Alþýðublaðið - 12.07.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.07.1928, Blaðsíða 2
e ALÞÝÐUBLABIl ALÞÝBÐBLAÐ91 kemur íit á hverjum virkum degi. Álgreiðsla í Aipýðuhúsinu við Hverfisgðtu 8 opin irá kl. 9 árd. ti! kl. 7 síðd. Skriístofa á sama stað opin ki. SV'j — 10l/s árd. og kl. 8—9 síðd. 'simar: 988 (aígreiðsian) og 2394 (skrifstofan). 5?er?ílag; Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan * (í sama húsi, simi 1294). Áhngamðl alttfða. TiMösíp/iip Sinmliyktap á 8. fBliasji Alfsýðusambarads íslands. Á síða&tliðnu sambandsþingi Alþýðuf/okksins, er háð var hér í Reykjavík, voru margar ályktan- ir gerðar um starfsemi alþýðunn- ar á komandi' árum, en þær, sem eingöngu snerla starfsemi flokks- ins inn á við, verða ekki birtar opinberlega. FulZtrúar alþýðunnar, er sátu þingið, ræddu flest þau máZ, er snerta pólitiska baráttu f/okksins, og voru í sumum þeim málum samþyktar ályktanir, sem rétt þykir að birta, svo að fólki gef- ist -kostur á að fylgjast með á- hugamálum þeim, er fram konwi á þinginu. Eru öuraur blöð al- þýðusamtakanna beðin um að birta eftirfarandi tillögur: Bankaéftírgjafirnar. [Till. frá Felix Guðmundssyni.] „8. sambandsþing Alþýðusam- bands íslands felur alþingismönn- um flokksins að flytja á næsta alþingi þingsályktun um éskorun til ríkisstjórnarinnar, um að rann- sakað verði, hvað mikið bankarn- ir hafa gefið upp af skuldum, svo og hverjum. Rannsöknin verði birt almennmgi." Bamsmeðlögiö. [Tillaga frá: Jóhönnu Egilsdótt- ur, Jónínu Jónatansdóttur, Mar- íu Pétursdótíur og Herdísi Sí- monardóttur.] „8. þing Alþýðusambands ís- lands skorar á ríkisstjórnina að sinna ekki tiliögum bæjarstjórn- ar Rvíkur um lækkun á með- lagi barnsfeðra með óskilgetnu-m börnum.“ Oryggi shípa. [Frá Sigurjóni Á. Óiafssyni, Birni Bl. Jónssyni, 'Þorv. Sigurðssyni.] „Ot af framkominni áskorun til sambandsþingsins frá Sjómanna- félagi Reykjavíkur, skorar þing- ið á stjórn flokksins, að hún beiti áhrifum sínum á stjórnarvöld landsins, um að betra eftirlit sé framvegis með öryggi skipa og báta eri verið hefir, og fylgt sé gildandi lögum í þessu efni. Enn fremur að óháðir ménn út- gerðarmönnum séu settir til þess að hafa eftirlitið með höndum víðsvegar um iand." Vegavinnub aupið. [Frá Vilhjálmi S. Vilhjálmssyni.] „Þar sem hið óhæfilega lága kaup, sem ríkissjóður greiðir verkamönnum við vega- og hrúa- gerðir, er algerlega ónógt til framfærslu verkamönnum, og auk þess verður til þess, að sityðja viðleitni annara atvinnurekenda til að lækka kaupgjald almsnt, þá skorar þing Alþýðusambandsins á væntanlega samhandsstjórn og þingmenn flokksiins, að beita öll- um áhrifum sínum í þá átt á alþingi og við ríkisstjórn, að kaupgjald við vega- og brúa-gerð- ir ríkissjóðs hækki, og verði sem jafnast um land alt.“ Andrafélagíð á Esk firðk [Frá Jens Figved og Árna Á- gústssyni.] „8. þing Alþýðusamh. íslands felur samhandsstjórn að beita sér fyrir því, að verkafólkið á Eski- firði, er leggur 10 <y0 af vinnu- launum sínum í H/f „Andra“, fái að kjósa fulltrúa 1 eða fleiri til þess að mæta á fundum félagsins alt til þess, að það hefir fengið í hendur hlutabréf fyrir 3/4 af því, sem því er ætlað að leggja til félagsins. 2. A8 þingmenn flokksins og sambandið beiti sér fyrilr því að samin verði lög með sérstöku tii- iiti til þess, aö Eskifjar'ðarhrepp- ur hefir lagt tll H/f „Andra“ því nær 1/3 af hlutafé þess, sem fyr- irskipi, að í stjórn félagsins skuil eiga sæti 1 maður, er sé kosinn með hlutbundnum kosningum af hjósendum hreppsins án tillits til þess, hvort hann á sæti í hrepps- nefndinni eða ekki. 3. Að sambandsstjórn vinni að þvi, að reyna að samrýma kaup- gjaldstaxta urn land alt. 4. Að sambandsstjórn beiti sér fyrir því, að birt verði skýrsla bankaúttökunefndarinnar um Landsbankaútbúið á Eskifirði." Takmörkun nemendkfjölda i hinn alinenna mentaskóla [Frá Vilhjálmi S. Vilhjálmssyxii, Árna Ágústssyni, Skúla Guð- mundssyni og Jens Figved.] „8. þing Aiþýðusambands ís- iands lýsir sig eindregið á móti takmörkun nýsveinafjölda í Hin- um almenna mentaskóla, þar til alþýðu í Reykjavík hefir verið gerður jafngóður kostur á að koma efnilegum börnum sinuim til náms, og felur væntanlegri sjambandsstjóxn að vinna að því að fá takmörkunum þessum frest- að.“ l" 21 árs kosningaréttur. [Frá Vilhjálmi S. VilSjálmssyrii, Árna Ágústssyni, Jens Figved og Skúla Guðmundssyni.] „8. þing Alþýðusamhands ís- lands skorar á fulltrúa alþýðunn- ar á alþingi, að beita sér fyrir því af fremsta megni og láta ganga fyrir öðrum málum á næsta alþingi frumvarp um, að 21 árs kosningarréttur, jafn og óskoraður, verði þegar leiddur í lög.“ Verkkaupsveð. [Frá Guðm. Skarphéðinssyni.] „Þingið skorar fastlega á al- þingismenn flokksins, að gera sitt ýtrasta til að koma fram á næsta alþingi frumvarpi að lögum um verkkaupsveð, sem dagaði uppi á síðasta þingi.“ Útsvarslöggjöfin. [Frá Guðm. Skarphéðinssyni.] „Þingið álítur, að gildandi út- svarslöggjöf sé í ýmsum atriðum óheppileg fyrir kaupstaði lands- ins, þar sem mikið er um útgerð og stærri atvinnurekstur að eins nokkurn hluta úr áTinu. Til að ráða bót á þessu skipar forseti 5 manna nefnd til að gera tillög- ur um> breytingar á gildandi út- svarsiögum til sambandsstjórnar,: sem svo kemur þeim áleiðis í al-| þingi og fær Alþýðuflokkinn til að flytja þær þar.“ Einkasala ályfjum. [Frá Felix Guðmundssyni.] „8. sambandsþing Alþýðusam-: bands Islands felur alþingismönn- um flokksins að flytja á næsta alþingi frumyarp um rildseinka- sölu á lyfjum.“ „Alöuríili Aínaíds.“ Síðasta saga Guðmundar á Sandi. Ég .skal taka það fram þegar í upphafi greinar þessarar, að mér þykir Guðmundur Friðjónsson á Sandi merkilegt skáld. Hann hefir ort og yrkir stundum en'n kjarn- yrt og þrótti þrungin kvæði — og hann hefir ritað sögur, sem bæði eru merkilegur skáldskapur og veita mikinn fróðleik um dag- legt líf og hugsunarhátt íslenzkra bænda. . . . En margar af sögum hans eru lítils virði og sárfaar lýtalitlar. Þó var það leingi vel, að svo mikill þróttur og frum- leikur var í sögum þeim, er frá Guðmundi komu, að menn fyrix- gáfu mishrestina, sem á þeim eru. En í seinni tíð hafa smíðalýtin og eintTjáuingsháttur höfundar aukist mjög, en að sama skapi rénað frumleikurinn, þrótturinn og fjörið. Guðmundur hefir ávalt unað því vel, að lýsa stríði sveitaíólks- ins við harðindi og hörmungar. Hefir hann' jafnan rómað þraut- segju þess og harðfengi — og það að maklegleikum. Snemma bar og á því, að hionum þótti æskan haga sér all-öviturLega, vera fús til tildurs og fjölbreytni. Eiink- um hefir kaupstaðafólkið orðið fyrir barðinu á honum, en oftast hafa ádeilur hans verið máttiitl- ar — og auðvitað fyrir þær sakir, að hann er svo gersamiega sneyddur skiluingi á lífi kaupsfað- arhúa og þeirri stórmerkilegu og eftirtektarverðu menningarlegu baráttu, er þeir hé, vitandi og ó- afvitandi. Kaupstaðabúamir eru menningarlegir útverðir ísienzku þjóðarinnar, og Guðmundur hefði áreiðanlega gert þjóð sinni greiíða, ef hann hefði reynt að skilja líf kaupstaðafólksins, aðstöðu þess og baráttu og skrifa um það af þkilningi, í stað þess að vaða með reiptagl í hendi inn í hópinn og berja í biindni á allar hliðar. I síðasta hefti „Eimreiðarinnar“ er saga eftir Guðmund, er heitír „Aldurtili Arnalds“. Sú saga sýnir glögglega, hve steingerður og andlega ófrjór Guðmundur er orðinn sem sagnaskáld, hve ger- samlega skilnmgslaus og sljór hann er orðinm fyrir öliu, sem ekki er af ýlduþefur eða þráa- bragð. Sagan fer fraín að haustlagi. „Septembermánuður kvaddi méð óhemju-rigningu og bálviðri af hafi, og slotaði því ágosi með krapa, sem endaði í frosti.“ Menn kannast ef til vill við tóninn. Arnaldur bóndi á Stóra- Ósi á mikil hey úti, og umir hann því ekki vel. Hann er slíku o- vanur. „Hann er svefnstyggur þetfa haust, gamli maðurinn.“ — Morgun einn rís hann snemma úr rekkju og gengur á reka. Hann finnur bút einri alimikinn, en læt- ur hann liggja. Arnaldur íhefir búið sig illa hedman, og er það merkilegt — um jafn gamlan mann! Honum fcólnar, og skundar Siann heim í eldhús til konu sinn- ar. Sú er nú éfcki alVeg verk- laus. Hún strokkar með annari hendi, en bakar flatbrauð méð hinni. — Góðan daginn búkona! segir Arnaldnr. Álíka eðliegt og þessi setming er margt af því, :sem fram úr þeim kemur h]ón- unum. Nú, þrátt fyrir það, þótt konan sé við tvö verk í einu, fer Arn- aldnr, þessi fulltrúi hinnar gömlu og góðu kynslóðar, að ónotast við hana. Og ekki batnar skap hans, er hann fréttir, að sonur hans hefir farið inn að Litla-ósi með kaupakonunni. Eru þau heitbundin, hún og sonuriim, en ekki getux Arnaldur gamli kall- að slíka „hálfvita“ elskendur. Hann hefir enga trú á því, að slík ,',kaupstaðarkind“ elski sveita- mann. Hundur geltir, og Arnaldur gamli kemst að þeirri niðurstö'ðu, og að því er virðist skáldið með honum, að hundar séu skygnir og sjái fleira en ung- lingarnir sjá. „Jú, það 'er svo jkomið í okkar landi, að hundarnir eru vitrari en mennirn,i'r,“ segir hann. En nú koma hjónaefnip. inn. „Kaupstaðakindin" hieitir Hlað- gerður. Hefði nú Guðm. viljaið vera sjálfum sér samkvæmur, hefði hún átt að heita Dorothea^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.