Vísir - 19.02.1937, Blaðsíða 2

Vísir - 19.02.1937, Blaðsíða 2
VÍSIR llrslilaonslunir til Mritil birrjalar, atii MMi Verða flotar Rússa og Portúgals látnir gæta Spánarstranda ? EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Miklar orustur stóðu yfir í gær á Madrid-vígstöðvun- um og var sóknin af hálfu stjórnarsinna, sem sóttu tals- vert fram. Fullnaðarúrslit bardagai]ina eru enn ekki kunn. Miaja hershöfðingi, yfirhershöfðinginn á Madridvíg- stöðvunum, sagði í viðtali við blaðamenn , gær, að bar- dagar þeir, sem nú væri að byrja, væri úrslitaorust- urnar um Madrid, en einnig væri mikið undir þeim or- ustum komið, sem háður væri við Parales í Tajuna- dalnum. — Hermenn vorir munu færa oss sigurinn, sagði Miaja. Sérfræðingar þeir, sem slarfað hafa með hlutleysisnefndinni, komu saman á fund með utanríkisráðuneytinu í gærkveldi og lögðu til, að rússneska flotanum yrði falið að hafa strandgæslu- eftirlit við Biskaya-flóa, þar sem Franco ræður yfir strand- lengjunni, en portugalski flotinn meðfram ströndum, þar sem Caballero-stjórnin ræður yfir. (United Press.) Að því er United Press hefir fregnað, hefir náðst samkomu- lag um eftirlit með flutningum til Spánar um Portugal og er það á þá leið, að sextíu breskir fulltrúar verði starfandi í sex aðal- höfnúm Poriugal, til þess að rannsaka farm skipa og gefa skýrslur um farþegaflutning til Portugal, og yfirleitt hafa eft- irlit með því, að Porugalsmenn uppfylli skyldur sínar í sam- ræmi við samkomulagið í hlutleysisnefndinni. (United Press). London í morgun. Frá Salamanca kemur símfregn um það, að Alfons fyrv. Spánarkonungur hafi sent Franco hershöfðingja heillaóska- skeyti í tilefni af því, að her hans*hefir tekið Malaga. (FÚ.) , A Spánarkort (strykuðu svæðin eru liéruðin sem uppreistarmenn ráða yfir). Virkjun GoOatoss. Aætlanip Árna Fálssonap. í nýútkomnu hefti Tímarits Verkfræðingafélags íslands (4„ hefti 21. árg.) birtist ítarlegt yfirlit um virkjun Goðafoss, eftir' Arna Pálsson verkfræðing. Segir þar, að á síðastliðnu ári og í byrjun yfirstandandi árs hafi að tilhlutun ríkisstjórnarinnar og bæjarstjórnar Akureyrar verið gerðar áætlanir um virkjun fyrir Akureyrarbæ. Hliðstæðar áætlanir hafa verið gerðar um: virkjun Goðafoss og Barnafoss, er leiddu í ljós, að Goðafoss eir betur til virkjunar fallinn. Áætlanir eru einnig gerðar um virkjun Laxár hjá Grenjaðarstað, svo ganga megi úr skugga um, hvort Goðafoss sé betri til virkjunar eða Laxá. — Greinar- gerðin um virkjun Goðafoss er mjög ítarleg og verður hennar hér getið að nokkuru. Hliðstæð greinargerð um virkjun Laxár verður síðar birt í Tímariti V. F. í. VfSIR DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H.F. Ritstj.: Páll Steingrímsson. Skrifstofa 1 . . , ,. „ > Austurstræti 12. og afgr. | S í m a r : Afgreiðsla 3400 Ritstjórn 4578 Auglýsingastjóri 2834 Prentsmiðjan 4578 Verð 2 kr. á mánuði. Lausasala 10 aurar. Félagsprentsmiðjan. Kauphækkun Full ástæða virðist til að bú- ast við því, að sterkasta verka- mannafélag landsins, „Dags- brún“ muni ætla að beita sér bráðlega fyrir almennri kaup- hæklíun verkamanna. — Á sú krafa að byggjast á því, að lífsnauðsynjar hafi hækkað i verði svo mjög, að nú- verandi kaup sé með öllu óvið- unandi. Fúslega skal það viður- kent, að fátækir verkamenn, sem hér stunda stopula atvinnu, væri sist oflialdnir þótt þeir fengi hærra tímakaup en þeir hafa nú. Dagar þeirra eru sífeld barátta fyrir þvi að fá bætt úr brýnustu þörfunum. En það er ekki liækkun tímakaupsins, sem þessum mönnum er mest nauð- syn að fá, heldur stöðugri og vissari vinna. Enginn verka- maður fær hið minsta bætt úr þörfum sinum þótt tímakaupið yrði tifaldað með félagssam- þykt einni, ef engin er vinnan. Og enginn verkamaður lifir til lengdar á vinnu sem liann fær örsjaldan, liversu hátt sem kaupið er sett fyrir hverja kíukkustund er hann vinnur. Hann þarf stöðuga vinnu, sem getur. veitt honum eitthvert ör- yggi fyrir þvi að hafa það sem hann þarf til að bíta og brenna fyrir sig og sina. Þetta er það sem hver maður sækist eftir. Hann vill heldur liafa trygga vinnu með lágu tímakaupi en stopula ígripavinnu með háu kaupi fyrir þær fáu stundir, sem 'hann vinnur. Það er blekking sem verka- mannaforingjar i öllum lönd- um nota til þess að halda við lýðhylli sinni, að fá tímakaupið liækkað án þess um leið að sjá um vinnuna. Svo benda þeir á það sem árangur af glæsilegri barátlu fyrir réttindum verka- lýðsins. En kauptaxtinn er ekki sama og brauð. Að benda verka- mönnum á liinn háa kaup- gjaldstaxta, ón þess að vinna fylgi, er að gefa þeim steina f}'rir brauð. En foringjarnir segja: Það er okkar að gæta þess að kaupið sé nógu hátt, en vinnuna eigum við ekki að sjá um. Þetta mál hefir tvær hliðar eins og flest önnur. Þótt æski- legt sé og sjálfsagt að verka- fólkinu væri greitt sem best fyr- ir vinnu þess, eru takmörk fyrir því, hvaða kaupgjald atvinnveg- irnir geta borið. Ef þeir rísa ékki undir kaupgjaldinu verður árangurinn sá að framkvæmd- irnar stansa og vinnan minkar. Það er líkt og þegar skattarnir eru orðnir of þungir fyrir skatt- stofnana að bera, þá minkar af- raksturinn, en vex aftur ef létt er á þeim. Þess vegna eru hags- munir verkamannanna og fram- leiðslunnar svo niátengdir að þar verður ekki á milli skiiið. Víðtæk og lifvænleg framleiðsla er besta trygging verkamanns- ins fyrir sæmilegri afkomu. Það er fjöldi vinnudagaima en ekki fjárhæð timakaupsins scm lionum er mest virði. Hann þarf vinnu en enga blekking. En vinnan fylgir heilbrigðum at- vinnuvegum. Þelta sjá ekki sesíalistar, eða vilja ekki sjá. Atvinnuleysi er vatn á þeirra mylnu þvi að það gefur þeim gott tækifæri til þess að níða sína pólilísku and- stæðinga sem vinnu veita og í eldinum standa, fyrir að verka- mennirnir hafa ekkert- að starfa. Og þó liafa sósíalistar á ýmsan hátt með sköttum, of- sóknum og óviturlegum sljórn- arráðstöfunum, gert framleiðsl- unni örðugt. að starfa. Ætla mætti að bandamenn þeirra, Framsóknarmenn, liti lieilbrigð- ari augum á þetta mál i heild. Og það mun mega fullyrða, að þeir fallist aldrei á almenna kauphækkun, eins og högum framleiðslunnar er nú háttað, ef þeir væru spurðir ráða. ERLEND VÍÐSJÁ. Vígbúnaður Frakka. Manchester Guardian gerði ný- lega að umtalsefni hinn aukna víg- búnað þjóðanna, en vígbúnaðar- kapphlaupið er nú komið á það stig, að því er þetta kunna vikurit ætl- ar, að ekkert muni fá stöövaö það. Það er vikið að ræðu frakkneska ráðherrans Daladier, um aukinn vígbúnað Frakka, en í ræðu sinni tilkynti hann m. a., að Frakkar mundu lengja hinar ramlegu vig- girðingar — ný vigi yrði bygt alt frá landamærum Svisslands til sjáv- ar, bætt yrði við tveimur herfylkj- um, sem hefðu vélknúin farartæki, og árásarflugvélaflotinn yrði mjög aukinn. Um þetta segir Manchester Guardian, að Frakkar sé aðeins að gera það, sem allir aðrir geri. M. Daladier spurði, segir blaðið, hvort Frakkar gæti hætt á, að auka ekki vígbúnað sinn, þegar Þjóðverjar hefði fært herskyldutímann upp í 2 ár, þegar Rússar hefði friðar- tímaher, sem í væri 1.300.000 menn, mikinn flugher og f jölda skriðdreka, þegar Bretland væri að auka sinn vígbúnað á öllum sviðum, svo og Pólverjar, Tékkóslóvakar, Júgósla- var og Svisslendingar. Enginn þor- ir að hafast ekkert að um að auka vígbúnað, segir M. G. og minnir á það um leið, að fyrir tveimur ár- um hafi því verið haldið ‘fram, að réttur tími til þess að ræða afvopn- un væri, þegar öll stórveldin stæði jafnt að vígi vígbúnaðarlega séð. Nú sé greinilegt, að allar stórþjóð- ir álfunnar -— og margar hinar smærri líka — sé að vígbúast, án þess að nokkrar hömlur sé. lagðar á nokkra þeirra, og nú sé ekki einu sinni „hvíslað" um afvopnun, hvað þá talað hátt um hana, eins og fyr- ir noldirum árum. Sjálfstæðisfélag kvenna. Framhaldsstofnfundur Sjálf- stæðisfélags kvenna verður í Odd- fellowhúsinu niðri í kvöld kl. Sl/2. Allar konur, sem hafa innritað sig, eru beðnar að' mæta stundvíslega. fást hjá Lárusi. Jafnaðarmenn sigra í auka- kosningu í Bretlandi. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Frá Manchester er símað, að frámbjóðandi jafnaðar- manna hafi sigrað í aukakosn- ingunni, sem fram fór i Porton- kjördæmi, vegna andláts Jo- sephs Comptons. — Frambjóð- andi jafnaðarmanna, Wedg- wood Benn, fékk 17.849 alkv., en Spearman, frambjóðandi í- haldsmanna, 13.091. (United Press.) Ciano Greifi fær Fálka- orðena. Extrabladet í Kaup- mannahöfn birtirfregn um það að Ciano greifi, tengdasonur Mússólíni, hafi verið sæmdur „stórkrossi Fálkaorð- unnar“. „Extrabladet“ í Kaupmanna- höfn, sem íslenskir blaðales- endur munu við kannast flestir, vegná fregna þeirra, sem það við og við birtir frá íslandi skýrði frá því þ. 6. febrúar s. 1., að skömmu fyrir jól hefði ít- alski stjórnmálamaðurinn, Ci- ano greifi verið sæmdur „Stor- korset af Islands Falk“! Að þvi er Vísir hefir frétt,. mun fregn þessi eldci griþin úr. lausu lofti. Ciano greifi og fleiri ítalir munu hafa verið sæmdir Fálkaorðunni í desember s. 1. „Hægri höndu Stalins, Ordionikidze látinn. EINKASKEYTI TIL VÍSIS. London í morgun. Látinn er í Moskva Gre- gori Ordjonikidze, yfirmað- ur þungiðnaðarins, og oft kallaður „hægri hönd“ Stal- ins. (United Press.) Nýtt samgöngutæki. Maður að nafni Pétur Simonar- son í Vatnskoti í Þingvallasveit, h.efir smíSaS skíSasleSa, sem hann knýr áfram meS hreyfivél. Hefir hann útvegaö sér léttan hreyfil úr litilli ílugvél, og loftskrúfu, sem hann hefir komiS fyrir framan á sleSanum. Fór hann um dagion tilraunaferS um MosfellsheiSi, og reyndist farartæki þetta hiS1 besta. Átti hann létt meS aS knýja sleS- ann áfram meS 50 kílómetra hraSa á klukkustund. Einn farþegi var meS honum á sleSanum. — Því miSur tókst svo illa til, aS þá er hann var kominn niSur undir SvanastaSi, lenti hann í feni, sem snjóaS hafSi yfir, og laskaSist sleSi og skrúfa viS þaS. Fékk hann þó viS þetta gert fám dögum síS- ar, én þá var komin lausamjöll, sem tafSi frekari tilraunir, því aS skíSin reyndust of stutt til ^S halda sleSanum uppi í því færi. gegn staðgreiðslu, fáið þér hjá Lárusi* Áætlanirnar um virkjun Skjálfandafljóts eru bygðar á mælingum, sem framkvæmdar voru i sumar á austurbakka Skjálfandafljóts og eru um virkjun ó eystri hluta Goðafoss og nokkuru falli fyrir neðan fossinn, eins og lagt var til af Árna Pálssyni í greinargerð fyr- ir tillögum um virkjun Skjálf- andafljóts dags. 6. júní 1936. Áætlanir eru eins og áður mið- aðar við 2000 hestöfl, þ. e. tvær 1000 hestafla vélasamstæður, en vélasalur þegar í upphafi gerð ur fyrir þrjár vélasamstæður og nægilega rúmur fyrir 2000 hest- afla þriðju vélasamstæðu, er bætt verður við þegar þörf krefur. Áætlanirnar ná einnig yfir háspennulínu til Akureyrar og afspennistöð á Akureyri, en ekki um aukningu bæjarkerfis, því að gert er ráð fyrir, að hægt verði að framkvæma hinar nauðsynlegustu aukningar bæj- arkerfis fyrir tekjuafgang Raf- veitu Akureyrar meðan virkjun- in er framkvæmd, sem væntan- lega tekur 1—2 ár. Er í áætlun- unum miðað vjð það dagkaúp og það verð á byggingarefni sem nú er, en verð á rafvélum og búnaði öllum er miðað við þau sömu tilboð, sem lögð voru lil grundvallar kostnaðaráætl- unum i greinargerðinni frá 6. júní 1936. Er í grein Á. P. lýsing á til- högun virkjunar 1 aðalatriðum, ásamt kostnaðaráætlunum, en auk þess er kafli um rekslur Rafveitu Akureyrar undanfarin 11 ár, með greinargerð fyrir raforkuþörf Akureyrar, þar sem í aðalalriðum er stuðst við nokkrar athuganir, sem gerðar voru á Akúreyri i síðastl. októ- ber af Árna Pálssyni. Loks eru rekstursáætlánir fyrir 2000 hestafla stöð, gerðar af rafveitustjóra Akureyrar og að nokkru leyti af Á. P. Raforkuþörf Akureyrar. Rafveita Akureyrar tók til starfa haustið 1922, og liefir því starfað í full 14 ár, flest árin við ágæta fjárliagslega afkomu. Rafveitan réð í byrjun yfir 330 hesla vélaafli, en íbúatala Ak- ureyrar var þá um 2700 (véla- afl 76 watt á mann). Var með því séð fyrir orku til Ijósa og smáiðnaðar, og að nokkru leyti fvrir orku til suðu, aðallega á sumrum. Með vaxandi íbúatölu varð vélaafl of lítið til að full- nægja orkuþörfinni. Var bætt úr því að nokkuru 1930, en fimm árum síðar er íbúatalan orðin 4500 og vélar enn á ný með öllú ófullnægjandi til að bæta úr orkuþörf, svo að jafn- vel mánuðum saman er ekki hægt að láta í té fulla spennu, 220 Volt. Orkuframleiðslan hef- ir aukist jafnt og þétt úr 4.900.- 000 kwst. í 8.800.000 kwst' 1925—1935, en tekjur stöðvar- innar hafa aukist nærri því ár- lega úr 84.000 í 144.100 kr. á sama tímabili (óinnlieimt gjöld ekki talin með). Hins vegar hefir notkunartími mesta á- lags aukist úr 2600 klst. í 3200 klst. 1925—1935, við að stöðugt hefir aukist tala þeirra neyt- enda, sem hafa skuldbundið sig tii að nota ekki raforku um ljósatímann. 1927 bætist við slór neytandi, Kristneshæli, er notar mikla örku allan sólar- hringinn, en getur þó framleitt orku með dieselhreyfli, ef álag Glerárstöðvarinnar verður of mikið. I grein Á. P. er og tafla, sem sýnir árlegan resturskostnað stöðvarinnar. Segir þar m. a.: „Þegar leystar liafa verið af hendi árlegar vaxtagreiðslur og samningsbundnar afborganir, cr árlegur tekjuafgangur nú 40 —50.000 kr„ og fer vafal&ust mjög bráðlega fram úr 50.000 Frh. á 4. síðu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.