Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Viðburðarík stund Eftir Ben flmes Will Framh. „Eg vil fá að koma inn“, sagði Viles hásum rómi og allur linari. Jeff var hugsi stundarkorn. Þvi næst ávarpaði liann Luciu Vilés og sagði: „Viljið þér leyfa lionum að 'koma inn?“ „Eg' geri ráð fyrir því“, sagði liún þreytulega. Jeff kinkaði kolli. „Jæja, maður sæll. Komið inn og fáið yður sæti.“ Viles var nú farinn að jafna sig eftir undrun þá, sem hafði komið yfir hann við liinar ó- væntu móttökur. Hann gekk á eftir Jeff inn í borðstofuna með kærulevsissvip og Jeff benti lionum að setjast á stól við borðið, gegnt Luciu, sem sat hinum megin við jiað. .Teff lok- aði dyrunum inn í setustofuna og gekk svo að eldhúsdyrunum og tiallaði sér upp að dvra- stafnum. Virti hann nú fyrir sér þau hjónin og beið þess, að annaðhvort þeirra tæki til máls. Viles liafði nú valið þann lcostinn að sýna eklci „járnhnef- ann“ og var hinn mjúkmálasti, er hann ávarpaði konu sína: „Þér líður vel, góða mín, er ekki svo?“ Hún kinkaði kolli í játunar skyni. „Þú erl frísk?“ ,,.Tá“, sagði hún liægt. „Það gengur ekkert að mér“. Viles liorfði á Jeff. „Því er miður“, sagði liaiin við hann, „að hún fær þung- lyndisköst annað veifið. Þegar svo ber undir —“ Hann liætti skvndilega og hnyklaði brýrnar og leit á Jeff, eins og til þess að gefa lionum í skyn, að óþarft væri að skýra þetta frekara. En Jeff var þvi vanur, að segja það, sem hon- nm bjó í brjósti. Og hann gerði það einnig nú. „Þér eigið við það, að hún fái geðveikisköst?“ spurði hann. Viles svaraði engu, en leit þó á Jeff með hálfgerðUm mót- mælasvip. „En ég hefi á engan liátt get- séð“, sagði Jeff, „að hún sé biluð andlega. Þar fyrir getið þér liaft rétt fyrir yður. Hún giftist yð- ur.“ Það var augljóst, að Jeff á- setti sér að gera Viles reiðan, og það varð Viles nú lika ljóst. En iams. hann sat á sér og beindi orðum sinum til konu sinnar. „Við böfum liaft miklar á- hyggjur út af hrottför þinni“, sagði hann eigi óvinsamlega. „Það þvkir mér Ieitt“, svar- aði hún. „Það er mér hugarléttir að vita, að þér hefir ekki liðið illa. Þetta ör á öðru gagnauganu -—•“ Lucia snerti það með fingur- gómunum sem snöggvast. „Það — er ekkert“, sagði liún. „Þú verður nú að hvílast sem best, þegar þú ert komin út í snekkjuna aftur“, sagði Viles. Og liann bætli við, en gat nú ekki dulið að liann hlakkaði til þess að geta leikið liana jafn grátt og oft fyrrum. „Það verð- ur mér mikið ánægjuefnij að annast um þig“. Hún var hugsi stundarkorn og mælti svo lágt og liægt: „Eg held ekki, að eg fari með þér aftur. Eg er alls ekki á því, að fara með þér.“ Viles reyndi að hlæja létti- lega. „Hvaða órar eru þetta, Lu- cia? Þar er heimili þitt. Þar er þinn rétti staður“. Aftur varð hún liugsi: Svo var eins og lnin tæki skyndilega ákvörðun: „Ef þú afturkallar kæruna gegn Frank skal ég fara heim með þér, Leander“. „Afturkalla hana“, sagði hann lágt og lét sem hann væri mjög undrandi. „Eg fæ ekki afborið það, ef hann verður dæmdur i fang- elsi“, sagði hún. „En, góða mín, maðurinn er þjófur. IJann hefir brugðist þvi trausti, sem eg sýndi honum“. „Eg get ekki gert að því. Mér stendur á sama. En eg vil ekki, að hann sitji í fangelsi.“ Viles leit sem snöggvast nið- ur, eins og liann væri að virða fyrir sér vaxdúkinn á borðinu, og leit því næsl upp og framan í .Teff og mælti: „Eg væri yður þakklátur, ef eg gæti fengið að tala við kon- una mína undir fjögur augu.“ .Teff leil stöðugt á hann nokk- ur andartök og sneri sér því næst að Luciu Viles, eins og það væri sjálfsagt að hann hæri þetta undir liana: „IJvað á eg að gera, frú?“ Hún bandaði hönd sinni þreytulega. „Hann er í sínum rétti að fara fram á það“, sagði liún. Jeff kinkaði kolli. „Eg kem aftur eftir fjórðung' stundar“, sagði bann. Viles brosti lævíslega. „Það er ágætt. Það mun duga.“ Jeff fór út í eldhúsið og það- an inn í viðarbyrgið. Þegar liann var farinn reis Viles á fætur og gekk til dyra og hlust- aði. Þóttist hann verða þess var að .Teff hefði gengið í hlöðu. Viles gekk nú að konu sinni og er liún sat áfram lireyfingar- laus þreif hann hörkulega undir liöku liennar. Nú þorði hann að beita járnkrumlunni. Hún kveinkaði sér dálítið vegna sársaukans en hljóðaði þó ekki. I svip lians var nú bæði gíott og sigurhrós. Hann þótt- isl nú hafa öll hennar ráð i hendi sér. „Þú liélst að þú mundir sleppa, Lucia?“ sagði liann. Hún svaraði engu. „Þú hélst, að eg mundi ekki finna þig?“ Enn svaraði hún engu. „Ilvar náðirðu i þennan svei ta-„herramann“ ?“ Hann reyndi að særa liana, en er hún enn svaraði engu óx reiði hans með hverju andar- taki. ITann slepti taki á þann liátt, seni vildi liann fleygja henni ll hliðar. Hann slcálmaði kringum borðið, tók vindil upp úr vasa sínum og kveikti í lionum. Þvi næst settist liann andspænis henni. Hann sal nokkura stund og revkti og virti hana stöðugt fyrir scr á meðan. Hvorugt mælti orð af vörum. Loks leit hún upp, djarflega, liorfði beint í augu hans. Ilann hló hæðnislega að hcnni, lét öskuna falla af vindl- inum ofan á vaxdúkinn og bandaði til hönd sinni: „Lucia mín“, sagði liann, „þú hefir ekki komið heiðarlega fram við mig. Þú og þessi rakki þinn. En nú ætla eg að hefna mín. Ef þú elskaðir liann liefð- irðu ekki átt að giftast mér. Eða, þar eð þú liafðir gifst mér, áttirðu að liætta að elska liann. IJefi eg ekki satt að ,mæla?“ „Eg' veit ekki, Leander“, sagði hún vonleysislega. „ITann háf'ði verið svo lengi fjarver- andi“. „Eg sendi hann á brott“, sagði Viles liörkulega. „Eg vildi hafa greiða braut — og fékk hana — og þig. Eg hélt, að eg hefði unnið algeran sigur. En eg fór villur vegar. Eg fékk þig —- hismið — ekki kjarnann. Það sá eg, þegar hann kom aftur að misseri liðnu“. „Þú ert ósanngjarn“, sagði hún. „Frank hefir aldrei — það var aldrei neitt — “ „Ilvað varðar mig um það?“ sagði hann reiðilega. „Heldurðu að eg viti það ekki? Heldurðu að eg hafi ekki látið gefa ykk- ur nánar gætur? En þú elskað- ir hann. Og' hann elskaði þig. Blindur maður hefði getað séð það, í livert skifti, sem þið vor- uð saman“. „Eg kom heiðarlega fram við ]úg“, ságði hún. „Eg hefi aldrei gert neitt, sem eg þarf að fyrir- verða mig fyrir.Og hann heldur ekki“. „Og hvers vegna? Það var af því, að þið þorðuð ekki ann- að“. Ilann leit fyrirlitningaraug- um á hana. Niðurl. „IJAFMEYJAN LITLA“. Leikrit hefir verið samið upp úr æfintýrinu heimsfræga, „Hafmeyjan 1 itla‘% eftir, H. C. Andersen, og var það sýnt á lvgl. leikhúsinu. Frú Ullá Poulsén, kgl. sólódansmær, lélc liafmeyj- una. Mvndin liér að ofan vár tekin á frumsýningunni.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.