Vísir - 19.03.1938, Page 2
V I S 1 R
VÍSIR
DAGBLAÐ
Útgefandi:
BLAÐAÚTGÁFAN
VÍSIR H.F.
Ritstjóri: Páll Steingrímsson.
Skrifstofa
! Austurstrœti 12.
og afgreiðsla j
Blntr:
Afgreiðsla 3400
Ritstjórn 4578
Auglýsingastjóri 2834
Prentsmiðjan 4578
Verð 2 krónur á mánuði.
Lausasala 10 aurar.
Félagsprentsmiðjan.
Stjórnin.
P ORSÆTISRÁÐHERRANN
* tilkynti í byrjun þing-
funda í gær, að Haraldur Guð-
mundsson, atvinnumálaráð-
herra, ráðherra Alþýðuflokks-
ins í samsteypustjórn Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins, liefði beðist lausnar
úr ríkisstjórninni. Kvaðst for-
sætisráðherrann þegar hafa
símað konungi lausnarbeiðni
hans og lagt til, að sér yrði fal-
ið að gegna störfum atvinnu-
málaráherra fyrst um sinn. Þá
lýsti forsætisráðherra því, hve
þungt sér félli viðskilnaðurinn
við þennan ágæta starfsbróður
sinn og bandamann. — En svo
var sú saga ekki lengri, og þótti
ýmsum sem „botninn“ vantaði!
Forsætisráðherrann gerði
enga grein fyrir því, hvernig sá
hlutjfc, ríkisstjórnarinnar, sem
eftir væri, hugsaði sér að kom-
ast af, þegar ráðherra Alþýðu-
flokksins væri farinn úr stjóm-
inni og hún hefði, að þvi er
ætla mætti, mist stuðning þess
flokks. Framsóknarflokkurinn
getur ekki farið einn með stjórn
landsins, þannig að kröfum
þingræðisins sé fullnægt. Kröf-
um þingræðisins er ekki full-
nægt með því einu, að fela öðr-
um ráðherranum sem eftir er í
stjórninni störf atvinnumála-
ráðherrans! Það yerður auk
þess að bæta upp þann fylgis-
missi, sem stjórnin hefir orðið
fyrir, við það að Alþýðuflokk-
urinn svifti hana stuðningi sín-
um,
Eða, er það ef til vill engan
veginn svo að skilja að Alþýðu-
flokkurinn hafi svift stjórnina
stuðningi sínum, þó að liann
hafi látið ráðherra sinn segja af
sér? — Ætlar flokkurinn að
halda áfram að styðja stjórn-
ina, eftir sem áður, eða veita
lienni hlutleysi, til þess að hún
geti farið áfram með völd?
Ef svo væri ekki, hefði for-
sætisráðherrann ekki aðeins átt
að biðja konung að leysa Har-
ald Guðmundsson frá stjómar-
störfum, þegar hann hafði af-
hent lausnarbeini sina, heldur
bar honum þá að beiðast lausn-
ar fyrir alt ráðuneytið. Eftir að
ráðherra Alþýðuflokksins er far-
inn úr stjórninni, og hún hefir
verið svift stuðningi flokks
hans, er stjórn Hermanns Jón-
assonar orðin minnihlutastjórn,
bæði utan þings og innan, og
getur ekki farið með völd stund-
inni lengur, án þess að leita sér
stuðnings annarsstaðar.
Það virðist nú næsta ólíklegt,
að Alþýðuflokkurinn ætli að
veita Hermanni Jónassyni
stuðning, til þess að fara áfram
með völd, eflir að flokkurinn
liefir tekið ráðlierra sinn úr
stjórninni. Hafi flokknum þótt
hagsmunum sínum illa borgið,
meðan hann átti sjálfur full-
trúa i ríkisstjórninni, þá er þess
þó síst von, að betur verði fyrir
þeim séð, ef liann á þar engan
málsvara, en verður að eiga alt
undir öðrum. Hinsvegar er það
kunnugt, að Alþýðuflokleurinn
hefir talið það meira máli skifta
en alt annað, að komið yrði í
veg fyrir það, að sjálfstæðis-
menn kæmist til nokkuiTa
valda. Er þvi engan veginn fyrir
það að synja, að hann kysi jafn-
vel heldur að afsala sér sjálfum
öllum beinum afskiftum af
sijórn landsins og styðja þó
stjórnina eftir sem áður, en að
til þess þyrfti að koma, að á-
lirifa Sjálfstæðisflokksins gætti
þar að nokkuru. En ef svo er,
að Haraldur Guðmundsson hafi
verið „dreginn“ út úr ríkis-
stjórninni, aðeins til þess að svo
gæti lilið út á yfirborðinu sem
Alþýðuflokkurinn vildi enga á-
byrgð bera á gerðardómslögum
Hermanns Jónassonar, en floklc-
urinn ætlar þó eftir sem áður
að veita stjórninni stuðning
sinn, þá verður aðeins „síðari
villan verri liinni fyrri“. Og
liefði Haraldur þá betur setið
fast og setið kyr!
Deilur Púlverja og
Liibana.
BRETAR OG FLEIRI ÞJÓÐIR
ÓTTAST, AÐ NÝJAR VIÐSJÁR
í ÁLFUNNI, KOMI ÖLLU í
BÁL OG BRAND.
Oslo, 18. mars.
Horfur í alþjóðamálum vekja
almennan ugg og ótta um alla
álfuna. — Pólverjar hafa hafn-
að að leggja deilumál sín og
Lithaua fyrir hlutlausa alþjóða-
nefnd. — Frestur Lithaua til að
svara úrslitakröfum Pólverja er
útrunninn á laugardagskveld.
London, 18. mars. — FÚ.
Pólverjar liafa í dag dregið
saman lier á landamærum Pól-
lands og Lithauen. 1 frétt frá
Varsjá segir, að Smigly-Rydz
marskálkur liafi farið til Vilna
til þess að framkvæma þar her-
skoðun. Sendiherra Breta í Var-
sjá fór i dag á fund pólska utan-
ríkismálaráðþprrans og fór þess
á leit fyrir hönd bresku stjórn-
arinnar, að Pólverjar notuðu
sér ekki atburð þann er gerðist
ó landamærunum á dögunum
til þess að vekja nýjar viðsjár.
Sendiherra Lithauen i París,
London og Moskva fór á fund
utanríkisráðherranna i þessum
borgum, Lithauiska sendisveit-
in í París hefír sagt, að Pólverj-
ar hafi neitað að semja um at-
burðinn á dögunum, enda þótt
stjórnin í Lithauen hafi þegar
orðið við ýmsum kröfum Pól-
verja.
Smetana forseti hefir kvatt
saman þingið í Lithauen og
einnig stjórnmálalega Ieiðtoga
og yfirforingja hersins. Frétta-
ritari Reuters í Kaunas álítur,
að í ráði kunni að vera að taka
þjóðaratkvæðagreiðslu um
breylingu sljórnarskrárinnar,
er heimili stjórninni að viður-
kenna yfirráðarétt Póllands yfir
Vilna. Hann segir einnig, að
Pólverjar vilji að Lithauar geri
samskonar samning við sig og
Austurriki og Þýskaland gerðu
sín á milli.
Stjórnir Lettlands og Eist-
lands hafa snúið sér til lithau-
Lithauar nmnu láta kúgast,
segir United Press.
EINKASKEYTI TIL VÍSIS.
London, í morgun.
Fréttaritari United Press í Kovno símaði þaðan
snemma í morgun, að ríkisstjórnin kæmi saman á fund
kl. 10 árdegis til þess að ganga frá svari við úrslitakost-
um Pólyerja.
Þeir, sem þessum málum eru gerst kunnir, líta svo á,
að Lithauen sé engin leið fær önnur, en að ganga að
kröfum Pólverja í einu og öllu, þar sem algerlega von-
laust sé, að her Lithaua geti veitt pólska hernum við-
nám, en fullvíst má telja, að Pólverjar ráðist inn í Lit-
hauen, verði úrslitakostum þeirra hafnað.
United Press.
„75 miljónix* manna ganga
til atkvæða og lýsa yfíi* ein—
ingn þýsku þjóöarinnar66.
London, 19. mars. — FÚ.
Hitler tilkynti í ræðu sinni í rikisþinginu í gær
að Þjóðverjar mundu laka þátt í þjóðaratkvæða-
greiðslunni um innlimun Austurríkis í Þýska-
land, en hún á að fara fram 10. apríl n. k. „Ger-
völl þýska þjóðin,“ sagði Hitler, „mun ganga
til atkvæða þann dag, — — ekki sex og hálf
miljón, heldur sjötiu og fimm miljónir manna
munu verða beðnar að lýsa yfir einingu þýsku þjóðarinnar og
eg geri mér vonir um, að þær komist að réttri niðurstöðu.“
Þá leysti Hitler upp ríkisþingið eins og það er nú skipað og
lýsti því yfir, að um leið og þjóðaratkvæðagreiðslan færi fram,
yrði kosið nýtt ríkisþing fyrir hið nýja sameinaða ríki.
Hitler sagði, að þegar landamæri Austurríkis liefðu verið á-
kveðin i Versölum, hefði hálf sjöunda miljón manna verið svi-
virt. Hið sorglegasta við myndun þess Austurríkis hefði verið,
að þannig var í haginn búið að það gat ekki verið til frambúð-
ar og nú hefði þjóðin tekið örlög sín í sínar eigin hendur.
MEXICO SLÆR EIGN
SINNI Á EIGUR ER-
LENDRA OLÍUFÉLAGA.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
ARDENAS, forseti Mexi-
co, hefir gert upptækar
og slegið eign sinni á allar
ei,gur erlendra olíufélaga í
landinu. Er þar með lokið
deilu, sem staðið hefir lengi
milli ríkisstjórnarinnar og
olíufélaganna. Verkamenn
kröfðust hærra kaups, vegna
mjög hækkaðs verðlags á
lífsnauðsynjum manna, en
félögin kváðust ekki geta sint
kröfunum. Stjórnin studdi
verkamenn og lauk deilunni
sem áður getur. 1 lögunum
sem gefin voru út vegna þess-
ara ráðstafana, segir að olíu-
félögunum skuli bættur skað-
inn á næstu 10 árum með
peningagreiðslum.
United Press.
isku stjórnarinnar og skorað á
hana að verða við kröfum Pól-
verja ef mögulegt sé, svo að
ekki komi til innrásar af þeirra
hendi eða a. m. k. að ganga eins
langt til samkomulags eins og
frekast sé mögulegt.
Sendiherra Lithauen í Lon-
don gekk í dag á fund Halifax
lávarðar og átti viðtal við liann.
I London eru menn vongóðir
um, að deila þessi verði lcyst á
friðsamlegan hiátt.
aðeins Loftup.
Austarríki.
Hvar er Schussnigg?
Osló 18. mars. FÚ.
Ekkert er vilað um það með
vissu, hvar Schussnigg fyi’ver-
andi kanslari Austurríkis er
niður kominn. Hann er ekki i
liöll þeirri sem liann var sagð-
ur. Um þetta mál eru miklar
getsakir.
Fná Wien berast fregnir um,
að daglega sé menn teknir þar
fastir af pólitískum ástæðum.
Meðal hinna handtelcnu er fyrv.
formaður kaþólska flokksins og
fjölda margir Gyðingar. NRP.
— FB.
Kína.
Lögregluvörður alþjóðahverfis-
ins aukinn.
London, 18. mars. — FÚ.
I frétt frá Shanghai segir, að
Japanir hafi borið á móti því,
að þeir ætli að senda her inn í
alþjóðahverfið eða franska
borgarhlutann. Lögregluvörð-
ur alþjóðahverfisins liefir ver-
ið aukinn.
Kínverjar ná aftur bæjum, sem
Japanir höfðu unnið.
Japanir tefla nú öllu liði sínu
fram á Lung-hai vígstöðvunum,
og hafa dregið þangað lið frá
ýmsum öðrum hlutum Kína-
veldis, sem ]>eir liöfðu lagt und-
ir sig. Kínverjar hafa notað
tækifærið sem þeim liefir þann-
ig gefist, til þess að taka aftur
allmarga bæi sem Japanir höfðu
náð á sitt vald.
„Fram“.
Knattspyrnuæfing x. og 2. flokks
á mo'rgun (sunn'udag) kl. io f. h.
HÁLF MILJÓN MANNA
FLÝR BARCELONA.
Einkaskeyti til Vísis.
London í morgun.
| OFTVARNIR Barcelona-
^ borgar eru nú að engu
orðnar og þúsundir manna,
eða um hálf miljón hafa flú-
ið borgina og haldið til fjalla,
vegna þess að uppreistar-
menn gera nú hverja loftá-
rásina á fætur annari. Eru
varnir í svo miklu öngþveiti,
að flugvélarnar geta flogið
mjög lágt. Síðustu árásirnar
urðu 600 að bana en særðu
750. Þúsundir manna hafa
sest að á torgum borgarinnar
undir opnum himni eða í
hvelfingum neðanjarðar-
brautanna.
United Press.
Spáun.
Loftárásunum á Barcelona
haldið áfram.
London, 18. mars. — FÚ.
Eignatjón og manntjón í
Barcelona af völdum loftárása
uppreistarmanna er nú orðið
gífurlegt. I dag liefir hver loft-
árásin á fætur annari átt sér
stað. Hófust þær kl. 4 í morg-
un, en sú síðasla sem fréttist af,
átti sér stað kl. 2 síðdegis í dag.
Alt miðbik borgai’innar er í
rústum.
Stjórnir Bretlands og Fraklc-
lands hafa ítrekað tilmæli sín
til beggja stríðsaðila á Spáni uin
að leggja niður árásir á varnar-
laust fólk og liafa farið fram á
það við páfann í Róm, að hann
skori á Spánverja að verða við
þessum tilmælum.
Samkv. FÚ-fregn í morgun
hafa 610 beðið bana en 1100
særst í loftárásunum.
Oslo, 18. mars.
Norska ræðismannsskrifstof-
an í Barcelona eyðilagðist að
nokkuru Ieyti í loftárásunum á
borgina. Starfsfólkið slapp ó-
sært. NRP. — FB.
Þúsundir fasista handteknir
í Brasilíu.
London, 18. mars. — FÚ.
Lögreglan í Brasilíu hefir
handtekið þúsundir fasista, eða
meðlima „Grænstakka“-félag-
anna og er þeim gefið að sök
að hafa gert samsæri til að
myrða forseta Brasilíu og
stcvpa stjórninni.
Nýr bresk-ítalskur verslunar-
samningur.
London, 18. mars. — FÚ.
í dag var undirritaður i Róm
nýr verslunarsamningur milli
Bretlands og Ítalíu, og gerir
hann ráð fyrir nokkurri aukn-
ingu á viðskiftum milli þess-
ara landa. Einnig voru undirrit-
aðir nýir „clearing“ samningar.
Verkföllunum í Danmörku
frestað.
Kalundborg, 13. mars. - FÚ.
Verkföllum þeim, sem yfir
liafa vofað í Danmörku liefir
nú verið frestað um stundar-
sakir.. Sáttasemjari hins opin-
bera mun nú á næstuni leggja
fram málamiðlunartillögur, sem
taka til alt að 500 iðngreina og
fyrirtækja og 85 þúsund verka-
manna. Málamiðlunartillögur
sáttasemjara eru miðaðar við 2
□ Edda 59383227 — 1.
Messur á morgun.
í dómkirkjunni: Kl. 11, sira
FirSrik Hallgrímsson, kl. 5 sira
Bjarni Jónsson.
1 fríkirkjunni: Kl. 2 barnaguSs-
þjónusta (sr. Á. S.) og kl. 5 sira
Árni' Sigurösson.
í HafnarfjarSarkirkju: Kl. Yi
barnagu’Ssþjónusta, sr. GarSar
Þorsteinsson.
í fríkirkjunni í HafnarfirSi:
Kl. 5 sr. Jón AuSuns. Framhalds-
aSalsafnaðarfundur eftir- guSs-
þjónustu.
í Laugarnesskóla: Kl. 10,30
barnaguSsþjónusta, kl. 2, sira
GarSar Svavarsson.
I ASventkirkjunni kl. 8,30 síSd.
O. J. Olsen.
í kaþólsku kirkjunni: í Reykja-
vík: Lágmessa kl. 6)4 og 8, há-
messa kl. 10, kveldguSsþjónusta
meS prédikun kl. 6. í HafnarfirSi í
Hámessa kl. 9, kvöldguSsþjónusta.
meS prédikun kl. 6.
Veðrið í morgun.
1 Reykjavík 1 st., mestur hiti í
gær 4, minstur í nótt 2 st. Úrkoma
í gær 1.0 mm. Heitast á landinu
í morgun 4 st., Fagurhólsmýri;
kaldast — 2 st., Bolungarvík. Yfir-
lit: Grunn lægð fyrir sunnan og
austan land á hreyfingu í austur.
— Horfur: Faxaflói: Hæg norð-
austan eSa norðanátt. Úrkomulaust.
Skipafregnir.
Gullfoss er á leiS til Leith frá
Vestmannaeyjum. GoSafoss fór
frá Kaupmannahöfn í dag. Brúar-
foss er í Kaupmannahöfn. Detti-
foss fer frá Hamborg í dag. Sel-
foss er í Reykjavík.
Höfnin.
Haukanesið kom af veiðum í
morgun. Kolaskipið Felix fór í
morgun. Tryggvi gamli, Kári og
Belgaum eru að búast á ufsaveiðar
og fara í dag. Otur er að hita upp
á Kleppsvík og fer á ufsaveiðar á
morgun.
Flokkakeppni í fimleikum.
verður háð 26. apríl. Keppt verð-
ur um Farandbikar Oslo Turnfore-
ning,handhafi Glímufél. Ármann.
Öllum félögum innan l.S.l. er
heimil þátttaka. Keppendur gefi sig
skriflega fram við Glímufélagið
Ármann og sendi stundaskrá flokk-
anna eigi síðar en 11. apríl n.k.
„Leikfélag' Reykjavíkur“
sýnir á morgun sjónleikinn „Fyr-
irvinnan“ í síðasta sinn, og er lækk-
að verð á aðgöngumið.um. — í
næstu viku tekur Leikfélagið nýtt
leikrit á sýningaskrána, sem verið
hefir æft af miklum krafti nú síð-
ustu daga.
Næturlæknir
næstu nótt: Halldór Stefánsson,
Ránargötu 12, sími 2234. Nætur-
vöröur í Reykjavikur apóteki og
Lyfjabúðinni Iðunni.
K. F. U. M.
Almenn samkoma annað kveld
kl. 8)4. Magnús Runólfsson talar:
Um Jesúm Krist. Allir velkomnir.
Hjúskapur.
í dag verða gefin saman í Hafn-
firði í hjónaband, af síra Jóni Auð-
uns, ungfrú Ása Einarsdóttir, Hró-
bjartssonar, póstfulltrúa, Brekku-
stig 19, og Guðm. Egilsson, .loft-
skeytamaður, Sjafnargötu 7.
Prjónastofan Vesta,
Laugavegi 40, veröur lokuð
næstu daga vegna breytinga á
búðinni.
Slcíðamót Ármanns
hefst á morgun í Bláfjöllum.'
Kept verður í 15 km, göngu um
nýjan silfurbikar, sem einn af vel-
unnurum Ármanns hefir gefið.
•Síðar verður kept í krókahlaupi.
Lára Ágústsdóttir
mun sýna á sunnudag í Varðar-
hús.inu skuggamyndir af ýmsum
dulrænum fyrirbrigðum, sem hér
hafa gerst og í London á fundum
miðílsins. Er þetta í fyrsta skifti
sem þetta er sýnt hér með skugga-
myndum.
Helgidagslæknir
á morgun: Eyþór Gunnarsson,
Laugaveg 98, sími 2111.
Bjarni Björnsson
endurtekur skemtun sína í síð-
asta sinn, með alþýðuverði á morg-
un kl. 3, í Gamla Bíó..