Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 6

Vísir - 12.04.1936, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAD Hulduskipið. Æfintýri eftir Huldn. Framli. „Jú, — ekki segi eg það, að hann sé ekki hóti utar en í gær. Og þá er mér farið að |föfrlafst, e*f draumurinn minn í nótt liefir ekki verið fyrir sunnanátt og það hvassri, sagði Arnviður gamli við sjálfan sig og var fastmæltur. Björn litli, yngsti sonur Þór- is bónda, kom lilaupandi út úr bæjardyrunum. Hann stað- næmdist á járnhellunni, staklc höndum í buxnavasana og horfði á afa sinn. Svo lioppaði hann eins og kiðlingur til hans. „Heyrðu, afi,“ sagði hann ljúf- lega og tók í trevjulaf gamla mannsins. „Á livað ertu að horfa?“ „Á livað — nema ís- inn og ísaþokuna, svaraði Arn- viður hálfönugur; „livað ætli að sé annað að sjá en þau meinvætti! En nú er þeirra tími bráðum á enda. Eg er þá illa svikinn, ef það fer ekki bráðum að lilána.“ -— Það var eins og öldungurinn segði þetta fremur við sjálfan sig en drenginn. Svo staulaðist hann til balca heim að bænum og settist á gildan viðarkubb, er stóð upp á endann úti fyrir bæjardyrunum, greiddi skegg- ið með fingrunum og reri ofur hægt. „Segðu mér, Bjössi minn, sást þú nolckra hreyfingu á ísn- um? — eg er nú farinn að sjá svo illa.“ „Isnum? — nei, en eg skal hlaupa aftur fram á bæjarhól- inn og horfa vel eftir því“ svar- aði Björn litli og þaut tindil- fættur til baka austur á liól- inn og liorfði til hafs. — Sól- in vermdi liin mörgu þil Svörtuvholfabæjar; þau vissu í hásuður, og var sem hver rúða þeirra brosti við geislun- um. Norðan að bænum lá snjór, en hinir vel grónu vegg- ir virtust ekki vita af lionum, fremur en af byljum og brim- hljóði. Það var eins og þeir væru ómóttækilegir fyrir öllu. Jafnvel þegar miðnætursólin skein glaðast, voru þeir hinir sömu, þykkir og óumbreytan- legir. Þessi stóxá útskagabær setti óslitinn, jarðfaslan kamix torfs og stórra steina í norðan- áttina. Það var sem hann fyrir- liti alla og segði: Þið getið rétt reynt að bifa mér! Gamli maðurinn á viðar- kubbnum var hættur að róa. Hann horfði austur á bæjar- hólinn, ]xar sem Björn litli stóð og bar hönd fyrir augu. Alt í einu tók drengurinn á liólnum snögt viðbragð og' þaut lieim til bæjar. „Afi -—- afi!“ kallaði hann. „Já, já — livaða ósköp ganga á?“ „ísinn hreyfist, liann er að fara! Eg sá eins og lilið í gegnum hann. Ivomdu aftur og sjáðu.“ „O, eg sé nú svo illa,“ mælti Arnviður gamli, en stóð þó á fætur og staulaðist austur með þilinu og' fram á liólinn á ný. „Hvar er nú þetta hlið, sem þú sást?“ „Hérna, sjáðu til, — hérna rétt í miðjum ísnum.“ „Já, — það er ekki ólíkt því,“ svaraði Ai'nviður og liorfði uns renna tók úr augum hans. „Enda er nú mál til komið,“ bætti liann við og lagði af stað heim til bæjar með Björn litla við liönd sér. Daginn eftir var komin asa- hláka. ísinn var horfinn norð- ur í hafsauga. Bæjarhóllinn var auður og á gömlum hryggjar- lið úr hval sat öldungurinn Ai'nviður efst uppi á liólnum, en Björn litli stóð við hlið lians. „Ætlar þú eldci að fara að koma lieim, afi minn?“ spurði drengurinn. „Jú — ég kem nú bráðum“, svaraði afi hans, en Iiélt þó áfram að stara til liafs og bar hönd fyrir augu. „Á hvað ertu alt af að horfa, afi minn?“ „0, ég er nú svona að gæta út á sjóinn“. „ísinn er alveg horfinn, afi“. „Já, liann er því betur horf- inn og kemur ekki aflur þetta vorið, svo mikið veit ég“, svar- aði Arnviður gamli og reri hægl á livalshryggjarliðnum. „ég var nú að gæta að ofur- litlu öðru, Bjössi minn“. „Það er ekkert skip á sjón- um“, mælti drengurinn. „Ekki það — ekki það!“ svaraði afi ixans, brosti ibygginn og fylgdi með augunum einliverju úti á hafinu. „Komdu liérna undir liand- legg minn, stúfurinn. Vittu hvort þú sér þá ekkert á sjón- um“. Björn litli smeigði sér liðlega undir hönd afa síns, er liann hélt á lofli yfir höfði sveinsins. „Nei —- afi, livað er þetta?“ kallaði Björn litli upp og horfði augunum, kringlóttum af undrun úl á sjó. „Það er skip, eins og þú sérð“, svaraði gamli maðurinn, og hélt handleggnum beint út frá sér. „Hvaða —• livaða skip er þetta, afi, Ætlar það bara lxing- að?“ sþurði drengurinn og var mikið niðri fyrir. „Hingað og ekki hingað — það er hulduskip. Það er að koma til nágranna okkar hérna i liömrunum hinum meg- in við Dyravíkina. Eg er nú bú- inn að sjá það alla mina æfi siðan ég liófst á legg og það kemur æfinlega einni viku á undan Vogakaupstaðarskipinu. Það Jxregst aldrei“. „Ó, livað það er fallegt. En afi — sér enginn þetta skip nema þú?“ „Ójú —- allir þeir, senx eru skygnir. Það lield ég að hún Þoi-gerður gamla í Rekavík þurfi ekki að láta segja sér hvenær Vogaskipið kemur á vorin“. „En afi — liversvegna sé ég þá skipið þegar þú tekur mig undir liandlegginn. Hversvegna sé ég það bara þá?“ „Já, það er nú svona, barn mitt, og liefir altaf verið, að þegar skygn manneskja tekur einhvern undir liönd sér, þá sér sá liið sama sem hinn skygni. Það er að segja, ef hann liefir einhvern snefil af liæfileika til að sjá meira en aðrir. Það er eins og skygnigáfan leiðist ein- hvernveginn yfir á þann, sem fer undir hönd þess skygna. En ])að eru ekki nema sumir sem hægt er að gefa þannig með sér það sem maður sér. Þú ert nú einn af þeim sem hægt er að láta sjá með sér, Bjössi minn. Eg vissi það nú reyndar fyrir löngu, því einu sinni þegar eg gekk hérna úti á liólinn með þig á handleggnum til að skygnast um eftir hulduskipinu kallaðir þú og bentir og varst að reyna að l)abla eitthvað um stórt skip. Eg hafði sest með þig á linén hérna á hryggjalið- inn og þú liallaðir þér upp und- ir handlegg' minn. — Og þegar stóra enska skipið strandaði hérna um veturinn, þá sást þú svipi ensku mannanna, sem druknuðu ef þú sast fast við hliðina á mér á kvöldin. Þú hélst bara a'ð þettu væru lif- andi menn, eins og þeir sem björguðust og varst ekkert hræddur við þá — enda þurfti þess nú ekki. Vertu aldrei hræddur við dánarsvipi, Bjössi minn. Þeir gera engum mein, sem ekki á beinlínis sökótt við þá. Og Guði sé lof — eg liefi aldrei þurft að óttast dána menn.“ Gamli Svörtulivolfa-bóndinn stóð á fætur, sleptmlrengum og slrauk skeggið. „Það er nú rétt að segja komið inn að skerja- garðinum, eins og þú sást. Nú verður glatt á hjalla hjá liuldu- fólkinu í kveld. Og bráðuin geta Skagabúar farið í kaupstaðar- ferð sína, því lilákan lielst og eftir viku kemur vorsiglingin í Vogakaupstað.“ „Eg sé ekkert slcip nú“, mælti Bjössi litli og leit við um leið og þeir gengu vestur af hólnum. „Ó, ekki.“ svaraði afi hans og lirosti. „Máske að þú hafir gam- an af þvi að eg gangi með þér iiérna fram á Höfðabrúnina seinna í dag. Það er nú ekki að vita livað lengi eg á eftir að labba úti við með þér.“ „Æ, já góði afi sýndu mér jrfir um til huldufólksins. Eg skal vera stiltur og þegja alveg, svo það reiðist ekki við okkur.“ „Já — stillur og stiltur. Það er rétt, Björn litli. Einhvern- tíma verður ]hi húsbóndi hér eða annarsstðar — ef þú lifir — sjáðu þá til þess að enginn á bæ þínum styggi huldufólkið, sem býr alstaðar í klettum og hólum. Svo vegnar mönnunum best að þeir lifi 1 friði við alt, sýnilegt og ósýnilegt.“ Þegar sól var í miðaftans- stað þennan saina dag gengu þeir Arnviður gamli og Björn sonarsonur hans út á Höfða- brún. Túnið var orðið autt að mestu, en snjór norðan í Ijrekk- unni sem lá ofan að Dyravík. Sjálf víkin var eins og fegursta skuggsjá, blælygn, og sólgylt framan til, en slcuggi undir liömrum að vestanverðu og inst að norðanverðu. Endur- spegluðust hamrarnir og livolf- in ]iar fagurlega. Frainliald.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.