Vísir - 31.07.1937, Side 3
VlSIR
Skúli Þorleifsson vard
glímukonungur.
]
SLANDSGLÍMAN var
háð í gærkveldi þrátt
fyrir óhagstætt veður.
Áður en glíman hófst
sýndi hinn vinsæli karla-
flokkur Ármanns fimleika
undir stjórn Jóns Þor-
steinssonar. Tókst flokkn-
um mjög vcl að vanda.
Strax að lokinni fim-
leikasýningunni hófst
glíman og tóku þátt í
lienni 8 menn, allir úr
Glímufclaginu Ármann.
Glíman fór prýðilega
fram; glímdu menn bæði
vel og drengilega. Úrslit
urðu þau að Slcúli Þor-
leifsson feldi alla keppi-
nauta sína og hlaut þar
með sæmdarheitið Glímu-
konungm’ íslands. Fékk
Skúli 7 vinninga. Er Skúli
liinn mesti glímumaður,
sterkur vel og lipur og
glímír af miklum dreng-
skap.
Næstur varð Einar Ól-
afsson með 6 vinninga, þá
Sigurður Hallhjörnsson
með 5 vinninga og lilaut
hann fegurðarglímuskjöldinn nú í fyrsta sinni og titilinn
„Glímusnillingur íslands“. Er Sigurður efnilegur gUmumað-
ur. Jóhannes Bjarnason hlaut 4 vinn., Sigurjón Hallbjörnsson
Kristófer Kristófersson og Hörður Markan hlutu 2 vinn. liver
og Árni Stefánsson engan.
Að glímulokum afhenti forseti í. S. 1., Ben. G. Waage, sig-
urvegurunum verðlaunin.
SKULI ÞORLEIFSSON,
VO má heita að síldarlaust
^ væri norðanlands í nótt.
Á miðunum er vestanstorm-
ur og mikill straumur, og er
veður því mjög óhentugt til
veiða. >
í gær voru saltaðar á Siglu- ,
firði um 3000 tn., en verulegur
hluti af þeirri síld, sem harst á
land, fór í bræðslu.
í gær komu þessi skip til
Siglufjarðar með yfir 200 tn.:
Már 225, Málmey 327, Oliv-
ette 315, Gotta 209, Frigg 224,
Ásbjörn 346.
Siglufirði, 30. júlí — FÚ.
Fréttaritari útvarpsins í
Siglufirði segir trega veiði
þenna sólarliring, enda hvass-
viðri af suðri og strauma
mikla og síldina tæplega veiði-
tæka sakir styggðar. Ríkisverk-
smiðjunum liafa horist á sólar-
hringnum rúmlega 4000 mál.
Söltun í Siglufirði nam 2682
tunnum —- þar af voru tæplega
1200 tunnur matéssíld og 118
tunnur reknetasild
Gantar teknr enskan
togara.
Norðfirði, 30 júlí. — FÚ.
Varðbáturinn Gautur kom til
Norðfjarðir í dag með hreska
togarann Beverlac H. 72, er
liann sakar um ólöglegar veiðar
út af Norðfjarðarhorni. Málið
er í rannsókn.
SJÁLFSTÆÐISMENN!
MUNIÐ EIÐI!
Bipgðir Kolasöl-
unar og Alþýöii-
blaðið.
1 Alþýðublaðxnu var í gær
grein um verðhækkun á kolum
þar sem sérstaklega er talað um
miklar kolabirgðir, sem Kola-
salan s.f. eigi.
Með þessu vill hlaðið halda
því frarn, að til séu birgðir frá
þvi áður en kolin fóru aðhækka.
Sé því hækkunin nú aðeins olr-
urtilraun af hálfu kaupmanna.
Út af þessu hefir Vísir feng-
ið þær upplýsingar hjá Kola-
sölunni s.f., að af kolum þeim,
sem eru nú í porti verslunar-
innar, er alt selt nema ca. 300
smál. Sumt af þvi, sem óaf-
greitt er, verður ekki afgreitt
fyr en síldveiðiskipin eru kom-
in að norðan.
Alt tal Alþýðublaðsins um
miklar eldri birgðir og okur á
þeim er því út i loftið.
Kolakaupmenn eru nú að
semja ýtarlega skýrslu úm kola-
birgðir og verðlag sem verður
send atvinnumálaráðuneytinu.
Medferð Creysis
ogf eftiriit með
lionum.
Nýjar reglup.
ÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
hefir nýlega sett reglur
«m meðferð og eftirlit með
Geysi í Haukadal.
Er Statourist falin umsjá
me'ð hvernum og ákveðin leyfi
til að setja sápu í hverinn og
endurgjald fyrir það.
Reglurnar eru svoliljóðandi:
REGLUR
um meðferð og eftirlit með
Geysi í Haukadal.
1. gr. Geysir i Haukadal er
eign ríkisins og ákveður dóms-
málaráðuneytið alt um með-
ferð lians og eftirlit með hon-
um. Fcrðaskrifstofa rikisins
annast um shkt eftirlit fyrir
hönd ráðuneytisins og sér urn
að fylgt sé þeim reglum, sem
settar eru um meðferð Geysis.
2. gr. Óheimilt er að bera
sápu í Geysi nema að fengnu
sérstöku leyfi. Einstaklingar
eða félög, sem óska að bera í
hann sápu, geta fengið slikt
leyfi með þeim skilyrðum, sem
siðar greinir. Skal umsókn um
slíkt leyTi vei*a skrifleg og send-
ast Ferðaskrifstofunni með eigi
minna en tveggja sólai’hringa
fyrirvara og skal greina í um-
sókninni væntanlega tölu þátt-
takenda.
3. gr. Leyfi til þess að bera
sápu í Geysi má eigi veita oftar
en tvisvar í viku, á sunnudög-
um og einhvern einn virkan dag
í vikunni, nema sérstaklega
standi á. Aldrei má bera sápu
í hverinn nema að minsta kosti
tveir sólarhringar séu liðnir frá
því borið var í hann næst á und-
an, og ef svo stendur á, að sótt
liafi verið um með nægilegum
fyrirvara, og leyfi hafi verið
veitt til þess að bera sápu í
hverinn einhvern ákveðinn dag,
má ekki veita öðrum aðiljum
leyfi til að bera í hann sápu
næsta sólarhring á undan. ,
4. gr. Fyi’ir leyfi skal greiða
| I
p Porsleinn Bjsrusn (
kaupmaður á Blönduósi, and-
aðist að heimili sínu sunnudag-
inn 25. þ. m., 62 ára að aldri.
Mun banameinið hafa verið
hjartabilun.
Við fráfall Þ. B. er mikil-
hæfum manni á bak að sjá.
Hann var af fátæku foreldri
kominn og bjuggu foreldrar
lians á Illugastöðum í Laxár-
dal í Húnavatnssýslu, litlu koti,
liægu og landgóðu. Mun Þ. B.
hafa dvalist í foreldraliúsum
fram um tvítugt. Langaði liann
mj.ög til þess, að „ganga skóla-
veginn“, sem kallað var, en
ekki gat úr því orðið sakir f jár-
skorts.
Þorsteinn hóf búskap á Efri-
Mýrum laust fyrir aldamótin,
algerlega eignalaus, en ekki
stóð sá búskapur lengi. Hann
var stórliuga og keypti alhnargt
p[>[3 unra ua ‘sguiuad upucSmig
Stefano Islandi kom til
bæjarins í morgun.
TEFANO Islandi var með-
al farþega á Gullfossi, sem
kom í gærkveldi frá Kaup-
mannahöfn.
Söngvarinn hefir dvalið þar
undanfarið og hélt nýlega
hljómleika í Tivoli við mikinn
orðstír. i
Mun liann mjög bráðlega
veita Reykvíkingum tækifæri til
að hlusta á söng sinn.
50 kr. lágmarksgjald, ef um alt
að 50 manna hóp er að ræða.
Séu þátttakendur alt að 150,
greiðst 75 kr., en 100 kr., ef tala
þátttalcenda er yfir 150 manns.
Leyfisgjaldið skal greitt fyrir-
fram um leið og leyfi er veitt.
Dr. Trausti Einarsson
hefir nú það starf með hönd-
urn, að gera ýmsar breytingar
og lagfæringar við Geysi, en þar
er ýmislegt, sem ganga þarf bet-
ur frá, en ennþá liefir ekki' unn-
ist tími til að gera.
hafa liagnast á þeim kaupum.
Búskapur hans á Efri-Mýrum
stóð og skamma stund. Fluttist
Þ. B. þaðan til Blönduóss og
átti þar heima æ siðan.
Þ. B. var hneigðari fyrir
kaupsýslu en búsýslu í sveit.
Kaupsýsla varð og aðalstarf
lians, því að hann rak verslun á
Blönduósi frá því laust eftir
aldamót og til dánardægurs.
En verslun hans varð aldrei
mjög umfangsmikil og' um eitt
skeið mun liann liafa stjórnaS.
félagsverslun.
Þorsteinn Bjarnason var
prýðilega greindur maður, fróð-
leiksgjarn og stálminnugur.
Hann var stjórnmálamaður að
eðlisfari og hverjum manni
hetur að sér i stjórnmálasögu
þjóðarinnar hina siðustu ára-
tugi. Talinn var liann góður
ræðumaðui’, ekki síst ef um
stjórnmál var talað, og örðugur
mótstöðumaður.
Svo sem að likum lætur um
slíkan hæfileikamann sem Þ.
B., var honum beitt allmjög
fyrir í málefnum Blönduóss-
lirepps. Oddviti hreppsins var
hann um meira en tvo áratugi,
og sýslunefndarmaður litlu
skemur. Hann átti og lengi
sæti í stjórn kvennaskólans á
Blönduósi, og fleiri trúnaðar-
störfum mun hann hafa gegnt
í þágu sýslufélags og sveitar.
Þ. B. var kvæntur frú Mar-
gréti Kristjánsdóttur og lifir
hún rnann sinn, ásamt þrem
börnum þeirra hjóna. —
Frú Margrét er dóttir ,,Verts-
hús“-hjónanna, er oft voru svo
nefnd, þeirra Kristjáns veit-
ingamanns Halldórssonar á
Blönduósi og konu hans, frú
Sigríðar Sigurðardóttur. Voru
þau lijón mörgum að góðu
kunn nyrðra, greiðvikin, gest-
risin og höfðingjar í raun. —
Þorsteinn Bjarnason var
fríður maður sýnum og vel á
sig kominn, prúður í fram-
göngu, hæglátur og alvörugef-
inn.
SJÁLFSTÆÐISMENN!
MUNIÐ EIÐI!
Sáttatilrannir
og
ir±xi.3iiid.óxii.stóll.
Því hefir verið haldið fram í V í s i, að 9. gr. Dagsbrúnar-
samningsins fæli í sér grundvallaratriði þeirra ákvæða úr frv.
sjáltstæðismanna um vinnudexlur, sem lúta að starfi sátta-
semjara og frestun vinnustöðvunar. Verkamönnum er alment
ekki ljóst í hvaðá átt frv. um vinnudeilur fer, og hafa þeir
verið mjög blektir um öll þau mál. I sambandi við Dagsbrún-
arsamninginn hefir vaknað áhugi hjá fjölda verkamanna fyr-
ir því, að kynnast sannleikanum um frv. sjálfstæðismanna. —
Verður hér á eftir gerð nokkuð nánari grein fyrir ákvæðum
frv. urn vinnudeilur um störf sáttasemjara og vinnudómstól-
inn. —
GRUNDV ÖLLUR
TILLAGANNA.
í fáurn orðum má segja, að
grundvöllur tillagna sjálfstæðis-
manna um störf sáttasemjara
og vinnudómstól, sé sá að finna
leiðir til þess að deilur vei’ka-
manna og vinnuveitenda verði
leiddar á friðsamlegan hátt til
lykta og afstýi’a í lengstu lög,
að til vinnustöðvana þurfi að
koma.
Réttur vinnuveitenda til
vinnusviftingar og réttur verka-
manna til verkfalls er viður-
kendur, en tillögurnar miða að-
eins í þá átt, að reynt sé til
þrautar hvort samningar megi
ekki takast áður en gripið er til
vinnusviftingar eða verkfalls.
Ágreiningur sá, sem komið
getur upp milli vinnuveitenda
og verkamanna er tvennskonar:
í fyrsta lagi, ágreiningur um
skilning iá gerðum sanmingi,
hvort hann liafi verið brotinn
o. s. frv. —
í öðru lagi, deila um hver
kjör verkamanna skuli vera,
skv. samningi, sem fyrir liggur
að gera.
1 samræmi við þetta greinast
tillögurnar einnig í tvent:
1. Ákvæði um vmnudómstól,
sem sker úr ágreiningi urn
skilning á samningi o. s. frv. og
2. sáttatilraunir í deilum út
af kaupi og kjörum.
Verða hér fyrst atliugaðir
höfuðþættir ákvæðanna um
sáttatilraunir.
SÁTT ATILR AUNIRN AR.
Ef vinnuveitendafélag eða
verkamannafélag liefir fyrir-
hugað að hefja vinnustöðvun út
af ágreiningi um kaup og kjör,
er skylt að tilkynna það til
sáttasemjara og láta fylgja
ýmiskonar upplýs. varðandi
deiluna. Sáttasemjari getur þó,
ef honum sýnist, reynl sáttatil-
raunir í deilu, sem stendur yfir,
áður en slík tilkynning hefir
vex’ið send, en að öllum jafnaði
mundi slílc tilkynning verða
upphafið að starfsemi sátta-
semjara.
Það félag, sem hefir fyrirhug-
að vinnustöðvun má ekki skella
lienni á fyr en fjórir sólarliring-
ar eru liðnir frá þvi að tilkynn-
ing var send sáttasemjara.
Eftir að sáttasemjari hefir
fengið slíka tilkynningu, hefir
liann heimild til aðbannavinnu-
stöðvun þar til sættir hafi verið
revndar og geri hann það, er
honum skylt að liefja sáttastarf
sitt þegar í stað. Eru síðan í
frumvarpinu ýms ákvæði um
skyldur sáttasemjai'a og störf
hans, sem oflangt mál er að
rekja liér.
En séu liðnir 10 sólarhringar
eða meira frá því að sáttasemj-
ari bannaði vinnustöðvun, án
þess að sáttatilraunir hafi tek-
ist, getur liver aðili sem er kraf-
ist þess, að sáttatilraunum skuli
lokið og er þá skylt að Ijúka
sáttatilraunum innan fjögra
sólarliringa eftir að krafan
kom í hendur sáttasemjara.
Náist ekki sættir á þeim tíma
telst sáttatilraun árangurslaus
og er þá opin leið fyrir aðila, að
að grípa til vinnustöðvana, til
að knýja fram kröfur sínar, ef
þeir telja sér það hagkvæmt.
Eins og af þessum lákvæðum
sést, er tilgangur þeirra, að sjá
svo um að reynt sé að fullu
hvort ekki megi semja áður en
vinnustöðvun sé skelt á.
Því fer fjarri5 að lögfest sé
bann gegn vinnustöðvun lield-
ur er aðeins um frestun að
ræða. En sú takmöi'kun, sem
frestunin gerir á réttinum til
vinnustöðvunar er gerð, bæði
með tilliti til þjóðfélagsins í
heild og eins með tilliti til þess,
að vinnustöðvanir eru að öll-
um jafnaði tjón fyrir þá aðila
sem í slíku eiga, og er samn-
ingsleiðin því ólíkt giftusam-
legri.
VINNUDÖMSTÓLLINN.
Þá eru ákvæðin um dómstól-
inn,’ sem sker úr ágreiningi
milli vinnuveitenda og verlca-
manna út af skilningi á samn-
ingi o. s. frv.
Sósialistar hafa jafnan látið í
veðri vaka, að dómstóll þessi
ætti að ákveða fyrir hvaða
kaup verkamenn skyldu vinna.
Slíkt er auðvitað fjarstæða ein.
Verkefni Vinnudómstólsins er
fyrst og fremst, að skera úr á-
greiningi um gildi samnings,
hvernig beri að skilja hann,
eða um kröfur, sem bygðar eru
á gerðum sanmingi. Taldir
eru upp í frv. um vinnu-
deilur rnargir liðir rnála, sem
falla undir Vinnudómstólinn og
allir lúta aðsamningum millifé-
laga vinnuveitenda og verka-
manna. Dómstóllinn kemur
aldrei nálægt því að ákveða
kaup manna, en hefir aðems
það hlutverk, að skera af þekk-
ingu og skilningi úr deilum að-
ilja út af samningum, sem þeg-
ar hafa verið gerðir annaðhvort
með eða ián aðstoðar sátta-
semjara.
í dómnum eiga sæti 5 menn.
Hæstiréttur útnefnir formann
vinnudómstólsins, varafor-
mann, tvo aðaldómara og tvo
varadómara, alla íil þriggja ára
í senn. Stjórn Vinnuveitenda-
félags Islands kýs einn aðal-
dómara og einn varadómara og
sljórn Alþýðusamhands Íslands,
einnig einn aðaldómara og einn
varadómara.
Dómarar þeir, sem Hæsti-
réttur útnefnir mega ekki liafa
þá aðstöðu, að þeir verði taldir
vilhallir um málefni vinnu-
veitenda og verkalýðs.
Síðan eru ýtarleg ákvæði um
störf dómsins og flutning mála
fyrir honum.
Við meðferð mála fyrir dóm-
stólnum skal engin réttargjöld
greiða lil ríkissjóðs. Afl at-
kvæða ræður úrslitum um nið-
urstöður dómsins, og skal hann
kveða upp dóm svo fljótt sem
unt er.
Hér hafa í sem stystu máli
verið rakin ákvæði frv. um
vinnudeilur um sáttaumleitan-
ir og hlutverk og skipun vinnu-
dómstólsins.
Þegar verkamenn aðeins
hætta að láta sér nægja ósann-
indi og æsingar broddana í
verkalýðsfélögunum og taka að
íhuga málið 'sjálfir, þá hljóta
þeir að komast að þeirri niður-
stöðu að hér er ekki um nein
„þrælalög“ að ræða heldur
þvei't á móti reglur, sem eru
sanngjarnar og réttlátar og
miða til þess að firra tjóni.
Æsingar foringjanna í verk-
lýðsfélögunum gegn slíkum
reglum eru lítt skiljanlegar og
ákaflega heimskulegar.
Ef til vill telja þeir að valdi
sínu sé of rniklar takmarkanjr
settar og er það þó vandskilið.
En hvað myndu þeir segja um
lög eins og vinnulöggjöf
frönsku alþýðufylkingarinnar,
þar sem verkföll og vinnu-
stöðvanir eru beinlínis bönnuð
og aðilum gert að skyldu að
jafna égreining sinn, sem fljót-
ast með aðstoð hins opinbera?
Vinnulöggjöf hlýtur að kom-
ast á liér á landi eins og í lang-
flestiun menningarlöndum öðr-
um. Og þess er skamt að biða,
að liún komist á og vei'ði hún
svipuð því, sem liér lxefir verið
lýst mun hver verkamaður,
sem mælir af heilum hug, við-
urkenna gagnsemi hennar, og
óska þess að slíkar reglur
hefðu verið settar löngu fyr.