Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 7

Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Olíukongurinn Sir Henry Deterding kvsenist i fjóröa sinn. Hollenski olíukóngurinn Sir Henry Deterding, forstöðumaS- ur Shell-liringsins, hefir sið- ustu vikurnar vakið á sér eftir- tekt fyrir það, að liann gekk að eiga eina af skrifstofustúlkum sínum, er um leið erfir liann að 25 miljónum sterling'spundum. Stúlka þessi, er varð fyrir vali oliukóng'sins, lieitir Charlotte Knaack, er hún þýsk að þjóð- erni og aðeins 24 ára gömul. Fyrir 2 mánuðum var liún blá- snauð skrifstofustúlka, en nú er hún gift einum ríkasta manni í Evrópu — og þó Sir Henry sé kominn á efri aldur, er mælt að hann veiti 140 versl- unarfélögum forystu og saman- lagt veltufé þeirra sé um hálf biljón stcrlingspund á ári. Síðasta kona Sir Henry hét Pawlowna Kuderajoff og bjuggu þau saman i 16 ár, en eru nú skilin fyrir rúmu einu ári, og á frúin nú í málaferlum við mann sinn og vill kría út úr honum % miljón sterlings- pund svo henni geti liðið sæmi- lega í ellinni! Þau hjón eign- uðust tvær dætur. Þegar Sir Henry hóf olíu- verslun sína laust fyrir alda- mótin hafði liann aðeins lítið fé til umráða. 1 þrjú ár hafði hann þá veitt forystu félaginu Royal Dutch Oil Co., er þá var harla óverulegt félag — en síð- an Sir Henry gerði fyrstu til- raunir sínar tii þess að ná 'und- ir sig heimsverslun á oliufram- leiÖsIunni iiefir honum gengið alt að óskum. Og þó hann sé nú sjötugur að árum er enginn hilbugur á starfsþreki hans og áhuga — og enn dreymir liann stóra drauma um að Shell eigi eflir að sigra lieiminn! Hann er að eðlisfari maður afskiftalitill um lystisemdir og skemtanalif og lætur aldrei sjá sig í veisl- um eða öðrum. mannfagnaðar- mótum, og sjálfur kvað hann aldrei halda boðsveislur á heim- ili sínu. I Park Lane í London á olíu- kóngurinn veglegt hús, sumar- bústað við Ascot og bújörð eina í Sviss. En þrátt fyrir auð sinn kvað hann vera maður spar- neytinn og lifa reglusömu lífi. Þegar liann kemur á fætur á morgnana fær liann sér æfin- lega kalt hað og hefir látið smíða sér í því skyni baðker af alveg sérstakri gerð, og á hann einhverntíma að hafa sagt að það, sem honum liefði orðið ágegnt í lífinu, eigi hann fyrst og fremst að þakka baðkerinu sínu og kalda vatninu. Þetta er í fjórða sinnið sem Sir Henry kvænist og á hann tvo syni frá fyrsta og öðru hjónabandi sínu, en hvorugur þeirra hefir viljað gefa sig við verslunarstörfum til þess að halda við ríkinu eftir föður sinn. Sá eldri hneigðist að jarð- rækt og búskap og er nú að- sópsmikill óðalsbóndi í Nords- lure á Englandi — en yngri bróðirinn er altaf að ferðast og skemta sér. Og þar sem synir hans brugðust honum tií að stjórna rikinu eftir dag, hefir hann tekið að sér ungan Ilollending, .T. B. A. Ivessler að nafni, sem liann hygst að gera að eftirmanni sínum. En Sir Henry segist fvrst um sinn geta haft yfirum- sjón með öllu sínu •— því liann skuli verða jafngamall kcppi- naut sínum, Rockefeller, er í vetur varð 97 ára! FORNAR ÁSTIR. Frh. af 3. síðu. „Skelfing leggur forsjónin ein- kennilega vegi! Að þú skyldir nú verða til þess að hjálpa mér út úr þessum ógöngum.“ „Elsku Betty. I mörg ár liefi eg heðið eftir tældfæri til að geta komið þér að liði, ef þú þyrftir með.“ „Er það virkilega?“ spurði hún og brosli innilega. „Eg hef altaf lialdið, að þú værir fyrir löngu búinn að gleyma gömlu vinkonunni þinni.“ Hann hristi höfuðið. „Ó-nei, góða mín. Eg er forn i lund og lífsslcoðun, en eg er tryggur, þar sem eg tek því, og eg veit, að þú ert það líka, Betty min.“ „Já, svo forn i lund, að nú finst mér fyrst að eg sé komin á rétta hillu i lífinu, þegar eg er nú loks komin til þín“. Hún liorfði brosandi í augu æsku- vinar síns og fól svo andlitið undir vanga lians. Þegar búið var að grei'ða úr málurn Betty, og hún var aftur orðin heil heilsu, livarf liún lieim til æskustöðva sinna, og hálfum mánuði eftir lagði Axel Nýlega opinberuðu trúlofun sína Alexandrina Louse, prin- sessa, dóttir Haraldar prins, og Luitpold zu Castell, greifi. A myndinni sjást þau ásamt foreldrum liennar, Haraldi prins og Ilelenu prinsessu. O Inga kysti ástvin sinn og strauk honum blíðlega um varigann. — — Þú ert órakaður í dag, vinur minn. Já, það er farið að vaxa aft- ur, en eg var nýrakaður þegar þú.sagðist mundir koma! 'k -í' 'þ — Jæja, Óli minn. Hvernig gengur þrófið? — Það geng'ur ágætlega, pabbi. Prófdómarinn okkur er víst ósköp guðhræddur og góð- ur maður. — Af hverju heldur það? — Al' því við hverja spurn- af stað heimleiðis. Þegar liann kom heim var vegleg veisla haldin i húsi fóreldra lians — það var hrúðkaupsveisla þeirra Betty horgarstjóradóttur, og Axels von Staal. i'ngu, se-m eg svaraði, barði liann í horðið og sagði: Guð almáttugur hjálpi okkur! * * * * — ó, eg kvelst svo voðalega — sagði frúin við læknirinn. —- Cetið þér ekki gcfið mér inn eitthvað kvalastillandi, þó það ilrepi mig pá. Það gerir þá lield eg minst til! — Takið þér þessu hara ró- lega — svaraði læknirinn. — Eg veit vel hvað við á! * * * Magnús og Pétur liöfðu háðir skilið við konur sínar og sátu nú saman að sumhli. — Sá, sem slær undan, þeg- ar liann liefir á röngu að standa, er vel (vitihorinn, sagði Magnús. —- En sá, sem slær undan, þegar hann hefir rétt fyrir sér? — — — hyrjaði Pétur. — Er kvæntur! greip Magnús fram í.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.