Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 4

Vísir - 27.09.1936, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Eíimid. Eftir Guy de Maupassant. Það var kvöld eitt í fyrra- sumar, molluheitt kvöld, og það var orðið hljótt í kringum uppboðshöllina* miklu.Enn var þó boðið upp, en það var eins og fólk hiði i það, sem það alng- aði til að eignast, í hálfurn hljóðum. í einu hominu á stórum sal, fyrir enda á löng- um gangi, á fyrstu hæð í upp- boðshölinni, var dálítil lirúga af messuklæðum og silkifatn- aði. Þar voru viðhafnarmiklar kórslæður og tígullegir liöklar, með ísaumuðum hlómfestum, er ófu sig um táknræna bók- stafi, er stóðu á silkigrunni. En hinn snælivíti hlær messuklæð- anna var orðinn að gulri slikju, og þess vegna var þeim fleygt í byng og boðið til sölu. Noklírir skransalar sátu og hiðu — það voru tveir eða þrír karlar, með skítug og úfin skegg, og innfallin kerling, ein af mörgum, er lifa á því að vera ráðunautar og hlífiskyldir ósæmilegra ásta og sýsla því jöfnum höndum með líkama manna og gamlar tuskur. „Bráðfallegur hökull frá dög- um Ludvigs XV., sem með hægu móti má breyta í fínasta markgreifakjól“, kallaði upp- hoðslialdarinn. Hökullinn var velmeðfarinn og upp með krossinum spunnu sig lilju- hlaðafestar og löng, ljósblá iris- hlóm teygðu sig upp að fótstalíi liinnar lieilögu imyndar og liorn og hrúnir voru lögð rósa- krönsum. Þegar eg liafði keypt hökul- inn fann eg að hann angaði af reykelsisilm, eða liann inni- héldi ilm frá liðnum dögum, fornum fundum, er minna ú brottsvifnar sálir angandi ilm- jurta. Eg tók hökulinn heim með mér og ætlaði að nota hann í fóður á stól, sem líka var frá dögum hins sama Ludvigs. En í þvi,að eg var að bera hökulinn við stólinn til að ganga úr skugga um hvert efnið mundi nóg, heyrðist mér skrjáa i pappíi' og eg fann til einhvers milli fingra minna, innan við hökulfóðrið. Eg svifti fóðrinu óðara lausu og hvert sendibréf- ið á fætur öðru féll á gólfið. Bréfin voru gul og blekið máð, *) Hotel des Ventes, í París. eða ryðlitað. Utan á þau var skrifað með smágerðri kven- rithönd: „Háæruverðugi herra ábóti d’Argencé.“ í fyrstu þremur bréfunum var bara rætt um stefnumóts- stundir — en liið fjórða var á þessa leið: * * * „Elsku vinur. Eg er veik og þori ekki að fara á fætur. Regn- ið hylur á gluggunum, en eg ligg niðurgrafin í sængumar minar hlýju, svo það fer ágæt- lega um mig. Eg hefi hér eina bók, og eg elska þá bók, af því mér finst liún vera skrifuð um isjálfa mig, i mínum anda. Á eg iað segja yður hvaða bólc þetta er? Nei. Þér munduð þá ávíta mig fyrir að tala svona. En þegar eg var búin að lesa bókina fór eg að liugsa, og eg ætla að segja yður hvað eg hugsaði um. Púðar og svæflar hafa verið settir undir herðar mínar, svo eg get setið uppi, og svo skrifa eg yður á lokinu á litla kistlin- um mínum, sem þér gáfuð mér einu sinni. Eg er nú búin að liggja þrjá daga í rúminu og í þessa þrjá daga befi eg eiginlega ekki liugsað um annað en rúmið mitt. Og svo deymir mig líka um það á nóttunni. Vinur minn. Rúmið okkar er lífið sjálft í allri sinni nekt! I rúminu fæðumst við, í rúruinu elskum við, og þar deyjum við að lokum. Ef eg væri eins ritfær og de Crébillon mundi eg skrifa smá- sögu um rúmið, og sú frásögn skyldi bæði verða hræðileg og viðbjóðsleg, en liún mundi líka verða heillandi og fögur. Þár þeklcið rúmið mitt, vin- ur. En þér getið aldrei gert yð- ur í hugarlund, hve margt nýtt eg liefi uppgötvað í sambandi við það, þessa þrjá síðustu daga, sem eg liefi legið, og hve mér þykir miklu vænna um það eftir en áður. Mér finst það vera lifandi, og mér finst eg sjái í því fjölda fóllcs. Eg þekki þetta fólk ekki, en mér finst, að hér hafi það látið eftir sig brot af sjálfu sér, brot af þeirra eigin sál. Eg skil ekki hvers vegna fóllc kaupir sér ný rúm — ný og endurminningalaus rúm. Rúm- ið mitt, eða rúmið okkar, gamla slitna og stóra rúmið okkar, hefir búið yfir margvíslegum kendum manna frá fæðingunni til andlátsins. Minnist þessa, vinur minn. Getið þér gert yð- ur grein fyrir öllum þeim mannslifum, er svifið hafa út á milli þessara fjögra rúm- stuðla, og alt það, sem liimin- inn, með fagurofnum klósiga- voðum, hefir séð gerast í þessu rúmi? Hann hefir áreiðanlega séð margt og misjafnt í þessi þrjú hundruð ár, sem hann liefir hvelfst yfir þetta rúm! * * * Sjáið þessa ungu konu. Hún liggur á bakinu og teygir úr sér. Við og við andvarpar hún, en svo svitnar hún af kvölum. Allir meðlimir fjölskyldunnar, sem komnir eru til vits og ára, umkringja hana, og loks brýtur sér braut út úr skauti hennar hrukkótt og samanhnipruð líf- vera, ýlfrandi eins og köttur. Þetta var barn að fæðast. Hin unga móðir varpar mæðinni i þjáningarkendum fögnuði — og þegar bún heyrir þessa fyrstu skræki, réttir hún grát- andi af gleði fram liendurnar, meðan viðstaddir vinir hennar standa með tárin í augunum og brosa, þvi þessi lifandi fyrir- ferð, er hér greindi sig frá lík- ama konunnar er framtíð ætt- arinnar. I þessari lífveru varð- veitist blóð þeirra, hjarta þeirra og sál, sem nú eru komnir að fótum fram og eiga fátt annað fyrir, en að draga sig í hlé og hverfa. íþ íþ Sjáið þér ástvini, sem nú livila hlið við hlið á helgustu stund þessa lífs. Líkamir þeirra skjálfa af lilhugsuninni umþað, hve þau séu nú 'nærri hvort öðru og liægt og hægt þokast munnar þeirra saman. Koss ástarinnar sameinar þau, koss- inn, sem lykur upp liallardyr- unum að hinu jarðneska himnaríki, kossinn, sem boðar æðslu sælu og kunngörir ljóst og leynt, að nú sé kominn sú hin mikla stund. Og það er eins og rúmið lifni undir þeim og það hvíslar og suðar og lyftist af fögnuði yfir því, að nú eru hin miklu undur hinnar miklu ástar að gerast. Er noklcuð í heiminum fullkomnara, eða dá- samlegra en þetta eina faðm- lkg, er sameinar tvær sálir og tvo hkami, er keppa að sama talcmarki, með sömu eftirvænt- inguna, og veitir báðum sam- tímis yfirnægð ósegjanlegrar sælu, er hvelfist yfir þau eins og náðarljós af himnum? Og svo skulum við minnast dauðans, vinur minn, og allra þeirra1, sem úr þessu rúmi hafa beðið til guðs í síðasta sinn — Þcá hér fellur hurð sú að stöf- um, er laukst upp, þegar lifið liófst! Hugsið þér yður dauða- angist, bænir, óp, þjáningar og alla þá takmarkalausu örvingl- un fólks við andlátið. Sjáið þér framréttar hendur, er hér ætla að höndla liið liorfna, krainpa- teygjur við hálfbrostin au^u og: skælda munna. Heyrið þér beð- iið um ást, sem er gleymd og grafin, um gæfu, sem aldrei var til. Alt þetta hefir rúmið mitt heyrt og séð endurtaka sig, mann fram af manni, í þessí þrjú hundruð ár, sem það hefir verið í þjónustu mannkynsins. Minnist þess, að rúmið er tákn lífsins — það hefi eg sann- færst um í þessa þrjá daga^ sem eg hefi legið veik. Rúmið er hið fullkomnasta i lífinu — eða veitir svefninn manni ekki bestar og ógleyman- legastar stundir? En í rúminu þjáumst við' lika — þar er heimkynni liins veika og þjáningarstaður þess, sem bíður dauðans. Rúmið, það er maðurinn! Ámislegt annað hefir mér dotlið i hug, en eg liefi ekki tíma til að segja yður frá þvi öllu, og auk þess hefi eg gleymt sumu. Og svo er eg svo þreytt — fram úr hófi þreytt — að: eg dreg púðana undan lierðun- um og hjúfra mig niður í sæng- urnar til að sofa uin stund. Ileimsækið mig svo á morg- un klukkan þrjú. Þá verð eg kannske hressari,. og vonandi getið þér fundið það líka. í guðs friði, vinur minn. Eg rétti yður liendur mínar, svo þér getið kyst þær — og varir mínar — þér megið kyssa þær hka.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.