu. Síðustu daga hefir stöSugt veriS barist af kappi á ýmsum stöðum á norSurvíg- stöSvunum. I Pinu í ÍiHSÍIillf [ Ijósmóðir. Fædd 30. des. 1859. Dáin 23. nóv. 1935. í dag er 76 ára afmæli Þórunn- ar Á. Björnsdóttur, ljósmóSur. Er mér þá hæSi ljúft og skylt að minnast hennar meS nokkrum lín- um, um leiS og ég renni þakklátum huga til hinna mörgu og góSu minninga, er ég á frá margra ára vináttu okkar og viSkynningu. Hún fæddist aS Vatnshorni í Skorradal, þ. 30. des. 1859. F°r" eldrar hennar voru hin góSkunnu merkishjón, Björn Eyvindsson, orSlagSur hygginda- og hagleiks- maSur, og Sólveig Björnsdóttir, Pálssonar prófasts frá Þingvöllum. Þeim hjónum varS margra barna auSiS. Upp komust 9 þeirra, öll hin mannvænlegustu. Þórunn Ást- ríSur var á meSal hínna eldri í systkinahópnum. Snemma bar á því, aS hugur hennar heindist aS því starfi, sem varS æfistarf hennar, hrátt komu og í ljós þau lundareinkenni og hugarstefna, sem rnótuSu líf henn- ar og starfshætti, og skipuSu henni í fremstu röS ljósmæSra landsins. Á 70 ára afmæli sínu, áriS 1929, gaf hún út bók, „Nokkrar sjúkra- sögur“, í formála fyrir ’ bókinni kemst hún þannig aS orSi: „Fyrsta barnahugsunin, sem ég mán eftir, var hlý hjálpscmistilfinning. Mig langaSi mest af öllu aS vera öSrum til hjálpar, helst þó þegar börnin fæddust, því mér fundust nýfædd hörn vera helgidómur GuSs“. Og síSar í sarna formála segir hún: „Þá var þaS einhverju sinni, aS ég heyrSi sagt, aS hægt^væri aS óska sér hvers sem vera skyldi, ef maS- ur kæmist undir enda friSarbog- ans. Eg hugsaSi mér nú aS nota þ'essa góSu gjöf, og þegar friSar- bóginn sat á túninú, átti ég margar ferSirnar um fallegu flatirnar og hólana í Vatnshornstúninu, til þess aS komast undir enda friSar- bogans, sem altaf flýSi litlu telp- una. Óskin, sem. fram átti aS bera, var altaf hin sama, aS hiSja GuS aS gefa mér þaS, aS ég yrSi góS yfirsetukona, þegar ég yrSi stór, eins og börnin segja“. — Þeir, sem kyntust Þórunni ljós- móSur og starfi hennar, eru í eng- um vafa um aS ósk hennar og barnsleg hæn var heyrS. „Nokkrar sjúkrasögur" vöktu athygli þeirra er um þau mál fjalla. Kemur þar glögt franr jiekking og reynsla hinnar fágætu ljósmóður. Eg er aS vísu elcki fær um aS dæma um verSmæti slíkrar bókar, en mér er nær aS halda, aS hún sé alveg einstök í sinni röS, og ger- semi hin rnesta, verðugur minnis- varSi yfir líf og starf Þórunnar Á. (Björnsdóttur, er hún reisti sér sjálf í lifanda lííi. Þykir mér sennilegt aS mörg konan vilji gjarnan eign- ast þessa bók, aS höfundi hennar látnum, til minningar urn hina mætustu konu og ljósmóSur. Er svo ráS fyrir gert, aS andvirSi hók- arinnar renni í sjóS til styrktar fá- tækum sængurkonum i Landspítal- anum. Sýnir þaS, eins og fleira, hug hinnar framliSnu til þess starfs, er hún helgaSi krafta sína, og ætti það vissulega aS vera hvöt hverri konu, til þess aS leggja fram sinn skerf í þessu lofsverSa augnamiSi, meS því aS kaupa „Nokkrar sjúkrasögur". Af ummælum þeirn, er ég hefi tilgreint, má glögt sjá, aS auS- fundin var sú fræSigrein, sem næst stóS huga hinnar ungu meyjan MeSfæddir hæfileikar hentu ótví- rætt á ljósmóðurfræSi. Hún lagSi og hrátt stund á þau, fyrst hér heima og síSan í Kaupmannahöfn. NámiS stundaSi Þórunn at stakri alúS og kappi. Hún aflaSi sér víStækrar þekkingar og æfing- ar til undirbúnings hinu ábyrgSar- ríka vandastarfi, sem beiS hennar. Hún unni náminu og hún unni starfinu, er áS því kom. Fáar kon- ur hygg ég, aS hafi gengiS aS starfi sínu meS meiri alvöru og á- byrgðartilfinningu, en Þórunn ljós- móSir. ÞaS er ekki ofmælt þótt sagt sé, aS ljósmóðurstarfið var henni heilagt hlutverk og aS hún var „ljósmóSir af GuSs náS“, svo frábærir voru hæfileikar hennar og innræti, svo heil og óskift gekk hún aS starfi. ÞaS gat þá heldur ekki hjá því fariS, aS slik ljósmóS- ir eignaSist óskift traust, ást og virSingu þeirra, er hún starfaSi á meSal. Sú varð og raunin á, Marg- víslega kom þaS í ljós. Þannig heiSruSu konur þessa bæjar hana hvað eftir annað með; fjölmennum samsætum, vinagjöfum, þakkará- N vörpum, undirrituðum af hundruð- um kvenna, sem bersýnilega túlk- uSu vináttu 0g virSingu í hennar garS. í des. 1922 var hún sæmd Ridd- arakrossi FálkaorSunnar. Munu fáir hafa verSskuldaS þann virS- ingarvott fremur en Þórunn Á, Björnsdóttir. Auk afburða leikni og þekking- ar í starfi sínu, var Þórunn ljós- móSir gædd óvenjulegu starfs- þreki. Fyrir utan ljósmóSurstörf hennar, sem voru mjög yfirgrips- mikil, eins og gefur að skilja, sinti hún öSrum líknar og hjúkrunar- störfum á heimilum hér í bænum, þvi fáir voru þeir ekki, sem vitj- uSu hennar í hverskonar vanda- málunr, bæSi vegna sjúkra manna og heilla, eldri og yngri, enda þótt tíSast væri hún sótt til ungþarn- anna. Hún var ráðholl og ráSag'óS. Vinátta hennar brást aldrei. Þess- vegna er hennar saknaS. Þessvegna verSur hún mörgum ógleymanleg, en þó sérstaklega hinum mörgu mæSrum, sem nutu hjálpar hennar á alvöruþrungnum sársaukastund- um. Nærgætni hennar þá, öryggi, alúS og ástúSlega gleSin er ljómáSi af andliti henriar, er hún aS lokinni þraut, lagSi nýfætt barniS í faSm móSurinnar, mun varSveitast, sem hiri fegursta mynd í endurminning- um margra mæSra. OrSfá var hún raunar þá sem oftar, en augnaráS- iS, svipurinn og hlýtt handcakiS, sögSu, á þeirn stundum, meira en orS hefSu gjört. OrSin ná aS vísu eyrunum, en þögnin kafar djúp sálarinnar. í meira en hálfa öld (53 ár) gegndi hún ljósmóSurstörfum, lengst af hér í bænum. Utan fór hún hvaS eftir annaS, til þess aS kynnast helstu nýjungum á sviSi listar sinnar. Hún varS aldrei of gömul fyrir hiS nýja og nýta. Árum saman kendi hún viS ljós- mæSraskólann, og liafSi jafnan hóp ungra námsmeyja undir hendi, er hún veitti verklega tilsögn og lét ganga aS starfi meS sér. Var hún þeim fræðari og fyrirmynd í senn, og vita allir, sem til þektu aS þar fór saman hin frábærasta tilsögn og hin grandvarasta breytni. Dagsverk Þórunnar ljósmóSur varS bæSi langt og gott. GuS gaf henni í hendur liátt á fimta þús- und barna (4759). Fyrsta barniS fæddist í hendur hennar 2. jan.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.