Vísir - 08.11.1936, Page 4

Vísir - 08.11.1936, Page 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Einbúinn. Smasaga, eftir Axel lll Ol S teÍllSOll. F undum okkar bar aldrei saman, en við skrifuðuirist á um mörg ár og héldum því áfram, þar til nokkuru áður en mér barst fregnin um sviplegt fráfall hans. Það mun hafa verið fyrir tæplega hálfum öðrum áratug, sem mér barst bréf frá honum í fyrsta sinn. Bréfið var aðeins fáeinar linur, en hann sendi mér þá einnig langa ritgerð, liugleiðingar um lífið og tilver- una, og vildi koma þessu skrifi sínu á prent. Mér duldist ekki, að maðurinn var að ýmsu vel gefinn og atliugull, en ritgerðin haris var öll í molum. Það voru góðir kaflar i henni, en það var eins og hann gæti aldrei haldið þræðinum til lengdar. Og stundum varð alt tóm endi- leysa. Eins og liann hefði byrj- að að leika lag á strengjaliljóð- færi og gert það vel, en svo hrykki allir strengir, þegar minst varði. En lianA5 liélt áfram að skrifa mér, þótt eg kæmi aldrei neinu á prent eftir hann. Stundum mintist hann á kotið sitt í hraunjaðrinum. Hann átti heima vestur á landi og hafði, að þvi er mér skildist, litið um- leikis. Hann skrifaði mér um kotið sitt og sveitina sina, ör- nefni, fólkið á þessum slóðum þegar hann var að alast upp, og 'sagði sögur um það, en um heimilisfólk sitt eða nágranna ræddi hann ekki. En eg gat les- ið á milli línanna, að hann var einmana. Við höfðum vitanlega ekki svo náin kynni hvor af öðrum, að eg gæti spurt hann spjörunum úr. Það eina, sem eg gat fyrir hann gert, var að skrifast á við hann, rabba við hann, ef svo mætti segja, um það, sem hann var að segja mér frá. En svo vildi það til eitt sinn, að eg komst að því, af hreinni tilviljun, að kunningi minn einn, bóndi vestur á landi, þekti talsvert til hans, þótt eigi væri hann samsýslungur hans. Hann lýsti honum svo, að hann væri fróður um márgt, en hefði ald- rei notið sín, og lengi verið tal- inn „undarlegur“. Kotið hafði hann erft. Hann var hátt á fer- tugs aldri og hafði ekki kvong- ast. Fyrir nokkurum árum, sagðf þessi kunningi minn, hafði hann leigt jörðina ung- um bónda, nýkvonguðum. Hann var hjg honum og konu hans i einskonar liúsmensku. Og við þessa breytingu á hög- um lians varð hann allur ann- ar, glaðlyndari og bjartsýnni, en hann liafði áður alt af verið þunglyndur með köflum, og á stundum vart mönnuin sinn- andi. Fór hann þá stundum einförum um hraunið og flakk- aði um alla sveitina, eirðarlaus og vansæll. En það var ekki.Iangt liðið frá því er hann leigði jörðina, sagði þessi kunningi minn enn- fremur, er sá orðrómur komst á kreik, að hann hefði felt liug til konu bóndans, en það var henni þvert um geð. Og svo foru leikar, að bóndinn flutti á brott með konu sína og fór að hokra annarsslaðar. Og það var lítið meira, sem þessi kunningi rninn vissi um þetta. En það var um þetta leyti, sem nokkurt hlé varð á þvi, að eg fengi Iínu frá „einbúanum“, en mér skildist svo, að liann hefði dvalist einn í kotinu sínu, frá þvi er bóndinn og kona hans fluttust á brott. Og alllöngu síðar fékk eg bréf frá þessum einstæða kunn- ingja minum. Ilann vék ekki að þvi á neinn liátt, sem kunn- ingi minn hafði sagt, að öðru leyti en því, að það kom enn berara i Ijós en áður liversu einmana hann var. Hann talaði mest um skepnurnar sinar, þær væri góðir félagar og kynnin við þær bökuðu aldrei nein vonbrigði, en það var auð- fundið, að það var ekki nóg. Það var eittlivað sem vantaði. Hann ræddi |kki margt um þetta. Bréfið var langt að vísu, en það var aðallega um Gretti og útlegð hans á Vesturlandi. Enn komu nokkur bréf, um örnefni, tiðarfar, skepnur. Svo steinhætti liann að skrifa mér. Og að nokkurum tíma liðnum frétti eg, að liann væri látinn. Hann hafði fyrirfarið sér.------ Mér er sagt, að lcotið lians sé í eyði, þótt úr því mætti gera myndarjörð, en nýbýli liafa risið upp þarna í sveitinni, þar sem skilyrði eru verri til ræktunar. — —• — Eg hefi geymt bréfin lians. Andvökunótt eina las eg þau öll aftur. Og er eg hafði gert það fanst mér eg skilja alt bet- ur, hvers vegna líf hans var í molum og einstæðingísskapur- inn hafði loks þau áhrif á hann, að hann bugaðist alveg. Sjálfs- þrek lians var af skornum skamti. Hann var ekki af þeim málmi gerður , að einveran stælti hann. Og það varð eng- inn til þess að hressa við þær stoðir lífs hans, sem veikar voru. Kannske hefði rík samúð eða ást, en það er stundum lít- ill munur á þessu tvennu, get- að bjargað honum. En það varð engin manneskja á vegi hans, sem gat látið honum neitt slíkt í té. Og það varð hon- um ofraun um það er lauk. — Eg hefi komið á þær slóðir, þar sem einbúinn dvaldist alt sitt líf. Eg kom þar að sumar- lagi og sá 'bæinn hans að hruni Fyrstu sujóar E,g fagna’ yður, fyrstu snjóar, þú, fyrsta vetrarmjöllin. — Nú skarta hljóðir skógar. Nú skína blessuð fjöllin __ \ Gesturinn hæða hreini, þú helgar bygðir manna. Guðs eg visku greini í gliti kristalíanna. t Fögru, fyrstu snjóar, eg fagna komu yðar. * Muna mínum fróar ma,gn hins nýja siðar: Bleikur banagróður. Blærinn fer hinn svali eins og hetjuóður yfir fjöll og dali. Það er sem eilífð vaki, — englar hennar syngi og ísland undir taki .... Eg ann þér, hvíta kyngi! Grétar Fells. lcominn. Umhverfis hiann var völlurinn iðjagrænn og fagur, eins og von ungrar sálar, sem elskar lífið, en alt í kring grá- svart brunahraun, liart og ó- slétt undir fæti eins og þeir stigir, sem lifið býður olnboga- börnum sínum. OFVIÐRI VIÐ JÓTLANDSSTRENDUR. Fyrir skömmu geisaði ofviðri mikið á Norðursjó og víðar og olli m. a. miklu tjóni á vest- * urströnd Jótlands. Myndin hér að ofan sýnir bátahöfnina í Esbjerg eftir ofviðrið. Nokkr- ir tugir danskra fiskimanna létu lífið i ofviðri þessu.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.