Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 2

Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 2
2 VfSIR SUNNUDAGSBLAÐ K a S h m í r — Paradís á jöröu l Til að komast til Kashmir, verður fyrst að fara margra sólarhringa ferð norður eftir Indlandi — landinu, sem mor- ar í lifandi fólki eins og mykju- skán i mýi! A sléttunum er hit- inn á daginn svo óbærilegur, að líkasf er, að liver ferfaðmur sé hitaður upp með glóandi kola- ofni. Og i borgum þessa lands eru næturnar svo uggvænar, að þar er engu treystandi — en þó lifa hér um 350 miljónir manna! Ilvert einasta manns- harn þessa lands stynur undir hita dagsins, sem ætlar að sprengja augun út úr höfðum manna, ef þeir líta á sindrandi stöðuvötnin, blikandi málm- virki og drifhvít musteri. Um þetta kvalaland hita og ofbirtu ferðast maður dag eftir dag, án þess að hitanum sloti eða þján- ingum af völdum hans linni. Og aldrei gæti eg vanist vist í helviti — það veit eg nú! Loks eftir langa ferð, strýk- ur okkur um vanga hrollkald- ur blær, sem er svo miklu kaldari en sjóðandi lognið, að okkur finst hann smjúga gegn um merg og bein. Á þessum slóðum fer að hóla á lauftrjám í stað hinna eilífu pálma og fram undan rís svartur, hár og tígulegur veggur milli himin- hvelfingarinnar og flatneskj- unnar óendanlegu. Það eru Himalayaf j öllin. í Evrópu nefnum við Hima- layafjöllin þurt og áherslulaust eins og hvert annað landfræði- legt staðarheiti — en þetta er heimur út af fvrir sig, fjalla- hringur út af fyrir vsig, með hásléttum, dölum og skógum út frá aðalf j allgarðinmn — og þessi „bláfjallageimur‘‘ er þrjú þúsund kilómetra langur. Ef Himalayafjöllin væru í Evrópu mundu þau ná frá Svartahafinu til Biscaj’íiflóans og flatarmál þeirra mundi hylja helmingi stæra land en er á milli Adria- hafsins og Eystrasalts. Það er orðtæki á Indlandi, að Himalayafjöllin dragi til sín alt regnvatn liimins, og auk þess athygli allra jarðarbúa! Úr uppsprettum fjallanna remiur vatn suður yfir Indland, og gerjr það land byggilegt og frjósamt. Vegna þessa hafa menn nefnt Himalayafjöllin há- sæti guðanna og þak jarðar. Þaðan kemur vatnið. Hér uppi á „þaki jarðar“ gef- ur að lila liina sundurleitustu þjóðflokka: Mongogla, Aria og Semita. Og hér er eins fjöl- skrúðugt gróður- og dýralíf pg í allri Evrópu. í 1500 metra liæð yfir sjávarmál suða cicatararn- ir, svo menn fá lokur fyrir eyr- un. Cicatarnir syngja ekki eins og flestir fuglar gera, heldur skrækja eða suða svo alt ætlar um koll að keyra. Hver klett- veggur, standberg' eða snös er eitt litahaf af hegonium og rhododendronum. í þrjú þúsund metra hæð yfir sjávarmál rekumst við hér á eikartré, umlukt spanskreyr og vafningsviði og í sex þúsund metra hæð eru í Himalayafjöll- unum grundir, grasivaxnar, og lágar með blikandi blómskrúði. I skógunum þar fyrir neðan hafast moslcusuxamir við, en upp við jökullínuna ganga hjarðir af ljónstyggu sauðfé. Það er gaman að veita því eftir- tekt, livað sauðféð og geiturn- ar á þessum stöðum er kvujnj)- ið, jafnvel þó það sjái aldrei til mánnaferða — en Tibet- megin í fjöllunum, þar sem Buddhatrúarmenn hafa bannað að gera nokkri skepnu mein, er samskonar fénaður gæfur og sauðspakur. Það er eins og skepnurnar viti hér af friðar- j-áðstöfun mannanna. Hér uppi í hálendinu liggja nokkur rílci, eins og Nepal, Bhutan,. Sikkim og Kashmis Sum þessara ríkja eru lolcuð fyrir erlendum ferðalöngum, t. d. Nepal, en Kaslimir lofar ár- lega örfáum ferðamönnum að fara urri ríkið, fyrir utan bresk- indversku eftirlitsmennina, sem liafa eftirlit með búrekstri og stj órnarfyrirkomulaígi land- stjói'ans. En þeir fáu ferðalang- ar, sem fá að fara frjálsir ferða sinna um Kashmir, telja það fegursta og heillavænlegasta land veraldarinnar. —- Einu sinni var því hkt við smaragð, alsettan sldnandi perlum, og þá þýddi smaragðurinn hinar frjó- sömu sveitir landsins, en perl- urnar voru hinir snæviþöktu, blikandi jökultindar hálendis- ins. Dalverpin eru ein óslitm breiða af skrautgörðum, mat- jurtagörðum og aldintrjáekr- um og sumstaðar ná þessir garðar alt að hundrað og fim- tíu kilómetra upp í liliðar fja.ll- anna — og það er víst að á víðu jarðríki fyrirfinst ekki planta eða ávöxtur, sem ekki á sinn fulltrúa i þessum görðum! — Hvergi i heiminum á móðir jörð slíka auðlegð af gróðri og töfrandi fegurð, og um vor i þessum dölum, sérstak- lega í dölunum við Pir Panjal. Jökulárnar velta fram með þungum straumi, eða líða lygn- ar og spegilsléttar milli sef- grænna bakka, og eins langt og augað eygir teygja sig ris- og mæisekrur út í hið hulda og o- sýnilega. En upp úr akrabreið- unili rísa tígullegár borgir, eins og Srinagar, Badrinath og Hari Porbath. Ihúðarferjunum þok- ar hægt og liægt upp eða niður eftir ánum. Hér er vatnið í án- um stundum eins tært og lind- arvatn og endurspeglar í vatns- fletinum hvert strá og hvert blóm, eða heila horg, á bökk- um ánna, en sumstaðar er lót- usblómagróðurinn í vatninu svo þéttur, að þar ler )ekkert rúm fyrir endurspeglun, hvorki af einu né öðru! Og liéðan sjá- um við skriðjöklana hruna nið- ur hlíðarnar og einstöku sinn- um sópa þeir með sér heilum þorpum, sem standa við fjalls- ræturnar. Það er hrykalcg sjón, en þó fögur og tígulleg i þessu rósaþaði náttúrunnar! Á grýttu, þröngu götustígun- um í hlíðum fjallanna eru Hindúar á ferð. Þeir eru að fara til hænagerða í musterinu og tilbiðja þar hinn alvitra, al- góða og almáttuga Yishnú. Þarna mæta þeir kaupmanni frá Tibet, sem rekur á undan sér geitur sínar, en yfir hrygg- inn á hverri geit eru hundnir leðurhelgir fyltir með salti og hóraki. í annari hendi heldur lcaupmaðurinn á lirossabrest, sem er „bænaklukka“ hans, því í hvert sinn og hann liefir liringlað hrossahrestinum hefir hann beðist fyrir. I nyrstu sveitum Kashmir, er ganga inn í Tibet, gefur stund- um að líta skrúðgöngur trúaðs fólks, og fyrir þvi ganga Buddhaprestarnir í kynlegum klæðurn og eru sumir búnir eins og púkar og forynjur. Hér í suðurríkj unum sér maður aldrei neitt þvi likt. En sé hepn- in með manni getur verið, að okkur megi auðnast að sjá - landstjórann einu sinni á ári, en það er á vorin, þegar hann er að flytja í sumarhústaðinn sinn! Þá er hann klæddur i sín skrautlegustu Idæði og tilsýnd- ar líkastur því, að hann hefðí skorið bút úr regnboganum og vafið honum um sig! * * * Það er engin nýlunda i sög- unni þó nokkur styr standi um ríki, sem liggja mitt á millí tveggja eða fleiri stórvelda —- og það liefir Kashmir fengið að reyna, sakir legu sinnar miðja vegu milli Japan og Kína. Kash- mir liefir heldur ekki farið var- lilúta af vandkvæðum þeim, sem jafnan hvílir á landa- mærarilcjum, þvi mikill urgur var þar um yfirráð, uns Eng- lendingar tóku landið i sin- ar hendur 1857. Þeir settu þá mann, að nafni Gulab Singh, yfir Kaslimir sem fylkiskonung eða landsstjóra. Singh var af lágum ættum, en Englendinga- vinur mikul, af þvi hann ótt- aðist þá mjög. Og svo þegar ógnareldur haturs og innan- landsstyrjalda geisaði um þvert og endilangt Indland 1857 gerðu Englendingar Singli að Iandshöfðingja, og enn i dag teljast ættingjar hans stjórna Kashmir, þó raunverulega ráði þeir engu. Ilonum et heimilt að hafa 20—30 þúsund manna her, eins og flestir ind- verskir fylkiskonungar mega hafa, en hann má ekki neita herafla síns í einu né neiini, nema með samþykld Englend- inga sjálfra. Og honum er auð- vitað heklur ekki heimilt að semja um nein utanríkismál nema með sérstöku leyfi enslri1 stórnarinnar, og heima fyrif verður hann að ráða ráðum sín- um í félagi við enskan ráðunaut sinn. * * * Landstjórinn verður að greiða Bretaveldi árlega „land- skukl“ og þó hún sé hlægileg3 lítil að vöxtum til, þá er gengið fast eftir lienni. Leigan eðí landskuldin var fyrir nokk' ururn árum siðan einn hest' ur, sex geitur, sex sauðir og se* Kashmirsjöl. Þetta lítur eldci út fýrir að vera ýkja h3 leiga af slíku Gósenlandi °- Kashmir, endá er þetta a®' Frh. á 6. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.