Vísir - 19.02.1937, Blaðsíða 4

Vísir - 19.02.1937, Blaðsíða 4
VISIR Tryggið yður meðan þér eruð hraustur og vinnnfær. Líftryggingarfélagið D A N M A R K Aðalumboð: Þórðup Sveinsson & Co. h.f. Sími 3701. ókeypistilnæstu mánaðamóta. Til auglýsenda. Auglýsendur eru vinsamlegast beðnir að skila aug- lýsingum til blaðsins ekki síðar en kl. 10.30 árdegis þann dag sem þær eiga að birtast. Auglýsingar sem koma eftir þann tíma verða að bíða næsta dags. eru mjög glæsilegir, svo sem vera ber. Var það alment álit manna, að betri og skemtilegri fundur hefði ■ekki verið haldinn’ hér í baéniun hin síðari árin. Heimsmeistaratignin í meðalvigt. 1 kveld (19. febr.) fer frani í New York hnefaleikakepni um lieimsmeistaratignina i meðal- vigt milli Freddie Steele, núv. heimsmeistara, og Babe Risko, fyrv. heimsmeistara. Steele varð heimsmeistari 11. júli s. 1. og er þetta’ fyrsta kepni hans síðan. Er alnient gert ráð fyrir að hann sigri Risko nú aftur. Áðrir heimsmeistarar hafa oft þann sið að sýna hnefaleika, fyrst eftir að þeir liafa unnið titilinn. Berjast þeir þá oft við menn sem eru úr þyngra flokki ten þeir sjálfir, en titillinn er :auðvitað aldrei í veði. Þetta vill •Steele ekki. Hann ver titilinn i livert skifti sem liann berst og er það af tveim ástæðum. I fyrsta lagi getur liann þá kraf- Ist meiri peninga, og í öðru lagi vill liann ekki eiga á hættu að verða „barinn niður“, þótt það myndi ekki skerða heimsmeist- ara-tign lians, en á því er jafn- an meiri hætta ef andstæðing- urinn er úr þyngra flokki. Með þessu móti getur liann grætt stórfé á skömmum tíma, því að i Ameríku er jafnan mikil „að- sókn“ að titlunum. Í.O.O.F. 1 = 118372198V2 = Veðrið í morgun. 1 Reykjavík —i, Bolungarvík —4, Akureyri —i, Skálanesi 2, Vestinannaeyjum 2, Sandi —2, Kvígindisdaí —3, Hesteyri —5, Gjögri —2, Blönduósi —4, Siglu- nesi —2, Grítusey —o, Raufarhöfn 1, Skálum i, Fagradal 2, Papey 1, Hólum í Hornafirði 1, Fagurhóls- mýri 1, Reykjanesi 1 stig. Mestur hiti hér í gær 4 stig', minstur o. Úrkoma 3.2 tum. Yfirlit: Alldjúp lægð yfir íslandi á hægri hreyd- ingtt norðáustur eftir og fer mink- andi. — Horfur: Suðvesturland, Faxaflói; Breiðafjörður: Stinn- ingskaldi á tiorðvestan og norðan. Éljagangur. Vestfirðir, Norður- land: Hvass norðan. Snjókoma. Norðausturland: Breytileg átt. Víðast úrkomulaust. Snjókoma. Austfirðir, suðausturland: Suð- vestan og vestan kaldi. Léttir til. . Skipafregnir. 'Culfoss er í Leith. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss fer í kveld vestur og norður. Selfoss er í Ant- werpen. Lagarfoss er í Kaup- tnannahöfn. Brúarfoss fer annað kveld vestur og norður um land til átlanda. G/s Island fór til út- landa i gærkveldi. Britnir kom frá Englandi í nótt. Venus kotn af • ufsaveiðuín í morgun. Þórólfur fór 'a veiðar í dag. Afmælisfaguað 'sinn heldur Húsmæðrafélagið í Oddfellowhúsinu á þriðjudaginn kemur. Askriftarlistar í Bóka- verslun Sigf. Eymundssonar, V. B. ÍC, Vísir útbúi, Fjölnisveg og í Vörubúðirmi, Laugaveg 53. Ann- ars má fá nánari uppl. í símum 4740, 4591 og 3360. Þjófnaðir. I nótt var brotitt rúða í búðar- glugga Jóh. Norðfjörð, Laugaveg 18, og stolið úrum,' hringum o. fl. Málið er í rannsókn. — Er tals- \-ert um þjóftiaði í bænum um þess- ar tnundir. í • gærkveldi var lög- reglunni tilkynt, að stolið hefði verið peningum, 130 kr., af eld- húsboröi í húsinu Ingólfsstræti 21B. Einnig var lögreglunni til- kynt í gær, að stolið hefði verið peningum, 25 kr., í hárgreiðslust. Centrum í Þingholtsstræti. Einnig var stolið sijfurhringum með svörtum steinum, að líkindum í fyrradag, úr bftð á Laugavegi. — (Bæjarbúar ætti að hafa hugfast, að skilja ekki eftir mannlausar í- búðir ólæstr. óspektir og slys. Enskur togari, „Northern Chief“, kom hingað í fyrradag. Lagðist togarinn að. bryggju í gær og fengu skipsmenn landgöngul. og kontu um horð á tilskildum tíma, nema tveir, sem lögreglan var beð- in að hafa upp á. Fann hún þá á kaffistofunni „Öldunni“ og voru báðir druknir og var annar þeirra mjög æstur. Flutti lögreglan þá til skips. Skömtuu siðar hljóp skip- verjinn, sem æstastur var, upp i aftursigluna, og datt úr henni á þilfarið, en hugðu sumir, að hann heföi kastað sér niður. Meiddist hann, en minna en búast mátti við. — Kl. 8 í gærkveldi átti skipið að fara, en hásetar neituðu að fara og gengu á land. — Skipið fór kl. 1 í nótt. Ráskólafyrirlestrar próf. dr. H. Mosbechs um Gyð- ingaland. Næsti fyrirlestur próf. Mosbechs verður um samkutidu- húsið í Kapernaum. Hefir verið grafið í rústir þess og verða sýnd- ar skuggamyndir af rústunum og af samkunduhúsinu, eins og það leit út á Krists dögum, ennfrem- ur af öðrum rústuin og uppgreftri, m. a. í Samaríu, Annnon og Djer- ash. Fyrirlesturinn verður fluttur í dag í Kaupþingssalnum og hefst kl. 6 stundvísl. Pétur Sigurðsson Péturssonar skipstjóra á Gull- :fossi lauk sjóliðsforingjaprófi á foringjaskóla í Danmörku á s.l. ári. Nú hefir verið lagt fram.frutn- varp á Alþingi um að veita Pétri skipstjóraréttindi á íslenskum skiputn. Ríkisstjórnin hefir ráðið Pétur til að starfa að ýmsum niæl- ingum og athugunum. sem varða siglingamál frá 1. jan. 1938. Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Skólavörðustíg 12. Sítni 2234. — Næturvörður í Laugávegs apóteki og Ingólfs apóteki. Útvarpið í kvöld. 18,40 Erindi: Um búreikninga (Guðmundur Jónsson búfræði- kennari). 19,10 Veðurfr. 19,20 Hljómplötur: Létt lög. 19,30 Þing- fréttir. 20,00 Fréttir. 20,30 Kvöld- vaka: a) Vilhj. Þ. Gíslason: Úr Islendingasögum; b) Magnús Jónsson prófessor: Upphaf mor- móna á íslandi, II; c) Jónas Þor- bergsson útv.stj.: Með „Goða- ■fossi“ eldra frá New York í Straumnes; d) ungfrú Þórunn Magnúsdóttir: Saga. Ennfremur sönglög. VIRKJUN GOÐAFOSS. Frh. af 2. síð.u. kr. við að vaxtagreiðslur minka árlega, en það þýðir, að Raf- vcitan getur verið með ölln skuldlaus árið 1939 og liaft þá eignir sínar óveðhundnar.“ Rafveitan hefir ekki getað séð stærri iðnfyrirtækjum, sein risð liafa upp, fyrir hreyfiafli, og eru þau því rekin með gufu- afli eða olíuhreyflum. Á síðari áium hefir risið upp mikill iðn- aður á Akureyri, og er aukning þessara iðnfyrirtækja svo mik- il, að flest þeirra skortir hreyfi- afl, og verða þau því að fá sér nýjar og stærri gufuvélar eða diesellireyfla, ef Rafveita Akur- eyrar getur ekki séð þeim fyrir hreyfiafli.Er því knýjandi nauð- syn, að auka Rafveitu Akureyr- ar. Iðnaður Akureyrar er orð- inn svo mikill, að mörg hundr- uð bæjjarhúa lifa eingöngu á iðnaði, svo að vöxtur og við- gangur Akureyrar verður að miklu leyti undir þvi kominn, að iðnaður fái góð skilyrði til að aukast, en eitt af þýðingar- mestu skilyrðunum til þess er einmitt ódýrt og liagkvæmt hreyfiafl. — Má ætla, að eftir nokkur ár, verði orkuþörf til iðnaðar um 50% liærri, eða um 1.670.000 kwst., sem lireyfiafl til iðnaðar. Áætlað er, að á næstu árum þurfi 1.800.000 kwst. til suðu árlega. Þá er rætt ítarlega um aðra orkuþörf, sem æskilegt væri að fullnægja, þ. e. lil hitunar, sem nú fer fram með kolum. Er þar átt við hit- 11 n íbúðar- og verslunarhúsa og liitun til iðnaðar. Til allra þeirra þarfa, sem gerð er grein fyrir, ei ráðgert, að á næstu árum verði orkuþörf Akureyrar sam- tals 18.550.000 kws't. Fram- leiðsla í orkuveri verður sem næst 25% hærri, eða 23 milj. kwst. á ári, en til að framleiða þá orku, þarf með 5000 stunda notkunartíma (mesta álags), válaafl á 4700 kw. = 7500 liest- öfl. Það kemur þó tæplega til greina, að Akureyri virki þeg- ar i byrjun 7500 liestöfl, og verði því byrjað með mun minna orkuveri, og velja stærð þess þannig, að rekstur beri sig þegar á fyrstu rekstursárúm. Rekstursáætlanir sýna, að liæfi-i legt sé að byrja ineð 2000 hest- öflum (til ljósa, suðu og hreyfi- afls), og því sem hægt er af orku til hitunar, sem þó verð- ur fyrst uin sinn ekkí nema lít- ið eitt. En þegar rekstur 2000 hestafla orkuvers fer að gefa tekjuafgang, sé sjálfsagt að verja þeim tekjuafgangi til aukningar á orkuveri og fram- leiðslu, svo að hægt verði seni fyrst að fullnægja orkuþörf til hitunar að miklu leyti. Virkjun Skjálfandafljóts. Næsti kafli fjallar um virkj- un Skjálfandafljóts. Er þar fvrst rætt um rensli Skjálfanda- fljóts, og nokkur almenn atriði, en því næst gerð grein fyrir til- högun virkjunar í aðalatriðum. Er greinargerð þessi öll mjög ítarleg og fylgja uppdrættir og teikningar til skýringar. Kostnaðaráætlun. Rostnaður við 2000 hestöfl með háspennulínu til Akureyr- ar er 1.350.000, en ef bætt er við þriðju vélasamstæðu á 2000 hestöfl, verður allur kostnaður 1.605.000 kr. Samkvæmt áætlun verður kostn. á hestöfl þessi: Fyrir 2000 liestöfl við stöðv. arvegg 496 kr. Fyrir 2000 hestöfl, á Akureyri 675 kr. Fyrir 4000 hestöfl, við stöðv- arvegg 306 kr. Fyrir 4000 hestöfl, á Akur- eyri 401 kr. Það athugist þó, að hér er ekki talinn með kostnaður við kaup á vatnsréttindum. Sést af tölum þessum, að virkjun er liér hagstæð, enda aðstæður flestar ágætar, tiltölu- Iega lítil sliflugerð, ldappir í stiflustæði og i stæði orkuvers, svo ’að inestu er hægt að byggja orkuver og sprengja fyrir frárenslisskurði á þurru. Mestu veldur það þó um ó- dýra virkjun, að komist verður með tilhögun þessari lijá að gera stíflu yfir þvert fljótið; verður fyrst um sinn að eins gérð stífla fyrir eystri hluta l’ossins; þarf því mjög lítið að veila vatni til í farvegi, heldur aðallega gera varnargarð með- fram farvegi, meðfram kletta- hryggnum að vestan. Gerir það og verkið mun öruggara í fram- kvæmd, hve lítið þarf að veíta vatni til, bæði við stíflustæði og við orkuver. Þegar kostnaðaráætlun er sundurliðúð eftir aðkeyptu efni, farmgjöldum, vinnulaunum, flutningum o. fl., verður áætl- unin þannig: 1. Aðkeypt efni, innkaups- verð (f.o.b.) .... 434.000 2. Farmgjöld .......... 48.000 3. Aðflutningsgjöld .. 38.000 4. Vinnulaun ......... 485.000 5. Flutningur á landi 32.000 6. Verkstjórn ........ 29.000 7. —Yfirstjórn o.fl. .. 80.000 8. Ýmisl. og ófyrirséð 79.000 9. Vextirmeðan verkið , er í framkv....... 125.000 Samtals 1.350.000 Loks er áætlun þeirra A. Páls- sonar og Otterstedt um rekst- urskostnað fyrir 2000 hestafla orkuver og veitu með 5000 stunda notkunartíma. Nýkomið! Tvinni (hvítur og svartur) 0.25 Silkitvinni 0.20 Hörtvinni 0.35 Stoppigarn 0.15 o. fl. smávörur. Grettisgötu 57 og Njálsgötu 14. Munið FISKSÖLUNA í VONARPORTI Sími: 2266. Vinsælasta fisksala bæjarins. Hár við íslenskan og útlendan bún- ing, frá 55—90 cm. lengd. Af- greitt eftir ósk, svo mikið eða lítið sem vill. — Keypt afklipt hár. — HÁRGREIÐSLUSTOFAN PERLA, Bergstaðastræti 1. Sími 3895. VÍSIS KAFFIÐ gerir alla glaða. Itaíá« riiNDití Sjálfblekungur lapaðist á Grundarstíg. Lyklakippa fundin í Tryggvagötu. Uppl. í síma 2185 (344 Tapast liefir peningaveski í miðbænum með ýmsum skjöl- um, meðal annars skírnarvott- orð eiganda. Finnandi vinsam- lega beðinn að skila veskinu til eiganda, á Hótel Skjaldbreið, gegn fundarlaunum. (349 Bensíngeymislok með lyklum áföstum, hefir tapast. Skilist gegn fundarlaunum á Aðalstöð- ina. (351 Kvenveski tapaðist s. 1. laug- ardag. Skilist á vinnustofu Vig- fúsar Guðbrandssonar, Austur- stræti 10. (353 tHUSNÆfH 2 herbergi og eldhús, með nú- tíma þægindum, óskast til leigu 14. maí. Tilboð, merkt „40“, sendist Visi. (340 2 herbergi og eldhús til leigu nú þegar, eða frá mánaðamót- um. Uppl. á Njálsgötu 75, í kjallaranum, á morgun frá 4— 6. (342 2 stofur og eldhús með þæg- indum til leigu vestan við bæ- inn. Umsókn leggist i box 292. (345 Sá, sem vill greiða nokkurra mánaða liúsaleigu strax, getur fengið 2 lierbergi, eldliús og bað 14. maí í nýju húsi í austurbæn- um. Lystliafendur 'sendi riöfn og heimilisfang á afgr. Vísis merkt: „Öll þægindi“. (346 Herbergi til leigu við miðbæ- inn, aðgangur að eldhúsi getur verið með fyrir barnlaust fólk. Afgr. vísar á. (348 2 herbergi og eldhús óskast til leigu 14. maí. Tilboð sendist Vísi, merkt: „40“. (325 2 nýtisku 4ra herbergja íbúð- ir, ásamt baði og stúlknaher- bergjum, til leigu 14. mai, ná- Iægt miðbænum. Uppl. í sima 3190 og eftir kl. 8 í 3590. (327 glLEIGÁÍ Steinskúr til leigu ódýrt, lient- ugur fyrir vinnustofu. Uppl. Urðarstíg 16 A, eftir kl., 8 siðd. (347 ÍTíIk/nnincarI Leikfangasalan er í Veltu- sundi 1. Elfar. Sími 2673. (854 MVimÆM Vinnumiðlunarskrifstofan óskar eftir góðri stúlku til inni- verka á ágætt heimili hér i bæn- um. Sömuleiðis ágætar vistir úti á landi, fyrir stúlkur, sem mættu liafa barn með sér. Sími 1327. (339 Stúlka óskast. Soffía Hall- dórsson, Laugavegi 29. Simi 2982. (341 Stúlka óskar eftir að sauma í húsum. Uppl. i síma 4295. (343 Stúlka óskar éftir að komast á saumastofu. — Uppl. i sima 4645 frá 5—7. (352 Unglingsstúlka óskast í vist. Uppl. Njarðargötu 45. Sími 1614. (354 Þvottahús Elliheimilisins þvær vel og ódýrt. Þvotturinn sóttur og sendur. Hringið í síma 3187. (291 KkadpskapijrI Hestakjöt af ungu i buff og steik. Góð hrossabjúgu 85 aura. Saltað heslakjöt 55 aura. Kjöt- fars 70 aura. Pönnufiskur 50 aura. Fiskfars 50 aura. Fiska- pylsur 60 aura. — Fiskpylsu- og matargerðin, Laugavegi 58. ■— Sími 3827. (337 8CC) ‘8UM7 IUIÍS ‘uoA ‘Baiau jSjbui go jnyo}.m>[ ‘jnjojpig ‘jipæj -piS ‘pnfliAi-j -lofjiBgnBS giSuBH •)or>iBjp;p gisoj^i 'Sii z/i 'Jd bjub 0Q Bflp Bup b lorjjBpiuii gBpBs •o[>iB)saq giSuBu pofiiBisaii gB)!BS ‘)or>!BpiBioj ‘jjnq 1 )orq -B)saii- : uuijBuisSBpnuuns- j SEM NÝTT útvarpstæki til sölu mjög ódýrt. Uppl. á Grett- isgötu 16, annari hæð. (350 Vörubíll óskast til kaups. Gott ef stöðvarpláss gæti fylgt. A. v. á. (355 FASTEIGNASALA. Hefi nú mörg smá stein- hús með hentugum íbúðum. Með sanngjörnu verði — góðum greiðslukjörum. — Tek hús og aðrar eignir í umboðssölu. Sigurður Þorsteinsson, Bragagötu 31. Besta FISKFARSIÐ fæst hjá Pöntunarfélagi Verkamanna, Skólavörðustíg 12. Sími 2108. (292 Sjómenn! Kaupið sjóbuxur yðar i „Álafossi“. Þær endast best og eru ódýrastar. (64 Fornsalan Hafinarstræti 18, selur, með tækifærisverði, ný og notuð húsgögn og lítið notaða karl- mannafatnaði. Daglega nýtt fiskfars í buðum Sláturfélags Suðurlands. (391 FÉLAGSPRENTSMIÐJ AN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.