Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 2
2 YÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 'tfjebnsÓMi á, JCxmAá(fól<jGLScJþ*&. Eftir —quis. Safnið skoðað, og slðan talar dr. Guð- mundur Finnbogason, landsbóka- vörður, um vöxt og bókaöflun Lands- bókasafnsins. í síðasta sunnudagsblaöi sagði dr. Einar ÓI. Sveinsson okkur frá útlánastarfserai Landsbókasafnsins og dvöldum við þá raeð honum í útlánssaln- Um. En í dag mun hann ganga með okkur um» safnið og seg'ja okkur lauslega frá liverri ein- stakri deild þess. Við beygjum til hægri út úr útlánssalnum og erum þá strax komin inn í einskonar frum- skógarökkur af bókahillum og er Jiver þeirra góð seiling okk- ar á hæð. Það fyrsta sem fyrir okkur verður eru tvær hyllur með nálægt 1800 bókum um skáklist. Bækur þessar eru skráðar á allar mögulega ann- arlegar tungur, en þrátt fyrir allt eru þær mikið notaðar — taflmennirnir skilja öll mál, ef það bara er um tafl! — Nú komum við í þá deild safnsins, sem hefir að gevma bpekur um fagrar Iistir, en þegar við lít- um sem snöggvast yfir bóka- kilina þá dettur okkur bara ekki í hug að Irúa því. Bækurn- ar eru óásjálegar, þeim er troð- ið saman, eins og lil að fela hverja aðra. En eins og það er vist, að enginn maður verður dæmdur eftir háralit, eins er víst, að engin bók verður dæmd eftir því, í hvernig bandi hún er. Eg tók eina bókina fram og sló upp. Sjálfsagt má segja, að eg hafi verið heppinn, en það var líka sérlega fögur bók —- dásamlegar myndir af dásam- leguni húsgögnum, fögrum hús- um og húsagörðum og yfirleitt öllu því er eitt heimili má prýða. Er þetta ekki svona með svo margar bækur? Til að sjá eru þær ógn hversdagslegar, en þegar maður opnar þær er eins og ljúkist upp nýr heimur af fegurð og þekkingu! Lengra inn í salnum eru lir- vals verk úrvals sltálda. — Við snúum við og göngum upp á næstu hæð. Seiðmagn hinna margbrotnu stórskálda, sem er líkast því að geisli út af hverri bók, getur ekki freistað okkar til að tefja lengur, að þessu sinni. Dr. Guðmundur Finnbogason. Ilér eru þrjú herbergi hlaðin bókum og taka þau þvert yfir liúsið. t miðherberginu eru sögur einstakra stórmenna, stétía og þjóða. Þar hvila þeir lilið við hlið náttúrufræðing- urinn Darwin og ópíum- ætan De Quineey, en við fætur þeirra sefur Danmarks Præstehistorie svefni hinna réttlátu. í líerberginu norðan við eru geymd handrit safsins, en þau eru um 8 þús. talsins. Um þetta handritasafn mætti segja, að það er hið íslenskasta af öllu islensku á Landsbókasafninu. Mörg handritanna eru fánýt, önnur mikilsverð, en jafnvel hin fánýtustu bera vitni um ást þjóðarinnar á allskyns mentum, og sú ást slokknaði aldrei hve þung kjör sem þjóðin átti ann- ars við að stríða. — Flest eru handritin bundin eða vafin i skinn, en önnur í grófan pappír, og á hvert þeirra er Jímdur miði með áletruðu nafni og tölusetningu. Á vesturveggn- um rekum við augun í volduga járnliurð og spyrjum livað sé þar fyrir innan. Okkur er sagt, að hér séu geymdir einstöku <lýrir og fáséðir gripir, eins og t. d. frumhandrit Hallgríms Pét- urssonar af Passíusálmunum og nýjatestamentis þýðing Odds lögmanns Gottskálkssonar, sem er fyrsta prentuð bók á íslensku (prentuð 1540). 1 herberginu sunnan við æfi- sögusafnið (andstætt handrita- safninu) er nýrri saga, og ber |>ar vitnalega mest á sögu Norð- urálfuþjóða á siðari öldum. Yestur af þessu herbergi er hið svonefnda „sænska safn“, en ])að er eign Alþingis og gjöf frá sænsku þjóðinni á Alþing- ishátíðinni 1930. Bækur sænska safnsins er hægt að fá lánaðar á lestrarstofu Landsbókasafns- ins en ekki heim, nema með sérstöku leyfi forseta Alþingis. Nú yfirgefum við þessa hæð og göngum niður í útlánssal- inn aftur — og þaðan niður á liæðina, sem er jöfn við forstof- una. í syðsta herberginu á þeirri hæð er bókbandsvinnustofa Landsbókasafnsins, og verður hennar nánar getið síðar. í mið- lierberginu er: málfræði, nátt- úrufræði og uppeldisfræði, en í því nyrsta ýms verkleg og hag- nýt fræði, þó sérstaklega lækn- isfræði og nokkuð um búfræði. N'ið göngum enn neðar, og er- um þá í kjallara safnhússins, er mun liggja lítið eitt neðar en Hverfisgata. I nyrsla her- berginu, því er næst snýr sjó, er geymd hin víðfeðma fræði- grein heimspekin. — Þær líta nógu friðsamlega út, þessar bækur — eða finst yður það ekki? sagði Einar. — En þó er Iiér hver höndin upp á móti annari. Getið þér hugs- að yður „coctail“ af Plato og Freud, Nietzsche og Sören Kirkegaard — og ef við förum inn í næsta herbergi getum við bætt við Augustin og Marx. Síð- an förum við að hitta þá Marx og kunningja hans en á leið okkar verður ein heljarmikil Patrologia (það er saga hinna heilögu kirkjufeðrfa). — Yerlc þetta er í 330 bindum og kvaðst fylgdarmaður ekki vita til þess, að nokur íslendingur, annar en liann og Guðbrandur, þ. e. a. s. Guðbrrandur í útvarpinu, hafi nokkurn tíma litið í þær. A kjallarabotninum, í ná- grenni Patrologiunnar tók Ein- ar stóra, svarta bók fram úr einni hillunni, fletli upp á titil- blaðinu og spurði bvort ég vissi hvaða bók þetta væri. Á titilblaðinu var ekkert nema strik og punktar og alla- vega krass. En einhvernveginn sýndist mér á bandinu, að kann- ske væri þetta biblían — og það var líka rétt til getið. Þetla var biblían á abessinsku! Nú leiðir Einar okkur aftur út úr öllum þessum myrk- viði af bókum og við skilj- um við hann fyrir framan dvrnar á einkaskrifstofu lands- bókavarðar, dr. Guðmundar Finnbogasonar, og þökkum honum fyrir allt, sem hann hef- ir sýnt okkur. Við drepum á dyr lijá lands- bókaverði og hann býður okk- ur að ganga inn. -— Hve margar bækur eru nú i eign Landsbókasafnsins? spyr eg dr. Guðmund -— en liann liefir gegnt landsbókavarðar- stöðunni siðan 1924. — Það Iætur nærri að vera 138 þús. bindi — og rúmlega 8 þúsund handritabindi. — Hve mikið hefir þá safnið vaxið undir yðar umsjá? — Það liefir vaxið um 25,5 þús. bindi. —- Og hvaða reglum fylgið þér við val nýrra bóka? — Eg hefi fylgt þessum fimm höfuðreglum: í fyrsta lagi að kaupa allt það, sem út kemur viðvíkjandi Islandi — eða allt það, sem maður verður var við. í öðru lagi að útvega liandbæk- ur í sem flestum gréinum vís- inda, svo allir, sem hingað koma, geti fengið eitthvað um þau efni, sem þeir hafa áhuga á. 1 þriðja lagi að útvega þeim mönnum, sem eru að vinna að einhverjum vísindalegum verk- efnum, þær bækur, sem þeir þurfa til að geta leist sín störf af hendi. í fjórða lagi að kaupa smátt og smátt þær bækur er- lendar, sem vekja sérstaka at- hygli og eftirspurn er um. Um leið hef eg reynt eftir megni, að bæta i skörðin á verkum lielstu höfunda í fögrum bók- mentum, á þeim málum, sem hér eru mest lesin — en þau eru: Norðurlandamálin, enska, þýska og franska. En á allra síðustu árum er töluvert farið að spyrja um ítalskar og spænskar bækur vegna vax- andi versluarsambands við- þessi lönd. Safnið hefir því kevpt nokkuð af nýrri bók- mentum þessara landa, og einn- ig nokkuð verið gefið. — En safninu eru töluvert gefnar bækur frá vísindafélögum, vís- indastofnunum, svo sem há- skólum, og einstöku mönnum, víðsvegar um heim — en stór- tækastar eru þær gjafir þó frá Norðurlöndum. — Samkvæmt samningi, sem gerður var í tíð Hannesar Hafstein, fáum við að velja úr þeim bókum, sem gefn- ar eru út af meðlimum Danska bóksalafélagsins, það helsta, er við höfum ágirnd á fyrir safn- ið og nemur það um 300 hindum á ári. Auk þcss liefir hinn kunni bókaútgefandi, Ejnar Munksgaard, gefið safn- Framh.á 7. síðu..

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.