Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 3

Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Fornar ástir. Eftip Topa Randal. Þau voru bæði fædd í Upp- sölum, háskólabænum fræga, og voru bæði betri borgara börn. Þau sáust i fyrsta sinn á dansæfingu hjá frú Pirelli, þeg- ar þau voru smákrakkar. Frú Pirelb, sem einu sinni hafði verið dansmær við konunglega dansleikliúsið i Stokkhólmi var ákaflega góð kona, en nú kendi hún bara börnum „sporið“ eftir brjmjandanum í tónverk- um Mosartz. Betty litla, sem hér skal frá skýrt, dansaði langoft- ast við Axel, og honum fanst liann skilja vel hlutverk sitt og lagði sig allan fram til að geðj- ast Betty sinni í dansinum. Þau urðu bæði fullorðin og Axel tók stúdentspróf, en hún nam liljómlist að barnaskóla- náminu loknu. Og þegar hann tók heimspekisprófið, eftir fyrsta árið i háskólanum, dó borgarstjórinn, faðir Betty litlu. Hann, sem einu sinni hafði verið borgarstjóri i Uppsölum, var við dauða sinn, ekki betur efnum búinn en það, að hann átti ekkert nema réttinn á eftir- launum fyrir konuna sina — það var alt og sumt. Þetta þýddi auðvitað það, að nú yrðu þær mæðgur að breyta um lifnaðar- háttu og heyja þindarlausa lifs- baráttu eins og alt efnalaust 'fólk verður altaf að gera. Frú Körner tók sér ferð á hendur til höfuðborgarinnar og reyndi, og hepnaðist það líka, að koma svo málum sínum við hið kon- unglega úrskurðarvald, áð dótt- ir hennar yrði veittur ríflegur námsstyrkur, svo henni mætti auðnast að ljúka við Mjómlist- arnám sitt. Það var nú afráðið að Betty litla borgarstjóx-adóttir slcyldi fara til Dresden og fullnuma sig þar við hljómlistaháskól- ann. En áður en hún lagði Iand undir fót hélt hún hljómleilca heima í fæðingarstað sínurn og mætti þar styrktarmaður henn- ar frá liirðinni og fleira stór- menni. Illjómleikamir tókust vonum fremur og var Betty litlu, borgarstjóra, óspart klappað lof í lófa. En þegar hún var i þann veginn að fara heim til sín, að hljómleikunum lokn- um, kom Axel' von Staal til hennar og óskaði henni til hamingju með kvöldið. „Nú skiljast vist leiðir okk- ar, Betty mín,“ sagði liann lijartanlega og hélt um granna og veiklulega liönd hennar. Nú ferð þú til Dresden og eg hefi ákveðið að gefa mig við stjórn- málum, og er því ekki óliklegt að eg eigi fyrir að fara nokkuö viða. Vonandi eigum við eftir að liittast einliverntíma seinna á lífsleiðinni — og þá er það undir þér komið livort við skilj- um eftir það. „Góði Axel minn“, sagði hún og brosti til hans stórum, tár- votum augunum. „Þú munt á- valt vera eini maðurinn og eini vinurinn, sem eg gegt hugsað mér að eiga. En við skulum bíða og sjá hvort þú átt ekki eftir að gleyma leiksystir þinni litlu og bernskuvinu, við að fara víða og kynnast heimin- um. Ef þú þrátt fyrir alt skiftir ekki um skoðun, þá mun síst standa á mér að fylgja þér eftir það, hvert sem vera skal.“ Axel laut fram, lcysti liönd vinkonu sinnar og hvíslaði: „Þakka þér fyrir, Betty mín, og liði þér vel. Og svo sjáumst við seinna!“ —--------- Árin liðu og Axel von Staal fór land úr landi í erindum þjóðar sinnar. Á meðan vann Betty Körner sig áfram með elju og ástundarsemi, uns hún stóð framarlega meðal hinlia fremstu tónlistasnillinga. Við og við heimsótti hún móður sína til Uppsala og dvaldi heima nokkra daga, en þá hélt hún altaf liljómleika til ágóða fyrir prkumla fólk og gamalmenni, þar í borginni. En eftir að móðir hennar dó hætti Betty að koma til æskustöðv- anna, því nú var liún á stöðugu ferðalagi unx lieiminn til að leika listir sinar fyrir stórþjóð- irnar. Stundum kom það fyrir, að |xau hittust út i heimi, Betty og Axel, og jafnan var hann sjálf- hoðinn gestur á alla hljómleika liennar, hvar i heiminum, sem fundum þeirra bar saman. Að hljómleikunum loknum hittust þau svo á bak við tjöldin. En aldrei mintist hann á það, sem lionum lá þyngst á hjarta, því hann óttaðist, að hún hefði lagt alt í sölurnar fyrir listina, og liann var of stoltur til þess að ympra á gömlu loforði! Betty leit aftur svo á málið, að Axel liefði skift um skoðun, hvað þessi mál snerti, eftir að liann var kominn i svo ábyrgð- armikla stöðu. Þess vegna sátu þau hljóð, ræddu urn málshætti, réttu livort öðru höndina og skildu. Á listamanns-leiðangri sínum land úr landi og álfu úr álfu, lentiBetty cinu sinni til Egypta- lands og átti að lialda tvo hljómleika í Kairo. En þegar til Iíairo kom lienti hana það ó- liapp, að handtösku hennar var stolið með vegabréfi liennar, samningabréfi og nauðlsynleg- um ferðapeningum. Af þessu leiddi, að henni tókst ekki að gera grein fyrir sér og var því litið á liana sem venjulegt æf- intýrakvendi og farið með hana eftir þvi. í þessum lúalegu vandræð- um og misskilningi greip hana svo mikil geðshræring, að hún var flutt á spítala til að sefast þar. Eftir tveggja daga legu var lxún aftur komin til sjálfs sin, en aftur "kváldi liana óvissan um það, hvernig alt mundi fara. Með - aðstoð hjúlcrunarkonu einnar heppnaðist henni þó að koma boðum til sænsku sendi- sveitarinnar í Kairo, og þegar Betty vaknaði morguninn eftir tilkynti lijúkrunarkonan, að úti biði maður, sem langaði til að ná tali af henni. Ungur maður i hvítum fötum kom i dyrnar op Betty sá, að það var enginn annar en æskuvinur hennar, Axel. „Elsku, litla Betty mín“, sagði hann brosandi og greip um báðar hendur hennar. — „Ósköp var leiðinlegt fyrir þig að falla í ræningja liendur!“ „Axel, Axel“, kjökraði hún. Frh. á 7. siðu. Flóðbrúin' sem Danir eru að láta reisa milli Yordinborg og Masnedeyjar á Suður-Sjá landi. Þetta er mesta mannvirki, sem Danir láta gera á þessu ári.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.